Ísafold - 13.01.1900, Blaðsíða 3

Ísafold - 13.01.1900, Blaðsíða 3
 11 lítil, enda lagði rektor, af skiljanlegum ástæðum, ekki kapp á að koma formi á hana. Rektor neitar því, að atkvæðag'reiðsl- unni hafi verið hagað á þann hátt og H. |>. með honum. |>eir um það. Margfaldir kunna þeir að vera í roð- inu, en ekki eru þeir nema minni hluti í nefndinni. Og ekki hefir rekt- or getað fengið fleiri en H. þ. í lið með sér, og hefir hann þó fréleitt lát- ið þess ófreistað. ísafold finst nú al- veg eins mikið að marka »sannsögli Einars og minni yfirdómarans« eins og sanneögli og minni þessara háttvirtu herra. Og óneitanlega styður það vorn málstað fremur en veikir, að E. H. sagði, að nýafstöðnum fundinum, tveim mönnum, Birni ritsjóra Jónssyni og Jóni ritst. Olafssyni frá, hvernig at- kvæðagreiðslan hefói fram farið — sagði frá því alv g einn og ísafold hefir frá skýrt og sagði þannig frá því áður en nokkur deila var upp komin um þá atkvæðagreiðslu, áður en nokkurum manni datt í hug, að nokkur deilda mundi verða út úr henni. Rektor tekur það fram með mörg um orðum og fögrum, hve mikið lof og virðíng og þakkir hann eigi skilið fyrir frammistöðu sína í þessu máli. Yerði honurn að góðu. |>ó að hann nyti jafnmikillar virðingar og ástsæld- ar fyrir hana eins og fyrir rektors- störfin sjálf, niundum vér ekki öfunda hann minstu vitund! Og svo að endingu örfá orð út af þeim mörgu ónotum, sem rektor læt- ur prenta um E. H. Til stuttleika skal að eins minst á tvenn þeirra. Rektor leggur honum það út til skammar, að hann skuli hafa sagt nokkurum manni frá því, er í nefnd- inni gerðist. E. H. hefir aldrei heyrt þess getið, að það sé leyndarmál, sem gerist á fundum Tímaritsnefndarinnar. Ekki er með öllu óskiljanlegt, eftir því sem nú er fram komið, að relctor vilji fara leynt með það. En E. H. hefir ekki getað verið neitt ant um þá dul og verður það vonandi aldrei. Svo ber banu það á E. H., að hann hafi veitst að Ásgeiri Blöndal í ísafold. E H. hefir aldrei skrifað nokkurn staf um Ásgeir Blöndal í ísafold né átt nokkurn þátt í þeim viðskiftum. Sama er að segja um »rimmu« þá, er reis út af þorláksmessukvæði Hannes- ar Hafsteins, er rektor og eignar E. H. Hann átti þar ekki nokkurn staf í. þetta er nú háttalag prúðmennis- ins og vísindamannsins, sem fremur öllum öðrum mönnum hér á landi á að sjá um uppeldi hins mentaða æsku- lýðs vors. Ganar með staðlausan ó- sannindaþvætting, sem ekkert kemur einu sinni við því máli, sem hann er að rita um! Atferlið mundi þykja vítavert, ef einhverjir vinnukonuræflar væru staðn- ir að því í eldhúsunum. En það mun ekki vera neitt abhugavert við það, þegar það er dr. phil. og rektor lærða skólans, sem í hlut á! Samskotum handa ekkjum og munaðarlausum börnum þeirra, er botnverpingarnir ensku, þeir Nilsson og hans félagar, drápu í haust á Dýrafirði, er mælt að félag botnvörpuskipaútgerðarmanna í Hull gangist fyrir og hafi lagt til góð- an skerf ejálft, þar á meðal útgerðar- maður »Royalists». þetta stendur f dönsku blaði, »Érederikshavns Avis«, 