Ísafold - 05.07.1899, Síða 4
180
uS hefð'i verið gert til þess af hálfu
kirkjustjórnarinnar, að 900 ára afmæli
kristindómsins á Islandi yrði minst á
komanda ári, og með því engar ráðstaf-
anir höfðu gerðar verið í þá átt, skor-
aði fundurinn í einu hljóði á biskupinn
að sjá um, að þessa mikilvæga atburðar
í sögu lands vors yrði minst hátíðlega í
öllum prestaköllum landsins á þeim
tíma og á þann hátt, sem kirkjustjórn-
inni þætti bezt við eiga. — Var því
næst fundi slitið. (Eftir »Verði ljós«).
Dánarfregn
13. f. m. (júní) andaðist á Breiða-
firði einn bezti bóndinn í Flateyjar-
hreppi, Gisli Einarsson í Skáleyjum,
71 árs. Hann fæddist í Kvígindisdal
við Patreksfjörð, en fluttist ársgamall
með foreldrum sínum Einari Guðmunds-
syni og lngibjörgu Ólafsdóttur til
Hergilseyjar. Hann kvongaðist22 ára
gamall Kristínu Jónsdóttir (móður-
systur Bjarnar ritstjóra Jónssonar) og
áttu þau saman 7 börn. Tveir af son-
um hans eru nú í Vesturheimi, Einar
bókbindari í Winnipeg, og Andrés cand.
philos. frá háskólanum í Kaupmanna-
höfn. Hann misti fyrri konu sína
1873, en kvongaðist aftur 1877 ekkj-
unni Kristínu Pétursdóttir, sem nú
lifir hann eftir 22 ára hjónaband.
Báðar konur hans voru ágætis-konur
og heimili hans fagurt og friðsælt, og
má með sanni kallast fyrirmynd bænda-
heimilis. þar ólust upp mörg börn,
þar á meðal allmörg sveitarbörn, og
nutu þau öll nákvæmasta uppeldis og
voru sem í beztu foreldra húsum.
Gísli heitinn var stiltur maður og góð-
lyndur og mikils virtur af öllum, sem
þektu hann; hann var ekki ríkur mað-
ur, en bjó ávalt góðu og farsælu búi,
og skorti hvorki efni né vilja til að
vera öðrum til styrktar. I vor, þegar
aliur fjöldi bænda var í mestu hey-
þröng, átti hann t. d. meiri hey-
fyrningar en nokkur annar bóndi í
allri sýslunni og varð því bjargvættur
margra fátækra í neyð þeirra.
Kvennaskólinn á Ytriey.
þ>ær stúlkur, sem ætla sér að vera
næsta vetur á kvennaskólanum á Ytri-
ey, sæki um skólann til undirskrifaðs
eða Jóh. Möllers kaupmanns á Blöndu-
ósi fyrir ágústmánaðarlok. Skólagjald
allan veturinu er 0,50 á dag (120,00).
Fyrra tímabil 50,00, síðara 70,00.
Aukanámsmeyjar greiði 0,55 á dag.
Enginn annar kostnaður. Efnilegar
aðalnámsmeyjar geta gert sér von um
nokkurn námsstyrk.
Auðkúlu 24. júní 1899.
St. M Jónsson.
Frá Gfiljá í Hv.s hefir í vor tapast
grár hestur 20 ára, stór, mark: fjöður
á öðruhvoru eyranu, ójárnaður, annar(vinstri)
afturhófur hvitur, hinir svartir. Sá, er
kann að vita, hvar hestur þessi er niður-
kominn, geri svo vel að gera mér aðvart
eða alþingism. Þorleifi Jónssyni, sem fyrst.
Auðkúlu 24. júní 1899.
Stefán M. Jónsson.
HÚS til leigu frá 1. okt. n. k.,
þrjú herbergi rúmgóð auk eldhúss og
kjallara á skemtilegum stað í bænum
Ennfremur 2 herbergi nú þegar fyr-
ir einhleypan. Bitstj. vísar á.
2
herbergi með aðgang að eldhúsi,
helst málægt miðbænum, óskast
til leigu frá 1. okt. Ritstj. vísar á.
í fjarvegu minni (7.—19. þ. m.)
gegnir Guðm. Magnússon, læknir, em-
bættis- og læknisstörfum mínum.
Rvík 6. júlí ’99. G' Bjömsson.
Útgef. og ábyrgðarm. Björn Jónsson.
Meðritstjóri: Einar Hjörleifsson.
ísafoldarprentsmiðja.
Góðar Yörur ♦ Gott verð!
