Ísafold - 13.01.1900, Blaðsíða 2

Ísafold - 13.01.1900, Blaðsíða 2
10 norðlenzku prestarnir hafa nú gefið út. Eftir því, sem þessum háttvirtu kennimönnum farast orð — og svo mörgum, mörgum öðrum — er það meinleysið, sem framar öllu öðru þarf að brýna fyrir þeim, sem eiga að reka erindi Krists hér á jörðinni. |>eir virðast hugsa sér Krist eins og frá- munalega meinlausan og góðlátlegan mann, sem framar öllu öðru hafi var- ast að særa nokkurn tíma tilfinningar náunga síns. Að öllum líkindum halda þeir, að það hafi verið fyrir meinleysið að hann var krossfestur l Ekki kemur mér til hugar, að ef- ast um að þessir menn, sem fengið hafa þennan skilning á kristindómin- um, séu sannkristnir menn. En um hitt hefi eg alls enga von, að jafn- ókarlmannlegur kristindómur geti nokk- urn tíma þokað tímanlegri velgengni þjóðar vorrar áfram um eitt hænufet. Að svo mæltu vona eg, að allur þorri manna verði mér sammála um tvent: 1. Að allmikið hafi verið til og sé til af krÍ8tindórai hér á landi; og 2. Að sá kristindómur hafi ekki haft nein veruleg áhrif á tímanlega velgengni þjóðarinnar. J>á eru ekki nema tveir kostir fyrir höndum. Annar er sá að neita því, að krist- indómurinn geti haft í sér fólginn mátt til slíkra áhrifa. Hinn er sá að kannast við, að sá máttur sé undir því kominn, hver teg- und eða stefna kristindómsins sé ríkj- andi í landinu. Eg fæ ekki betur séð en það væri beinlínis misþyrming á mannkynssög- unni aS taka fyrra kostinn — jafn- náið samband og hún, ómótmælan- lega, sýnir milli trúarbragða þjóðanna og lífskjara þeirra. En sé þeim kosti hafnað, er sú hugsunar-afleiðing óumflýjanleg, að ein- mitt pað hafi vantað í kristindóm fs- lendinga, sem hefir í sér fólgið þann mátt, sem hér er um að ræða — mátt- inn til að knýja þjóðina áfram í tím- anlegum efnum. Eg geri mér enga von um að eg bindi svo enda á það mál, að engu verði við að bæta. Enda er efnið að mestu eða öllu leyti órætt enn vor á meðal. En eg vil leitast við að leggja ofurlítinn skerf til umræðunnar, er mér virðist hljóti að vakna um það mál meðal hugsandi manna. Hneyksli í „Þjóðólfi“. í f>jóðólfi stendur í dag grein, sem heitir xhneykslaulegt verðlaunatilboð«. Höfundurinn hylur nafn sitt, sem vonlegt er, en kallar sig Herrauð. Hann heldur því fram, að það sé hneyksl- anlegt, verðlaunatilboðið í síðasta blaði Isafoldar frá einni deild Good-Templ- ara, þeim til handa, er komi upp brot- um á áf .ngislögunum. Hann skamm- ar Isafold fyrir að flytja þessa »sví- virðu« og úthúðar Sigurði Jónssyni barnakennara, af því, að nafn hans stóð undir auglýsingunni. Eg finn mér skylt að lýsa yfir því, að þetta verðlaunatilboð er alls ekki »runnið undan rifjum Isafoldar«, eins og Herrauður heldur, og ekki orðið til eftir uppástungu Sigurðar Jónsson- ar. Frumkvöðull þess er Guðmundur Björnsson, héraðslæknir í Reykjavík. En Sigurður setti út auglýsinguna, af því að hann er formaður í þeirri fram- kvæmdarnefnd Good-Templara, sem tilboðið kemur frá. þessi aðferð, að heita verðlaunum fyrir uppljóstur lagabrota, er ekki spán- ný og hefir jafnan þótt í alla staði