9. f. mán. Nilsson botnverpingur og þeir félagar eru í haldi í Erið- rikshöfn, og fer nú tvennum sögum um, hvort njál hans út af aðförunum hér við land muni heldur verða dæmt hér eða í Danmörku. Er mælt, að sumir mikils háttar lagamenn þar séu þeirrar skoðunar, að ekki sé löglegt að dæma hann annarsstaðar en hér. Sumir segja, að hann og þeir félagar eigi að sendast hingað með »Heim- dalli«, þegar hann kemur, á áliðnum vetri. Sjónleikarnir. það byrjaði á nýum leik á helginni sem leið, Leikfélag bæjarins, þýddum úr dönsku, Unge Eolk, eftir Poul Nielsen, leikara við konungl. leikhúsið í Khöfn, — á íslenzku: Ungu hjónin. það er gamanleikur í 3 þáttum og gerist í Khöfn nú á tímum, — aðal- lega um unga konu, einkabarn for- eldra sinna, uppalda í eftirlæti og aga- leysi og því dutlungasama í meira lagi, mislynda og hverflynda. Veigalítið er það og heldur fábreytilegt, en fjörugt vel og mörg atvik í því mjög brosleg; laglega farið með lítið efni, frá höf. hálfu. Mest er þó komið undir m ð- ferðinni á leiksviðinu; og er það fljót- sagt, að hún er furðu-góð hér, með því langbezta, sem hér hefir gerst. f>að eru mikil viðbrigði að sjá þann leik, eða þá tilburði tómra óvaninga, sem nýlega höfum vér átt kost á að sjá og bvo ágætt sem leikrit það er, sem þeir höfðu valið sér. þó böfðu þeir, skóla- piltar, eitt fram yfir: þeir kunnu allir reiprennandi hvert orð, sem þeir áttu að fara með. En f þessum leik varð einn leikandinn, kaupmaðuriun, faðir ungu konunnar vanstiltu, að bíða eftir nær hverri setningu úr leikþuls- opinu. það var varla, að hann kynni nokkurt orð almennilega. Slíkt er vítavert hirðuleysi og megn ókurt- eisi við áhorfendur, er þessi leikari hofir reyndar gert sig sekan í áður við og við, og virðist telja sér óhætt, af því að hann er vel meðtekinn af áhorfendunum að öðru leyti og á það skilið yfirleitt. Hann hefir og ýmislegt það til að bera, er gerir hann skemti- legan leikanda, sem og sýndi sig í þessum leik. það er frú St. G., sem leikur aðal- persónuna, hina ungu konu. það er býsna-vandasamt hlutverk, ekki meiri háttar en það er, og vitaniega enginn þvívelvaxin hér önnur en hún. Enda leysti hún það tiltakanlega vel af hendi, með sýnilegri vandvirkni og samvizkusemi, sem er sérstakleg á- nægja að verða var við, er menn eiga ella oft helzt því að venjast eða hafa átt,að leikendur sjálfir, hvað þá heldur óvaldir áhorfendur, hafi bersýnilega þá hugmynd um leiklistina, að hún sé aðallega fólgin í fettum og brettum og öðrum meira og minna afkáraleg- um afbrigðiskækjum, sem börn og heimskingjar hlæja ef til vill að, en aðrir ekki. þessir, sem leika nú orð- ið hér í Leikfélaginu, eru vitanlega allir vaxnir langt upp úr þeirri bernsku. En hitt leynir sér ekki, að yfirburðir frú St. G. eru eigi hvað sízt í því fólgnir, að hún ber sjálf þá virð- ingu fyrir sinni ment, Ieiklistinni, og beitir við hana þeirri eindreginni al- úð, er allir sannkallaðir listamenn jafnan gera og hljóta að gera, í smáu og stóru, ef þeir eiga að skara eitt- hvað fram úr, hversu góða