Ísafold - 27.01.1900, Síða 2

Ísafold - 27.01.1900, Síða 2
18 sannleikur engu að síður. Og því verður naumast með réttu mótmælt, að íslenzk kristni hefir horft svo lengi á smælingjaDa fáfróðu, er sjá það, sem 'útringum er dulið, að hún hefir að mestu gleymt því, hvern þátt vits- munirnir hafa átt í sigri kristindóms- ins í mannheimi, og þeirri blessun, sem honum hefir verið samfara — hefir gleymt því, að alt frá Kristi og fram á vora daga hefir veröldin átt vitsmunamönnunum mest að þakka. Eg læt þá hér staðar numið. Eg hefi valið þessi þrjú kristindómsatriði út úr hópi þeirra, sem mér virðast einkum koma cil greina, þegar talað er um kristindóminn í sambandi við tímanlega velgengni þjóðarinnar, af því að þau gefa tilefni til að minnast á samband kristindómsins við alla aðalhæfileika sálarinnar. Eg veit ekki, hvort þáð, sem eg hefi sagt, verður neinum að tilefni til umhugsunar eða umræðu. En verði það ekki, geng eg að því vísu, að það stafi af því, hve illa mér hafi tekist að gefa mönnum hugmynd um það, er fyrir mér vakir. |>ví að málið sjálft er áreiðanlega þess vert, að það sé íhugað og rætt. ----- — I —---- Húsbruni Eigaiidi kveikti sjálfur í Nóttina milli 15. og 16. f. mán. (desbr.) brann íbúðarhús Bárðar Guð- mundssonar búfræðings á Hesteyri í Jökulfjörðum til kaldra kola ásamt mestöllu lausafé er þar var inni. |>etta barst til Isafjarðar á þorláks- messu; og með þvf húsið var vátrygt, krafðist umboðsmaður hlutaðeigandi brunabótafélags (þorv. héraðsl. Jóns- son) réttarprófs út af húsbrunanum. Sýslumaður Hannes Hafstein brá þeg- ar við úr jólunum og lagði á stað norður að Hósteyri, þrátt fyrir illviðr- in, er þá gengu. Hélt hann þar löng réttarpróf yfir Bárði og öllu bans fólki og nokkrum fleirum, og »varð lítið um missagnir; allir kunnu sína lexíu vel«. Sýslumanni leizt þó eigi á málið betur en svo, að hann hafði Bárð með sér til ísafjarðar og kvað þar upp varðhaldsúrskurð yfir honum. Var svo prófunum haldið viðstöðulaust á- fram þar. Nýársdagskveld tókst sýslu- manni loks að fá Bárð, sem er tal- in maður mjög vel greindur og tals- vert slunginn, til að játa, að hann hafi sjálfur, af ásettu ráði, kveikt í húsinu, út úr peningavandræðum. Kvaðst hann hafa vætt talsvert af hampi í steinolíu, lagt hann síðan i horn á húsinu, þar sem troðið var milli þilja með hefilspónum, og kveikt síðan í, þegar allir voru háttaðir og sofnaðir, en vakið fólkið, er svo langt var komið, að útséð vac um, að ekki var hægt að slökkva. Var síðan frétt- in orðuð svo, að vanda, »að fólkið hafi með naumindum komist út nakið og mist alt sitt«. Bárður hafði í fyrra vátrygt húsið fyrir 1600 kr., en beiðst hækkunar á ábyrgðinni rétt fyrir bruDann. Innan- hússmunir voru vátrygðir fyrir 1800 kr. (í öðru félagi), en sagðir hvergi nærri svo mikils virði. Bárður kveðst einn hafa unnið að fkveikjunni og engan hafa verið í vit- orðí með sér. En rannsókn var eigi lokið, þegar póstur fór frá ísafirði, og var Bárður þá enn þar í varðhaldi. Um lausn frá prestskap sækir síra Jón Beni- diktsson á Saurbæ á Hvalfjarðarströnd, sökum elli og sjóndepru; hann er kom- inn nokkuð á sjötugasta árið. Skipstrand. Gufuskipið »Vikingur«, eitt af Islands- - förum stórkaupmanns Thor E. Tulin- iuss í Kaupmannahöfn, sleit upp á Sauðárkrókshöfn á gamlársdag, snemma í rökkrinu, eða kl. 3 síðdegis, í harð- viðris- norðan- hríð, sem staðið hafði frá