heiðarleg, þangað til í dag, að herra Herrauður kemur til sögunnar. Löggjafarþing íslánds hefir margoft hagnýtt sér öldungis sömu aðferðina, sem Good-Templarar nú hafa tekið upp. Eg er ekki lögfróður maður, en hefi þó í fljótu bragði fundið lög þau, er nú skal greina: Lög um aðflutningsgjald á tóbaki 11. febrúar 1876. Lög um friðun fugla og hreindýra 17. marz 1882. Lög um breyting á lögum um ýrn- isleg atriði, er snerta fiskiveiðar á opnum skipum, 14. des. 1877, 4. des. 1886. Lög um aðflutningsgjald á kaffi og sykri 9. ágúst 1889. Viðaukalög við tilskipun um veiði á íslandi 20. júní 1849, 22. marz 1890. Lög um fuglaveiðasamþykt í Vest- mannaeyjum 13. apríl 1894. Lög um einkenni á eitruðum rjúp- um 15. febr. 1895. Lög um samþykt til hindrunar skemdum af vatnagangi 6. marz 1896. í öllum þessum lögurn er gert ráð fyrir eða fast á kveðið að sá skuli hafa f eða f af sektarfénu, sem upp kem- ur broti á lögunum. þau verðlaun geta numið alt að því 1000 kr. Hvað segir Herrauður hér um ? Hann segir, að þessi aðferð, að heita verðlaunum fyrir uppljóstur lagabrota geti haft »ísjárverðar afleiðingar í för með sér og siðspillandi áhrif á fólk«; hann hugsar sór að menn muni fara »að bera fram lognar sakargiftir á sak- lausa menn og staðfesta þær með eiði«!I — tíl þess að ná í verðlaunin. Hann kallar aðferðina »óviðurkvæmi- lega«, »hneykslanlega« »ljóta« og »sví- virðilega*. Samkvæmt skoðunum herra Her- rauðs hefir þá alþingi og honungur vor ár eftir ár beitt »svívirðilegum« og »hneykslanlegum« brögðum til þess að halda uppi hlýðni þjóðarinnar viðýms lagaboð. Eg samgleðst manninum, að hann kallar sig Herrauð og hefir ekki sagt hið rótta nafn sitt. — |>að er alstaðar talið rangt, að brjóta landslög, en rétt að hlýða þeim og stuðla að því, að þau séu haldin, og koma því upp, ef þau eru brofcin. það er svo að sjá, sem þessi alls- herjar-sannindi séu ekki enn að öllu leyti gengin í gildi hér á íslandi. það þykir að vísu ljótt að stela og drepa raenn; en sjaldan fellir fólk hér á landi harða dóma, þó að ein- hver veiði lax í óleyfi, drepi æðarfugl, selji brennivín á sunnudögum, fremji tollsvik, ljúgi sér iit lán eða því um líkt. Aftur á móti hefi eg oft heyrt harða dóma um þá menn, sem—eins og fólk segir — »hafa getað fengið sig til þess, að koma N. N. í bölvun, þó að honum verði á að brjóta lögín«. — það gengur því næst oft og tíðum, sem það sé álitið heiðarlegt, að brjóta lögin, en óheiðarlegt af öðrum, að koma upp brotunum. Eg veit ekki, hvort herra Herrauð- ur er á þeirri skoðun. Helzt er þó svo að sjá. Bindindismönnum hlýtur að vera ant um, að áfengislögin séu ekki brotin. þeir hafa ekki nema einum á að skipa gagnvart hverjum 10 brenni- vínsmönnum, og verða því að neyta allra leyfilegra ráða til þess, að koma sínum vilja fram. Verðlaunatilboð fyrir uppljóstur lagabrota eru helguð af alþingi og konungi og almenningsáliti í öðrum löndum, sem heiðarleg aðferð. Eg vona að engin taki illa orðinu: brennivínsmenn. þeii, sem ekki neyta áfengra drykkja, hafa um langan ald- ur hér á landi verið nefndir bindindis- menn; en þeir sem