Ísafold - 28.06.1899, Blaðsíða 3

Ísafold - 28.06.1899, Blaðsíða 3
171 stjórnarþras-flækjunni ár frá ári, ef til ▼ill hvern áratuginn á fætur öðrum; — rilja láta oas hafna nauðsynlagustu og Terulegustu umbótnm á atjórnarfyrir komulags-T&nhögum þeim, er vér eig i»m við að búa. f>að verður öfundsverður orðstír, sem vér getum oss hjá niðjum vorum fyrir stjórnhygni vora á þessum tímum, eða hitt þó heldur! Prestvígsla. Auk þeirra 2, er nefndir voru í síð- asta bl., Jóns Stefánssonar (til Lund- arbrekku) og f>orvarðar f>orvarðarson- ar (til Fjallaþinga) vígði hr. biskup Hallgrímur Sveinsson sunnud. 19. þ. mán. prestaskólakandfdat Pótur f»or- steinBson aðstoðarprest til föður hans síra þorsteins f>órarins8onar í Eydöl- um. Vendetta. Eftir Archibald Clavering Gunter. XX. Hann þarf ekki annað en lfta á hana allra-snöggvast. »Hún er glor- hungruð og bíður að eins eftir því, að henni verði boðið að borða«, hugsar Barnes með sér og segir svo kurteis- lega: »Lofið þér mér nú, fröken, að bæta úr heimsku lestarstjórans. Eg hefi allsnægtir handa tveimur; gerið þér svo vel að borða nú með mór«. Fröken Anstruther svarar kuldalega, en dálítið hikandi samt: »f>akka yður fyrir; eg er ekki mjög svönjt. Hún hefði tafarlaust þegi* boðið með þökkum, ef henni hefði verið grunlaust um, að alt væri með feldu, þó að hún vissi ekki, hvað væri var hugavert. Vera má, að lestarstjórínn hafi verið of klaufalegur eða Barnes of ákafur. Víst er um það, að hana grunaði, að eitthvað væri á seyði, og hafnaði boðinu. »f>etta eru að líkindum mestu ó- sannindin, sem engillinn minn hefir nokkurn tíma sagt«, hugsar Barnes með sér, og hann segir með svo lokk- andi rómi, sem liann á til í eigu sinni : »En oýurlítið svöng eruð þér og þiggið nú þetta !« En nú kemur fagnaðarglampi í aug- un á ungu stúlkunni og hún gerir hann lafhræddan. »f>akka yður kær lega fyrir«, segir hún; »en nú man eg eftir því, að eg hefi nóg nesti«. Hún tekur ferðatöskuna sína, sting- ur hendinni ofan f botn á henni og dregur þaðan upp bréfpoka með ein- hverju í. Barnes verður hundslegur í framan, því að það leynir sér ekki, að böggullinn er úr kryddsölubúð. Bæfils Barnes! Nú finst honum, sig langa mest til að fleygja matar- körfunni með öllu því, sem í henni er, út um gluggann, og hann segir við sjálfan sig : Hvað eg gat verið mikill þöngulhaus, að ímynda mér að ung stúlka færi að ferðast, án þess að hafa einhver sætindi að narta í! f>að var jafn-líklegt eins og að eg legði á stað vindlalaus. Og um leið og honum dettur þetta í hug, verður honum þrifið í einn vind- ilinn sinn og hann minnist þess með aðkenningu af þunglyndi, að hann hefir nú gleymt vindlum sfnum átta klukkustundir vegna þessarar stúlku, sem kýs heldur að svelta en þiggja nokkurn brauðbita af honum Hann heyrir sífelt pappírsskrjáf úr horninu, sem stúlkan situr í, snýr sór við og lítur á hana. Hún er búin að ljúka upp pokanum, sem sýnilega hefir verið fullur af kryddbrauði, og tekur upp úr lionum fjölda af samanbögl- uðum smábrófum — eitt og eitt í einu — og á andlitið á henni kemur hræðslu- og vonbrigðasvipur. Að lok- um hefir hún akoðað ah, sem í pok- anum er, og finnur tvo örsmáa mola af brendum sykri, og spjald, sem nokk- urar linur eru skrifaðar á. Molunum stingur hún upp í sig, les á spjaldið og segir gremjulega : »Stelpuskömmin!