Ísafold - 10.02.1900, Blaðsíða 2

Ísafold - 10.02.1900, Blaðsíða 2
30 skýrslu um bólusetning mína eftir beiðni hans, en nú ætla eg að setja hana hér, og er hún þannig. Haustið 1899 bólusetti eg rúm 600 fjár á 8 bæum, þar af hefir ] kind drepist af bólusetningu og 1 úr bráðapest, en alstaðar farið að bera á sýkinni áður, að undanskildum 2 bæjum; 500 fjór bólusett úr útlendu efni, hitt úr þurk- uðum nýrum. |>að sem kemur mér til að lýsa hér minni reynslu í þessu efni fyrir al- menningi er það, ef vera mætti að fleiri tryðu á þessa ágætu vörn gegn hinni skaðlegu sýki en út lítur nú fyrir, eftir því að dæma, hvað bólusetningin fer lítið í vöxt. Ekki er þess til getandi, að það sé af þeirri ástæðu, að menn áræði það ekki, haldi að það þurfi sérstakan lærdóm til þess. Eg dirfist að fullyrða, að það geti hver gætinn og meðalhygginn maður. án nokkurs lærdóms, hafi hann að eins séð að- ferðina á 1—2 kindum. Eg gjöri róð fvrir, að héðanaf verði hægt að fá útlent bóluefni, sjálfsagt hjá dýralækni vorum í Eeykjavík, og ættu því þeir, sem hugsa til að bólu- setja fé, að fá það snemma að haust- inu, því helzt ætti bólusetningin að fara fram fyrir og um veturnætur eft- ir óstæðum ár hyert. Eg gjöri einnig ráð fyrir, að áfninsturdýralæknir verði miskunnsamari við mig og aðra hér eftir, og láti þá fá bóluefni, þótt þeir hafi ekki lært bólusetningu hjá honum. þ>að er á fjáreigaudanna ábyrgð, hvern þeir láta bólusetja, en annara ekki. Eitað í janúarmán. 1900. Sveitabóndi. Davíð og Golíat. »Golíat var geysi-hár Og gildur eftir vonum. En Davíd var að vexti smár Vann hann þó á honum.« Eigi er um annað tíðræddara í út- lendum blöðum um þessar mundir en Búana, smáþjóðina hugprúðu, er geng- ur örugg fram í móti heimsins mesta og auðugasta stórveldi, Bómverjum vorrar aldar, í trausti á guð og góðan málstað sinn, eins og smalasveinninn Davíð gerði forðum á móti jötninum Golíat. Liðsmunurinn eins og 1 á móti 1000, svo sem segir í hinni snjöllu og prýðisvel rituðu norsku grein í síðustu Isafold: xDrottinn ber- sveitanna«. Og þó ber jötuninn al- brynjaði að svo komnu halt höfuð fyrir sveinstaulanum með smalaprikið. Engin furða, þótt heimurinn horfi hug- fanginn á þann ójafna og þó aðdáan- lega leik. Hér eru nokkurar fróðlegar klausur þar að lútandi úr útlendum blöðum, er komu með síðasta póstskipi. |>að er ánægjulegt að heyra þar, meðal annars, hversu öruggur lítilmagninn er og vongóður. Fyrst er bréfkafli frá dönskum fregnrita í Lundúnum. |>ar segir svo: Eg átti um daginn tal við Búa nokkurn, er tekið hefir próf í lögum við háskólann í Cambridge með á- gætiseinkunn og fengið gullmedalíu fyrir lögfræðislega ritgerð. Hann heitir De Villiers. Hann er Breta- vinur og vill láta hvoratveggja njóta sannmælis. Með því að hann veit flestum betur um það, sem í raun og sannleika gerist í Transvaal, ætla eg að hafa hér upp nokkuð af því, sem hann sagði mér: Búar hafa mætur á Viktoríu drotn- íngu og er mynd af henni höfð að stofuprýði á mörgum bæjum. En gullnámaeigendurna hata þeir; kenna þeim um, að stjórnin brezka hafi tek- ið að sér málstað þeirra, fyrir milli- göngu Cecil Ehodes. f>jóðin hefir öll risið upp; hver, sem vetling getur valdið, frá sextán ára aldri til sex- tugs, hefir vígbúist. Oft eru 3 kyn- slóðir saman á vígvelli, sonur, faðír og afi. Heimavinnuna, landyrkju og og fjárgeymslu, stundar kvenþjóðin; hún hefir og rneira að segja vopnast líka, ti! þess að halda Svertingjum í skefjum. Vér erum jafnskyldir Bretum, and- lega og líkamlega, eins og ensk-hol- lenzku nýlendubúarnir í Norðurame- ríku, sem börðust við Breta árin 1776 til 1783. Oss er í rauninní hlýtt til hinnar ensku