Ísafold - 20.12.1899, Blaðsíða 1

Ísafold - 20.12.1899, Blaðsíða 1
Kemur út ýmist einu sinni eða tvisv. í viku. Yerð árg. (80 ark. minnst) 4 krv eriendis 5 kr. eða l*/s doll.; borgist fyrir miðjan júli (erlendis fyrir fram). ISAFOLD. Uppsögn (skrifleg) bundin við áramót, ógild nema komin sé til útgefanda fyrir 1. október. Afgreiðslustofa blaðsins er Austurstrœti 8. XXVI. árg. Reykjavík, miðvikudaginn 20. desbr. 1899. 79. blað. I. O. O F. 8112228 O. JÓLAGJAFIR BÖKVERZLUN ÍSAFOLDARPRENTSWI. Sálmakókisí, 6. útg., í ýmsu bandi, = 3—7 ltr. = Passídsálmak, 1 kr., 1-Jkr. og 2kr. Með 6—7 kr. verði er Sálma- bókin, nýastaútg., prentuð 1899, eigulegasta C*í r C • 0 GToiaai/Op bandið mjög vandað. Sömuleiðis er dýrasta útg. af Passfusálmun- um, skrautprentuð og í skraut- bandi, ácj œt j/6lacj/j ö|„ V|x' V|x' V4V VfX' Vfx' Vfx' Vfx' V|x' Vfx' Vjx' V|x' Vj> Landsbankinn epinn hvern virkan dag kl 11—2. Bankastjórn við kl. 12—1. Landsbókasafn opið hvern virkan dag kl 12—2 og eiuni stundu lengur (til kl. 3) md., mvd. og ld. til útlána. Ókeypis lækning á spítalanum á þriðjud. og föstud. kl. 11—1. Okeypis augnlækning á spitalanum fyrsta og þriðja þriðjud. hvers mánaðar kl. 11-1. Ókeypis tannlækning í Hafnarstræti 16 1. og 3. mánud. hvers mán. kl. 11—1. .xfx, x|xt xtx_ ,xt>, ,xfx„xfx, .xfx,, xfx, ,xfx, .xfx, ,xfx, ,xt>. xfx, V|x'V|x'vix’Vfx' x|x v;x'x;x' v;x* *x;x' v;x v;>'v;x' v;x* Frá útlöndum. Ofurlítið hrat af dönskum blöðum hefir þó borist með gufubátnum »ísa- fold«, fram til 1. þ. mán. þar stendur, að borgin Ladysmith, aðalvarnarstöð Breta í Natal, hafi gefist upp þá dagana fyrir Búum; en fréttin þó eigi talin fulláreiðanleg. Yæri það allmikil tíðindi, ef satt væri — leiðangurinn enn tafsamari fyrir Bretum, og engan veginn ótvísýnn, að sumra dómi. Önnur tíðindin eru þau, að stór- veldin séu í þann veg að ganga um sættir með Bretum og Búum. Br mælt, að Vilhjálmur keisari hafi átt að leiða það í tal í Englandsför sinni fyrir fám vikum, og tjáð sigflytjaþað mál einnig í nafni hinna stórveldanna. |>ess er eigi getið, hverju Bretastjórn svaraði þá; en einhvern ávæning þykj- ast blöð hafa fengið af því, að beint afsvar hafi það ekki verið, og því bætt við, að því að eins mundu Bretar fá brotiðþann odd af oflæti sínu, aðþeim hneisulaust skildi með þeim og Búum við Ladysmith og Kimberley, en þar sóttust þeir fastast um þær mundir. Sé það nú satt, að þeir hafi borið halt höfuð fyrir fjandmönnum sínum þar við Ladysmith, er hætt við, að þeir séu nú þungbrýnni orðnir. Bretar eiga að hafa nýlega látið sendiherra sína í ParÍ3, Berlín og Pétursborg tjá ríkis- stjórnendum þar, að þeir hefðu frá því 12. okt. átt í ófriði við Trans- vaals-ríki, og er það lagt svo út, að þeir séu þá hættir að líta svo á, sem Búar séu þegnar Bretadrotningar og styrjöldin uppreist af þeirra hálfu; en því vildi Chamberlain halda fram, er hann átti í þrasinu við Krtiger forseta í haust. |>etta tilvik sendiherranna á þá að þýða það, að öðrum ríkjum, stórvelaunum, sé heimilt að ganga í milli, ef þeim sýnist, samkvæmt því, er fyrir var mælt á friðarþinginu í Haag i sumar; en slíkt er því að eins engin siðaspjöll, að sjálfstæð ríki eig- ist við, en ekki hitt, að um drottin- svik sé að tefla, er beita þurfi við hervaldi. f>að fylgir og sögunni, að Búar í Kap-nýlendu norðanverðri, þegnar Bretadrotningar, séu allir í uppnámi og á fremsta hlunn komnir að taka höndum saman við landa sína í Transvaal og Óraníuríki, og lítist þá Bretum lakar á blikuna. En landher þeirra mestallur kominn suður í Af- ríku, sá er þeir megamissa frá venju- legri landgæzlu í öðrum álfum hins afarvíðlenda ríkis síns, og þeir þá ber- skjaldaðir