Fjölbreyttasta úrval af vöaduðum
V asaúrum
GULLÚB (55 lcr.—190) SIEFUBÚR 14—55lcr.
Nikkel og oxydered sv'órt 10—25 kr.
Stofuúr stór og smá 4—50 hr.
Úrfestar úr gulli, giilidouble, silfri,
talrni og nikkel, verð: 75 a —.95 kr
n Kapsel úr gulli, gull-
rw 4| '•l double, silfri, tal-
mi. nikkel.
m. fl.
Gull-
hringir,
Trúlofun-
arhringir
Steinhringir
2,50—40 kr.
S1 i fsp rj ó n ar80a.~
Manchettuhnappar
Armbönd 3—16 krónur
Brjóstnálar 70 a.—35 lcr.
Hitamælar 50 a —6 krónur
Loftþyngdarmælar 6—17 krónur
Attavitar (kompdsar) 50 a.—6 Jcr.
Sjónaukar (kíkirar) 5—30 krónur
Stækkunargler og lestrargler
Teikniáhöld, hafjafnar og mælihönd
Singers SAUMAVÉLAR úr bezta stáli
Handvélar og stignar, viðurkendar að vera hina beztu
Hveryi jafn ódýrt eftir gæðuiii
Bkki dag*prísar
Ennfremur borðbúnaður úr silfri og silfurpletti.
Bezta sort. Er á förum, kemur aftur með Laura.
Yerksmiðja.
Tomlinsons & Haywards
Eincoln.
Engrland.
stofnuð 1842
býr til
Uppboðsauglýsing.
Við 3 opinber uppboð, sem haldin
verða mánudagana hinn 10., 24. n. m.
og 7. ágústmán. næstkomandi verður
jörðin J Bjarnastaðir í Bessastaðahreppi,
tilheyrandi dánarbúi Magnúsar Oddsson-
ar, borin upp til sölu, og seld hæst-
bjóðanda.
Hin 2 fyrstu uppboðin fara fram hér
á skrifstofunni, en hið síðasta á sjálfri
eigninni kl. 12J eftir hádegi.
Söluskilmálar verða til sýnis hór á
skrifstofunni.
Sýslumaðurinn í Kjósar- og Gullbr.s.
hinu 29. júní 1899.
Franz Siemsen.
Fineste skandinavisk Export-Kaffi Surrogat,
sem húið er til af oss, er hezti og ódýrasti
kaffibætirinn, sem til er.
F Hjorth & Co. Köbenhavn K.
Heilbrigðin er mestu gæði lífsins.
Drekkið þvi alt af:
Fineste skandinavisk Export Kaffi Surro-
gat, sem er heilsusamlegastur og bragðbezt-
ur drykkur, sem þið getið fengið, og auk
þess ódýrastur.
F. Hjorth & Co. Köbenhavn K.
j AqMYNDIR tek eg undirskrifað-
LJvJö ur núna fyrst um sinn á
Stokkseyri frá kl. 11 f. hád. til kl.
4 e. h. Verkið fljótt og vel af
hendi leyst.
Sömuleiðis tek eg myndir, ef
óskað er eftir, á þjóðminningar-
dag Arnesinga á Armótsbökkum
af f'ólki, hestum o. fl.
Stokkseyri 2. júlí 1899.
Iiiadm. Eyólfsson.
Fjármark Gísla Eyjólfssonar á
Kjarastöðum á Akranesi er blaðstýft
framan hægra, hálftaf framan vinstra.
Brennimark Gísli E.
Tomlinsons olíusætubað og Haywards fjárbað. Tomlinsons olíusætubað er
hlaupkent baðlyf ætlað fyrir hesta, nautpening, sauðié, hunda og önnur húsdýr.
Blöndunin er 1 hluti baðlyfs móti 40 hlutum vatns. Haywards-fjárbað
er lagarkent og því mjög þægilegt til notkunar. Blöndunin er 1 hluti baðlyfs
móti 80 hlutum vatns. Fjárböð þessi eru afaródýr, ef tekið er tillit til gæðanna.
Kostirnir við þessi baðlyf eru meðal annars, að þau
1. drepa allan maur
2. lækna kláða
3. auka ullarvöxtinn
4. mýkja og bæta ullina
-r. e~U a^8Í°r^e8a úskaðleg og ekki eiturkend, sjá efnarannsóknarvottorð
Próf. V. Stems í 'Kbhvn. dags. 23. desbr. 1878 og 25. aprfl 1899.
