Ísafold - 10.02.1900, Blaðsíða 1

Ísafold - 10.02.1900, Blaðsíða 1
Kemur ut ýmist einu sinni eða tvisv. i viku. Yerð árg. (80 ark. ininnst) 4 kr., eriendis 5 kr. eða 1V» doll.; borgist fvrir miðjan júli (erlendis fyrir fram). ISAFOLD. Uppsögn (skrifleg) bundin við áramót, ógild nema komin sé til útgefanda fyrir 1. október. Afgreiðslustofa blaðsins er Austurstrœti 8. XXVII. árg. Reykjavík, laugardaginn 10. febr. 1900. 8. blað. I. O. O. F. 812238'/» Landsbankinn opinn hvern virkan dag kl 11—2. Bankastjórn við kl. 12 — 1. Landsbókasafn opið bvern virkau dag kl. 12-2 og einni stundu lengur (til kl. 3) md., mvd. og ld. til útlána. Ókeypis lækning á spítalanum á þriðjud. og föstud. kl. 11—1. Ókeypis augnlækning á spitalanum fyrsta og þriðja þriðjud. hvers mánaðar kl. 11-1. Okeypis tannlækning i Hafnarstræti 16 1- og 3. mánud. hvers mán. kl. 11—1. Póstskip Laura fer til útlanda mánud.12. þ. m. síðd. .xjx..A.+X..X+X,.X+A^X+X.__ xfx. xjx xix'V|v’ Vix'xix 'xiv"xíx"xi>''?í>'‘jrív' Hlatafélagsbankinn og landbúnaðurinn Afturhaldsmálgagnið lýsir yfir því alveg óhikað í síðustu viku, að það sé sannað, að hlutafélagsbankinn væntan- legi geri landbúnaðinum ekkert gagn. Naumast þarf að taka það fram, að það sé afturhaldsmálgagnið sjálft, »f>jóðólfur«, sem á að hafa sannað þetta. Sjálfsagt væri leitun á manni á öllu landinu, sem ekkert væri við aftur- haldsmálgagnið riðinn, er ekki sæi, að það er blátt áfram óhugsandi, að nokk- urum manni bó unt að sanna annað eins og þetta. Svo fjarri er það öllu manfiviti, að ætla sér að sanna fyrir- fram, að öllu óreyndu, að langhelzta atvinnuveg landsins verði ekkert gagn að peningastofnun í landinu með 5 miljóna höfuðstól, stofnun, sem ekki að eins stendur undir umsjón og yfir- ráðum landsstjórnarinnar, heldur og verður að byggja á framförum atvinnu- veganna hér á landi til þess að geta sjálft náð blómgun og þroska. Annað eins og þetta er vitanlega me °^u “8annanlegt. Hitt er aftur móti rnjög auðvelt verk, að færahin sterkust rök að því. að hlutafólag8. bankinn hljóti að verða landbúnaðin- um hin öflugasta stoð. Eitt er það, sem svæsnustu mót- stöðumenn hlutafélagsbankans hafa stöðugt kinnokað sér við að neita- að hann mundi verða verzluninni að gagni. Enda væri nokkuð óaðgengi- legt að neita því, fyrir hvern þann sem lesið hefir hina skorinorðu yfir. lýsing kaupmanna til alþingis um mál- ið. jpað virðist nokkuð kynlegt, ef t. d.»þ>jóð«. hefði meira vit á því málien kaupmenn sjálfir. Viðkvæðið hefir Uka venjulega verið þetta, að engir hafi gagn af hlutafélagsbankanum nema kaupmenn. í hverju er nú það gagn fólgið, sem kaupmenn mundu hafa af bankanum? Vitanlega er það fólgið í því, að bankinn býður þeim betri kjör enþeir eiga nú kost á að fá hjá þeím, er þeir verða að leita lánstrausts hjá. Margsinnis hefir verið fram á það sýnt, að þau kjör, sem margir kaup- menn eiga nú að sæta, eru afarhörð. Og öllum mönnum er það vitanlegt, að þegar öllu er á botninn hvolft, boma þessi hörðu kjör niður á lands- mönnum sjálfum — bændunum, aðal- stétt landsins, fremur öllum öðrum. |>að eru hörðu kjörin, sem kaupmenn- irnir sæta, er gera verzlunina víða á landinu svo afarilla, að engin von er til, að bændur geti haldið við, jafnmik- ið og ýmiskonar kostnaður þeirra hef- ir vaxið, er engin von er til að verði færður niður. Verzlunarástandið er eitt af aðal- meinum landbúnaðarins. Og engin von er til þess, að það breytist til batnaðar, nema öflug peningastofnun komi upp í landinu sjálfu. En kom- ist hún á fót, þá er líka verzlunar- ástandið orðið alt annað. f>á geta ekki að eins kaupmenn boðið lands- mönnum betri kjör, af því að þeir