því aðfangadag jóla, — sama veðr- ið og hér syðra, nema hvað hér var úrkomulaust að kalla. Skipið hafði legið mjög grunt, og kenna sumir því um, að það hélzt eigi við lengur. Mannbjörg tókst vel, en litlu náð af vörum, er skrifað var, 2. janúar. Skip- ið lá í fjörusandinum og stórt op kom- ið á aðra súðina neöan til. Laust brauð. Beynivellir í Kjalarnesprófastsdæmi (Reynívalla- og Saurbæjarsóknir). Lán hvílír á brauðinu, tekið 1897, þá að upphæð 2800 kr., er endurborgast á 28 árum með 100 kr. árlega, auk vaxta. Fráfarandi prestur nýtur eftirlauna af brauðinu samkv. lögum. Mat. 1530,45. Augl. 15. janúar. Umsóknarfrestur til 1. marz. Veitist frá næstu fardög- um. Ridúariim. þjóðólfur hefir lofað rektor að skríða undir sinn verndarvæng, og flytur langa og fagra vörn fyrir hann. það er ávalt riddaralega gert, að hlaupa undir bagga með þeim, sem er minni máttar. Líknin er lofsverð; og þessa líknarverks er getið þjóðólfi til vegs og virðingar. En svo langt má líknsemin ekki ganga, að ósatt mál sé flutt — þótt aldrei nema það sé í því skyni gert, að styðja lítilmagnann. |>að er hógvær bending að eins. þess vegna má ekki miskunnsemin snúast á þá leið, að halda fram ann- ari eins fjarstæðu og þeirri, að Isafold hafi verið að ofsœkja rektor. því fer jafn-fjarri, hvort sem litið er á staf- stetningarmálið, »Tímarits« málið eða minningarhátíðarmálið, sem þjóðólfur gerir öll að umtal3efni og telur öll hafa orðið ísafold að ofsóknartilefni gegn rektor. Af stafsetningarmálinu er þaó skjót- ast að segja, að lsafold tók að ræða það fyrir 2—3 missirum, þegar það var mest uppi á teningnum, án þess að kasta no.íkurri hnútu í rektors garð. Rektor svaraði með erindi í Stúdenta- félaginu, fór þar mjög hörðum orðum um sum þau atriði í stafsetning Blaða- mannafélagsins, er hann hafði sjálfur áður á prenti talið rétt og sjálfsögð og kryddaði ræðuna með sinni al- kunnu, prúðmannlegu fyndni, svo sem orðaleikDum »blaðamenniruir á setun- um«, er laut að þessu, að Blaðamanna- félagið vill sumstaðar rita s, þar sem z er rituð samkvæmt skólastafsetning- unni. ísafold henti ofurlítið gaman að þessari vasklegu og prúðmannlegu framgöngu rektors. — það er ekki of- sókn. þjóðólfur má með engu móti láta meðaumkvunina teygja sig svo langt, að hann kalli þetta ofsókn. þá er »Tímarits«-málið. ísafold skýrði nákæmlega rétt, gersamlega þykkjulaust, frá því, eftir að rektor sjálfur hafði, fyrstur manna, gert það að blaðamáli. Rektor lýsti þessa sönnu sögusögn ósannindi. ísafold sannaði sitt mál með vottorðum mauna, er skipa tvö meðal hinna virðulegustu embætta lftDdsins. Síðan hefir hún ekkert annað gert en varið sig gegn miður góðgjarnlegum árásum. — jpetta er ekki ofsókn. |>að er alveg hóflaus brjóstgæði við rektor, að kalla þetta ofsókn. Og hófið er bezt í hverjum hlut. Loks er ágreiningurinn um »pereats«- minninguna. Ísafold þótti hún nokk- uð kynleg frá rektors sjónarmiói skoð- að — álíka kynleg og alveg sams kon ar, eins og til dæmis að taka, ef Loð- vík 18. eða Karl 10. hefðu haldið fagnaðarhátíð 21. janúar í minningu þess að þann dag hafði bróðir þeirra verið hálshöggvinn. Vér tilfærum dæmi úr mannkynssögunni með sérstakri hliðsjón á alþektum sögufróðleik f>jóð- ólfs. Rektor lítur annan veg á það mál, auðvitað. Píslarvættis-tilfinningin er svo rík í hjarta hans — eins og svo margra annara lítilmagna, sem illa útreið hafa fengið