Ísafold - 20.12.1899, Blaðsíða 2

Ísafold - 20.12.1899, Blaðsíða 2
314 reisnarvon, nema menn hverfi til fulls og alls frá hinni margþvældu goða fræði, sem altaf sé verið að hampa (»stock-in trade of worn-out mytho- logy«). þar hlýtur hann að eiga við kenn- ingarnar, því að naumast verður sagt, að goðafræðinnar hafi orðið vart í íslenzkum skáldskap á síðarí öldum, nema í kenningunum einum. J>að, sem Powell hefir að segja um framtíðarhorfur íslenzka skáldskapar- ins, verður þá þetta: Hann á enga viðreisnarvon, nema horfið sé frá þeirri skáldskaparstefnu, sem ekkert íslenzkt skáld hafði að- hylst síðustu 30—40 árin, þegar rit- gerðin var samin ! Oss er ekki með öllu Ijóst, hvort er meira undrunarefni — að þessi vaðall skuli vera saman settur undir handarjaðrinum á Guðbrandi Vigfós- syni, eða hitt, að honum skuli ekki hafa verið mótmælt þegar er hann bar fyrir augu hins mentaða heims. Einhverjir Islendingar hafa hlotið að lesa hann. |>essi óhemju-þvættingur í öðru eins riti og »Eneyclopædia Britannica« ætti að verða þeim Islendingum að kenn- ingu, sem tíma hafa, kunnáttu og hæfileika til að fræða hinn mentaða heim um það, er þjóð vorri viðkemur og henni er dýrmætast. Enginn vafi er á því, að mörg tímarit meðal stór- þjóðanna mundu boðin og búin til að veita viðtöku vel sömdum ritgerðum um íslenzk efni, einkum íslenzkar bókmentir. Mjög rangt er að færa sér ekki slíkt tækifæri í nyt og gera engar tilraunir til að kveða vitleys- urnar niður. Vitaskuld eru að koma upp fræðimenn í öðrum löndum, sem hafa sýnilega vilja á að láta oss njóta sannmælis. En þeir eru svo fáir, og viðleitnin er ekki heldur ávalt bygð á sem beztum rökum. Vel mentaðir íslendingar stæðu vitanlega í því efni betur að vígi en aðrir. Landssjóðsjarðabæturnar í Gullbringusýslu. A aukafundi, er sýsluefnd í Kjósar- og Gullbr.sýslu hélt í haust þann 20. okt., var meðal annars rætt um fjárveiting síðasta alþingis til sýslunnar, og hvern- ig því fó skyldi skift og varið. Tillög- ur nefndar þeirrar, er sýslunefndin hafði kosið til þess að fjalla um þetta mál, voru, að því er skiftingu fjárins snertir, þessar: Eosmhvalaneshreppur . . 3200 kr. Vatnsleysustrandarhreppur 3000 kr. Bessastaðahreppur . . . 2600 kr. Njarðvíkurhreppur . . . 1200 kr. Eé þessu ákvað þingið að verja skyldi til jarðabóta eða jarðræktar »í þeim hreppum sýslunnar, sem bágast eru staddir, þannig, að fátækustu menn sitji fyrir vinnu við jarðabæturnar, en sveitarfélögin eignist hin ræktuðu svæði«. Sýslunefndin fól nú oddvita sínum að útvega mann til þess »að yfirlíta, hvort fyrirhugaðar jarðabætur séu hyggilega stofnaðar, og leiðbeina hreppsnefndum í því efni«. Var víst tilætlun hennar sú, að vinnan við jarða- bæturnar byrjaði ekki fyr en þessi skoðun væri um garð gengin. Skoðun- in dróst þó, þar til nú fyrir stuttu, er hinn Dýkomni sýslumaður, herra Páll Einarsson, fór þess á leit við stjórn »Búnaðarfélags íslands«, að útvega mann til þess að framkvæma hana. Og varð undirritaður fyrir því. Nú er skoðuninni lokið, og vil eg, eftir til- mælum hins háttv. ritstjóra þessa blaðs, skýra í stuttu máli frá hinu helzta viðvíkjandi þessum fyrir- huguðu jarðabótum þegar ferðin v&r gerð, og skoðunin fór fram, var jarðarbótavinnan byrjuð f 3 syðri hreppunum, og á sumum 8töðum komin töluvert áleiðis. það gat því naumast komið til greina, að gera breytingar á þeim svæðurn, er valin höfðu