Ísafold - 20.12.1899, Blaðsíða 3

Ísafold - 20.12.1899, Blaðsíða 3
315 Vendetta. Eftir Archibald Clavering Gunter. XXX. Énid ætlar að fara að ráðum hennar. Hún réttir fram höndina til þess að sópa peningunum til sín. En í sama bili tekur hún eftir því, að Barnes horfir á hana. »Nú heldur hann sjálfsagt, að það sé hann, sem rekur mig héðan«, segir hiín við sjálfa sig, þrákálfurinn sá arna. Marina ætlar að draga hana burt frá freist- ingunni, en hún hrindir hendinni á henui frá sér og spilar fífldirfskulegar en nokkuru sinni áður. Og nú snýr hepnin alveg við henni bakinu. Öpilið gengur ver og ver, þangað til hún verður að hætta, því að nú á hún ekki nokkurn skilding eftir. Barnes heldur áfram að horfa á hana með alvörusvip, en hún gerir sér í hugar- lund að hæðnisbrcs leiki á vörum hans. Hún hvíslar því 1 skyndi nokk- urum orðum að Marínu »Velkomið«, svarar hún ; »þér vitið, að yður stendur alt til boða, sem eg á. Beyndar eru víst allir Englendingar stórauðugir, en þér hljónið að vera óttalega rík, ef þér eigið að geta þol- að, að tapa svona miklu«. Enid fær svo til láns hjá Korsíku- stúlkunni jafn-mikla upphæð eins og hún á heima í hótellinu. »Eg skal borga yður þetta í fyrramálið«, segir hún, »og svo ætla eg ekki að fá meira lánað«. En þessir peningar hverfa skjótlega og að nokkurum mínútum liðnum segir hún við Marínu: »Nú fór síð- asti skildingurinn líka!« Svo lítur hún í kring um sig, og verður hrædd um að Barnes muni vera rétt hjá og hafa séð, hve óheppin hún var og því næst segir hún í hálfum hljóðum; »Komið þér; nú skulum við fara heim; eg er orðin þreytt á þessu«. Stúlkurnar verða samferða til hótells- ins og Tómassó gamli er með þeim ; hann hefir ekki augun af húsmóður sinni í þessu spillingarbæli, Vel má og vera að Danella greifi hafi lagt honum fyrir lífsreglurnar. »Viljið þér koma mcð mér upp herbergið mitt og fá peningana, Mar- ína?« segir fröken Anstruther, eða á eg að borga yður þá í fyrramálið?« »Alveg eins og þér viljið! þér eruð líkbróður yðar; hann sést ekki held- ur fyrir«. »Ó það eru ekki nema smámunir, sem eg hefi tapað«, segir Enid, eins og ekkert sé um að vera; því að í kvöld er mesti þótti í henni og hún gengur upp stigann frámunalega hnakkakert. En þegar hún er komin upp í herbergið sitt, fer hún að titra út af þessum srnámunum og stynja og kveina. Hún hefir sóað öllum þeim peningum, sem henni hafa verið ætl- aðir heilan ársfjórðung. Nú man hún líka, að hún á reikninga óborgaða. Hún sér engin önnur úrræði en að fá penínga til láns hjá lafði Chartris( þegar hún verður búin að borga Mar- ínu, og hún veit vel, að ekki er óað- gengilegra að lána peninga hjá nokk- urri manneskju heldur en hjá lafði Chartris. Svo fer hún að hugsa um, hvernig á öllum þessum vandræðum standi. Ó — bara að hann hefði ekki verið með þessi ónot út af spilafíkn hennai ! En hún fyrirgefur honum — alt var þessari kvensnift að kenna. »Eg gæti drepið hana !« segir hún við sjálfa sig. En í sama bili rekur þessi mikli kvenskörungur upp óp; hún fer að skjálfa í kniáliðunum og henni liggur við yfirliði; því að í rökkrinu, sem er þarna í herberginu, sér hún, að ein- hver er að fela sig í rúminu hennar — húsbrotsþjófur, drukkinn maður, eða hver veit hver. Hún ætlar að fara að stökkva út um dyrnar, til þess að hrópa á hjálp og vekja alla í hótellinu. En þá stingur Maud Chart- ris hrokkna hárinu út undan rekkjóð- inni og segir í hálfurn hljóðum: »Ó, Enid, farðu ekki að hrópa neitt; það er ekki neraa eg! Hrópaðu ekki — fyrirgefðu mér!« »Hvaða erindi áttu hingað, óþektar- ormurinn þinn? Farðu upp úr rúm- inu !« »Ekki fyr en þú lofar mér, að þú skulir ekki segja mömmu eftir mér!