Ísafold - 16.09.1899, Blaðsíða 4
248
Verksmiðja
Tomlinsons & Haywards
Ijincoln.
~England.
stofnuð 1842
býr til
Tonilinsons olíusætubað og Haywards fjárbað. Tomlinsons olíusætubað er
hlaupkent baðlyf ætlað fyrir hesta, nautpening, sauðfó, hunda og önnur húsdýr.
Blöndunin er 1 hluti baðlyfs móti 40 hlutum vatns. Haywards-fjárbað
er lagarkent og því mjög þægilegt til notkunar. Blöndunin er 1 hluti baðlyfs
móti 80 hlutum vatns. Fjárböð þessi eru afaródýr, ef tekið er tillit til gæðanna.
Kostirnir við þessi baðlyf eru meðal annars, að þau
1. drepa allan maur
2. lækna kláða
3. auka ullarvöxtinn
4. mýkja og bæta ullina
5. eru algjörlega óskaðleg og ekki eiturkend, sjá efnarannsóknarvottorð
Próf. V. Steins í Kbhvn. dags. 23. desbr. 1878 og 2ð. apríl 1899.
6. sóttvarnandi
7. hreinsa ullina ágætlega
Beztu fjárbændur í Lincolnskíri brúka þessi baðlyf; tvéir hrútar, sem voru
seldir árið 1898, annar fyrir 300 gíneur (5700 kr.) og hinn fyrir 1000 gíneur
(19000) kr. voru baðaðir úr baðlyfum þessum.
Allir sem vilja fá hátt verð fyrir ull sína, ættu að nota baðlyf þessi.
f>au hafa fengið ótal meðmæli úr ýmsum áttum, bæði utanlands frá og innan.
Takið eftir vörumerkinu á hverjum pakka. Pæst í flestum verzlunum á
íslandi og hjá aðalútsölumönnum verksmiðjunnar.
Evers & Co. FrederiksholmsKanal, <>. Köbenhavn K.
íslenzkur bitter
^essi alkunni, góðfrægi bitter hefir þegar um meir en mannsaldur (fund-
inn upp 1857) verið mjög alment keyptur af öllum sem þjáðst hafa af alls-
konar
Magasjúkdómum
hverrar helzt tegundar, sem er, og öllum veikindum er standa í sambandi við
slæma og erfiða meltingu.
Bitter þessi hefir um mjög langan tíma verið eitt hið helzta og ágæt-
asta heilsubótarmeðal gegn alls konar
taugaveiklun
og öðrum afleiðingum af óreglulegri eða ófullkðminni næring hinna æðri líffæra
|>etta ágæta lyf er mjög ólíkt hinum ýmsu elixírum, svokölluðum, er al-
menningur einatt af vöntun á betra eða heilnæmara lyfi lætur leiðast til að
kaupa.
íslenzkur bitter
er að dómi ágætra heimsfrægra lækna alveg laus við Öll æsandi Og Ó-
holl efni, sem svo oft valda sorglegum afleiðingum fyrir hina mörgu er æskja
eftir meinabót gegn maga- tauga- og blóðsjúkdómum. J>essi bitter er sökum
sinna ágætu eiginlegleika með réttu talinn nauðsynlegur, jafnvel fremur en
matur og drykkur; því hvers virði er næring fyrir manninn, ef hún kemur ekki
að noturn fyrir likamann ?
-r f i 1 • , , knýr öll næringarfæri til að vinna
I Q | (^Tl 7 1 T" hlTTPr sitt hlutverk : að efla og viðhalda
i/viV Ll l KJ l V mannlegum líkama.
Hér skulu nefndir nokkrir helztu sjúkdómar, sem þessi frægi bitter hefir
reynst svo örugt og viðurkent meðal móti:
Svefnleysi, andþrengsli, fótakuldi með magnleysi í útlimum, höfuðsvimi,
riða og annar taugaskjálfti, almann deyfð og þrekleysi, þvaglát, hinar ýmsu
afleiðingar af æskusyndum, þunglyndi, harðlífi, gyllinæð, andremma, kuldasviti,
hixti og vindgangur, ásamt magakvefi í þess ýmsu myndum, óstyrkur og verk-
ur í baki, sjósótt o. m. fl.)
ISLEZKUR BITTER
fæst hjá verksmiðjunni »ísland« í Kaupmannahöfn. Aðalumboðsmaður fyrir
ísland er Páll Snorrason.
íslenzkur bitter er samansettur af ómenguðu jurtaseyði, og sýna eftirfar-
andi vottorð ágæti bittersins.
»íslenzkur Bitter er ágætur
Kaupmannahöfn 30. júlí 1897
Oddgeir Stephensen
Theaterdirektör«.