verið, og taka önnur, jafn- vel þó eitthvað hefði mátt að þeim finna. Mest var búið að vinna í Vatnsleysustrandarhreppi. I Bessa- staðahreppi var jarðabótavinnan ekki byrjuð. þessi hreppur hefir, að fengnu leyfi sýslunefndar, fest kaup á jörðinni Skógtjörn á Alftanesi, og er ætlun hreppsnefndarinnar sú, að verja fé því, er hreppurinn fær, til þess að bæta nefnda jörð og koma henni í góða rækt. .lörð þessi er, eins og nú stendur, í dæmalausri niðurníðslu og órækt, og svo er um flestar jarðir á Alftanesi. En hún getur tekið miklum bótum, bæði að því er snertir tún og mat- jurtagarða. Hið fyrsta, er gera, þarf henni til umbóta, er að girða túnið á- samt matjurtareitunum gripheldum garði. Túnið er rúmar 20 dagsláttur að flatarmáli, og girðíngin umhverfis það mun þurfa um 440 faðma á lengd. Alftanesið, eins og fleiri sveitir við Faxaflóa, má muna sína æfi aðra. þegar litið er á ástandið þar nú yfir höfuð, verður eigi annað sagt en að það sé mjög bágborið. Flestir búendurnir þar eru bláfátækir menn. Sveitar- þyngsli eru þar því töluverð, einkum vegna þess, hve fáir geta hjálpað eða borið þarfirnar. Jarðirnar eru í hálfgerðri órækt og óhirðu, og nauða- lítið hugsað um að bæta þær. Fólk- inu fer fækkandi. þegar unglingarnir eru komnir upp, fara þeir burt. Eft- ir því er Jón þórðarson, hreppstjórinn í Bessastaðahreppi, skýrði mér frá, þá var mannfjöldinn á Nesinu fyrir 14— 16 árum rúm 500 með ungum og gömlum. En síðastliðið vor voru þar 375 menn alls. f>ar af voru börn 135; en unglingar frá 14 ára aldri til tvít- ugs að eins 13. Megnið af hinu fólk- inu er eldri menn og konur. Má því svo að orði kveða, að flest sé þar af börnum og gamalmennum. Flestir búendur á jörðunum hafa þann sið, að selja töðúna burt, og er það aldrei góðs viti, þegar þess er gætt, að þá missa túnin áburðinn. Reyndar virð- ist mega veita túnunum í þess stað annan áburð, t. d. þara, slor og fleira; en ekki er því að heilsa. Túnin liggja ár frá ári áburðarlaus og áburðarlítil. Lítíð eða ekkert er gert til þess að friða þau, og það er að eins um háslátt- inn, að þau eru varin fyrir hestum. Hér eiga auðvitað heiðarlegar undan- tekningar sér stað. Eftir síðasta framtali munu vera nú á Álftanesi um 30 kýr (Bessastaðir ekki taldir með). Eu með góðri rækt og hirðu á túnunum gætu þær auð- vitað verið miklu fleiri. I' meðal-ári mun láta nærri, að túnin gefi af sér um 2500 hesta af töðu. Hvað öll túnÍD eru stór, veit eg ekki vel, en eft- ir því, er eg komst næst, mun ekkí fjarri sanni að gizka á að þau séu um 400—420 dagsl. að flatarmáli, þegar Bessastaðatúninu er slept. f>au eru að minsta kosti ekki minni en hér er nefnt. Gerum ráð fyrir, að þau væru 400 dagslóttur, og að hver dagslátta gæfi af sér 20 h9sta, sem vel gæti verið, ef túnin væru í beztu rækt. Eengjust þá af þeim 8000 hestar, sem er sama og að þau geti fóðrað 200 kýr, þegar hverri kú eru ætlaðir 40 hestar. Gæti búskapurinn á Álfta- nesinu komist í þetta horf, þá mætti koma þar á fót álitlegu mjólkurbúi, og það enda fyr en tala kúnna væri komin upp f 200. Á mjólkurbúinu væri svo búið til smjör og verkað til sölu, en undanrenninguna gætu menn annaðhvort notað til osta, eða gefið hana svínum, ásamt kartöflum, erþar má rækta að miklum mun. Vel má vera, að sumir kalli að þetta sé að reisa mannvirki í loftinu; en eg vil minna menn á það, að annað eins hefir gert verið, og að Álftauesið hefir