« Eröken Chartris fer að snökta, og Enid sór, að hér er um eitthvert alvarlegt efni að ræða. »Segja mömmu þinni eftir þér? Segja hvað?« »Að eg hafi stolið — að eg hafi tekið alla peningana þína til láns!« »Stolið öllum gullpeningunum ?« seg- ir Enid frá sér numin, stekkur að skrifborðinu sínu og lýkur skjálfandi upp einni skúffunni. »það er ekki til neins fyrir þig að vera að leita, Enid — þeir eru allir farnir!« »þú hefir stolið œru minni, ófótis- ormurinn þinn!« hrópar fröken Ans- truther, tekur í hnakkann á skessu- krakkanum og dregur Maud ofan á gólfið. þar liggur hún, engist sundur og saman og biður sér miskunnarinn- an í rekkjóðunum, sem dregist hafa með henni. því að þetta unga glæpa- kvendi er alveg yfirkomið af ótta; svo voðaleg þykir henni ásýnd Enidar og látbragð alt. »Hvað er orðið af þeim ? Til hvers hefirðu varið þeim ? »Eg hefi tapað þeim í spilabankan- um ! þú gortaðir svo mikið af því í gær, hvað mikið fó þú hefðir grætt, og svo hélt eg, að mér kynni líka að tak- ast að græða og þess vegna tók eg peningana þína til láns — og tapaði þeim í dag — og þú verður að Jofa mór því að segja mömmu ekki eftir mérU Meiru getur hún ekki upp komið fyrir ekka. »Eg verð að fá þessa peninga á morgun ! Eg má til með að fá þá til láns hjá móður þinni!« »Fá þá til láns hjá m'ómmu! En þá kemst þetta alt saman upp! Komist hún að því, að hún verði að standa skil á þeim peningum, sem eg hefi stolið, þá verður hún — ó, eg þori ekki að hugsa til þess einu sinni — hún verður vitlaus — hún sendir mig heim aftur til Englands! Ó, Enid, vertu nú góð við mig ! Ségðu henni það ekki! Gjörðu það ekki!» Enid hugsar sig um ofurlitla stund og sér, að Maud hefir rétt að mæla, að því er snertir hegningu þá, sem hún muni eiga í vændum, ef móðir hennar fengi að vita þetta. því að só nokkur sú ávirðing til, sem lafði Chartris mundi hegna barninu sínu fyrir vægðarlaust, þá er það sú að verða nærgöngul pyngjunni hennar. Mitt í sínum eigin vandræðum getur Enid ekki að sér gert að vorkenna vesalings barninu, sem liggur hágrát- andi fyrir fótum hennar; og hvin get- ur ekki varist þeirri beisku hugsun, að glæpurinn, sem Maud hefir drýgt, só ekki öllu verri en yfirsjón hennar sjálfr- ar. Hún tekur hana í faðm sér og fer að hugga hana. »Heyrðu nú, Maud, þú þarft ekki að vera neitt hrædd; móðir þín skal ekki fá að vita það«. »Ætlarðu að lofa mér þvf, Enid?« »Já«. »Mikil blessuð manneskja ertu þá!« Og Maud brosir aftur út undir eyru; því að hún veit vel, að hún má reiða sig á það, sem Enid lofar. Hún fer að klappa henni og kyssa hana, en Enid situr grafkyr eins og steingjörf- ingur og stynur þungan af örvænt- ingu. Eftir nokkuru stund segir hún: »Hvað á eg að taka til bragðs? Peningana verð eg að fá!« »þarftu endilega að halda á þeim á morgun, Enid?« Jólamessur. Aðfangadagskveld kl. 6: cand. Jón- mundur Halldórsson Jóladag á hádegi: Dómkirkjupr. —— síðdegis (kl. 5): cand. Magn- ús Þorsteinssou. Annau í jólum á hád.: Dómkirkjupr. Belctor (B. M. Ó.) boðar svar í »Þjóð- ólfi« gegn greininni »Einurð rektors« í næstsíðasta bl., þegar er rúm leyfi. Hitt og þetta. Svo er sagt af bónorðssiðum Búa (eða Búra), að þegar einhvern yngis- svein þar fýsir að komast í helga hjú- skaparstétt, þá fer hann fyrst á hnot- skóg um, hve loðnar þær eru um lóf- ana, heimasæturnar í sveitinni. Að því búnu tekur hann sig til einhvern góðan veðurdag, brt gður sér í spari- brækurnar, leggur alla vega litt áreiði á bezta reiðhest föður síns og heldur á stað þangað, sem stúlkan á heima, er hann hefir fengið augastað á. þeg- ar þar kemar, gerir hann sér það til erindis, að hann spyr þar eftir svo eða svo litum uxa, er týnst hafi úr nautahjörð