Ísafold - 28.06.1899, Blaðsíða 4
172
Verksmiðja
Tomlinsons & Haywards
Liincoln.
England.
ZM
pp rmi;
stofnuð 1842
býr til
Tomlinsons olíusætubað og Haywards fjárbað. Tomlinsons olíusætubað er
hlaupkent baðlyf ætlað fyrir hesta, nautpening, sauðié, hunda og önnur húsdýr.
Blöndunin er 1 hluti baðlyfs móti 40 hlutum vatns. Haywards-fjárbað
er lagarkent og því mjög þægilegt til notkunar. Blöndunin er 1 hluti baðlyfs
móti 80 hlutum vatns. Pjárböð þessi eru afaródýr, ef tekið er tillit til gæðanna.
Kostirnir við þéssi baðlyf eru meðal annars, að þau
1. drepa allan maur
2. lækna kláða
3. auka ullarvöxtinn
4. mýkja og bæta ullina
5. eru algjörlega óskaðleg og ekki eiturkend, sjá efnarannsóknarvottorð
Próf. V. Steins í Kbhvn. dags. 23. desbr. 1878 og 25. apríl 1899.
6. sóttvarnandi
7. hreinsa ullina ágætlega
Beztu fjárbændur í Lincolnskíri brúka þessi baðlyf; tveir hrútar, sem voru
seldir árið 1898, annar fyrir 300 gíneur (5700 kr.) og hinh fýrir 1000 gíneur
(19000) kr. voru baðaðir úr baðlyfum þessum.
Allir sem vilja fá hátt verð fyrir ull sína, ættu að nota baðlyf þessi.
þau hafa fengið ótal meðmæli úr ýmsum áttum, bæði utanlands frá og innan.
Takið eftir vörumerkinu á hverjum pakka. Fæst í flestum verzlunum á
Islandi og hjá aðalútsölumönnum verksmiðjunnar.
Evers & Co. FrederiksholmsKanal, 6. Köbenhavn K.
Utlendar fréttir
Fréttir bárust fram í miðjan þenn-
an mánuð, með milliferðaskipi Yída-
líns-fiskifélagsins.
Báðherraskifti á Frakklandi einu
sinni enn. Dupuy fariun frá og hans
félagar líklega út af Dreyfus-þrasinu.
Nýtt ráðaneyti óskipað, en nefnduFtil
Poincare nokkur, er fyrir“því ætti að
standa.
Tilræði veitt ríkisforsetanum" nýja,
Loubet. Maður nokkur, Christiani,
barón að nafnbót, lagði til hans staf
sínum, í höfuðið, og mundi hafa rotað
forsetann, af stafurinn hefði eigi lent
í brjóstrið, er hann stóð við, og brotn-
aði stafurinn. Jpetta gerðist í bæ
þeim á Frakklandi, er heitir Anteuil.
þar var forsetinn í kynnisför. það
mun vera heimkynni hans. Illræðis-
maðurinn var dæmdur í 4 ára betr-
unarhúsvinnu.
Dreyfus á heimleið vestan um At-
lanzhaf. Átti að lenda í Brest. Við-
búnaður mikill að fagna honum.
Spánverjar ræða á þingi frumvarp
um sölu á Karlseyjum (Corolines) og
fleíri eyjum, er þeir eiga enn eftir í
Áusturálfu. Kaupendur eru þjóðverjar.
Barist enn í Filippseyjum af kappi
og má eigi í milli sjá.
Hvirfilbylur olli stórskemdum í ýms-
um bygðum í Wisconsin í Bandaríkj-
um. Bærinn New Richmond gjör-
eyddist nálega, en 100 manns biðu
bana og 1000 meiddust. Miklar skemd-
ir þar í fleirum bæjum — hús fuku
eða kviknaði í þeim vegna stormsins.
Póstskipið Vesta
kom í morgun norðan um land og
vestan með mikinn fjölda farþega.
Pessir alþing;ismenn
komu með Vestu: Einar próf. Jóns-
son, Guttormur Vigfússon, Jón Jóns-
son frá Múla, Klemens Jónsson sýslu-
m., Pétur Jónsson á Gautlöndum, Sig-
urður próf. Gunnarsson, Sig. próf. Jens-
son, síra Sigurður Stefánsson og Skúli
Thoroddsen fyrv. sýslum.
Ólafur Briem umboðsmaður kom í
fyrra kveld landveg að norðan. Guðl.
sýslumaður Guðmundsson áður kom-
inn, á amtsráðsfund.