« Svo stynur hún þungan og vonleysis- lega, og það liggur við að andvarpið snúist upp f ekka. Barnea langar sárt til að geta huggað haná. En hann stillir sig, lýkur upp körfu sinni og fer að gæða sér á gæsasteik með beztu matarlyst; því að nú þykir hon- um enginn vafi á því laika, að fröken Anstruther muni bráðlega fást til að setjast að snæðingi með honum. Glætan er fremur dauf frá lamp- anum uppi í klefaloftinu, en Barnes sér samt, hvernig hún horfir með löngunarfullu augnaráði á ánægju hans með matinn og með sjálfum sér hæl- ist hann umút af því, að hún muni lægja seglin innan skamms. Rétt á eftir er eins og hún ætli að neyða sig til að segja eitthvað; en hún gætir að sér og stórt tár rennur ofan eftir kinninni á henni. Nú getur Barnes ekki stilt sig lengur, heldur mætir henni á miðri leið. »Væri ekki betra fyrir yður, fröken, að sjá yður um hönd ? Mann sveng- ir á járnbrautum. Má eg ekki láta yður njóta góðs af ofurlitlu af mínum mikla forða?« »Jú, þakka yður fyrir«. »þ>ér eruð þá svöng?« »Já, óctalega!« segir hún og reynir að hlæja við. Á næsta augnabliki á hún allsnægtum að fagna. Húu veit ekki, hvernig það atvikast, en það er alveg eins og hún hafi eignast Aladdíns- lampann : smádúkur liggur útbreiddur á keltu hennar, diskurinn hennar er hlaðinn því, sem henni kemur bezt og henni þykir bezt, og Barnes geng- ur um beina eins og andinn í Alad- dínssögunni. Hún hefir orð á þessu við hann og hann svarar henni hlæj- andi: »f>á hljótið þór að vera Alad- dín; en þá finst mér, ef eg er ekki al- veg búin að gleyma »f>xisund og einni nótt«, að Aladdín litli hefði átt að nudda lampann sinn og fá matinn hálfri stundu fyr. Finst yður ekki það standa betur heima, að láta mig vera Aladdín og lestarstjórann andann, og þá eruð þér sjálf kóngsdóttirin fagra ?« »Auðvitað get eg hvorki boðið yður te né kaffi«, segir hann síðar; »en þér hafið betra af ofurlitlu af chablis held- ur nokkuru kafiisulli. f>ér eruð ósköp föl og veikluleg*. Og það er hverju orði sannara, þó að nú sc smátt og smátt að færast roði í kinnar hennar aftur. »Eg er hrædd um, að þér eigiðekk- ert eftir handa sjálfum yður með þessu móti«. »Engin hætta á því! Eg hefi meir en nóg; eg pantaði kvöldmat handa tveimur sagði hann í gáleysi«. »Handa tveimur?« etur hún eftir honum steinhissa. Barnes lítur niður í körfuna og lætur sem hann sé að leita að einhverju. »Já, sem eg er lifandi — tveirdisk- ar, tveir gaflar, tvö vínglös — dæma- laust er þetta undarlegt!« »Eg — eg er svona — æði-matlyst- ugur!