Hierdurch bezeuge ich gern, dass Ihr
Fabrikat mir bei hartnachiger Influenza
durch dreimaligen táglichen Grehrauch von
sehr heilbringender Wirkung gewesen ist
und ich daher fur diese Krankheit Ihren
Bittern aufs heste empfehlen kann.
Kopenhagen 21. April 1898.
Eduard Stahl.
Tordenskjoldsgade 23.
On board s./s. Ethiopia 13. Dec. ’98.
After heing on board twelve days, I have
ample opportunity to try the medicinal
virtnse of »Islandsk Bitter* *
I have great pleasure in testifying from
personal practical experience extending over
a rather prolonged and very hoisterous sea
journey the good effects of the above
preparation. Its tonic and invigorating
qualities are really marvellous. It imparts
a stimulating and comforting heat to the
stomach and helps very materially to pre-
serve the nervous equilibrium. I can highly
recommend it to all people going on long
sea-voyages.
Christoffer Tnrner
MBB. CHB. Dr. med.
Professor við háskólann i Duhlin.
Hér um bil f 15 ár hefi eg þjáðst
af taugaveiklun og geðveiki, sem af
henni hefir stafað, og hafa þessir sjúk-
dómar loks neytt mig til að leggjast
algerlega í rúmið, og þannig lá eg fult
ár, leitaði ráða til margra lækna og
keypti meðul hjá þeim, en alt til
einskis. þá fór eg að kaupa Kína-lifs-
elixír þann, sem W. Petersen í Frið-
rikshöfn býr til, cg eftir að eg hafði
brúkað úr nokkrum glösum, varð eg
öll önnur og fór smámsaman dagbatn-
andi. Nú hefi eg brúkað þennan bitt-
er stöðugt 3 ár samfleytt, og hefi þann-
ig orðið að kalla albata, og vona að
eg verði alheil, ef eg brúka þeunan
bitter framvegis.
Mér er sönn ánægja að votta þetta,
og vil eg ráða þeim, sem þjást af
svipuðum sjúkdómum, að brúka bitter
þenna.
Hrafntóftum
Sigríður Jónsdóttir.
Kína-lífs-elixírinn fæst hjá flest-
um kaupmönnum á Islandi.
Til þess að vera viss um, að fá
hinn ekta Kína-lífs-elixír, eru kaupend
ur beðnir að líta vel eftir því, að v^“'
standi á flöskunni í grænu lakki, og
eins eftir hinu skrásetta vörumerki á
flöskumiðanum: Kínverji með glas í
hendi, og firmanafnið Waldemar Pet-
ersen, Nyvej 16, Kjöbenhavn.
Þyrif-skilvindurnar
eru heztar, ódýrastar og haglcvœmastar
hér á landi. pcer eru af nýustu og
í'ullkomunstu gerð og cettu að vera á
hverju heimili,
Nr. 0 skilur 25 pt. á kl.st., verð 70 kr.
Nr. 00 — 50— - — — 92 —
Nr. 1 — 75 ------— — 135 —
Enn fást stærri Þyrilskilvindur.
Peningaborgun sendist jafnhliða pönt-
uninni ; skilvindur sendast þá kostnað-
arlaust á þá höfn, sem kaupandi æskir
og sem póstskipin koma við á ; þær fást
venjulega hjá verzlun vorri á l’atreks-
firði, en œtíð, ef skrifað er beint til
skrifstofu vorrar í Kjöbenhavn C.
Þær fást líka hjá flestum kaupmönn-
um. Þessir seljendur æskja nafns síns
getið:
Hr. kaupm. Björn Kristjánsson, Rvík,
— -— J. G. Möller Blönduósi
Olafur Arnason,Stokkseyri
— R. P. Riis, Borðeyri
H. Th. A. Thomsen, Rvík
Tulinius á Austfjörðum.
500 notkunarleiðbeiningar sendast í júlí
um land alt.
Kaupmannahöfn 10. júní 1899.
ISLANDSK HANDBLS-& FlSKBRICOMPAQNI.
í REYKJAVIKUR APOTEKI
fást þessar 3 tegundir af
Kreólíni til tjárbaða;
Ekta, frumlega Pearsons kreolín á 1
kr. potturinn.
Prima kreolin á 75 a. pt. en 70 a. ef
10 pottar eru teknir.
Kolumbia kreolin 50 a. pt., en 45 a..
ef 10 pottar eru teknir.
Notkunarfyrirsögn fylgir ókeypis eft-
ir hr. dýralækni M. Einarsson.
Óhreinsuð karbólsýra 50 a. pott. en
45 a. ef 10 pt. eru teknir.
