Ísafold - 16.09.1899, Page 1

Ísafold - 16.09.1899, Page 1
K<tmur nt ýmist einu sinni e(5a tvisv. í viku. Verð árg. (80 ark. minnst) 4 kr., erlendis 5 kr. eða Vl% doll.; borgist fyrir miðjan juli (erlendis fyrir fram). ISAFOLD. Uppsögn (skrifleg) bundin við áramót, ógild nema komin sé til útgefanda fyrir 1. október. Afgreiðslustofa blaðsins er Austurstrœti 8. XXVI. Reybjavík, laugardaginn 16. sept. 1899. 62. blað. Biflíufyrirlestnr heldur D. Östlund i Breiðfjörðshúsi sunnudag kl. (i'1% siðd. Komgripasafn opiðmvd.og ld. kl.ll—12. Landsbankinn apinn hvern virkan dag kl. 11—2. Bankastjóri við kl. 11 — 2 annar gæzlustjóri 12—1. Landsbókasafn opið hvern virkan dag kl 12—2 og einni stundu lengur (til kl. 3) md., mvd.’og ld. til útlána. Norðan- og vestanpóstar fara 18. þ. m. Austanpóstur fer 20. Ceres væntanl. 20. Skálholt væntanl. 20. xfx, xf x+x. .x+a. .Xtx. ,xt a. . xt>„xí>í ,xt>. x+x. xtA. xtx. x;v- xix' xjx xix' xjv •x;x*x;x"x;>."x;x x;x-x;v"x;x"x;x' Nýir kaupendur að næsta árgangi „ísaíoldar“, því, þó að önnur eins röksemdaleiðsla og þar er á borð borin hafi fremur lítil áhrif. Höf. ber þeim mönnum á brýn ofsa, ofstæki og einsýni, sem komist hafa að þeirri niðurstöðu, að lélega og lít- ilfjörlega forntungnanámið í latínuskól- anum sé ekki sá lærdómur, sem æsku- lýð vorn vanhagar mest um — og mundi þó verða örðugt fyrir hann að benda á nokkurt ofsa- eða ofstækisorð í forntungnaumræðum frá þeim mönn- um. Hitt munu flestir sannsýnir menn viðurkenna, að það mál hafi verið rætt af stillingu og með rökum vor á meðal — þangað til þessi ritgjörð meistarans kemur til sögunn- 1900, fá, auk annara hlunninda, ókeypis síðasta ápsfjópðung þ. á. október—desember, ef þeir borga fyrirfram. Nýip kaupendur skil- vísíp fá ókeypis skáldsöguna w wr m w m m þegar hún verður fullprentuð. Vendetta verður 30—40 arkir að stærð. Hún er ein af þeím nútíðar- sögum, sem alþýða manna hefir mest sózt eftir, hvervetna þar sem hún tiefir verið gefin út. í Ve3turheimi t. d. seldust af henni 200,000 eintök á örstuttum tíma. Forntungnakákið. Alþingi er ekki af baki dottið með baráttuna gegn forntungnakákinu í lærða skólanum. Báðar deildir sam- þyktu í sumar eftirfarandi þingsályktun. »Alþingi skorar á stjórnina ; 1. Að leita álits kirkju- og kenslu- málaráðaneytisins og Kaupmannahafn- arháskóla um það, hvort breyting á fyrirkomulagi hins lærða skóla í Beykja- vík, í líka átt og farið var fram á í frumvarpi, samþyktu á alþingi 1897, þyrfti að verða því til fyrirstöðu, að íslenzkir stúdentar fengju aðgang að háskólanum, eða hvort eigi mundi að minsta kosti nægja, að því er guð- fræðisnemendur snertir, að þeim væri gefinn kostur á aukakenslu í grísku við lærða skólann í Beykjavík. 2. Ef háskólinn og kensluráðaneyt- ið kemst að þeirri niðurstöðu, að slíkt fyrirkomulag mundi eigi útiloka ís- lenzka stúdenta frá námi við háskól- aEnTaðTtyórnin þá leggi fyrir næsta alþingi frumvarp, er bygt sé á sama grundvelli og frumvarp alþingis 1897«. þingið hefir þá gersamlega skotið skolleyrunum við ritgerð Eiríks meist- ara Magnússonar, þeirri er prentuð var í sumar í Tímariti Bókmentafélagsins. Sannast að segja furðar oss ekki á ar. Hann er svo frjálslyndur og djúp- sær, að hann telur það eitt út affyrir sig vítavert — fer um það afar-þung- um orðum — »að gera afnám þessara kenslugreina að blaða- og tímarita- máli«! þetta mun nú ekki vera ofsi, ofscæki né einsýni, að banna mönnum að rceða eitt af þeim málum þjóðar- innar, sem