Ísafold - 01.07.1899, Blaðsíða 2

Ísafold - 01.07.1899, Blaðsíða 2
174 að tala um að koma upp fjórum verk- amiðjum eða að setja á laggir tóvélar í hverri sýslu. En sá barnaskapur dugar ekki lengur; þingið verður að taka hér í taumana og hafa vit fyrir mönnum í þessu efni, ef þeir gera það eigi sjálfir. |>að var rétt af þinginu að stuðla til þess, að tóvélar kæmust á í fyrstu á tveimur til þremur stöðum í landinu til byrjunar. Nú á það að leggja alla alúð við, að þessar stofnanir, sem þeg- ar eru fengnar, komist sem lengst á- leiðis, en ekki að dreifa kröftunum með því að styrkja fleiri tóvólastofn- anir. Að þessu getur þingið unnið á tvenn- an hátt; 1. Með ríkulegu fjárframlagi. 2. Með því að leggja tolláútlenda vefnaðarvöru, sem flutt er inn í landið. Eg get ekki séð því neitt til fyrir- stöðu, að komið væri fljótlega á fót tveimur verksmiðjum á landinu, ef mönnum finst það hyggilegra, t. d. annari á Suðurlandi, en hinni norðan- lands; en að svo stöddu ættuþær alls ekki að verða fleiri. Eg veit að vísu, að ef farið væri að vinna alla íslenzka ull í landinu sjálfu, væri til verkefni handa 4 stórum verk- smiðjum. En það er alls eigi við því að búast, að á stuttum tíma komist svo mikil breyting á hér á landi. Hugsunarháttur þjóðarinnar þarf að breytast, menn þurfa að fá trú á því, að þannig löguð fyrirtæki séu heilla- vænleg og geti orðið til ómetanlegs hagnaðar. það þarf að útvega markað fyrir hina unnu iðnaðarvöru, því sjálf- ir þurfum vér ekki á því að halda svipað þvf öllu. þetta gerist ekki alt í einu, heldur þarf töluvert langan tíma til þess. J>egar þetta er komið í horfið, þá fyrst er tími til kominn að reka þennan iðnað með fullum krafti. Bráðapestarbólusetning Yeturinn 1898, frá 10. október til 24 desetnb., bólusetti eg sauðkindur gegn bráða- pest í þremur sýslum: fjórum hreppum í Borgarfjarðarsýslu, þremur hreppum i Mýra- sýslu og einum hrepp í Daiasýslu, með bóluefni frá hr. C. 0. Jensen í Kaupmanna- höfn, er hr. dýralæknir Magnús Einarsson útvegaði mér, o'g tókst bólusetningin þannig: Fyrst byrjaði eg að bólusetja í Leirár- hreppi í Borgarfjarðarsýslu 10. október og bólusetti á fim heimilum 270 fnllorönar kindur á 1.—2. vetri og 146 lömb; þar af fórust af bólusetningunni 4 fullorðnar, og 1 lamb. JÞar næst i Andakílshreppi í sömu sýslu frá 18.—24. s. m. á fim heimilum 279 á 2. vetri og 466 lömb, og af bólusetning- unni fórst þar 1 fullorðin og 3 lömb; og hafði eg úr hverju glasi í 35 kindur, eftir því er hr. dýralæknir M. Einarsson sagði mér, í staðinn fyrir að úr bverju glasi átti að hafa í 25 kindur. 26. s. m. til 3. nóvember hólusetti eg í Miðdalahreppi i Dalasýslu á sjö heimilum 249 fullorðið á 1.—2. vetri, og 464 lömb; og þar fórust af bólusetningu 3 fullorðnar og 36 lömb, og fórust þessí 36 lömb á þremur bæjum, á Breiðabólstað 25 af 108 lömbum, sem eg bólusetti þar, og á þess- um bæ brúkaði eg alveg sömn aðferð með innspýtingu og blöndun á efninu, og á hinum bæjunum, sem eg var búinn að bólusetja áður á. En eg hafði lengi þá skoð- un, að á þessum bæ hefðu lömbin drepist af þeirri orsök, að þau voru rekin langan veg að áður en eg bólusetti þau, því eg hef oft orðið var við, að mjög mikil æsing á sauðkindum, áður en þær eru bólnsettar, er mjög varasöm, og kindin þarf að vera sem bezt fyrirkölluð áður enn hún er bólu- sett, og sömuleiðis á eftir hólusetningunni. Enn önnur hefir likast til orsökin verið, sem eg þóttist reka mig á síðar, að bóluefnið mun hafa verið mismunandi í glösunum, enda þótt kindur á bæjum þoli mjög mis- munandi bólusetninguna; fyrir utan hvað sú magra þolir mikið betur en sú feita. En eftir að eg bólusetti á Breiðabólstað. breytti eg til með blöndun á bóluefninu, og hafði úr hverjuglasií frá 38—4!