hæfileika sem þeir kunna að hafa, Eiginmaður hinnar ungu konu í leiknum mun vera einna bezt leikinn af því, sem sá leikandi hefir fengist við (Á. E.). Haun gerir það mikið snoturlega og vel við eigandi. Hon- um hefir farið mikið fram upp á síð- kastið. Meðal annars hefir honum nú loks tekist að losa sig nær alveg við óviðfeldinlimaburðarkæk, er lengi hefir bagað hann og getur að eíns átt við einstöku leikpersónu, en öðru vísi ekki, eða er meira að seeja ella að jafnaði til verulegra lýta. Skrifstofustjórinn dável leikinn og myndarlega (J. J.), en vafamál, hvort rétt er að láta hann vera jafn-hrotta- legan í framgöngu og hann er — hvort háttprýðin utan á honurn á að vera alveg eins haldlaust hjóm og hún er látin vera, hvað lítið sem hon- um sinnast. Venju betur hafði í þetta sinn tek- ist að búa persónurnar út, með lit- breytingum í andliti og öðru þess hátt- ar. Heyrnarsljóa kerlingin (frk. Gþ. H.) meðal annara og hennar útliþútbúnaður og framganga alt mikið vel til fundið. B. J. AlmauaUið fyrir árið 1900, sem háskóli Kaup- mannahafnar býður íslendingum, er staklega hroðvirkmslega úr garði gert. þar stendur tíl dæmis að taka sú af- skrætnisvilla, að árið 1900 sé síðasta ár 20. aldarinnar' íslenzkan er sum- staðar frámunaleg. Hvernig lízt mönnum á jafn-lipurlega fyrirsögn og þessa: »Sýnilegleiki tunglsins í Reykja- vík«? Jafn-lúaleg prentvilla er þar eins og »gengt« fyrir gegnt. þar sem háskólinn hefir einkaleyfi til að gefa út almanök handa íslendingum, að viðlögðum háum sektum, ef nokkur brýtur gegn því leyfi, ætti að mega búast við, að þessi virðulega stofnun gæti staðið síg við að láta þessar fáu blaðsíður vera óhneykslanlega úr garði gerðar. Póstgufuskip Vesta, kapt. Jakobsen, komst loks á stað í gærkveldi áleiðis til Vestmannaeya, Færeya, Skotlands og Khafnar. íar- þegar: kaupmennirnir Ólafur Árnason frá Stokkseyri, og Ben. S. þórarins- son og Friðrik Jónsson héðan; enn- frernur frk. Elinborg Jónsdóttir (Pet- ursonar) og frk. Guðný Hermanns- dóttir. Kveldnotkun Landsbókasafnsins ætti nú að hafa betri byr, ef að vanda lætur um lík dæmi, úr því vitn- eskja er fengin um það, að sú um- bót er upp tekin á háskólasafninu í Khöfn fyrir næv 2 árum. það kvað hafa verið haft opið daglega, þ. e. hvern virkan dag, síðan á áliðnum vetri 1898, og var frumkvöðull þeirr- ar mjög svo þarflegu nýbreytni sjálf- ur yfirbókavörðurinn, Birket-Smith. þetta mun standa f síðustu háskóla- ársskýrslu. það er kl. 5—8, sem safn- ið er haft opið síðdegis, eða lestrarsal- ur þess. Með öðrum orðum: hér þarf ekki annað en að breyta eftir góðu og fögru dæmi Dana, en hvorki Vesturheíms- manna né Norðmanna öðru vísi en ó- beinlínis, að því leyti sem þeir hafa vitaskuld verið á undan Dönum með þessa umbót. Rafmagnsljós er farið að nota hér í bænum lítils- háttar, og er hagnýtt til þess eina gangvélin, sem til er í höfuðstaðnum, steinolíu-gangvél Isafoldarprentsmiðju. Sá sem útvegað hefir áhöldin til þess og komið fyrir lýsingar-útbúnaðinum er Eyjólfur kaupmaður og úrsmiður þorkelsson, mikill