Ísafold - 23.09.1899, Qupperneq 1
Jíeiiiur nt vniist einu sinni eða
tvisv. i viku. Verð árg. (80 ark.
minnst) 4 kr., erlendis 5 kr. eða
l‘/a doll.; borgist fyrir miðjan
júlí (erlendis fyrir fram).
ISAFOLD.
Uppsögn (skrifleg) bundin við
áramót, ógild nema komin sé til
útgefanda fyrir 1. október.
A fgreiðslustofa blaðsins er
Austurstrœti 8.
XXVI. árg.
Reykjavík, laugardaginn 23. sept. 1899.
63. blað.
Forngripasafn opiðmvd.og Id. kl.ll—12.
Landnbanlcinn apinn hvern virkan dag
ikl. 11—2. Bankastjóri við kl 11-2
annar gæzlustjóri 12—1.
Landsbókasafn opið hvern virkan dag
kl 12 — 2 og einni stundu lengur (til kl. 3)
md., mvd. og ld. til útlána.
Skálbolt fer 26. þ. m , Ceres i fyrsta ligi
26. þ. m.
^xtx. x+x, X+A,.X^A,,xtx..xf A..xfA,,xjA.,X^A. ,xtA,,xtA.,X.t>, xf A,
‘á{x"áJx"áJx"aJx 'aJx"aJx"áJx"aJx"áJx"aJx"aJx"aJx'
Nýir kaupendur
að næsta árgangi
„lsaíoldar“,
1900,
fá, auk annara hlunninda,
ókeypis
síðasta ársfjórðung þ.á.
október—deaember,
ef þeir borga fyrirfram.
Nýir kaupendur skil—
vísir fá
ókeypis skáldsöguna
þegar. hún verður fullprentuð.
Vendetta verður 30—40 arkir að
Btærð. Hún er ein af þeirn nútíðar-
eögum, Bem alþýða manna hefir mest
sózt eftir, hvervetna þar sem hiin
hefir verið gefin út. í Veaturheimi
t. d. seldu8t af henni
200,000 eintök
á örstuttum tíma.
Frá útlöndmn.
Khöfn 9. sept. 1899
Eáðherraskifti í Danmörku 28. f.
mán. (ágúst): 3 frá — Rump íslands-
ráðgj. og dómBmála, Bardenfleth inn-
anríkisráðh. og Tuxen hermálaráðh.,
en við tekið Bramsen lífsábyrgðar-
stofnunarstjóri innanríkismálum og
Schnack hermálum, en Hörring for-
sætisráðherra og fjármála þjónar hin-
um ráðherrastörfunum (íslands og
-dómsmála) að sinni.
Húsabruni mikill í Arósum 18. f.
m., fyrir 2 milj. kr.
Vinnuteppunni miklu 1 Danmörku
loks lokið 4. þ. m., eftir 4| mánuð,
fyrir milligöngu þeirra Bings, Heide
og Triers, og höfðu vinnuveitendur
sigur í fle8tum meginatríðum.
Rússakeisarahjónin komu til Dan-
merkur kynnisför 4. þ. m. Keisara-
móðirin komin á undan. Dvöl þar
nál. y mánuði. Síðan haldið til Darm-
stadt, þar sem keisarafrúin er upp
alin. Flogið hefir fyrir, að þar ætti
Nikulás keisari að segja af sér keis-
aradóm, þreyttur og örvona um æski-
legt gengi, og tekur þá við bróðir
hans Mikael, rúmlega tvítugur. En á
það leggja þó fáir trúnað að svo stöddu.
Dáinn 17. f. mán. f Khöfn Erik
Begh skáld og leikhússtjóri fyrrum
m. m., hátt á áttræðisaldri.
Nær þrotin öll von um að ófriði
verði afstýrt með Búum og Bretum.
Búast hvorirtveggju af kappi. Oran-
íulýðveldi fylgir Búum að máli. Cham-
berlain mun og vera búinn að fá full-
komið fylgi embættisbræðra sinna til
að setja Kriiger gamla og Búum hans
harða skilmála, og var á ráðherrafundi
í gær samið svar til Búanna, og segja
menn það harðyrt, en það verður fyrst
birt, þegar það er komið til Prætoria.
Fjöldi útlendinga hefir haldið burt frá
Transvaal með búslóð sína, en Búar
þjálfa lið sitt nótt sem nýtau dag, og
himr áköfustu þeirra vilja þegar senda
herinn til landamær«nna, en hafa þó
enn eigi fengið því framgengt. Eng-
lendingar senda og hermenn suður til
Kaplands, bæði frá Gibraltar og heim-
an að.