6. sóttvarnandi
7. hreinsa ullina ágætlega
Beztu fjárbændur í Lincolnskíri brúka þessi baðlyf; tvéir hrútar, sem voru
seldir árið 1898, annar fyrir 300 gíneur (5700 kr.) og hinn fyrir 1000 gíneur
(19000) kr. voru baðaðir úr baðlyfum þessum.
Allir sem vilja fá hátt verð fyrir ull sína, ættu að nota baðlyf þessi.
f>au hafa fengið ótal meðmæli úr ýmsum áttum, bæði utanlands frá og innan.
Takið eftir vörumerkinu á hverjum pakka. Fæst í flestum verzlunum á
Islandi og hjá aðalútsölumönnum verksmiðjunnar.
Evers & Co. FrederikshoImsKanal, 6. Köbenhavn K.
Uppboðsauglýsing. Bakaríið í Keflavík
skósmiður
á Sauðárkrók
selur afaródýran og vandaðan
skófatnað;
hjá honum getur hver fengið flestar
skósortir og allar aðgjörðir. Menn
þurfa ekki annað en senda mál með
póstum og verður þá hið umbeðna
smíðað, só að eins sendur J af andvirði
hlutarins um leið. Flest ísienzk vara
tekin og borguð, ef svo á stendur, að
nokkru í peningum. Aldrei hefir Jó-
hann selt jafn ódýrt eins og hann hefir
haft á orði að gera næstkomandi vet-
ur — hafið hugfast, enginn á norður-
landi býður jafngóð kjör — reynið
því ávalt fyrst hjá
Að undangenginn fjárnámsgjörð verða
samkvæmt kröfu Landsbankans í
Reykjavík jarðirnar Skálá 22.8
hdr. og Hraun 8.5 hdr. að dýrl., báð-
ar í Fellshreppi hér í sýslu, seldar
við 3 opinber uppboð, sem haldin
verða laugardagana 2., 9. og 16. sept-
ember þ. á. kl. 12 á hádegi til lúkn-
ingar veðskuld til baukans að upphæð
2388 kr. ásamt óborguðum vöxtum frá
1. okt. 1897, svo og kostnaði við fjár-
nám og sölu veðsins.
Hin 2 fyrstu uppboð verða haldin
hér á skrifstofunni, en hið þriðja á
hinni veðsettu jörð Skálá. Söluskil-
málar verða til sýnis á hinu 1. upp-
boði.
Skrifstofu Skagafjarðarsýslu
Sauðárkrók 22. júní 1899.
Eggert Briem.
TYNST hefir í gærkveldi waterproof-
kápa á leið frá Hólmi niður í Reykjavík,
Finnandi skili henni í afgreiðslu ísafoldar
gegn fundarlnunum.
fæst til kaups strax eftir 1. október
næstkomandi með tilheyrandi lóð og
húsum. Ibúðarhús 14 ai. langt, 13
breitt með kjallara, geymsluhús 14J
al. langt, 12 al. breitt, portbygt með
kjallara, heyhús og fjós 10 al. langt
8 ál. br., úr steini. Lóðin er nær 3
dagsl. á stærð, öll á verzlunarlóð Keflá-
víkur, erfðafestuland. Nál. 1 dagsl.
er ræktuð í tún, auk matjurtagarðs.
Semja má um kaup við eigandann.
Aðgengilegir skilmálar.
Arnbjörn Ólafsson.
Almenningi skal hér með
til vitundar gefið, að lög-
ferjan yfir I»jórsá á Sand-
hólaferju verður eftirleið-
is lögð niður á tímabilinu
frá 15. júlím. til til 15.sept-
brm. ár hvert.
Skrifst. Rangárvallasýalu, 28. júní 1899.
Magnús Torfason.
Jóhanni Jóhannessyni. *
á Sauðárkrók.
Óskilakind- Á. Tindstöðum hér í
hrepp hefir komið fram hvítur hrútur
veturgamall, með mark: tvístýft fr. h.;
sneitt, fjöður aftan, biti fr. vinstra. Með
því að kind þessi er með óþrifum verð-
ur hún seld eftir 8 (átta) daga, ef rétt-
ur eigandi verður þá ekki búinn að
gefa sig fram og um leið borga áfall-
inn kostnað.
Kjalarneshrepp 1. júlí 1899.
pórður Bunólfsson.
Regnkápur
Ul CD' t-t CD <s c Qj tr CD
£ öq P cr OQ KT r-t- ct- p
o O 2. *-í OQ ►—< • 0Q
Q* P »■$ 8 C4- ct- O s* o £ CD £f
Björn Kristjánsson.