í veröldinni — að honum þykir »pereats«-dagurinn mest- ur dýrðardagur í æfisögu Sveinbjarnar Egilssouar. Hann um það. En of sókn er það ekki gegnhonum, að vera á annari skoðun um það mál. f>að væri þá líka ofsókn gegn honuin að vera á annari skoðun en hann um, hve iengi hafi verið ritað með rúnum. Og þá ætti rektor marga ofsóknar- menn. Vér viljum ætla öllum sem beztar hvatir. Ög fyrir því göngum vér að því vísu, að það sé sprottið af þessum sama riddarahug andspænis rektor, að »f>jóðólfur« staðhæfir í gær, að ís- fold hafi flutt í síðustu viku 7| dálk af »ástæðulausum skómmum«. f>að er raunalegt, þegar jafn hreinar hvatir eins og brjóstgæðin geta teygt menn út í aðra eins fjarstæðu. Allir vita, hve frægur f>jóðólfs-rit- stjórinn er fyrir vitsmuni sína og skarp- leik. En svo langt hafa brjóstgæðin við rektor teymt hann í þetta sinn, að hann hefir stofnað þeirri frægð í sýnilega hættu með þeirri uppgötvun, að Isafold sé nú að hefna sín á rektor fyrir það, að hann tók við formeuskunni í Bókmentafélag inu af ritstjóra ísafoldar fyrir nær 6 árum. Svo vill sem sé óheppilega til, að almenningi er fullkunnugt um, að þeir hafa verið mikið góðir vinir, rektor og ricstjóri Isaf., að minsta kosti 4—5 ár af því 5J ári, er liðin eru síðan forsetaskiftin urðu, eins og þeir höfðu verið áður alla tíð, og að þau urðu beint samkvæmt ósk ritstj. Isaf. (B. J.jsjálfs. f>eim hafði aldrei farið stygðaryrði á milli þann tíma allan. f>ví er það, að sá sem kemur nú með þá skýringu á misklíðmni milli rektors og ísafoldar um þessar mundir, að hún sé af blaðsins hendi hefnd fyrir áminstan atburð 1894, hann á á hættu að vera heldur talinu ofviti en reglulegur skarpleiksmaður En að ofvita-nafninu er enginn vegsauki í íslenzku máli. f>etta alt ætti f>jóðólfur fyrir hvern mun að forðast, meðan rektor bælir sig undir verndarvæng hans. f>ví að þó að riddarahugur hans kunni að vera svo magnaður, að honum standi á sama um sjálfan sig, hann vilji ganga út í eld og vatn fyrir skjólstæðing sinn, þá er svo hætt við, að minna lið verði í honum fyrir rektor, ef hann birðir ekki um að segja honum til varnar og liðveizlu neitt annað en vitleysur. Arnessýslu (neðanv.) 2. jan. Það sem af er vetrinum má keita gott. ÚtifénaOur kom ekki á gjöf fyr en um jól og sumstaðar ekki kominn á gjöf enn, svo gott útlit er með að hey endist. Aflabrögð á Stokkseyri hafa verið óvenju- góð í haust, og sömuleiðis á Eyrarbakka, þó þar hafi fiskast minna. Sumir í þess- um veiðistöðum telja eftir haustið talsvert á annað þúsund hlutar og það alt fremur væn ýsa. Eormenn segja enn nægan fisk fyrir, ef róa gæfi. Út af þessu og fleiru, er tii hagræðis er hér í flestum árum, má heita óskilj- anlegt, hvað hugur margra búenda hér uppi í sýslunni stefnir vestur um haf, til Ameriku; en hvort nokkuð verulegt verður úr þessum búferlum, er ekki gott að segja. Sumar af beztu og hægustu jörðum sýslunnar standa enn óbygðar. Þetta staf- ar. í og með af fólksleysi og því afarháa kaupgjaldi, sem hjú setja upp, en afurðir sveitabúanna í mjög lágu verði. Út af því virðist sú skoðun veia orðin rikjanú með- al sveitabænda, að hafa sem minst bú og hægasta jörð, og er þessi hugsunarháttur ólíkur þeim sem áður var. Þá borguðu stóru búin sjg bezt; en nú liklega verst. Helzt lítur út fyrir, að menn hér verði einna lakast, úti með eldivið, þvi kolalaust er fyrir löngu á Stokkseyri; á