> kindur, og sýndist mér það hafa viðast hvar sömu á- hrif á féð, bæði hvað það heltist og veikt- ist, eins og þegar eg hafði úr glasinu i 35 kindur. I Þverárhliðarhreppi í Mýrarsýslu bóln- setti eg 5. nóvember á einu heimili hjá hreppstjóra Dorsteini Daviðssyni 7 fullorðn- ar kindur og 72 lömb, og af bólusetning- nnni fórst 1 lamb. í Stafholtstungnahreppi bólusetti eg frá 5.—10. nóvember á sex heimilum 360 full- orðnar kindur og 289 lömb, og af bólu- setningunni fórust 5 lömb. I Hvítársíðuhreppi bólusetti eg á 8 heim- ilum 626 fullorðið og 456 lömb, og af bólu- setningunni fórst 1 fullorðin og 2 lömb. I Keykholtsdalshreppi bólusetti eg á 11 heimilum 378 fullorðnar og 756 lömb, og af bólusetningunni fórust 2 fullorðnar og 4 lömb. I Hálsasveit bólusetti eg á þremur heim- ilum fullorðið 120 og lömb 80, og af bólu- setningunni fóist 1 fullorðin; og í þrem- ur sýslum sem eg hefi bólusett i fyrir nýár siðastliðið er féð að tölu 2,486 full- orðnar kindur, og af þeim hefir drepist alls af bólusetuingu 13; en 2729 lömb, og 48 drápust af bólusetningu. Þar sem eg gat um hér á undan, að bólu- efnið mundi hafa verið mismunandi á glös- unum, varð eg sérstaklega var við í Bæ í Andakílshreppi, hjá óðalsbónda Birni Þor- steinssyni. Eg bólusetti þar 19. október síð- astliðin 86 lömb, og hafði úr hverju glasi í 35 lömb, og sást helti að eins á 2 lömb- um. Aftur bólusetti eg á sama stað 23. nóvember um 100 fjár á öðrum og þriðja vetri, og 20 lömb, og hafði úr hverju glasi í 38—45 kindur; þá heltist hver kind meira og minna, og 2 drápust af bólusetningunni Því verð eg að balda að bóluefnið hafi verið mismunandi, þar sem bólusetningin var að öllu leyti eins, og sömu varúðar- reglur brúkaðar við seinna skiftið og í fyrra skiftið. Sömuleiðis varð eg víðar var við likt þessu á hæjum, svo eg hlýt að imynda mér, að bóluefnið hafi verið mis- munandi í glösunum. Dví miður get eg ekki enn sem komið er sagt með vissu, hvað margt drepist hefir úr bráðapest eftir að bólusett var. En hitt er víst, að hvar sem varð vart við bráðapest áður en bólusett var, hætti að drepast nokkurum dögum á eftir að búið var að bólusetja hjá þeim, sem létu gera það. En eg mun síðar meir leitast við að gefa skýringar um, hvað margt drepist hefir af því bólusetta fé, og sömuleiðis af því óbólusetta hjá þeim fjáreigendum, sem eg hef bólusett hjá. Skrifað 18. marz 1899. Þórður Stefánsson. Prestaskólinn. Embættisprófi luku þar 24. f. mán.: Eink. Stig. StefánB. Kristinsson ágætiseink. 