drekka áfenga drykki hafa enn ekkert sérnafn hlotið. Nú er brennivín langmest drukkið allra áfengra drykkja hér á landi, og þess vegna finst mér eðlilegt, að þeir sem hér á landi neyta áfengra drykkja dragi nafn af þeirn áfengisdrykknum, sem þeir drekka mest af — sem sé brennivíninu, og heiti brennivínsmenn. Hvort herra Herrauður er bindind- ismaður eða brennivínsmaður — það tel eg auðráðna gátu. 12. jan. 1900. G. Bjiirnsson. Bókmentir. Keistinn Stefánsson: Vestan hafs. Ymisleg ljóðmæli. 120 bls. (Á kostnað höf.). Bók þessi hefir sýnilega orðið of löng. það er efni í henni í ofurlítið kver, svo sem þriðjung þess, sem hún er. Einkum eru náttúrulýsingar hér og þar vel orðaðar, og það leynir sér ekki, að höt. hefir töluverða skálagáfu. En hann ber ekki það skyn á skáld- skap sjálfs sín, að hann kunni að velja úr honum. það er bersýnílegt á ruslinu, sem ekkert gildi hefir, og tiltölulega er mikið af í þessari ljóða- bók. Einkum eru ádeilukvæðin mjög léleg; alloft eru þau svo á huldu, að ekki er unt, að minsta kosfci ekki fyr- ir ókunnuga, að átta sig á því, hvað það er, sem maðurinn er óánægður með og vill kveða niður. Hér á landi er að líkindum mjög lítill raarkaður fyrir þessa bók. Frá útlöndum. Svo segir í enskum blöðum fyrir jólin, að þá hafi Bretar verið búnir að missa í viðskiftunum við Búa hátt á 8. þús. manna, er fallið hafi, haúd- teknir verið eða horfnir. Missir Báa ekki tilgreindur, en virðist vera mjög lítill í samanburði við þetta. Seint í nóvember t. d. voru fallnir af þeim 90 alls og 200 handteknir. Roborts lávarður, er stjórnin enska skipaði fyrir jólin yfirhershöfðingja yfir öllum leiðangrinum gegn Búum, er maður hátt á sjötugsaldri, f. 1832. Hann fór til Indlands ekki tvitugur og ól þar mestan aldur sinn fram ti sextugs, gerðisfc þar frægur í hernaði, einkum í leiðangrinum gegn Ejub Khan í Afganistan 1879—80. Fyrir því var hann kendur við Kandahar, er hann var herraður síðar meir, alveg eins og Wolseley hlaut nafnbótina lávarður af Kairo, er hann var herraður, og Kitchener lávarður af Kartum i fyrra, eftir sigurinn á liði falsspámannsins. Nokkur ár undanfarin hefir Roberts ráðið fyrir hernum á írlandi og setið í Dýflinni. Rétt áður en hann var send- ur í leiðangur gegn Búum spurðist fall einkasonar hans í einni orust- unni við Búa, mesta efnismanns, um þrítugt. Kitchener lávarður, er skipaður er næstur Roberts marskálki að virðingu í Búaleiðangrinum, er maður vart fimtugur og hefir mörg ár undanfarið stýrt líðl Egiptajarls og Breta suður í Súdan og getið sér mikinn orð- stir. þeir eru þessir tveir frægastir her- stjórnarskörungar, sem Bretar eiga nú, aðrir en Wolseley lávarður, er hefir æðstu hersjórnarvöld yfir öll- um landher Breta, en það em- bætti hafði áður hertoginn af Cam- bridge, bræðrungur Viktoríu drotning- ar, enda að jafnaði til þeirrar tignar kjörnir konungbornir menn einir. I Manítóba fóru fram almenn- ar kosningar 7. f. m. íhaldsflokkur- inn vann sigur og hefir nú 23 atkvæði á þingi, af 40; hafði áður ein 7. Grcen- way fór frá völdum, en við tók Hugh Macdonald (fyrv. Canada-ráðgjafi), sonur