mest er um vert, mentun æskulýðsins — banna það um það leyti, sem alveg samskonar umræður eru að fara fram í öllum mentalönd- um veraldarinnar! Margt er það, sem bjóða má oss, veslings íslendingum! Og mikið er það andlega víðbýni, sem þessi höf- undur sýnilega á forntungnaþekkíng sinni að þakka! Og svo mikill og glöggur er skilning- ur meistarans á málstað andmælenda sinna, að hann gengur að því vísu, að í raun og veru sé það ekki annað en dönskunám, sem þeir vilja setja í stað forntungnanámsins. Hvað eftir annað kemur hann með þessa stað- hæfingu, og fer, eins og nærri má geta, mjög háðulegum orðum um slíkt áform. A 31. bls. segir hann meðal annars: »f>að þarf enga djúpbetta rannsókn til þess að geta sannað það, að þeir, sem heimta að forntungunum sé bol- að burt úr skólakenslu á íslandi, ætl- ast til þess, að einkum og sér í lagi danska verði leidd á hinn auða bás«. Og á 32. bls. kemst hann orði á þessa leið: »(Jthýsing forntungnanna úr skóla íslands ber því það í skauti, að Is- lendingar skuli þaðan af sjá hin víðu veldi, hið stórvirka mannlíf, hinar dýrðlegu íþróttir og voldugu bóklistir klassiskrar fornaldar að eins með dönskum skynbragðsaugum. Danskan á að vera grundvöllur almennrar ment- unar á thinni dönsku eyju«, Islandi, í stað latínu og grískutt. Vér tökum þessar stæðhæfingar orð- réttar upp úr ritgjörð meistarans vegna þess, hve frámunalega ótrúlegar þær eru — vonum að fá þar með girt fyr- ir það, að efagjarnir menn, sem ekki lesa Tímaritið, geri sér í hugarlund, að hér sé um nokkurn útúrsnúning eða aflögun að ræða frá vorri hálfu. Sannleikurinn er sá, að það eru einmitt forntungurnar ískólanum, sem vitanlega vinna langmest að þvíaðbinda mentalff þjóðar vorrar á danskan klafa. f>eim er það að kenna —lærdómskákinu með þær — að allur þorri mentamanna vorra skilur enga útlenda tungu aðra en dönsku, hefir þar af leiðandi hvergi útlendrar mentunar að leita annars- staðar en í dönskum bókum, og er því sjálfdæmdur til að sjá ekki að eins mentallf fornaldarinnar — það gerði nú sannast að segja minst til — held- ur og það, sem óendanlega miklu meira er um vert, alt mentunar- og menningarlíf nútímans, »að eins með dönskum skynbragðsaugum«, eins og Eiríkur Magnússon kemst að orði. Af þessu hefir þjóð vor beðið — hver veit hvað mikið — stórtjón. Og haldi slíkt endemis-fyrirkomulag áfram, er þjóðlífi voru beinlínis stórhætta búin. Oss er ekki ljóst, hvernig tak- ast á að hleypa kyrkingi í íslenzkt þjóðlíf, ef það er ekki með því að rígbinda mentalíf vort við mentalíf einnar smáþjóðar, sem oss er mjög ó- lík, bæði að lundarfari og hæfileikum. petta sjá þeir, sem eru að berjast fyrir afnámi forntungnakáksins. Og þeir eru að leggja sinn skerf til að girða fyrir þessa hættu. Eiríkur Magnússon eignar þeim því áform, sem öllum mönnum með viti ætti að vera deginum ljósara að er þveröfugt við það, sem fyrir þeim vakir. En þótt vér viljum af alefli stemma stigu við því, að danskt mentalíf nái einveldi yfir hugum íslendinga, dylst oss það að hinu Ieytinu ekki, að það er vaðall og vitleysa, sem Eiríkur Magnússon er að halda fram í þess- ari Tímarits-grein, að íslenzkum stú- dentum ríðí ekkert á að kunna dönsku þolanlega. Fyrst er nú það, að mönnum ríður á að læra alt vel, sem þeir fara að læra á annað borð; því að eins hefir námið nokkurt mentunargildi. Og í annan stað þurfum vér dönskuna vit- anlega meira að nota en nokkura aðra útlenda tungu, eftir því sem enn er ástatt