99 Magnús f>orsteinsson ...... I. 90 Pétur f>orsteinsson ....... II. 71 Spurningar í hinu skriflega prófi voru : Trúfræði: Að lýsa áhrifum heilagr- ar kvöldmáltíðar og skil- yrðunum fyrir réttilegri nautn hennar, samkvæmt kenningu kirkju vorrar. Siðfræði: í hverjuerhinn sanni heið- ur fólginn? Kirkjusaga: Saga Jesúíta frá upp- hafi vega þeirra til vorra tíma. Biblíuskýring. Gal. 3, 24—4,7. Bæðutextar : Matt. 10, 32—39. Lúk. 18, 1—8. Jóh. 21, 15—17. Stefán B. Kristinsson frá Hrísey á Eyafirði er hinn fyrsti, sem fengið hefir ágætiseinkunn frá prestaskólan- um. Tveim dögum áður, 22. þ. m., leystu 2 stúdentar af hendi próf í forspjalls- heimspeki við prestaskólann. f>orvaldur Pálsson......vel. f>orsteinn Björnsson ... vel +. J>orvaldur er læknaskólamaður, hinn á prestaskólanum. V eðurathuganir í Reykjavík eftir landlækni Dr. J. Jónas- sen. a Hiti (A Celsius) Loftvog (millimet.) Veðurátt. á nótti um bcl árd. síód. árd. síbd. 24. + 6 + 7 1757.8 754.4 sv h b sv h d 25. + 7 + 10 751.8 741.7, a h d sv h b 26 + 6 + 6 741.7 749.3 s hv d sv hv d 27. + 4 + 6 754.4 756 9 sv h d O 1) 28. + 7 +12 759.5 751.8, a h d o b i9. + 8 + 10 757+ 749.3 o d N h d 30. + s +12 749 3 746.8, o b O (1 Hefir mestalla vikuna verið á snnnan út-sunnan með mikilli úrkomu og kalsa; hefir hlýnað siðustu dagana. Meðalh. í júní á nóttu + 5.7, i fyrra 7.4 » » á hádegi + 9.8, » » 11.2 Próf við liáskólann. Fyrri hluta læknaprófs hefir Sigurður Magnússon (frá Laufási) tekið í vor nieð 1. einkunn. Fyrri hluta lagaprófs hefir tokið Páll Yídalín Bjarnason með 1. eiukunn (70 stig). Þá hafa þessir tekið próf í forspjalls- heimspeki: Ari Jónsson og Jón Hjalta- lín Sigurðsson með ágætiseinkunn. Bjarni Jóusson, Einar Jónasson, Guðmundur Tómasson, Halldór Hermannsson, Magn- ús Jónsson, Matthías Einarsson, Matthí- as Þórðarson, Sigfús Einarsson, Tómas Skúlason, og Þorkell Þorkelsson allir með 1. einkunn; Bjarni Þorláksson og Sigurður Jónsson með 2. einkunn og Valdimar Steffensen með 3. einkunn. Stúdentar. Þessir útskrifuðust í gær úr lærða- skólanum: 1. Guðmundur Benediktsson Eink. . i 8t,Í{/. 104 2. Hinrik Erlendsson . i 99 3. Kristján Linnet . i 98 4. Sigurður Kristjánsson . . í 97 5. Kristinn Björnsson . . i 91 6. Stefan Stefánsson . i 89 7. Karl Torfason . . . ii 81 8. GuSmundur Bjarnarson . . ii 80 9. Sigurmundur Sigurðsson . ii 75 10. Jón Rósenkranz . ii 70 11. Jón N. Johannessen . ii 69 12. Jón Brandsson . ii 69 13. SigurSur Guðmundsson . ii 68 14. Guðmundur Grímsson . ii 67 Við hádegisguðsþjónustu á morgun (kl. 12) emhœttar síra Jón Helgason. Vesturheim8prestarnir, þeir síra Jón Bjarnason í Winnipeg og síra Friðrik J. Bergmanní Gardar í N.-Dakota, komu hingað með Botníu28. f. m. Höfðu hrugðið sér fyrst til Nor- vegs og tekið sér far með Botnía frá Skotlandi. Þeir ætla að dvelja hér á landi sumarlangt, — fara líklega til Austfjarða m. m. með Hólum næst, en koma síðan hingað aftur. Þeir komu á synodus 29. f. m. og var þar fagnað af biskupi með nokkurum orðum. Með síra Jónier kona hans, frú Laura, og fósturbörn þeirra tvö vaxin, Friðrik Bjarnason og Theodora Hermann. Með póstgufuskipinu Botníu sem kom aðfaranótt 28. þ. m., komu, auk Vesturheimsprestanna, þær frænd- systur ekkjufrú Elín Eggertsdóttir(Briem) og fröken Ingibjörg Eiríksdóttir Briem, er dvalið hafa árlangt erlendis, sér til heilsubótar, veturinn sem leið suður við Miðjarðarhaf (í Mentona). Ennfremur frá Khöfn dr. Þorv. Thoroddsen, og H. N. Thomsen kaupm. með 4 ferðamenn. Loks frá Skotlandi allmargt enskraferða- manna. Hof i Vopnaíirði hefir konungur veitt 16. f. m. síra Sigurði P. Sivertsen frá Utskálum eftir kosningu safnaðarins. Sbipaður prestur að Útskálum fardagaárið 1899—1900 er síra Friðrik Hallgrímsson, er þjónað hefir frá því í haust við