Ísafold - 13.01.1900, Blaðsíða 1
Keraur út ýmist einu sinni eða
tvisv. i viku. Verð árg. (80 ark.
minnst) 4 kr., erlendis 5 kr. eða
l'/« doll.; borgist fyrir miðjan
júlí (erlendis fyrir fram)
ISAFOLD.
Uppsögn (skrifleg) bundin við
áramút, ógild nema komin sé til
útgefanda fyrir 1. október.
Afgreiðslustofa blaðsins er
Austurstrœti 8.
XXVII. árff.
Reykjavík, laugardag'inn 13. jan. 1900.
3. blað.
I. O. O. F. 8111981/!!.
Landsbankinn opinn bvern virkan dag
kl 11—2. Bankastjórn við kl. 12—1.
Landsbókasafn opið hvern virkan dag
kl 12—2 og einni stundu lengur (til kl. 3)
md., mvd og ld. til útlána.
Ókeypis lækning á spítalanum á þriðjud.
og föstud. kl. 11—1.
Ókeypis augnlækning á spitalanum
tyrsta og þriðja þriðjud. hvers mánaðar
kl. 11—1.
Ókeypis tannlækning í Hafnarstræti 16
1. og 3. mánud. hvers mán. kl. 11—1.
xfo xtx ■ ■XfA..xfx..xýx..xtx.xÍX..xtx..xfx..xtx,tXtA,txt>t xtx.
;xjx"x*x’xix’x*x ’JrJx ,^ix,,xix- ^iv-xiv
Þau fjórmenna.
Skyldu íslendingar alment hafa
hugsað út í það til fulls, hve mikið
vér eigum undir ráðgjafa vorum?
Vér eigum undir honum skipan ver-
aldlegu embættanna. það vita allir.
Auðvitað á landshöfðingi að leggja á
ráð henni viðvíkjandi, en ráðgjafinn
hefir vald til að virða þau ráð að
vettugi. Og það er ekkert leycdar-
mál, að hann beitir því valdi, þegar
honum ræður svo við að horfa.
Vér eigum undir honum staðfesting
löggjafarinnar. f>að vita líka allir, þó
að vafasamt sé, hvort menn hugsa um
það eins og vert er. Landshöfðingi
hefir þar líka vald til að leggja á ráð.
En enginn getur sagt fyrir fram, hvort
nokkuð verður eftir þeim ráðum farið.
Miklu meira eigum vér undir ráð-
gjafa vorum. Hjá honum ættu að
vera upptökin að hinum og öðrum
framfaramálum vorum. Lang-algeng-
ast er, að menn eigi örðugast með að
átta sig á þeirri hliðinni á valdi ráð-
gjafans, vegna þess að hennar hefir
svo lítið gætt — nema óbeinlínis.
Valdið hefir sem sé verið notað til að
vanrækja framfaramál vor, láta þörfum
þjóðarinnar ósint. Og Islendingar eiga
svo örðugt, sem von er, með að gera
sér grein fyrir því, sem ekki hefir
verið gert.
Enn er ótalin ein hlið á valdi ráð-
gjafans, sem ekki ætti að þurfa að
dyljast neinum. Hann getur stutt
og hann getur kæft framfaramál vor,
sem komist hafa í hreyfingu, án þess
nein fullnaðarúrslit þeirra hafi orðið á
þinginu. Einkum á þetta við þær
framfarir, sem vér þurfum á einhvern
hátt að sækja til annara landa. Á
hans valdi er t. d. að kæfa með öllu
annað eins mál og það, að vér fáum
aukna strandgcezlu. Á hans valdi er
að girða fyrir það, að vér fáum komið
bankamálum vorum í gott horf. Og
fleira mætti telja.
Hver skynsamur maður, sem um
þetta hugsar, hlýtur að sjá, að ráð-
gjafi vor hefir afarmikið vald yfir oss.
Vafalaust má fullyrða, að engin þjóð
með löggjafarvaldi eigi jafn-mikið und-
ir nokkurum einum manni eins og
íslendingar eiga undir ráðgjafa sínum.
Allan hag þjóðarinnar getur hann eflt.
Allau hag þjóðarinnar getur hann lam-
að.
Nú mætti ætla að vandað væri til
valsins á þessum mauni, sem jafn-
mikið vald er gefið yfir heilli þjóð.
En það er síður en svo. Einhver
maður er tekinn úti í Danmörk til
þess að vera dómsmálaráðherra þar.
Ekki að sjálfsögðu neinn skörungur
eða fyrirtaks vitsmunamaður, heldur
sá hægrimaður, sem er fáanlegur.
