Ísafold - 12.07.1899, Side 2
186
síðustu 12 mánuði. Nei, hann siglir
með rígbundnu dragreipi, hvernig sem
hvessir.
Annað úrræðið væri, ef þingið gjörði
ráðstöfun til þess, að landssjóður lán-
aði Landsbankanum af peningaforða
sínum 200,000 kr. f>að er samt ekki
víst, að landsjóður gæti Iánað svo mik-
ið að vetri, og þegar það væri einu
sinni komið í Landsbankann, væri ef til
vill svo erfitt að ná því þaðan aftur,
að landsjóður þyrfti vegna þess að
leggja á nýa tolla eða álögur, ef mög-
ur ár kæmu á eftir; en þá mundi að
líkindum fleytast til næsta þings.
þriðja úrræðið er að gefa út t. d.
250,000 kr. í óinnleysanlegum seðlum í
vióbót við þessar 500,000 kr., sem
landsjóður hefi gefið iít. Einn þing-
maður, sem eg virði mikils, hefir bent
mér á það, og hann hefir það fram
yfir marga aðra, að hann hefir vit á pen-
ingamálum. Eg held helzt, að banka-
stjórnin hallist að þessari skoðun
sjálf. f>að mundi fleyta landinu til
næsta þings að líkindum. En það er
óyndis úrræði, því þá verður sama til-
raunin til að bæta úr vandræðunum
með óinnleysanlegum seðlum ítrekuð
þangað til, að of mikið er komið af
þeim, og þeir hríðlækka íverðiíhönd-
um almennings, og vér fáum að reyna
sömu eymdina og ólánið aftur sem
Danmörk varð fyrir 1812, Frakkland
laust eftir 1700, og aftur í frönsku
stjórnarbyltingunni um 1790. Með
því úrræði stýrum vór beint á skerið;
og þótt svo fari, að vór sitjum þar
ekki fastir 1901, þá er hætt við að
það tiltæki spilli áliti voru og láns-
trausti voru í augum annara þjóða,
og verði oss til stórtjóns sjálfum. f>á
er og slfkt neyðar-úrræði óþarft, með-
an vér getum notað önnur betri og
hollari, eins og t. d. að landsjóður
láni peningana. f>etta úrræði tæki nú
á dögum engin þjóð í Norðurálfunni
nema Grikkir, Tyrkir, Italir og Spán-
verjar, ef til vill.
Ejórða úrræðið er að samþykkja
hlutafólagsbankafrumvarpið,sem nú hef-
ir verið lagt fyrir þingið. En af því
eg ætla að rita um það sérstaklega,
þá fer eg ekki fleiri orðum um það
hér.
Talað er um fimta úrræðið og veit eg
þó ekki til að það standi ti) boða.
f>að er að útlendingar komi hér upp
»prívat«-banka, þeir sömu sem nú vilja
koma hér upp íslenzkum og útlendum
hlutafélagsbanka með rétti til að gefa
út seðla. Yér skulum gera ráð fyrir,
að þeir vildu gera það. Sá banki
hefði engin sérréttindi. Peningaleig-
an yrði að vera 5—6”/« eða jafnvel
hærri. Hann mundi auðvitað hjálpa
verzlun og iðnaði, en lána lítið út á
fasteign. Hann mundi verða keppi-
nautur Landsbankans og honum óvin-
veittur, ef hann þyrfti þess, og lands-
bankinn væri ekki öfundsverður af því,
með tvær hendur tómar, að keppa
við hann, allra sízt, ef »prívat«-bankinn
hefði liprari og færari stjórn en hinn.
En þó að vér lítum nú svo á, sem
það væri óhugsandi, þá hefir hann
samt peninga í höndunum, en Lands-
bankinn enga. Skuldabréf veðdeildar-
innar mundi «prívat«-bankinn ekki
kaupa nema með afl'öllum. |>ó eig-
anda gyldust af þeim þá væru
þau niðurí 80—90 kr. hjá honum; því
hann vildi fá eitthvað fram yfir 5”/»
fyrir að liggja með þau, meðan þau
væru óseljanleg.