holdsveikra- spítalann í ‘ Laugarnesi. Lausu frá erabœtti hefir Franz Siemsen s/slum. í Kjósar- og Gullbringus/slu fengið eftir beiðni- sinni og með lögmæltum eftirlaunum frá 31. júlí (þ. m.). Dáinn 24. f. m. Jóhann Kristján Arnason tómthúsmaður í Melshúsum á Sel- tjarnarnesi 53 ára að aldri eftir lang- vinnar þjáningar (innanveiki). Jóhann sál. var mesti reglumaður, ráðdeildar- samur og vandaður, og mjög áreiðan- legur til orða og verka. Hann lætur eftir sig ekkju og G börn. Allsherjarbúnaðarfélagid. Loks er nú svo komið, að telja má víst, að slíkt félag, allsherjar-búnaðar- félag fyrir landið, verði stofnað innan fárra daga; — og munu allir þeir, er áhuga hafa á búnaðarframförum, fagna þeirri fregn. Fyrir 6 árum fór Búnaðarfélag Suð- uramtsins þess á leit við öll amtsráð landsins, að þau í sameiningu við það • kæmu á fót allsherjarbúnaðarfélagi. Lög hafa verið samin fyrir félagið, sem Búnaðarfél. Suðuramtsins og. amtsráðin hafa samþykt, og nú eru hingað komnir fulltrúar frá Norð- og Austuramtinu, er semja eiga til fulls um stofnun félagsins við Búnað- arfélag Suðuramtsins. A aðalfundi þess þ. 5. þ. m. verður málið borið upp til fullnaðarúrslita og verði fólags- stofnunin samþykt þar, sem telja má víst, er svo til ætlast, að sett verði þegar í stað hið fyrsta búnaðarþing landsins, er samkvæmt fyrirmælum félagslaganna nýu skal haldið annað- hvort ár. Fulltrúar fyrir Norður- og Austur- amtið eru þeir Ólafur umbm. Briem og Stefán kenuari Stefánsson fyrir N.-a., og Einar próf. Jónsson og Gutt- ormur búfræðingur Yigfússon fyrir Au.-a. Dingraálafundur Reykvíkinga í fyrra kveld var fyrirtaks-sýnishorni þeirra vitsmuna, sem koma fram í mótspyrnunni gegn því, að þiggja til- boð stjórnarinnar í stjórnarskrármál- inu. porbjörg ljósmóðir Sveinsdóttir og 11'. U. Breiðfjörð kaupmaður héldu ræður, sem hvergi komu nærri nokkuru- efni, né nokkuru hugsunarsambandi, né nokkuru viti; af fáeinum gífuryrð- um mátti ráða, að þau hugsuðu sér, að telja menn af því að þiggja tilboð stjórnarinnar. Halldór Rr. Friðriksson fyrv. yfirkennari fann það að tilboðinu,. að ríkisráðið gæti með atkvæðagreiðslu ónýtt lög alþingis, án þess ráðgjafinn gæti þar nokkru meira um ráðið en landshöfðingi nú — hafði sýnilega ekk- ert lesið eða skilið af umræðunum, sem fram hafa fanð um það efni síð- ustu tvö árin. J>ó kastaði tólfunum hjá Birni kaupmanni Kristjánssyni, sem fór þungum orðum um þá óhæfu, er hann hugði að formælendur stjórnartil- boðsins héldu fram, að lögleiða stjórn- arskrárbreytingar án þingrofs, að kjós- endum fornspurðum!!, og leyfa stjórn- inni, þegar henni réði svo við að horfa, að smeygja inn í stjórnarskrána breyt- ingum, sem enginn viti af, fyr en þær séu inn í stjórnarskrána komnar!!! Annað hugkvæmdist fundarmönnum ekki, sem að stjórnartilboðinu yrði fundið, og auðvitað var þessum vit- leysu-fjarstæðum mótmælt. En auð- sætt var, að ekki hefði verið til neins að reyna rækilegar umræður, — miklu meira en svo inni í salnum af van- stiltum og miður vel siðuðum ung- mennum. Andstæðingar stjórnartilboðsins höfðu varið mörgum dögum til undirbúnings undir fundinn, þar sem aftur á móti formælendur þess höfðu með öllu lát-

x

Ísafold

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ísafold
https://timarit.is/publication/315

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.