Og að slíkum manni þarf að jafnaði
lengi að leita um þessar mundir, því
aðflestum hægri mönnum, sem vandir
eru að virðingu sinni, þykir annað
starf fýsilegra og virðulegra en að vera
danskur ráðgjafi á þessum síðustu
tímum. Og svo er ráðgjafaembættinu
íslenzka, valdinu yfir oss, dembt ofan
á dómsmálin dönsku.
Og nú er svo komið, að vér mættum
þakka fyrir að tvímenna. Sem stend-
ur fjórmenna þau, ráðgjafaembættin, á
sama mannshryggnum.
J>að þarf naumast að fjölyrða um
það fyrir Islendingum, hver vanþekk-
ing og vanrœksla hlýtur að vera sam-
fara öðru eins reiðlagi, jafnvel hversu
góðan og einlægan vilja semmaðurinn
hefir. Né heldur um það, hver ó-
virðing í því er fólgin fyrir þjóð vora
að húka þarna.
En hitt er naumast vanþörf á að
brýna fyrir mönnum sem sterklegast,
hver hœtta er í þessu fólgin. Skripa-
myndin hlægilega er auðsæ. En hún
getur á hverjum degi breyzt í voða-
skrímsli.
því að hvernig ætli annar eins ráð-
gjafi og þessi líti á mál vor? Dettur
nokkurum manni í hug, að hann hafi
ekki framar öðru hliðsjón á dönskum
hagsmunum, þegar hann er að ráða
fram ur málum vorum. Vitaskuld er
oft og tíðum ekki um neinn árekstur
að ræða. En sé um hann að ræða,
þá má geta nærri, hvað íslenzka ráð-
gjafaembættið vegur upp á móti öll-
um hinum.
þetta er hreinn og beinn voði. f>ví
fer svo fjarri að maðurinn, sem fengið
hefir yfir oss þetta feiknavald, sé einu
sinni fulltrúi vor andspænis annari
þjóð, að hvötin, sem hanu hefir til að
gæta hagsmuna vorra andspænis henni,
er nauðalítil í samauburði við þá hvöt,
sem hann hefir til að gæta hagsmuna
hennar andspænis oss!
Með því er alls ekki gefið í skyn,
að þessi ráðgjafi vor, hver sem hann
nú er, vilji nokkurn tíma beita við
oss nokkurri rangsleitni. En 1 meira
lagi óaðgengilegt er það fyrir hverja
þjóð sem er, að eiga að byggja fram-
faravonir sínar á því, að hagsmuna-
kröfurnar séu ávalt látnar lúta í lægra
haldi fyrir réttlætishugsjóninni í stjórn-
málunum.
Annars eins ástands og þessa er
blátt áfram engin dæmi, nema meðal
þjóða, sem numdar hafa verið her-
skildi.
Og þetta er ástandið, sem afturhalds-
flokkur vor er að berjast við af öllum
kröftum að halda óbreyttu!
Kristindómupinn
og
tímanleg velgengni.
Eftír Leikmann.
I.
f>ví er haldið fast fram og fagur-
lega af einum helzta manninum, sem
ritar um kristindóm og kirkjumál fyr-
ir íslendinga nm þessar mundir, 3Íra
Friðriki J. Bergmann, að kristindóm-
urinn geti bætt alt vort böl og grætt
öll vor mein. Hann sé eina lífið fyrir
þjóð vora, alveg eins fyrir tímanlega
velferð hennar eins og fyrir eilífa
velferð hvers einstaks manns.
Isafold hefir gert þetta að umræðu-
efni og ekki verið skilyrðislaust á
sama máli. Hún hefir samsint því,
að kristindómurinn geti verið þjóðinni
það, sem séra P. J. B. ætlast til. En
hún hefir jafnframt haldið því fram,
að ekki megi ganga að því vísu, að
hann sé það, jafnvel þótt hann sé vel
vakandi. Að því er það efni snerti,
sé alt undir því komið, hver kristin-
dómsstefna verði ríkjandi, hverri hlið
kristindómsins sé fastast haldið að
þjóðinni.
Vel má vera, að síra F. J. B. sé í
raun og veru á sama máli. Eg veit
það ekki. En hvað sem því líður,
langar mig til að taka í sama streng
sem Isafold með fáeinum athuga-
semdum.
Eg minnist ritgerðar, sem fyrir
nokkurum árum stóð í Fjallkonunni,
eftir danskan skáldsagnahöfund,
Eenrik Pontoppidan. J>ar erþvíhald-
ið fast að lesendunum, að maðurinn eigi
»svo sem sannkristinn, alls ekkert að
skeyta um jarðneska hluti. |>að er
gott hann geri það sem skattskyldur
borgari, en sem kristinn mann varð-
ar hann um ekkert nema »guðs ríkit,
sem ekki er af þessum heimi«.
J>að er ekki nóg að segja, að hér
sé' fjandmaður kristindómsins að tala.