öll náttúru8kilyrði til þess, að geta tekið þessum framförum. Jarðvegur er þar góður, túnin vel fallin til yrk- ingar, ekki mjög grýtt, og greiðíær, og markaður fyrir afurðirnar á tvær hend- ur. En hins má geta, og enda full- yrða, að eigi Nesið aðgeta tekið þess- um stakkaskiftum, þurfa að koma þangað menn, sem hafa bæði vilja og mátt til þess að gera það, er gert verður. þeir, sem nú byggja Álfta- nesið, að undanteknum nokkurum m'önn- um, verða seint eða helzt aldrei þess megnugir, að h.efja það upp, eða koma búskapnum í það horf, er hér var minst á. Til þess er hugsunarháttur- inn þar alt um of sýktur og lamaður, og viðleitnin til að bjarga sér af eig- in ramleik sljó og máttvana. Á Vatnsleysuströnd var unnið að jarðabótum á 3 stöðum, og voru þær aðallega fólgnar í garðrækt, eða til- búningi nýrra matjurtareita. Girðing- arnar umhverfis þessa reiti, eða það, sem fullgert var af þeim, eru 2£ alin á hæð, gerðar af grjóti, tvíhlaðnar. þessi 3 yrkÍDgarsvæði eru samtals rúmir 2000 □ faðmar að flatarmálí. I Njarðvíkunum var unnið á tveim stöðum, bæði í innra og ytra hverfinu. Er þar einnig áformað að gera þessi svæði, er tekin hafa verið til ræktun- ar, að matjurtagörðum. Flatarmál þessara fyrirhuguðu matjurtareita er 1125 □ faðmar, og hafa öll skilyrði til þess að geta komið að góðum not- um með nægum áburði. I Eosmhvalaneshreppi var unnið að þessum jarðabótum á 3 stöðum: í Keflavík, Leirunni og Garðinum. Hið afmarkaða svæði í Keflavík, er langt var komið með að girða, er 1J dag- sláttaaðfiatarmáli. Girðingarnargerðar af grjóti, tvíhlaðnar; og svoerþað al- staðar. í Leirunni ersvæðíð 1300 □ faðm- ar, og í Garðinum 1200 □ faðmar að stærð, eða samtals í þessum hreppi 4£ dagsl. eða rúmlega það. Að því er Garðinn snertir, þá hefði hvergi verið völ á hentugra svæði til garð- yrkju en út á Garðskaganum. Sér- staklega er þar vel fallið til kartöflu- ræktar, og hefði þess vegna átt að velja staðinn þar. En mönnum mun hafa þótt það liggja nokkuð afskekt, enda mun ekki vera þar grjót við hendína til að girða með í svip. þótt sum af þessum yrkingarsvæð- um, er valin hafa verið í suðurhrepp- unum, séu eigi alls kostar góð og hent- ug sem matjurtagarðar, þá hygg eg samt, að mér sé óhætt að fullyrða, að þau geti öll komið að fullum notum, meðþeimendurbótum, sem bent var á að gera þyrfti, er skoðunin var gerð. það, sem mestu varðar, er það, að þessir matjurtagarðar fái nægan á- burð, og það nú þegar í vetur, til að byrja með. Vil eg því á ný áminna hlutaðeigendur um að gæta þess, að afla áburðar í vetur, einkum þara, og flytja í garðana. Sumstaðar er einn- ig afarnauðsynlegt að flytja sand í þá, til þess að blanda saman við jarð- veginn. Hvað þara-áburðinn snertir, þá mun alls eigi veita af, að bera sem svarar einum hesti eða einni tunnu á hvern □ faðm. það eru annars skiftar skoðanir um það syðra, hvernig bezt hefði verið að verja þessum landssjóðsstyrk, sem sýslunni var veittur í síðustu fjárlög- um. Sumir eru þeirrar skoðunar, að hon- um hefði átt að verja til vegagerðar. Aðrir segja, að það hefði bezt farið að nota hann til jarðabóta alment í þessum hreppum, slétta tún og stækka matjurtagarða, en að fátækustu menn- irnir hefðu setið fyrir vinnunni. Sjálf- sagt eru þeir þó flestir, er gera sig ánægða með þá ráðstöfun, sem þegar er gerð. það er töluverður vandi að segja um, hvað bezt hefði verið í þessu