Einar Hjörleifsson
ritstjóri kom meS Vestu vestan úr
Stykkishólmi. Fór fyrir þrem vikum
norður í Húnavatnssyslu kynnisför meö
föður sínum og þaðan vestur í Dali og
út í Stykkishólm.
Aðrir ferðamenn
með Vestu hingað: Frk. Rittershaus
fráþýzkalandi (heitmey þorleifs Bjarna-
son8 adjúnkts), Stefán Stefánsson
kennari á Möðruvöllum, Jakob Hav-
steen konsúll á Akureyri (Oddeyri)
með syni sínum, frú Korolina, kona
Guðmundar Hannessonar á Akureyri,
Lárus sýslum. H. Bjarnason í Stykk-
ishólmi, stúdentarnir Guðm. Finnboga-
son, Kristján Sigurðsson, o. fl.
f»ingmálafun(lafréttir
víðsvegar að allmiklar komnar, en verða
að bíða betri tíma. Skagfirðingar með
stjórnartilboðinu frá 1897, með skilyrði;
Mýramenn eindregið; Árnesingar einnig,
en með ríkisráðsfleyg og óbreyttri 61.
gr. (með 10 atkv. gegn 8 !); ennfremur
Isfirðingar. En Dalmenn og Húnvetn-
ingar móti, meiri hl.; en án nokkurar
hugmyndar um, hvað þeir vilji þá held-
ur kjósa.
Procliima.
þar sem Eiríkur Jónsson á Hall-
dórsstöðum í Vatnsleysustrandarhreppi
hefir fram selt bú sitt til opinberrar
skiftameðferðar sem gjaldþrota, þá er |
hér með samkv. lögum 12. apríl 1878
sbr. op. br. 4. jan. 1861 skorað á þá,
sem til skulda telja í búi þessu, að
tilkynna þær og sanna fyrir undir-
rituðum skiftaráðanda innan 6 mán-
aða frá síðustu birtingu auglýsingar
þessarar.
Skiftaráðandinn i Kjósar- og Gullbr.s.
17. júní 1899.
Franz Siemsen.
Proclama.
Eftir lögum 12. apríl 1878 sbr. op. j
br. 4. jan, 186Í er hér með skorað á
þá, sem til skulda telja í dánarbúi
Ingimundar Markússonar frá Suður-
koti í Vatnsleysustrandarhreppi, sem
andaðist hinn 28. apríl þ, á., að til-
kynna skuldir sínar og sanna þær
fyrir undirrituðum skiftaráðanda inn-
an 6 mánaða frá síðustu b’rtingu aug-
lýsingar þessarar.
Skiftaráðandinn í Kjósar- og Gullbr.s.
17. júní 1899.
Franz Siemsen.
Proclama.
|>ar sem Kort Gíslason á Tjörn í
Vatnsleysustrandarbreppi hefir fram-
selt bú sitt til opinberrar skiftameð-
ferðar sem gjaldþrota, þá er hér með
samkv. lögum 12. apríl 1878 sbr. op.
br. 4. jan. 1861 skorað á þá, sem til
skulda telja í búi þessu, að tilhynna
þær og sanna fyrir undirrituðum skift-
ráðanda innan 6 mánaða frá síðustu
birtingu auglýsingar þessarar.
Skiftaráðandinn í Kjósar- og Gullbr.s.
17. júní 1899.
Franz Siemsen.
Við undirritaðir seljum ferðamönnum
þann beina, er þeir æskja eftir, og
við getum í té látið. Menn aðvarist
og um að liggja ekki með hesta sína
í landi okkar, án okkar leyfis.
Hemlu, Skeiði, Stórólfshvoli, Varmadal,
Helluvaði, Gaddstöðum, Ægisíðu og
Efri-Rauðalæk.
Andrés Andrésson, Guðm. Pálsson,
Ólafur Guðmundsson, Sigríður Jóns-
dóttir, Bogi þórðarson, Jónas Ing-
varsson, Páll Jónsson, Jón Guðmundson,
Sigwrður Ólafsson.
Fundist liefir silfurbúin svipa á I'jórs-
árbökkum; sá sem sannar eign sina á henni
vitji hennar að Þórarinsstöðum í Ytrihrepp
og borgi fundarlaun og auglýsingu þessa.
Einar Jónsson bóndi í Norður-
gröf á Kjalarnesi bannar alla veiði í
Leirvogsá fyrir sínu landi.
Kensla í yfirsetufræði
byrjar aftur fyrstu dagana af næst-
komandi október.