« segir hann í standandi vandræð- um. »f>á ættuð þér sannarlega að sýna það«, segir hún hlæjandi; »eun eruð þór naumast farinn að smakka nokk- urn matarbíta«. Barnes sezt við hlið hennar og fer að taka til matar síns; honum er það því ljúfara, sem hann hefir í raun og veru beztu mat&rlyst. Hann réttir henni glas með bourgogne, hún drekk- ur það og andlit hennar fær aftur eðlilegan litarhátt, hvort sam það er nú víninu að þakka eða einhverju öðru. Eitthvað það er í viðmóti hans, sem vekur traust hjá henni, og þegar hann býður henni kampavín, svarar hún: »Eg þigg alt, sem þér bjóðið mér«. Barnes þykir hjart&nlega vænt um það og hrúgar vínþrúgum, kryddbrauði og öðru sælgæti á diskinn hennar. Hún lítur með athygli á þetta alt saman og segir: »Fyrst þór borðið svona á ferðalagi, þá hljótið þér að vera mikill sælkeri heima fyrir. f>að er nærri því eins og þér hafið átt von á gestunu. »0g yður hlýtur að vera farið á alt annan hátt, fyrst þér gátuð gert yður í hugarlund, að þér þyrftuð ekki ann- an mat en tvo litla sykurmola«. »Mór fór ekki að lítast á blikuna«, segir hún. »Eg get hlegið að því núna; en rétt áðan hefði eg getað kyrkt hana. f>að er Maud Chartris, sem hefir gert það, óþektar-krakki, 12ára. Hún hefir etið alt nestið mitt og lát- ið bréfaræmur og nafnspjaldið sitt í pokann í staðinn«. Og hún réttir Barnes nafnspjaldið; á því stendur skrifað með barnshendi: • Svona hefni eg min fyrir það, að þér sögðuð mömmu, að það væri eg, sem hefði bundið kertastjakann við rófuna ú kettinum. Þér getið verið köttur sjálf. Maud*. •Blessað barnið!« segir Barnes. »Eg ætla að senda henni svo mikið af sæt- indum, að hún geti etið yfir sig!« Og hann nuddar saman höndun af fögn- uði út af þeim mikla greiða, sem þessi óþekki krakki hefir gert honum. Nú verður nokkur viðstaða á einni stöðinni. Barnes sér, að fröken An- struther vanhagar ekki um neitt, og þá fer hann ofan úr klefanum og inn í ritsímastofuna og sendir til Parísar símskeyti eftir þjóni sínum og farangri. Hvo mætir lestarstjórinn honum og lítur til hans með íbygnu brosi. Bar- nes réttir honum tuttugu frankana, sem hann hafði lofað honum, stingur nokkurum skildingum að þjóninum, sem lét sér farast svo fallega að gera að engu miðdegisverðar-vonir ungfrú- arinnar, biður hann að útvega sér tvær járnbrautarábreiður, kveikir sér í vindli og hverfur svo aftur að klefanum. Stúlkan er þá horfin. Hann bíður eftir henni við klefa- dyrnar. Maðurinn kemur með ábreið- urnar og leggur þær inn í klefann. Oðara en hann er farinn, kemur ung- frúin og er asi á henni; hún segir við Barnes í hálfum hljóðum og með hræðslufasi: »Tveir menn eru á hælunum á mér! Bíðið þér við, þangað til þeir eru komnir fram hjá, og hjálpið þór mér svo upp í vagninn, eins og við séum sacnanU »Velkomið«, segir Barnes. »Sýnið þér mér fantana«. »J>arna eru þeir!« segir hún lágt. Hann hvessir augun á mennina, sem eru að elta hann og hjálpar svo ungfrúnni upp í vagninn jafn-kurteislega og hann væri nýkvænt- ur henni. Húd roðnar dálítið, meðan á þessu stendur, en hann afstýrir öllum at- hugasemdum með því að segja: »Segið þér mér nú, hvað þeir hafa sagt eða gert yður, þessir menn«. »Ekkert! Eg heyrði að eins annan þeirra segja við hinn: »Hafðu gætur á ungfrúnni ensku; hún er ekki eins fyrirhafnarmikil eins og hinn fuglinn, og alveg eins áreiðanleg!