eiga sjálfir betri kjörum að fagna. |>eir neyðast líka til að gera það, vegna samkepninnar, sem að sjálfsögðu verður þeim mun auðveldari, sem að- gangurinn að peningalindinni er greið- ari, hvort sem kaupmenn eða kaupfé- lög eiga í hlut. Svo það ætti sannarlega að liggja heilvita mönnum í augum uppi, að hafi kaupmenn gagn af bankanum — og fæstir dirfast að neita því, eins og áður er sagt, — þá hljóti bændur að hafa gagn af honum líka. Að hinu leytinu er það svo sem auðvitað, að hlutafélagsbankinn mundi starfa að eins óbeinlínis að hag land- búnaðarins, ef honum væri ætlað það hlutverk eitt, að efla verzlunina. Og ekki þarf að taka það fram,' að aðal- atvinnuyegur þjóðar vorrar á fulla heimting á því, að honum sé bein aðstoð veitt af annari eins peninga- stofnun og þeirri, sem hlutafélagsbank- anum er ætlað að verða. Til þeirrar aðstoðar var Iíka stofn- að á síðasta alþingi. í inngauginum að frumvarpinu um stofnun hlutafélagsbankans er það tek- ið fram berum orðum, að hann skuli »greiða fyrir og efla framfarir í verzl- un, fiskiveiðum, iðnaði og búnaði landsins*. Síðar í frumvarpinu eru ákvæðin nákvæmari. |>ar er honum gefin heim- ild til að gefa út hátt á 7. hundrað þúsund krónur í seðlum, er trygðir séu með 1 miljón í fasteignarveðskulda- bréfum. Hér er því ekki að eins gert ráð fyrir því, að bankinn láni út 1 miljón gegn fasteignarveðum, heldur er hann og hvattur til þess með leyfi til að gefa út seðlafúlgu, er nemi f af þeim lánum. Nú segja mótstöðumenn bankans sjálfsagt, að við þetta verði ekki stað- ið. En hverja trygging heimta þeir þá? Ekki geta þeir vel farið fram á, að bankinn sé skyldaður til með lög- um,að hafa jafnan svo eða svo mikið af fé sínu úti í fasteignarlánum. Bank- anum er gefin svo öflug hvöt, sem unt er, til þess að lána fé gegn fasteign- arveði, og landsmönnum sjálfum er fengið í hendur vald yfir bankanum. Hvernig hugsa menn að búa betur um? Svo er veðdeildin, sem nú hefir ver- ið stofnuð í sambandi við Landsbank- ann. Henni er ætlað að flytjast í hlutafélagsbankann. Getur nokkur haldið því fram í alvöru, að hún væri' ver komin þar en í Landsbankanura? Að það væri lakara að hafa hana í sambandi við öflugan banka, sem get- ur keypt þau veðbréfin, sem aðrir kaupa ekki, en að hafa hana í félitl- um banka, sem ehki getur það? íslenzkir fasteignaeigendur halda þá ■veðdeildinni fyrir sig, alveg eins þó að hlutafélagsbankinn komi, með þeim mun einum, að sá banki veitir þeim miklu meiri trygging fyrir því, að hún komi að notum, en Landsbankinn með nokkuru móti getur veitt. Og þeir fá jafnframt svo góða trygging, sem þeir eftir eðli málsins geta fengið, fyrir því, að 1 milj. króna verði á boðstól- um handa þeim i viðbót. Auk þess er hlutafélagsbankinn eini vegurinn, sem nokkur maður hefir enn bent á, til þess að kippa í lag því verzlunar- ólagi, sem liggur eins og þungt farg á íslenzkum bændum. Og svo dirfast menn að fullyrða, að sannað sé, að bændur hafi ekkert gagn af hlutafélagsbankanum! f>etta ber vitanlega ekki ríkara vitni um skort á vitiog samvizkusemi held- ur en annað, sem afturhaldsmálgagnið flytur á viku hverri. En þessi tilraun til að afvegaleióa fátæka þjóð, sem á enn flest ógert til þess að komast í tölu framfaraþjóðanna, er illkynjaðri en margt annað. Gæzla á Þjórsárbriinni. Ekki virðist með öllu ástæðulaust að fara nokkrum orðum um gæzlu f>jór8árbrúarinnar; því ætla má, að fá- um standi á sama, hvernig svo full- komið mannvirki endist. |>að er vandalaust, að sjá mismun á hirðingunni á brúnum á Olfusá og f>jórsá. f>jórsárbrúin hefir ekki verið »skrúf- uð upp« síðan sumarið 1896, og er því ókunnugt um, í hvaða