J>að er ekki heldur nóg að sýna það
og sanna — sem vitanlega er hægðar-
leikur — að þetta sé gersamlega gagn-
stætt orðum Krists sjálfs. Hins ber
að gæta í þessu sambandi, að þó að
maður vaði í þessari villu, geturhann
hafa eignast svo mikið af kristindóm-
inum, að ekki komi til nokkurra mála
annað en telja hann vel kristinn
mann.
En það sér hver maður, að slíkur
kristindómur getur aldrei orðið »eina
lífið« fyrir tímanlega velgengni þjóðar
vorrar.
Mér koma til hugar ummæli annars
manns, sem líka er einkar ákveðinn
mótstöðumaður kristindómsins.
Gcorg Brandes kemst að orði á þá
leið í bók sinni um rússnesku rithöf-
undana, að Dostojewskij hafi einmitt
hitt kjarna bristindómsins, þar sem
hann lætur morðingjann og vændiskon-
una sitja með nýja testamentið á milli
sín og leita sér þar hugsvölunar.
Vitanlega kemur mér ekki til hugar
að neita því, að rússneska stórskáldið
hafi þar hitt á afarmikilsvert atriði
kristindómsins — svo mikilsvert, að
aragrúi kristinna manna mun geta
samsint þessu með Brandes. En að
hinu leytinu virðist mér því ekki muni
verða neitað, að svo framarlega sem
allur bjarni kristindómsins sé þarna,
þá verði alt annað en sáluhjálp ein-
staklinganna aukaatriði, sem mjög sé
hæpið að komi nokkuð verulega til
greina. Og þá er engin trygging fyrir
því, að kristindómurinn hafi áhrif á
tímanlega velgengni þjóðarinnar.
Enginn vafi er á því, að sú hliðin,
sem Brandes bendir á, hefir mótað
hjörtu Islendinga dýpst og fastast.
J>ví að það er einmitt sú hliðin, sem
haldið er að þeim í því riti þeirra frá
síðari öldum, sem Iangfremst stendur
að snild, andríki og innileik — Pass-
íusálmum Hallgríms Péturssonar. þar
eru allir menn álíka syndugirogmorð-
ingjar og vændiskonur í guðs augum.
Til þess að bæta fyrir það verður
Kristur að líða svo óumræðilegar
kvalir. Hvert háðsyrði, hvert högg,
hvert naglafar er gert að tákni syndar-
innar, oft af hinni mestu málsnild.
Og af hinni dýpstu og innilegustu trú-
arreynslu er grein gerð fyrir því,
hvernig syndugir mennirnir geti kom-
ist í samfélag við Krist hér á jörðu
og til fundar við hann í eilífðinni.
J>að þyrfti þrek til að neita því, að
það sé kristindómur, sem að mönnum
er haldið í Passíusálmunum. Og það
væri fjarri öllum sanni, að halda því
fram, að sá kristindómur hafi ekki, að
minsta kosti um alllangan tíma, orðið
andleg eign íslendinga. Hitt mundi
örðugra að sýna fram á, að hann hafi
aukið tímanlega velgengni þeirra til
muna. Vitanlega hefir hann orðið
þeim til ómetanlegrar huggunar íraun-
um þeirra. En við það verða menn
að kannast, að hann hefir ekki haft
mátt í sér til þess að láta þjóðina
firra sig raununum.
Eg skal benda á aðra hlið kristin-
dómsins — þá bliðina, sem ríkast
verður vart við í æfisögu síra Jóns
Steingrímssonar — mjög merku riti,
að því er mér finst — sem hefir ver-
ið að koma út í Fjallkonunni. |>að er
trúin á forsjón guðs.
Enginn vafi er á því, að þjóð vor
hefir stundum átt mjög mikið afþeirri
trú. Ug ekki þarf neinum blöðum um
það að fletta, að hún hefir orðið þjóð-
inni til mikillar huggunar. En jafn-
saunfærður er eg um hitt, að þessi
trú hefir orðið mörgum manninum
fremur að svæfli aðgerðaleysis og ó-
nytjungsskapar en hvatning til þrótt-
mikilla framkvæmda. Enda sýna verk-
in merkin.
Og svo get eg ekki stilt mig um að
minnast á einn skilning á kristindóm-
inum, sem áreiðanlega er mjög ríkur
og algengur hér á landi, ekkert síður
meðal kennimanna en leikmanna.
Eg man ekki, hvað oft eg hefi rekið
mig á hann á prenti — eg veit það
er mjög oft. En í svipinn stendur
mér hann áþreifanlegast fyrir hug-
skotssjónum, þegar eg minnist rit-
gjörðar, sem í fyrra kom út í Nýju
Oldirtni eftir síra Benidikt Kristjáns-
son á Grenjaðarstað og fyrirlesturs
síra Zophoníasar í Ársritinu, sem