fyrir oss. Aðlíkindum mundi Eiríki Magnússyni að minsta kosti skiljast það, að mönnum, sem ætla sér að stunda nám við enskan háskóia, mundi koma það betur að kunna ensku þolanlega. Ætli því sé ekki nokkuð líkt farið með dönskuna fyrir íslenzkum stúdentum í Kaupmanna- höfn. Og óhætt er að fullyrða, að van- þekking þeirra á danskri tungu hefir verið þeim og þjóð vorri bagaleg, og það til muna. f>eirri vanþekking er það að kenna, að mjög miklu leyti, hve einstæðingslegir þeir hafa verið þar og hve ófrjó vera þeirra þar, lang- flestra, hefir verið, hvort sem þeim hefir tekist að leysa embættispróf af hendi eða ekki. Fánýtt verk væri það að fara að eltast við allar þær lokleysu-firrur, sem rreistarinn ber á borð fyrir ís- lendinga í þessari ritgjörð í röksemda stað. Hvað segja menn, t. d. aðtaka, um aðra eins röksemd og þá, aðbráð- nauðsvnlegt sé að.halda öllum æsku- lýðnum í forntungnakáks-áþjáninni og vanþekkingunni á tungum nútíðar- þjóðanna, til þess að — kennararnir við lærða skólann skuli geta gefið út fornrit vor á latínu?! Eða þá um aðra eins staðhæfing og þá, að í aug- um hins siðaða heims hafi sá einn al- menna mentun, sem lesi og skilji forn- tungurnar, latínu og grísku? Og þetta er sagt af manni, sem dvalið hefir áratugum saman á Englandi, fáar mílur tiltölulega frá Lundúnaháskólan- um, sem ekki heimtar grísku- né lat- ínu-kunnáttu, manni, sem hlýtur að vita það, að sumir vitrustu og lærð- ustu Englendingar hafa af alefli bar- ist fyrir afnámi forntungna-áþjánarinn- ar sem gagnslausri og skaðlegri, manni sem ekki getv/r verið svo ófróður, að hann viti ekki, að langflestir rithöf- undar hins siðaða heims, mennirnir, sem bera nútíðar-mentun veraldarinn- ar á herðum sér, hafa alt annað að gera en að ljúka upp latneskri eða grískri bók, eftir að þeir eru komnir til vits og ára! Oðru eins og þessu er ekki svarandi, Ofstækisblindnin er þar of bersýnileg. Hitt kann að geta einhvern mann vilt, sem höf. segir um prestana. Á 27. bls. kemst hann svo að orðhj »Er það ekki, alvarlega talað, voða- legt, að neyða presta landsins niður í þá fákunnáttu, að geta ekki lesið eitt orð né skilið í þeirri bók á frummál- inu, sem sálarvelferð kristins mann- félags stendur á — Nýja Testament- inu? Að geta ekki lesið á frumraál- unum trúarjátningar sinnar eiginkirkju; engan hinna stórmerku frömuða siða- bótarinnar; engan kirkjuföður; ekki einu sinni sína eigin kirkjusögu; ekki nokkurn rithöfund þeirra þjóða, sem mest og bezt hafa unnið að því frá öndverðu að leggja þann grundvöll undir mentun Norðurálfunnar, sem hún enn hvílir á að mjög miklu leyti«. Alvaran í þessari runu er svo há- tíðleg, »sálarvelferð kristins mannfé- lags« sett í svo náið samband við voð- ann, að ekki er óhugsandi, að ein- hverjum kunni að þykja ægilegt, þeim, er allra ókunnugastir eru bókunum, er prestar vorir lesa. Allir aðrir brosa að voðanum. því að þeim er mjög vel kunnugt um, að hann ykist ekki lifandi vitund við það, að hætt væri að kenna latínu og grísku í lærða skólanum — af þeirri einföldu ástæðu að íslenzkir prestar lesa ekki þær bækur, sem meistarinn er að tala um. það er svo ómótmæl- anlegur og áreiðanlegur sannleikur, að blátt áfram hlægilegt væri að deila um hann. Hitt kann fremur að verða ágrein- ingsefni, sem er föst sannfæring vor,

x

Ísafold

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Ísafold
https://timarit.is/publication/315

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.