föður síns. Húsráðendur hafa jafnan fengið áður pata af komu biðilsins; og só honum þáboðiðaðhleypa hestinum sínum inn, er það góðs viti. þá er honum sýnt búið, innan stokks og utan; og lítist honum heldur lík- lega á, að erindinu verði vel tekið, bið- ur hann leyfis »að vaka« með stúlk- unni um kveldið. Er þá settur upp ketillinn og kveikt á stóru kerti. Hann má hjala við meyna, meðan það endist; en þegar það er nærri brunnið upp, verður hann að söðla hest sinn og ríða á stað. Eru þau þá oftast orðin á eitt mál sátt, hjónaleysin. Brúðkaupið stendur mánuði eftir bón- orðsförina. Er þá leirgólfið í gesta- stofunni á bæ brúðarinnar fágað með nautsblóði, svo að á það gljáir eins og marmara, haldin brúðgumareið til kirkjunnar með miklum glaum og glaðværð, skotum og hljóðfæraslætti, o. s. frv. Búmar 8 mílur danskar, eða annan eins veg og frá Beykjavík og austur að Hraungerði, lánaðist í sumar að senda rafmagnsskeyti þráðarlaust suð- ur í Adríahafi, frá seglskipi á höfn- inni í Fiume. Skeytið skildist greini- lega á gufuskipi, er var 62 rastir það- an, og voru þó tveir höfðar á milli. Áhöldiu voru frá rafmagnsvélaverk- smiðju í Budapest, og heitir eigandinn Scheifer; hafði hann gert ýmsar til- raunirameð þau áður, en þessi hepn- ast bezt. það var 51 röst, er lengst hafði tekist áður að senda rafmagns- skeyti þráðarlaust. Málsverjandi (við þjófinn, sem hann átti að verja): »Þú verður að segja mér alt og leyna mig engu. Þvi að eins get eg varið þig almennilega«. Þjófurinn: »Það er sjálfsagt, a eg geri það. Nema mér er ekki um að segja til, hvar eg hefi falið peningana. Af þeim vil eg ógjarnan missa«. Fundur í IðnaSarm.fél. verður haldinn næstkom. föstudag 22. þ. m. Aríðandi málefni til umræðu. — Vegna þessa fundar verður engin danssamkoma það kvöld. Stjórnin. ♦ Gr. Zoeg:a kaupm. vill kaupa unga, góða, miðsvetrar- bæra kú- Hinn íslenzki hátíða- söngur eftir sira Bjarna Þorsteinsson og sex sönglög eftir sama höfund, þar á meðal »Systkinin« og »Kirkjuhvoll«, fást hjá þessum mönnum: Hr. Steingrimi Johnsen í Reykjavik. — Wilbelm Har.sen í Km.höfn. — Þorsteini Skaftasyni á Seyðisfirði. — Lárusi Tómassyni á Seyðisfirði. — Friðbirni Steinssyni á Akureyri. — Guðm. Guðmundssyni á Oddeyri. — Kristjáni Blöndal á Sauðárkrók. — Pétri Sæmnndsen á Blönduósi. — Grimi Jónssyni á ísafirði — Sæm. Halldórssyni í Stykkishólmi — Guðmundi Loftssyni í Borgarnesi. — Sveini Einarssyni á Eaufarhöfn. — H. S. Bardal í Winnipeg. — Sigfúsi Bergmann i Garðar. — Guðm. S. Th. Guðmundss. á Siglufirði. Tveir góðir og næstum nýir yfirfrakkar eru til sölu mjög ódýrir hjá Reinh. Andersson. Munið eftir beztu búðinni HAFNABSTRÆTI 8 Þar fast: Ákaflega fallegir blómsturvas- ar, hanar, apar, dúkkur, dúkkuhöfuð, album, ilmvötn, kökuskálar, saumakörf- ur, vindlaveski, dúkkustofugögn, jóla. trós-skraut, veggjamyndir, skólatöskur, myndabækur, hálsklútar, öskubakkar, hálstau og ákaflega falleg kort og m. fl. Komið, skoðið og kaupið. Holg. Ciausen. Hálfflöskur eru keyptar hjá H Clausen. Rjúpur og stokkandir keyptar hæsta verði hjá H. ClaUSen. SUT' Fyrir jólin fást myndir og rammar hjá Eyvindi Arnasyni, Laufásveg 4. Nýtt! Nýtt! Nýtt! Patent Kogevædske frá C. ZIMSEN Þessi suðuvökvi er betri og drýgri en spritt til að hita við, og má líka brúka hann í iðnaðarþarfir. Flaskan kostar að eins 60 aura fyrir utan flösku. Flaskan sjálf kostar 15 aura, en er tekin fyrir sama verð aftur. Utgef. og ábyrgðarm. Björn Jónsson Meðritstjóri: Einar Hjörleifsson. Isafoldarprentsmiðja.

x

Ísafold

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ísafold
https://timarit.is/publication/315

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.