Dreyfusmál enn ódæmt, og tvísýna
á, hvernig fara muni, eigi fyrir nein
nýtileg sakargögn — síður en svo —
heldur fyrir bersýnilega hlutdrægni
dómaranna og taumlausa ofstæki lýðs-
ins. Dómsforsetinn sýnt Dreyfus og
verjeudum ha.ns beran fjandskap í
málsrekstrinum. Labori komst á
flakk eftir vikulegu, með veikum burð-
um þó, og hefir þarist síðan eins og
hetja fyrir dóminum fyrir hönd Drey-
fus. — Margir menn í París, yfir 40,
orðið uppvísir að samsæri gegn þjóð-
valdsstjórninni; átt leynimök við höfð-
ingja Orleansmanna (konungssinna)
að koma þeim til valda.
»Svartidauði« kominn til Lissabon og
Oporto frá)Alexandríu; þó í rénun þar
aftur. í Lissabon hefir svo ramt
að kveðið, að öll verzlunarvið-
skifti hafa hætt við borgina og vörður
befir verið settur' kringum hana.
Stjórnin gerði lengi alt sitt til að bæla
niður alt umtal um veikina og hefir
það víst orðið til þess að hún breidd-
ist meir út en hún hefði annars gert,
ef þegar í stað hefðu verið hafðar
strangar gætur á sjúklingum. Lýður
í Oporto hefir gert óspektir út af við-
skiftabanninu og ætlaði jafnvel að
drepa lækni þann, er fyrstur varð til
að kveða upp úr með veikina og ann-
ast um að tálmað væri útbreiðslu
hennar. Auk þess hefir veikin gert
vart við sig á Rússlandi.
Slðari fréttir.
Dreyfus dæmdur sekur.
Dómur í Dreyfusmálinu var kveðinn
upp laugardaginn 9. þ. m. Dreyfus
var af nýju dæmdur sekur, með 5
atkv. gegn 2. Refsingin ákveðin 10
ára fangelsi. En gengið er að því
vísu, að dregin verði frá jafnmörg ár
og hann hefir þegar í fangelsi setið á
Djöflaeynni.
Dómurinn mælist svo illa fyrir í
öllum löndum Norðurálfunnar, utan
Frakklands, og þá ekki síður vestan
hafs, að gætnustu blöð stórþjóðanna,
þau er annars leggja í vana sinn að
fara sem virðulegustum orðum um aðr-
ar þjóðir, tala blátt áfram um hann
sem stórglæp, er franska þjóðin hafi
gert sig seka í. Til merkis um, hvern-
ig á málið er litið, er það, að ráðgert
er víðsvegar um Norðurálfuna að bind-
ast samtökum um að senda ekki sýn-
ismuni á Parísarsýninguna, né heldur
að sækja hana.
A Frakklandi var alt með friði og
spekt, þegar síðast fréttist. Sum blöð-
in skoraáríkisforsetann að náða Dreyfus
og fregnir hafa jafnframt borist um,
að hann verði áreiðanlega látinn laus
innan skamms.
Formgallar þykja á dómnum, og
verður því sjálfsagt reynt að fá hann
ógiltan.
Anitmaðiirinn og
botnvörpumálið.
Mælirinn fullur.
Amtmaður hefir tekið til máls í
»f>jóðólfi« út af ummælum Jsafoldar
um úrskurðinn nafntogaða í botn-
vörpuveiðamálinu. Og það er líka
sannast að segja, að þar á slík grein
og slíkur málstaður heima. Hvert
ættu þeir fremur að leita en þangað,
sem mestum ofsa fyllast og reiði, ef
reynt er að halda fram hagsmunum
og réttindum þessarar þj'óðar?
jpessari grein amtmanns í »þjóðólfi«
er þann veg farið, bæði að efni og
orðalagi, að hún mundi hafa vakið al-
veg óvenjulega undrun manna á með-
al — ef úrskurður amtmanns hefði
ekki verið fólki í svo fersku minni.
Meðan svo er, furða menn sig eigin-
inlega ekki á neinu úr þeirri átt, sízt
í þéssu máli. Mælirinn getur ekki
orðið fyllri en fullur.
islenzkt embættis-yfirlæti.
Fyrsta atriðið í þessari amtmanns-
grein er mótmæli gegn því að bréf
hans, sem prentað var í ð8. tölubl.
Isafoldar, var kallað viirn. »Mér hefir
aldrei dottið í hug*, segir amtmaður,
»að verja embættisverk mín í ísafold,
heldur var bréf mitt ekki annað en leið-
rétting á því, sem birzt hafði áður í
blaðinu um málefni þetta«.