Bátstapi
varð í f. mán. við Lagarfljótsós, með
4 mönnum, er allir drukknuðu: form.
Árni bóndi Sigurðsson frá Bakkakoti
í Borgarfirði, Jón bóndi Björnsson á
Jökulsá og 2 Skaftfetlingar, bræður,
rúmlega tvítugir. Árni lætur eftir
sig ekkju og 3 börn. Jón var fátæk-
ur fjölskyldumaður.
Gangið að stjórnartilboðinu!
Bréf frá Árnesingi, dags. I. júlí 1899.
Nýlega barst mér »Ráðgjafinn á
þingio og fleiri mikilsverðar skýringar,
sem hafa sannfært mig alveg um, að Isa-
fold hefir rétt fyrir sér í tillögum sínum
um stjórnarskrármálið, og það mjög
svo, eins og á stendur.
Að vísu hef eg ekki lesið það, sem
Benedikt ritar í bækling sinn seinast,
sínum flokki til réttlætis, og mig lang-
ar heldur ekki mjög til þess.
Eg hef lesið ósköpin öll eftir hann
um dagana, en sífelt orðið verri eftir.
Hann hefir nú staðið í pólitískum
stórbyggingum samfleytt í marga tugi
ára, líklega hálfa öld, en það er sorg-
lega lítið, sem uppi stendur eftir hann,
ef það er annars nokkuð.
Mér virðist hann hafa haft það ein-
kennilega byggingarlag, að byrja ætíð
á efsta laginu, og fer þá að verða skilj-
anlegt, að ekki er kyn, þótt »keraldið
leki«.
Frá mínu sjónarmiði hefði verið
stórhagur fyrir þjóðina, að hann hefði
aldrei gefið sig neitt við landsmálum.
Hann hefir farið helzt til mikið á mis
við lán og hyggindi til þess, að geta
orðið henni að liði í velferðarmálum
hennar. En honum er þetta sjálfsagt
ósjálfrátt og má því eigi varpa þung-
um steini á hann fyrir það.
þetta er nú maðurinn, sem kallaður
er forkólfur þess flokks, sem eigi vill
þýðast stjórnartilboðið 1897.
Eg efast engan veginn um það, að
þessi mótþrói stafar alls ekki beint af
óhreinum hvötum; svo ilt get eg eng-
um manni ætlað; heldur vilji hann og
hans flokkur fá meiri og betri réttindi
fyrir þjóð sína. En hanu ætti nú að
fara að þekkja, hvernig gengur að
heimta með ofurkappi af stjórninni
það, sem hún ekki vill láta.
|>að er þungur ábyrgðarhluti, að
vera valdandi ósamkomulags og flokka-
dráttar á þinginu, og þarf sízt að lýsa
því, hvað ilt getur af því hlotist fyrir
þjóðina, sem nú stynur þungt undir
oki örbirgðar og stjórnleysis, og þráir
og þarfnast þegar viðréttingar mála
Binna og atvinnuvega.
Hún (þjóðin) ætti sem fyrst að losa
þingið við alla þá menn, sem nokkurt
ósamkomulag stendur af, og fá í þeirra
stað aðra, sem með einlægum vilja
og gætni leggja það til málanna, sem
þjóðinni er hollast, eins og nú stend-
ur á.
En um stjórnarskrármálið tel eg
engan efa á, að bezt sé að þiggja
stjórnartilboðið frá 1897, enda þótt
það fullnægi ekki að öllu leyti þörfum
þjóðarinnar, í þeirri von, að það verði
upphaf annars betra og meira.
Eins og hagur þjóðarinnar stendur
nú, þá vona eg að engum dyljist, að
ekki er hentugt, að hver hönd sé upp
á móti annari, eins og alt of lengí
hefir viðgengist, til ómetanlegs tjóns
og mínkunar.
Nei, þetta má ekki svo til ganga,
bræður mínir.
Látið yður enga lægingu þykja, að
sannfærast af skynsamlegum ástæðum,
og hafið fyrir augunum velferð yövarr-
ar sárþjáðu þjóðar, án nokkurs kala
eða óvildar til einstakra manna, í
hverri stöðu sem eru.