fyrir þar, ef hin stórveldin einhver reyndust miður hollir og trú- lyndir nágrannar, er í raunir ræki, svo sem einkum Bússar, og ef þar við bætt- ist enn fremur uppreist á Indlandi; þar er löngum grunt á góðu. Enskir fregnritarar á ófriðarstöðv- unum í Suður-Afríku segjast oft hafa séð kvenfólk í orustum með Búum. Síðast fullyrða þeir meira að segja, að vígbúnar konur og meyjar af Búa- liði skipi sérstæðar sveitir, sitji fyrir Bretum í fjallaskörðum og gerist þeim skeinuhættar. f>ær eru fótgang- andi, nema fyrirliðaruir ríðandi, bera byssu um öxl og gyrðar skothylkjabelti um sig miðja, eru í vanalegum kven- búningi, en heldur stuttpilsaðar. Bret- ar kveðast vera svo kurteisir, að þeir sneiði sig hjá skjaldmeyasveitum þess- um, eftir því sem kostur er á, og hafi verið lagt fyrir enska liðsmenn, að hlífast við að skjóta á þær eða ganga í berhögg við þær. Ilt og broslegt dæmi um »kalda kaupmannslund« er það, sem sagt er frá mikilsháttar og mikilsmetinni verzl- un einni í Lundúnum, Hynoch & Co, að Búar hafi fengið þaðan í sumar að- alskotfærabirgðir sínar í þennan ófrið. Tvær verzlanir keptu um þau viðskifti, þýzkogensk, eftir pöntun frá stjórninni í Transvaal, og varð hin enska hlut- skarpari. Hún sendi síðan 2 geysi- stóra knerri enska suður, 1300 smálestir hvorn, hlaðna kúlum og púðri, og kall- aði »smálegan járnvarning« í farmskrán- um. Skipin lentu annað í Durban, aðalbafnarbænum í Natal, en hitt í Eastlondon í Kap-nýlendu, og voru skotfærin send þáðan viðstöðulaust með járnbraut norður í Óraníuríki og Trans- vaal. Afgangin af þessum 2 förmum sendi verzlunin með þýzku póstgufu- skipi. Með þessum ensku kúlum og púðri murka nú Búar Breta niður. Einna kaldbroslegast í sögunni er það, að yfirmaður og aðaleigandi þess- arar verzlunar í Lundúnum, er Búum seldi púðrið og kúlurnar, kvað vera— bróðir Jósefs Chamberlains, nýlendu- ráðherra Breta, aðalfrumkvöðuls ófrið- arins ! Sigurinn suður í Súdan 20. f. m. er Bretum mikill brjóstbætir. f>ar féll kalífinn eða falsspámaðurinn Araba, er Bretar hafa lengi elt ólar við. Hann hét Abdullahi, mesti grimdarseggur, slægur og drotn- unargjarn. Hann komst undan á flótta í hinni miklu og mannskæðu orustu við Omdurman í fyrra sumar. f>ár róð Kitchener lávarður fyrir Bretum og Egiptum. f>ar féll ógrynni liðs af Aröbum. Eftir þann mikla sigur hélt Kitchener lávarður heim til Englands, en setti Wingate ofursta yfir herinn og fól honum að ganga á milli bols og höfuðs á kalíf- anum og liði hans, er eftir var. Hefir nú Wingate og hans menn leyst það verk vel af hendi og vasklega. f>ar heitir Gedid, er orustan stóð, við Blá-Níl. Er svo sagt, að kalífinn félli í öndverðri orustu. Hann þeysti fram á móti fjandmanna hernum, er hann greiddi atlögu, og reiddi fán- ann helga í hægri hendi. Er mælt að hann hafi treyst því öruggur, að sig bitu engin vopn, hvorki skot né eggvopn, með því spámaðurinn (Mú- hameð) héldi verndarhendi yfir sér. En brátt fló fjöldi kúlna í gegn um hann og hné hann örendur af hest- baki. Erægastur meðal hershöfðingja fals- spámaunsins var Osman Digma, allra manna slægastur og vélráðastur. Hann var í þessari orustu hjá Gedid, en forðaði sér úr bardaganum að vanda. Hann er liðlaus eftir, og ætla menn hann muni afhuga styrjöld við Breta framar, en gerist nú stigamannahöfð- ingi. Konungur vor var að búa sig heim- an til veturvistar suður við Miðjarðar- haf, að lækna ráði. Hann ætlaði á scað 2. þ. m. Hann er orðinn heldur hrumur, sem vonlegt er, kominn á ní- ræðisaldur, svo að þeim þykir var- legra að hlífa honum við norrænni vetrarveðráttu. En hann kann betur við sig heima, og hefir því ferðin dregist þetta