hagleiksmaður og hugvits, og vel að sér bæði bóklega og verklega. Hann byrjaði í haust á að lýsa sjálft prentvélaherbergið, beint upp yfir gangvélinni, lagði síðan þráð út til sín og lýsti verkstofu sína með 2 ljósum, og hefir nú ný-sett upp ljós á skrifstofur ísafoldar. Berhvert ljós, bogalampi. birtu á við 16 kerta- ljós. En ekki er afl-vakinn máttar- meiri en það, að hann getur haldið iifandi á 3 slíkum lömpum í einu eða 6 með 8 kerta ljósmagni; var og fenginn fremur til gamans eða reynslu en verulegs gagns. Laust brauð. Mosfell í Arnessprófastsdæmi (Mos- fells, Miödals, Klausturhóla og Búrfells- sóknir). Lán hvílir á prestakallinu, tekiS 1892, upphaflega 750 kr., er afborgast me5 6°/0 á 28 árum. Fráfarandi prestur nytur eftirlauna af brauðinu samkvæmt lögum. —- Mat: 1474 kr. 91 a.. Auglýst 10. jan. /Veit- ist frá næstu fardögum. Umsóknarfrest- ur til 22. febrúar. Síðdegismessa á morgun í dómkirkjunni kl. 5 (J.H.). Vendetta. Eftir Arehibald Clavering Gunter. XXXII. »Vertu óhrædd, Enid; eg er búin að taka fyrir munninn á Maud. Hún situr nú lokuð inni í herberginu sínu allan daginn. En segðu mér — þyk ir þér mjög vænt um hann, carissima? »Hvort mér þykir vænt um hann? Heldurðu, eg mundi ætla að giftast honum eftir tvo mánuði, ef mér þætti ekki vænt um hann?« Enid kyssir Marínu og bætir svo við: »Nú fer eg frá þér; eg verð að skrifa bróður mínum og segja honum — ó, hvernig á eg að geta sagt frá því? það er óttalegt að vera trúlof- uð!« Og svo flýtir hún sér út. Meðan á þessari samræðu stóð, fór Barnes upp til lafði Chartris og bað um að mega tala við hana. Hann tók til máls á þessa leið : »Bezta lafði Chartris ! Viljið þér gera mér greiða? Viljið þér skrifa Ferris lávarði línu — þér vitið víst, hvar hann hefst við um þessar mund- ir ?« »Já, svarar lafði Chartris, »hann er í Nizza í dag; á morgun kemur hann hingað«. •Alveg rétt. Skrifið þér honum þá til Nizza og látið þér þess getið í bréfinu —. svona alveg af tilviljun — þér skiljið? — að Enid sé «lofuð og ætli að giftast mér«. »Giftast yður?« tekur lafði Chartris upp eftir honum alveg steinhissa. »Já — að tveim mánuðum liðnum«. »Að tveim mánuðum liðnum !« »Mér finst bezt, að Ferris lávarður fái að vita þetta; þaðtórrir Enid ýms- um óþægindum og sjÉum honum yrði ferðin til ónýtis, hvort sem er. Auk þess er það skyida yðar, þar sem frök- en Anstruther stendur undir yðar vernd«. »Svo það er satt, að Enid hefir tek- ið yður fram yfir lávarð* segir lafði Chartris stamandi. I hennar augum er það mikið að vera lávarður; því að maðurinn hennar var ekki nema »Sir«. »Já, þó að kynlegt megi virðast. »Nú, gott og vel. Eg býst við, að þór séuð svo efnaður, að þér getiðlát- ið hana haga lífi sínu á þann hátt, sem hún er vön við? Eg bið yður, að virða á betra veg, að eg kem með þessa spurningu, en Enid er barnung, og eg lít svo á, sem eg hafi ábyrgð

x

Ísafold

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ísafold
https://timarit.is/publication/315

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.