Leiðrétting var amtmanns-bréfið ckki
og gat ekki verið. |>ví að Isafold
hafði skýrt nákvæmlega rétt frá mála-
vöxtum og amtmaður reyndi ekki einu
sinni að rengja frásögn hennar með
einu orði. Bréfið var þvert á móti ó-
mótmælanleg staðfestmg þess, er ísa-
fold hafði sagt. Fyrst það var nú
ekki leiðrétting, og fyrst amtmaður
vill með engu móti kannast við, að
það hafi verið vörn, þá er oss ekki
með öllu ljóst, hvað það hefir verið,
eða í hverju skyni það hefir verið
ritað.
f>að gerir líka minst til. í sjálfu
sjálfu sér er þetta atriði smáræði eitt.
En ummœli amtmanns um þetta eru
svo einkennileg, að vér getum ekki
stilt oss um að benda lesendum vor-
um á þau.
»Mér hefir aldrei dottið í hug að
verja embættisverk mín í ísafold«,
segir hann.
Með því að amtmaður hefir, alt
fram að 16. þ. m., fremur snviið sér
til ísafoldar en annara blaðameðþað,
sem hann hefir ritað, verður þetta al-
veg sama sem hann hefði sagt: Mér
hefir aldíei dottið í hug að verja
embættisverk mín í nokkuru íslenzku
blaði!
Hvað það er bá-íslenzkt embættis-
yfirlæti þetta — að vera upp úr þvf vax-
inn að verja embættisverk sín fyrir
dómstóli þjóðarinnar! Eins og ís-
lenzkur amtmaður eigi að bera nokk-
ura ábyrgð fyrir íslenzkri þjóð! Eins
og henni komi það nokkuð við, hvort
réttindum hennar og hagsmunum sé
traðkað af embættisvaldi hennar!
Von er, að þeim þyki »leitun á
betra stjórnarástandú, afturhalds-
draugunum!
»Rangfærslan«.
Næsta atriðið í þessari einkennilegu
amtmanns-grein er sú ásökun, að ísa-
fold hafi rangfært nokkur orð í bréfi
hans. Bréfið var prentað óskert og
orðrétt í Isafold, svo að hefði um
nokkura rangfærslu verið að ræða í
athugasemdunum við það bréf, þá
hefði hún naumast getað orðið mjög
háskaleg. Hún hefði sem sé ekki get-
að farið fram hjá nokkurum manni,
sem lesið hefði þetta tölublað ísa-
foldar.
En vitanlega er þessi »rangfærsla«,
hvergi til nema í ímyndun amtmanns-
ins.
Hann segir í bréfi sínu, að vitnis-
burðir þeirra Markúsar F. Bjarnason-
ar skólastjóra og Waardahls skipstjóra
hafi ekki komið í bága hvor við annan,
að því, er þeir náðu til. f>etta skildi
ísafold svo, sem amtmaður hefði við-
urkent, að vitnisburðirnir hafi ekki
komið í bága hvor við annan. í þessu
á rangfærslan að vera fólgin, að í at-
hugasemdunum við bréfið eru ekki
tekin aftur upp úr því orðin: »að því,
er þeir náðu til«.
Auðvitað á hvert þroskað barn, hvað
þá heldur hver amtmaður, að geta
8éð það, að þessi orð, sem ámtmaður
er að kvarta um að slept hafi verið,
gera hvorki til né frá í þessu sam-
bandi. Annaðhvort hafa vitnisburðirn-
ir komið í bága hvor við annan, eða
þeir hafa ekki gert það. Eða vill þá
amtmaður segja, að vitnisburðirnir hafi
komið í bága hvor við annan að því,
er þeir náðu ekki til? f>að getur eng-
inn óvitlaus maður sagt, ef hann kann
svo vel íslenzku, að hann skilur orða-
tiltækið: að koma í bága við.
Rangfærslu-ásökunin er því heila-
spuni einn, sem hver meðalgreindur,
læs maður getur séð tafarlaust, að i
raun og veru er ekki svaraverður.
En til nákvæmari skýringar fyrir
lesendur vora skal þess getið, hvernig
þessum vitnisburðum var háttað í að-
alatriðunum: Báðir vottarnir bera
það og vinna eið að því, að skipið
hafi, ásamt fleiri botnvörpuskipum,
verið að veiðum innan landhelgi. En svo
getur annar votturinn í viðbót, fyrir
eigin mælingu, borið nákvæmlega um
staðinn, þar sem lögbrotið var framið.
Vitnisburðirnir koma þannig ekki á