efui, enda þýðingarlaust að fást um það, úr því sem komið er. En eigi get eg þó varist þeirri hugs- un, að vel mundi hafa farið á því, að verja peningunum til að bæta eina jörð í hverjum hreppi fyrir sig, sem sveit- in hefði átt að útvega sér að kaup- um, líkt og hugmyndin er í Bessa- staðahreppi. Að endingu vil eg geta þess, að e/þessi svæði eðablettir, sem valdir hafa verið og takast eiga til yrkÍDgar, eru og ogverða eftirleiðis vel hirtir, varðir fyrir ágangi, og séð um, að þeir fái nœgan aburð og haldist í góðri rœkt, þá hljóta þeir að gera gott gagn, bera góða ávexti, og ná tilgangi þeim, sem hafður er fyrir augum með fjárveit- íngu þingsins. Sigurður Sigurðsson. Eftirmæli. Hinn 18. júnl þ. á. andaðist a<5 Yatns- hömrum í Andakilshreppi Vilborg Jóns- dóttir, kona Auðuns Vigfússonar, sem áður hjó á Varmalæk, en nú er á Læk í Leirársveit, fædd á Gullherastöðum að- fangadag jóla 1830, dóttir merkisbóndans Jóns Þórðarsonar og alsystir Tómasar bónda á Skarði. Giftist 1852 Auðunni og eignaðist með honum 12 börn, er 7 lifa; meðal þeirra Guðmundur bóndi á Vatnshömrum, Vigfús á Hvanneyri og Jón bóndi á Innra-Hóhni. Vilborg sál. var mikil þrekkona bæði á likama og sál og skyldurækin í verki köllunar sinnar, framúrskarandi iðjusöm, hugprúð í mót- læti, umburðarlynd og guðrækin, í einu orði: sæmdarkona og valkvendi. Nokkuru síðar, 27. júni, lézt Pétur Jónsson, bóndi á Ytri-Skeljabrekku í Anda- kil, 71 árs; bat'ði búið þar allan búskap sinn, 38 ár. Hann var einn með fyrstu bændum þar um slóðir, sem bætti ábúðar- jörð sína að mun, og hlaut viðurkenningu fyrir hjá Búnaðarfélagi Suðuramtsins. Hann var mjög verklaginn og hagur vel og að mörgu leyti til fyrirmyndar, því að ráðdeild hans, birðusemi og vandvirkni var framúrskarandi, enda bjó hann mjög snotru og farsælu búi. Með konu sinni, Solveigu Jónsdóttur. eignaðist hann 11 börn, er 4 lifa, öll uppkomin, tveir synir hjá móður sinni og 2 dætur giftar. Pétur heitinn var mjög vandaður maður, ekki allra vinur, en vinur vina sinna, og einnmeð allra áreiðanlegustu mönnum í viðskiftum. Tveim dögum siðar, 29. júni, andaðist að Þingnesi i sömu sveit Jón Hjálms- son, hinn eldri með því nafni, sonur Hjálms Jónssonar, er þar hjó lengi. Hann var fyrir framan hjá móður sinni, Guð- ríði Jónsdóttur, ekkju Hjálms. Var hann mjög líkur föður sínum, hæfileikamaður og mesta valmenni og ljúfmenni. Hann varð rúmlega hálf-fertugur. A Þ. Hinn 4. f. mán. andaðist að Kollá í Hrútafirði húsfrú Gróa Jóhannsdóttir (Bjarnasonar, prests að Mælifelli, Jónsson- ar), kona óðalsbónda Jóns Tómassonar, 72 ára að aldri, »góð kona og dugandi«. Skagaíirði 17. nóv. Barnaveiki geisar enn í Fljótum, síðan í fyrra sumar. Hún barst þaðan inn í Skagafjörð, á einn hæ, Efra-Ás, og 3 hörn, 8—12 ára, dóu þar sömu vikuna. Sá hær einangraður með banni, er hefir verið hlýtt rækilega. Strandasýslu sunnanv. 9. des. Hausttið hér óstöðug, stórhretalaus, en úrkomur miklar. Nú hefir vikutima ver- ið haglaust af áfreða og snjóþungi talsverð- ur, einkum innan til i firðinum (Hrútafirði). Fiskiafli varð í haust lítilll hér i sýsl- unni. Inn á Hrútafjörð gekk ekki fiskur, en á Steingrímsf. vantaði lengst af beitu. Þar fekst aldrei síld i haust og litið af smokk.

x

Ísafold

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ísafold
https://timarit.is/publication/315

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.