Eyrarbakka eru þau að sönnu til, en bráðum verða þau á förum, þótt dýr hafi þótt. Út af þessu eldiviðarleysi hafa margir farið upp í Grímsnesskóg og Skriðufells og höggvið þá drjúgum. Því miður er hætt við, að illa og óhöndulega hafi verið að skógar- böggi þessu unnið sumstaðar, mest um það hugsað, að rífa og róta upp sem mestþess- um seinustu skógarleifum, og er ekki van- þörf á að skorist sé i þann leik, áður en öllu er gjöreytt. Yitanlega eru til góðar undantekoingar frá þessu; en þvi miður alt of fáar. Isafold flytur fyrir stuttu ítarlega skýrslu um veginn frá Eyrarbakka og Stokkseyri að Ölfusárbrú, og er þar vist alt rétt og satt sagt Vegur þessi er hið mesta þarfa- verk að vegabótum til og þykir Árnesing- um og Rangæingum hann hin mesta ger- semi. Því leiðara verður það, ef sú skyldi verða raunin á, að vegur þessi sé of lágur á fremsta kaflanum og vatnið heri burt hið smágerðasta og bezta úr ofaníburðinum. Reyndar eru enn ekki mikil brögð að þessu, en þó vottur, enda eru nú talsverð ísalög á Breiðumýri. Auðvitað mun mega fyrir- girða skemdir með því að dýpka fram- ræsluskurðina o fl. Austur-Skaftaf.sýsLi jóladag ’99. Heyskapur í sumar gekk vel og var hag- stæður og grasvöxtur góður, og nýttist vel, svo hey urðu hér um pláss með bezta móti. Yeðrátta mátt heita fremur góð til þessa, samt nokkuð óstöðug, en lítil frost, oftast þíður. Heilbrigði manna góð, og enginn dáið hér í sveit á þessu ári. Talað er um, að 2 bændur i Lóni ætli til Ameriku í sumar með fjölskyldu, og jafn- vel 2 bændur úr Nesjuin. Verzlun hjá 0. Tulinius i Höfn við Horna- fjörð hefir mátt heitagóð i sumar og haust, eftir þvi sem annarstaðar er í nálægum stöðum. Hvit ull var að mestu tekin 4 5ö au. pd., mislit á 33 au. Kjöt i haust nr. 1 fimtíu pd. fall á 20 au. pd., nr. 2 á lo au , nr. 3 á 16 au., nr. 4, 23 pd. eða léttari, á 13 au. Mör 20 au. Tólg 22 au. Gærur nr. 1 á 2,25, nr. 2 á 1,90, nr. 3 á 1,50, nr. 4 á 1,35, nr. 5 á 1,25. Rúgur 17 kr. Bankabygg 24 kr. Baunir 24 kr. Rúgmjöl 18 kr. Kaffi 65 au. pd. Melis 28 au pd. I Víkinni (í Mýrdal) var hvít ullaðeins 45 au. og matur 2 kr. dýrari hver 200 pd., og alt kjöt á 11 au. pd. Nokkrir bændur vestan yfir Skeiðársand verzluðu í sumar í Höfn, og 1 bóndi það- an rak þangað um 40 kindur til slátrunar, og þótti þeim mikið betra að verzla í Höfn, enda er kaupmaðurinn, Otto Tulinius, hinn iiprasti maður, og mjög greiðvikinn, t. d. hefii hann þrásinnis léð báta undir fénað og annan flutning, og ekki sett neitt npp fyrir það Ánægja rektors með sjálfan sig. Stóð eg mig ekki vel? segir einstaka strákur, þegar hann hefir verið lúbar- inn af einhverjum kunningja sínum. »Stóð eg mig ekki vel«? segir rektor, þegar sannað hefir verið upp á hann, að hann hafi beitt alveg dæmalausu og óhæfilegu ráðríki og að hann »gani með staðlausan ósannindaþvætting«. Að minsta kosti er það eina efnið í nokkurum línutn, sem hann lætur prenta í »|>jóðólfi« í gær. Að einu leyti hefir hann staðið sig vel. Hann hefir sýnt alveg óvenju- legt þrek til að bera þá mínkun, er hann hefir gert sjálfum sór — mínk un, sem mundi hafa orðið óbærileg öðrum mönnum, flestum, í svipaðri stöðu og hann skipar. Að öllu öðru leyti hefir hann staðið- sig undur-illa!

x

Ísafold

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ísafold
https://timarit.is/publication/315

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.