þiggið tilboð stjórnarinnar, þó yð-
ur þyki það ekki fullnægjandi. það
er búið að sýna fram á, að engu er
slept, en mikið fengið með því.
Leggið ekki þjóðina í lengri stjórn-
arbaráttu að sinni. Henni er nóg boð-
ið, og hún tekur eflaust til sinna ráða,
ef næsta þing verður líkt þinginu 1897,
en líklega helzt með því, að komast af
landi burt.
Eg tel það fullkomna skyldu hvers
hugsandi manns, að Ijá þessu máli at-
hygli, og að reyna að mynda sér sjálf-
stæða skoðun á þvl sjálfur, en láta
ekki leiðast af annara fortölum í
blindni; því nú er hættuleg tíð.
Guð og góðir menn hjálpi hinni ís-
lenzku þjóð til viðreisnar á komandi
tíð. K.
Hiieykslið mikla.
Aðal-hneykslið, sem enn hefir komið
í ljós á þessu þingi, er háttalag
stjórnarinnar andspænis hlutafélags-
bankamálinu.
Auðmenn í Kaupmannahöfn fara
fram á það, að Landsbankinn verði
lagður niður, og að þeir sjálfir fái
einkarétt um 90 ár til þess, að gefa
út seðla hér á laudi. Jafnframt er
svo ráð fyrir gert, að eitthvað af höf-
uðstól hins nýa banka, jafnvel aJt að
helmingi, verði eign íslenzkra manna.
Hér er ekki um neitt smáræði að
tefla. Og, eins og við má búast, eru
skoðanir manna á málinu svo and-
stæðar, sem frekast er unt að hugsa
sér. Sumir leggja alla áherzluna á
peningaþörfina og alt það, er gera
megi þjóðinni til framfara, ef peningar
komi inn í landið. Aðrir sjá enga aðra
hlið á málinu en þá, að nú sé í ráði
að ofurselja peningamál landsins um
90 ár í hendur útlendra auðkýfinga
og geta ekki hugsað sér að nokkur
maður tjái sig hlyntan slíku, nema
hann sé keyptur(!) til þess.
Ætli nokkurt land nokkursstaðar
á jarðarhnettinum, annað en ísland,
þurfi að dragast með þá stjórn, er
léti sig engu skifta annað eins mál og
þetta?
Enn verður ekki séð, að hún láti
það neitt til sín taka. Ekkert lætur
hún uppi um það, hvort hún sé aðal-
hugmyndinni hlynt eða ekki. Engar
bendingar gefur hún í þá átt, hvort
kippa muni mega burt þeim agnúum,
sem nú virðast vera á málinu, ogkoma
því í betra horf — þeim agnúum til
dæmis að taka, sem sjálfsagt vaxa
flestum mest í augum: hve lítil trygg-
ing er fyrir því eftir frumvarpinu, að
fé bankans verði að nokkurum mun
innlent og ágóðinn af honum lendi að
hæfilega miklu leyti í landínu sjálfu.
Sé nokkurt það mál til, sem
stjórnin eigi að rannsaka og undirbúa,
þá er það sannarlega annað eins mál
og þetta — mál, sem er þess eðlis,
að ekki verður með nokkurri sanngirni
til þess ætlast, að þingmenn beri yfir-
leitt fult skyn á það, svo að það
hlýtur að verða að mestu leyti af til-
viljun einni, hvort þingið fyrir sitt
leyti kemst að heillavænlegri eða stór-
hættulegri niðurstöðu.
Öllu fáránlegra stjórnarástand en
þetta er lítt hugsanlegt. Og mikill er
ábyrgðarhluti þeirra manna, sem fyrir
hvern mun vilja halda því við.
Læknamálið.
það er nú komið í nefnd í neðri
deild — og gekk fremur tregt að koma
því svo langt: nefnd feld við fyrstu
umræðu, en kosin við aðra.
|>inginu þykir eðlilega súrt í broti,
að stjórnin skyldi synja læknalögun-
um frá 1897 staðfestingar, og það
þvert ofan í meðmæli landshöfðingja;
telur sig að sjálfsögðu eíga að ráða
öðru eins máli, sem von er. Virðist
þó vera búið að átta sig á því nú, að
það sé ekki snoppungur á stjórnina,
heldur á þjóðina og læknana, að neita
að íhuga frumvarp stjórnarinnar.