Sir John Macdonalds heitins, er lengi var forsætisráðherra Canada. Bandaríkin. Varaforseti Banda- ríkjanna Hobart, dó 21. nóv. síðastl, Hay, utanríkisráðherra, varð varafor- seti að lögum. Rektors-prúömenskan, Nokkrum orðum verður að svara hinum langa »einurðar«-pistli rektors í í>jóðólfi. Vonandi tekst á miklu minna rúmi en hann hefir nofcað að gera enn ljósari grein en áður fyrir málinu, og þá því jafnframt, hve einkennilegt prúð- menni hann er. Hann kannast við það sjálfur, sem þeir Kristján Jónsson yfirdómari og Stgr. Thorsteinsson yfirkennari hafa skýlaust vottað að samþykt hafi verið í Tímaritsnefndinni að ritgjörð sú, sem um er deilt (Bains um forntungar), skyldi prenfcuð í þeim árg. Tímaritsins, sem þá var verið að und- irbúa. Vafalausfc man hann það og, enda mun hvorki yfirdómarinn né yfirkenn- arinn móti því bera, að skýrfc var í ljós látið af meiri hluta nefndarinnar, að þessa ritgjörð mætti ekki geyma til næsta árs. Sá vilji leyndi sér sannarlega ekki, því að ekkert kapps- mál varð út úr neinni ritgjörð annari en henni og forntungnaritgjörð Eiríks Magnús8onar. J>essum vilja meira hlutans traðkaði rektor. Og þó að hann sé reiður út af þeim ummælum ísafoldar, að hann hafi »sætt lagi«, þegar einn nefndar- manna (E. H.) var ekki í bænum, til þess að beita þessu ofríki, þá er það samt ekki að eins sannleikur, heldur og auðsær sannleikur. |>ví að rektor hefði ekki getað þetta, ef öll nefndin hefði verið í bænum. |>á hefði verið hægðarleikur að koma á fundi og verj- ast ofríki hans. En meðan einn úr meiri hlutanum var fjarverandi, gat rektor farið sínu fram. f>að sem rektor segir um lengd Tímaritsins er ekkert nema vífilengj- ur; því að hann hefir ekkert meira vald yfir því, hvað Tímaritið skuli haft langt eða stutt, heldur en hver óbreyttur nefndarmaður. |>etta, sem hór hefir verið sagt, er mergurinn málsins. Og um hann get- ur enginn ágreiningur verið. Hitt er með öllu óverulegt atriði, hvernig til atkvæða hafi verið gengið. |>að gerir ekki málsfcað rektors minstu vitund betri, þó að hann hefði á réttu að standa í því efni,— sem hann hefir ekki. Hann þykist ætla að sanna sitt mál með bókuninni. ísafold kemur það ekki á óvart. þegar hún skýrði frá atkvæðagreiðslunni 30. sept. síðastl., tók hún það fram, að meira hlutan- um hefði láðst »að krefjast þess, aS bókað væri, hvernig þessari atkvæða- greiðslu hefði verið háttað«. Sannleik- urinn vitanlega sá, að nefndarmenn trúðu rektor of vel, höfðu of háar hugmyndir um hann sem gentleman. Það má rnikiö vera, ef sömu mennirn- ir villast á sama skerið aftur. Ritgjörð Bains var ein af þeim 3 ritgjörðum, sem bornar voru upp í einu og aldrei bornar upp sín í hvoru lagi. það var gert eftir ósk Stgr. Th. En hitt er satt, að þegar nefnd- armenn fóru að greiða atkvæði, tóku sumir þeirra fram, að þeirri og þeirri rifcgjörðinni væru þeir mótfallnir. At- kvæðagreiðslan var því nokkuð form-

x

Ísafold

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ísafold
https://timarit.is/publication/315

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.