ástandi skrúf- urnar eru. f>að eitt er víst, að bili skrúfurnar, þá bilar brúin. Strengirn- ir eru enn þá »óasfalteraðir«, og ætti þó líklega að vera búið að því. Slit- gólfið hefir ekki verið tjargað síðan 1898, að einhverju nafni var komið á það. f>egar frost er til muna, rennur vatnsbuna upp á brúarsporðinn eystri, frýs þar og hækkar, og verður fyrir það mjög varúðarvert að ganga þar um vegna hálku, auk þess sem það hlýtur að skemma brúna. Með að eins mjög litlu handarviki mætti veita vatni þessu á burt; en það hefir brúarvörð- ur ekki álitið í sínum verkahring; ekki virðist hann skifta sér af brúnni nema það sem gert er fyrir sérstaka borgun. Per ferða sinna, eins og hver annar, er t. d. að heiman 2—3 daga í hverj- um mánuði, og 1—4 daga í senn á viss- um tímum; og gatur hver sem vill brotið umferðarreglurnar þá dagana, enda er víst, að sumir nota sér það. Eg verð nú að álíta, að svona löguð brúargæzla sé ekki að eins óþörf eða ónýt, heldur beinlínis hættuleg, og þannig verri en ekki neitt. Ferðamaður. Bólusetning: á sauðfé og árangur hennar. Eg, sem rita línur þessar, fór að búa á jörðinni L. árið 1892. Sagði þá margur við mig: »f>etta er ekki hent- ug jörð fyrir þig, með því þú ert nátt- úraður fyrir sauðfjárrækt; þar er ekki hægt að eiga kind; þar er svoddan pestarbæli*. f>etta rættist. Eg misti fleira og færra á ári hverju úr bráðapest fyrstu 3 árin, og eitt árið misti eg helming- inn af lömbunum; þó neytti eg allrar mér hugsanlegrar varúðar við féð, og reyndi ýmislegt, sem öðrum hafði reynst vörn við sýkinni. Haustið 1895 fekk eg herra lækni Friðjón Jensson til að bólusetja hjá mér féð, og lánaðist það vel. Misti eg enga kind úr bráðapest þann vetur, en 1 af þeim veturinn eftir. Síðan hef eg bólusett sjálfur lömb mín á hverju hausti og aldrei mist neitt þeirra á eftir, hvorki af bólusetn- ingunni né úr bráðapest. f>essi 5 ár, síðan fyrst var bólusett hjá mér, hefi eg mist 3 kindur, allar á öðrum vetri. Ætíð hefi eg verið búinn að missa á hverju hausti nokkur lömb úr bráða- pest áður en eg hefi getað bólusett þau, af því að eg hefi aldrei haft bóluefni fyr en eg hefi fengið hæfileg pestarnýru, þar til nú í haust, að eg átti útlent bóluefni, er eg fekk hjá hr. Friðjóni Jenssyni lækni í fyrra vetur; úr því setti eg lömbunum áður en fór að bera á sýkinni, enda hefi eg ekki mist neitt af þeim. Geta skal þess, að síðan eg fór að bólusetja hjá sjálfum mér, hefi eg einnig gert það hjá öðrum á fleiri og færri bæum hvern vetur, og árangur- inn orðið hinn sami og eg hefi til- nefnt hjá sjálfum mér: alstaðar hætt að drepast, úr því búið hefir verið að bólusetja, þótt sýkin hafi verið á háu stigi. Eg ætla einungis að tilnefna tvö dæmi. I haust missir nágranni minnnokk- ur lömb hvern daginn eftir annan. — Hann kemur þá til mín og biður mig að bólusetja lömbin fyrir sig. Eg fer með honum og set prófsetningu á nokkurum lömbum, sem hann hafði heima um kvöldið og morguninn (það var óreynt nýrnaefni); en 40 lömb hafði hann við hagahús, en þó við innistöðugjöf. Af þeim drápust 5 úr bráðapest daginn eptir. Hin, sem eft- ir lifðu, bólusetti eg um kvöldið, og þau lifa öll enn, nema 1 drapst úr bráðapest eftir 1 sólarhring. Á öðrum bæ drápust einnig 2—3 lömb hvern daginn eftir annan. Eg var einnig fenginn til að bólusetja þar. |>ar hefir ekkert farist síðan af þeim, en 3 lömb voru þá ekki við; af þeim þremur drápust 2 úr bráðapest eftir stuttan tfma. í fyrra gaf eg hr. Friðjóni Jenssyni

x

Ísafold

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ísafold
https://timarit.is/publication/315

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.