fram á vetur, þótt til stæði í haust. Dagmar (María) Bússadrotn- ing, dótcir hans, ekkja Alexanders keisara III.,hefir dvalið hjá föður sínum í alt haust, og 2 börn hennar, Mikael keisaraefni og Olga systir hans, og ætluðu þau öll með honum suður. Islenzkar bókmentir í Encyclopædia Britannica. Óneitanlega erum vér íslendingar því lang-vanastir, að sjá haugað saman vanþekkingar-þvættingi, þegar minst er á land vort og þjóð í útlendum blöðum og tímaritum. Svo vanir er- um vér því, að vér kippum oss að öll- um jafnaði ekki upp við það, látum það ems og vind um eyrun þjóta og brosum í kampinn, ef vel liggur á oss. Samt verður ekki fyrir það þrætt, að það reyni nokkuð á stillinguna, þegar vér rekum oss á vanþekking af versta og hneykslanlegasta tægi í ein- hverju nafnkendasta alfræðiriti ver- aldarinnar, Encyclopœdia Britannica, bók í nálægt 30 stórum bindum, sem hvert um sig er stærra en Reykjavík- ur-útgáfan af ritningunni. Bókin er ekki lengur spánný. |>að bindið, sem íslands-þættirnir eru í, kom út 1881. En fyrir lesendur hér á landi er hún ný, því að hún er fyrir skömmu komin hingað á Landsbóka- safnið; og það eintakið mun vera hið eina, sem komið hefir hingað til lands. I því virðist oss fólgin næg afsökun fyrir að minnast á þetta efni nú. F. Y. Powell, vinur Guðbrands heitins Vigfússonar og samverkamað- ur, hefir ritað um íslenzkar bókment- ir í þetta merkisrit. Og það er sann- ast að segja, að vandleitað er að meiri handaskömm en samsetningi hans um skáldrit vor á þessari öld. Hann segir ljóðagjörðina mikla að vöxtum, en litla að kostum. f>að er vitaskuld sök sér, og ekki sjálfsagt að telja þann dóm rangan. Béttlætið í honum fer vitanlega eftir þeim mæli- kvarða, sem á Ijóðagjörðina er lagður. En þegar höf. fer að gera nákvæmari grein fyrir þeim dómi, sést bezt, á hve miklu viti og þekkingu hann er bygð- ur. Tvent er það, frumort, sem honum þykir helzt nefnandi. |>að er — Ijóð- mæli Sigurðar Breiðfjörðs og skamma- vísur Jóns þorlákssonar um Magnús Stephensen! Önnur íslenzk skáld á þessari öld gefur hann fyllilega í skyn að ekki séu nefnandi, nema fyrir þýð- ingar; mestöll önnur ljóðagjörð íslenzk sé lélegar eftirstælingar eftir gullald- arskáldum og hjáróma söngur (spseudo- classic and falsetto in tone«). Svo þeir Bjarni Thorarensen, Jónas Hallgrímsson, Jón Thoroddsen, Steingr. Thorsteinsson, Matthías Jochums- son hafa ekki ort neitt, sem jafnast á við »Smámuni« Sigurðar Breiðfjörðs og skammavísur Jóns þorlákssonar! f>etta er fræðslan, sem hinn mentaði heimur fær um bókmentir vorar í einu helzta riti stórþjóðanna! f>ó er enn ótalin skringilegasta vit- leysan: »f>að tekur því uaumast að láta yngsta skáldaflokkinn tefja fyrir sér; þau skáld hafa tekið að Iíkja eftir út- lendum bragarháttum, sleppa stuðlum og höfuðstöfum (»unalliterative«) og þýða útlend skáld. Nefna má sem kátlegt fágæti (»euriosities«) þýðingar á leikum Shakespeares og nokkurum kvæðum Byrons«. Viti höf.nokkuð, hvað hann er aðfara með, — sem reyndar er ósennilegt —, tali ekki alveg í svartasta vanþekk- ingar- myrkri, þá hlýtur hann að eiga við þá Stgr. Thorsteinsson og Matth. Jochumsson. f>eir eru einu mennirnir, sem gefið höfðu út þýðing- ar á leikum Shakespeares fyrir 1881, og eftir þá eru langflestar þýðingar á kvæðum Byrons. Og þeir eru hættir við stuðla og höfuðstafi eftir því sem Powell fræðir veröldina um! Enn er þó eftir bragðbezti bitinn! Powell flytur þá kenning, að íslenzk- ur skáldskapur eigi sér engrar við-

x

Ísafold

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ísafold
https://timarit.is/publication/315

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.