Langlíklegast er, eftir því sem nú
horfir, að skipun héraðanna verði lát-
in standa við það, sem samþykt var
á síðasta þingi, eða því sem næst, hér-
aðslæknum verði ekki fjölgað að nein-
um mun, en kjör aukalækna bætt.
Á þann hátt þokar málinu óneitan-
lega til stórra muna áfram, án þes3
að þing eða stjórn þurfi að slaka til
í eftirlaunadeilunni.
Kennarafélagið.
Aðalfandur í kennarafélaginu var
haldinn 3. þ. m. Tvö aðalumræðu-
efnin : Kristindómsfræðslan og al-
alþýðumentunarmálið í heild Binni.
Um kristindómsfræðsluna hóf um-
ræðurnar Sigurður Jónsson, kennari
við barnaskólann í Beykjavík, en um
alþýðumentunina Jóhannes Sigfússon,.
kennari við Flensborgarskólann.
Herra Hallgrímur biskup Sveinsson
var á fundinum og ; tók þátt í um-
ræðunum um kristindómsfræðsluna.
Honum þótt mikið til koma fyiirlestr-
ar Sigurðar og taldi æskilegt, að hann
kæmi fyrir almennings sjónir. Eins og
vænta mátti talaði ræðumaður um
kristindómsbækur vorar, og þótti hon-
um Helga-kver gallagripur sem barna-
lærdómsbók, þó að kverið sé að öðru
leyti vel saraið.
Að afloknum umræðum um alþýðu-
mentunarmálið samþykti fundurinn á-
skorun til þingsins um, að hlutast til
um:
1, að sveitirnar leggi fé til umgangs-
kenslu til móts við landssjóðsstyrkinn;:
2, að nauðsynlegustu kensluáhöld
séu fengin hverjum kennara til afnota.
við kensluna;
3, að kennarar, sem hafa aflað sér
kennarafræðslu, séu látnir ganga fyrir
óæfðum kennurum;
4, að Iaun hvers kennara séu að
minsta kosti 100 kr. um veturinn, auk
fæðis og húsDæðis ;
5, að kennarinn kenni að minsta.
kosti 6 mánuði af árinu og að ekkert
barn njóti skemur tilsagnar hans en
2 mánuði;
6, að kennarar séu ráðnir með skrif-
legum samningi og 4 mánaða uppsagn-
arfresti af beggja hálfu;
7, að styrkur úr landssjóði til um-
gangskennara sé aukinn ;
8, að veittur sé námsstyrkur af
landsfé mönnum, sem leita sér sér-
stakrar kennarafræðslu.
Auk þessara tveggja mála komu
ýms önnur mál til umræðu, þar á
meðal um útgáfu kennaramálgagns,
sem öllum kom saman um, að nauð-
syu bæri til að gefa út. Fundurinn
fól stjórninni að semja við mann um
útgáfu ritsins, er skyldi vera 12 arkir
á ári, og koma út einu sinni á mán-
uði.
Auk félagsmanna voru nokkrir að-
komandi kennarar á fundinum.
19.
Búnaðarfélag landsins-
Fyrir rúmum 6 árum var nefnd kos-
in til að undirbúa þá breytíng á Bún-
aðarfélagi Suðuramtsins, að það geti
orðið búnaðarfélag landsins alls, og
hefir það mál síðan verið í undirbún-
ingi. Árið 1897 fól aðalfundur félags-
ins stjórn þess, að ganga í nefnd með
fulltrúum allra amtsráðanna til að
semja frumvarp til laga fyrir slíkt fó-
lag. Frumvarp þetta, er lítílfjörlegar
breytingar höfðu síðar verið gerðar við,
var nú samþykt á Búnaðarfélagsfundi
5. þ. mán. (með 35 atkv. móti 7) og
jafnframt að 23000 kr. af sjóði Búnað-
arfélags Suðuramtsins skyldu ganga
til Búnaðarfélags landsins, en Norður-