J. Jónassen.
Fineste skandinavisk Export-Kaffi - Surro-
gat er drukkið um alt ísland landshorn-
anua á milli.
V erzlunin
í Kirkjustræti 10.
s e 1 u r: v
Gott skóleður (heilar húðir og
tilsniðin skæði).
Afbragðsgóða sauðatólg, á 30
aura pundið.
Islenzkt smjör.
Skorið neftóbak, sem allir kaupa
er reynt hafa.
Manufacturvörur, ísenkram
o. fl. selt með
10% afslætti.
Ung vinnustúlka þrifin og reglusöm
óskar eftir ársvist á góðum stað
hér í bænum.
Aðalfnndnr
i Kennarafólaginu
sem auglýst var að halda ætti 30. þ. m.
verður sakir ófyrirsjáanlegra forfalla,
ekki haldint) fyr en 3- júlí kl. 4 e.
h. í Iðnaðarmannahúsinu.
Umrœðuefni er:
1. Kristindómskensla
2. Alþýðumentun vor.
Auk þess koma ýms mál fyrir til um-
ræðu á fundinum, svo sem um útgáfu
kennaramálgagns o. s. frv.
Allir keunendur, konur og karlar, eru
velkomnir á ftindinn, þó að eigi sóu
þeir í Kennarafélaginu.
p. t. Reykjavík U7. júní 1899.
Jón þórarinsson
p. t. forseti.
Við undirskrifaðír fyrirbjóðum öllum
sem um veginn fara, að á eða beita
hrossum sínum á veginum frá Leir-
vogsá og að Grafará.
24. júní 1899.
þorlákur Jónsson. Einar Jónsson.
i'
Afgreiðslustofa Lands-
bankaus verður uin atþing-
istíman í suniar, eins ogr að
undanförnu, opin frá kl.
9'/a f. h.—kl. 12*/2 e. h. hvern
virkan dag:. — Bankastjór-
inn er til viðtals í hank-
amnn kl. 10l/2—l*1/2 dag
hvern.
Reykjavík 27. júni 1899.
Tiyggvi Ominarssoii.
Landsbókasafnið
verður um þingtímann í sumar opið kl.
4—6 e. h. á þriðjudögum, fimtudögum
og föstudögum, og einni stundu lengur
hina þrjá vikudagana til útlána.
Hallgr. Melsteð.
Verzlun
f. FISCHER'S
Reyhjavík.
Nýkomnar vörur.
frá Kaupmannahöfn, með seglskipinu
»Hermod«.
Rúg, Bankabygg, Matbaunir, Grjón,
Bygg, Hafrar, Haframjöl, Hveiti nr.
1, Overheadmjöl.
Rúgmjöl, tvær tegundir.
Alls 600 tunnur af kornvöru (áður í
vor 1400 tn.).
Kartöflur.
Sardínur. Anchovis. Pickles. Fisk-
buddingur. Ostur. Spegepylsa. Skinke.
Herragarðs-smjör í dósum.
Smjörlíki (margarine).
Chocolade. Brjóstsykur.
Vindlar, margar góðar teg.
Ferðatöskur. Göngustafir. Reykjar-
pípur- Peningabuddur. Vasabnífar.
Rakhnífar. Almanök. Vasaúr. Sauma
vélar- Byssur.
Ullarsjöl, stór. Herðasjöl. Sum
arsjöl. Lífstykki. Barnakjólar.
Drengjaföt. Jersey-treyur.
Tvistgarn hvítt, bl. og óbl., brúnt,
rautt, svart, blátt, grátt.
Klæði- (hálf- og al-). Klæði, ítal.
Karlmanna-fataefni.
Mikið af nærfatnaði (normal), sama
teg. og fyrra ár. Stórt úrval af alls-
konar Höfuðfötum, handa eldri og
yngri.
Gólfvaxdúkur- Borðvaxdúkur
Mikið af sænskum Borðvið og
Trjávið (lengd, breidd og þykt mis-
munandi).
Legtur- Brúnspónn.
Saumur allsk. Farfi. Leirrör,
tvær stærðir. þakpappi- Panel
pappi-
Hjólhestar
og margt fl.
Brúnn
hestur týndist úr Fossvogi 24. þ. m.
brennimerktur áframfhófum: Gr. Th.,
klipt G. á lend.
Finnandi er beðinn að skila hestinum
hið fyrsta til Hannesar Thorarensen í
Thomsensbúð.
Útgef. og ábyrgðarm. Bjðrn Jónsson.
Meðritstjóri: Einar Hjörleifsson.
ísafoldarprentsmiðja.