Til sótthreinsunar.
Óhreinsuð saltsýra, potturinn á 40 a.
Klórkalk á 25 a. pd.; ef tekin eru 20
pd. að eins 20 a. pd.
Michael L. Tjund.
Sigríður Ólafsson
Laugaveg 10, kennir stúlkum og pilt-
um að lesa, tala og skrifa
ensku. (Kendi 17 nemendum ensku
1897—98, 21 nemanda 1898—99).
Hefir burtfararprófsskírteini frá Car-
penter Str. Grammar School í Chica-
go, og gengið eitt ár á North Western
High School í Chícago.
Mj ólkurskilvindan
Alfa Colibri
er hin bezta handskilvinda, sem til, er
og er brúkuð alstaðar þar, sem menn
eru komnir lengst í smjörgjörð. Danir
brúka hana eingöngu.
Alfa Col bri hefir fengið 450 fyrsta
flokks verðlaun og meir en 160,000 eru
í brúki af henni út um allan heim.
Kostar með öllu tillieyrandi 150 kr.
Vér höfum fengið fjöldamörg vottorð
frá Islandi og bera þau öll með sér,
að þessi hlutur sé alveg ómissandi
fyrir landbóndann.
Prófastur Benedikt Kristjánsson
á Grenjaðarstað skrifar:
»Mjólkurskilvindan Alt'a Colibri hefir
um tíma verið notuð á heimili mínu
og raynst mjög vel; hún gefur betra
og meira smjör og sparar vinnu, og
mun því að líkindum borga sig á 1—
2 árum, þar sem nokkur talsverð mjólk
er.
Eg tel því vél þessa mjög þarflega
eign fyrir hvern þann, sem hefir efni
til að kaupa bana.
Grenjaðarstað 19. des. 1898.
B. Kristjánssom.
Hinn alkunni og ágæti búmaður síra
Arnljótur Ólafsson á Sauðanesi skrifar :
»Mér er sönn ánægja að votta, að skil-
vindan og strokkurinn Alfa Colibri
hafa reynst mér ágætlega í alla staði
og því tel eg hiklaust, að þessi verk-
færi sé hin bezta og þarfasta eign fyr
ir hvern búandi mann bér á landi, er
hefir meðalmjólkurbú, eður stærra,
með því að þau spara mikið vinnu,
drýgja smjörið töluvert oggjöraþaðað
góðri og útgengilegri vöru. þau fyrir-
girða, að mjólkin skemmist í sumar-
hitunum af súr og óhreinkist í mold-
arhúsum, með því að mjólkin er þeg-
ar sett úr skepnunum í skilvinduna
og þar af leiðir einnig, að mjólkurílát
vor þurfa eigi framar. En það álít eg
nauðsynlegt, að leiðarvísir á íslenzku
fylgi hverri skilvindu.
Sauðanesi 11. marz 1899.
Arnljótur Olafssom.
Mjólkurskilvindan Alfa Colibri fæst
nú við allar verzlanir 0rum & Wulffs,
við Grams verzlanir og hjá kaupmönn-
unum Birni Kristjánssyni í Reykjavík,
Skúla Thoroddsen á ísafirði, Kristjáni
Gíslasyni á Sauðárkrók, Halldóri Gunn-
lögssyni á Oddeyri, Stefáni Stefáns-
syni á Seyðisfirði og Friðrik Möller á
Eskifirði.
Engir aðrir en þessir menn, eða þeir
sem einkasalinn síðar kann að fela
það, hafa leyfi til að selja mjólkur-
skilvinduna Alfa Colibri á Islandi.
Vér höfum líka til stærri skílvindur
til að snúa með hestafli, vatns- eða
gufuafli og 8ömuleiðÍB hinn ágæta Alfa-
strokk. Leiðarvísir á íslenzku er send-
ur öllum hreppsnefndum á Islandi.
EinkaBölu til Islands befir
Jakob Gunnlögsson
Niels Juelsgade 14
Kobenhavn, K.
Vandað ibúðarhús er til sölu. Nán-
ar upplýsingar i afgr. ísafoldar.
Gömul ekkja óskar að gott og
rólegt heimili hér í bænum taki sig;
hún getur gefið með sér töluverða
peningaborgun mánaðarlega. |>eir er
kynnu að vilja taka ekkju þessa snúi
sér til Halldórs Jónssonar bankafé-
hirðis, er gefur nánari upplýsingar.
Vindoftl Br til sölu í hegningar-
húsinu. Ráðsmaðurinn selur.
Útgef. og ábyrgðarm. Björn Jónsson
Meðritstjóri: Einar Hjörleifsson.
Isafoldarprentsmiðja.