« Og svo kom hann með lýsingu af mér«. Þingmálafundir. Mýeamenn. Arið 1899, 22. dag júnímán. var haldinn þiugmálafundur fyrir Mýra- sýslu f Gftltarholti. fnngmaður kjör- dæmisins hafði boðið til hans. Fund- arstjóri vnr kosiuD Magnús Andréssou fyrrum prófastur á Gilsbakka, en skrif- ari Jóhann prestur J>orsteinsson í Staf- holti. Fundarmenn Toru 27. J>essi mál voru tekin fyrir: 1. Mentamál og skólamdl. Eftir nokkurar umræður var með samhljóða atkvaeðum allra fundarmanna samþykt svo látandi niðurlagsatriði: Fundurinn kannast við, að sönn mentun sé aðalundirstaða allra þjóð- þrifa, en hann álítur að meir sé und- ir því komið, hvernig skólarnir séu, en undir því, hve margir þeir séu, og nú, þegar samgöngur á sjó og landi eru orðnar miklu greiðari en áður, ætl- ar fundurinn að heppilegra só, að hafa ekki nema 2 búnaðarskóla og að eins 1 gagnfræðaskóla, er styrktir aóu af landssjóði, og skorar fuodurinn alvar- varlega á alþingi, að fjvlga ekki skólum eðaskólakennaraembœttum&ð svostöddu. 2. Stjórnarskrármálið. Eftir lang- ar umræður var gerð og samþykt svo látandi niðurlags-ályktun í einu hljóði: Fundurinn álítur stjórnarbót í sömu átt og kostur var á frá stjórninni 1897 nægja fyrst um sinn, og vera helzt við hæfi þjóðarinnar, og skorar því á næsta alþingi að reyna að fá henni framgengt; þó vilja 10 fundarmenn, að það sé gert að beinu skilyrði, að 61. gr. stjórn- arskrárinnar sé haldið óbreyttri. 3. Fátcekramál. Fundurinn var meðmæltur þeirri breytingu á þurfa- mannalöggjöfinni, að hver maður eigi alt frá 16 ára aldri þar sveit, er móð- ir hans átti lögheimili, þá er hann fæddíst. Að binda sveitfesti við lög- heimili manns, er hann verður sveitar- þurfi, álftur fundurinn óhafandi; fá- tækraflutningsákvörðununum álítur fundurinn eigi þörf að breyta. Að óðru leyti álítur fundurinn réttast, að stjórn- in leggí fyrir þingið nýtt frumvarp til fátækralöggjafar. 4. Fundurinn skorar á þingið, að semja frumvarp, er felli sem fyrst hor- fellislögin frá 26. febr. 1898 úr gildi. 5. Fundurinn skorar á alþingi, að samþykkja frumvarp það, er frézt hef- ir að stjórnin muni leggja fyrir þingið um þjóðveg frá Borgarnesi til Stykk- ishólms. 6. Fundurínn óskar, að alþingi semji lög þess efnis, að ljósmæðrum verði launað úr landssjóði. 7. Fundurinn óskar, að þingið geri það, sem unt er, til að efla landbún- aðinn, svo sem með því, að veita bún- aðarfélögum ekki minni fjárstyrk en að undanförnu, og sérstaklega með því, að reyna að útvega markað fyrir af- urðir landsins. 8. Lánsstofnun álítur fundurinn í- sjárverða, meðan ekki bætist úr mark- aðsleysinu. 5. Fundurinn óskar, að þingið bæti úr göllum, sem eru á lögum um til- búning verðlagsskráa. 10. Fundurinn óskar, að þingið breyti með lögum friðunartíma áálftum þannig, að hann verði frá 1. apríl til 15. sept. ár hvert, og að bannað verði að taka álftaregg. 11. Fundurinn skorar á þingið að gera þá breyting á vegalögunum, að fela sýslumönnum innheimtu sýsluvega- gjalds hjá gjaldendum eftir niðurjöfn- un hreppsnefnda. 12. Fundurinn skorar á alþingi að samþykkja aftur óbreyít frumvarp frá 1897 um læknaskípun á Islandi. Fleira kom ekki til umræðu. Fundi slitið. Magnús Andrésson. Jóh. porsteinsson. ----- mm 9 m------

x

Ísafold

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ísafold
https://timarit.is/publication/315

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.