þjóðar, eins og þeim var, og vér kunnum vel að gera greinar- muu milli hennar og leiðtoga hennar, sem nú eru. f>að er harðlega bannað í liði Búa, að blóta eða neyta áfeng- is, eins og var í liði Cromweils gamla. Heragans gætum vér sjálfir, óbreyttir liðsmenn. Vér berjumst jafnan dreift, 10, 20 eða 30 í hóp. Hver um sig ræður sjálfur af, hvort fram skal sækja eða undan halda. f>að þarf mikinn vana og mikla greind til að skera úr, hvort réttara er í hvert sinn. Meðan dátinn berst og neytir byssu sinnar, hefir hann hest sinn fyrir aft- an sig reiðtygjaðan. Nestið hangir við hnakkinn og skotfærin; nestið er hert kjötstrengsli. f>að fer iangur tími til að venja enska dáta við þannig vaxna hlaupvígastyrjöld. Auk þess komumst vér 40 mílur enskar á dag, þar sem enskt fótgöngulíð hefir ekki lengri dagleiðir en 7 mílur. f>eim mun varla takast betur, nýu hershöfðingjupum, þeim Eóberts og Kitchener lávörðum, heldur en fyrir- reunurum þeirra. Hestarnir ensku drepast úr sótt, og járnbrautaspöng- unum verður kipt upp faðm fyrir faðm. Svertingjarnir, þegnar Breta, sinna vopnaviðakiftunum með miklum áhuga; þeim finst mikið til um hreysti Búaogþeirþrámjög að berjastmeð þeim, einkum þeir, er ófriðurinn hefir kom- ið á vonarvöl. Arangurinn af 3 mánaða ófriði er þessi: 7000 enskir hermenn handtekn- ir, dauðir eða óvígir af sárum; Bret- ar hafa ekki unnið þverhandarspildu af landi fjandmanna sinna, heldur hafa þeir á sínu valdi viðlíka mikið aö flatarmáli af Kapnýlendu og Natal eins og < >raníu-þjóðveldið alt. Kostn- aður hingað til hér um bil 24 milj. pd. sterl., þ. e. 432 milj. kr. Bretar ætla sér að setja Kríiger forseta niður í Longwood á St. Helena, eins og þeir gerðu við kappann mikla frá Korsíku. Mér þykir vænt um England, og eg óska og fmynda mér, að svo fari sem h^r segir: það teygist úr ófriði þessum, þangað til stór- veldin hin skerast f leikinn. Og þá rís upp nýtt ríki, undir ægiskildi Englands: Bandaríki Suðurálfu, með sterkan tengslum við England en Bandaríkin í Norðurameríku, bæði viðskiftatengslum og stjórntengslum. Bretaveldi mun verða öflugra eftir ófriðinn en á undan, eins og 1783. Vér eldum grátt silfur við Cecil Ehodes, en ekki við þjóðina ensku. jpannig lítur hann á málið, þessi ungi og efnilegi Búi. Fróðlegt er að bera það saman við það sem haft er eftir helzta enskum fréttaritara í þes3ari styrjöld. |>að er ungur lávarður, Winston Spencer Churchill, sonur hins nafntogaða gáfu- manns, Churchills lávarðar, er snarp- ast gekb fram gegn Gladstone á þingi síðari ár hans, var um hríð fjármála- ráðherra hjá Salisbury og dáinn er fyrir nokkurum árum. Churchill þessi hinn yngri vann sér til frægðar í Sudans-leiðangrinum, gegn falsspá- manninum, og hefir ritað frásögu þess ó- friðiar betur en nokkur maður annar. Búar hertóku hann f Estcourt í Natal í nóvembermánuði og höfðu hann með sér norður í Transvaal, til Pretoríu. En hann strauk þaðan í dularbúningi, og þótti sögulegt, hve kænlega hann gerði það og vasklega. Búum þótti allmikið í varið að hafa handtekið lávarð, og fóru mikið vel með hann og félaga hans. »|>eir kveiktu eld handa oss að þerra við klæði vor«, segir hann. »þ>eir fengu oss því næst kjötstrengsli af nýslátruðum uxa, og steiktum vér þau við eldinn á spjótsoddum vorum. Tveir enskumælandi Búar tóku mig tali. »það er mikið og voldugt að vísu, Bretaveldí«, sögðu þeir; »en fyr föllum vér hver um annan þveran en að vér lútum þeim«. »En sú bernska«, anzaði eg. »Pre- toría gefst upp í marzmánuði. Hvað hafið þið að gera í hendurnar á her- liði, sem hefir 100,000 vel vfgra manna?« »Ef eg héldi, að Búar mundu gefast upp fyrir það, þótt Pretoría væri unnin, þá mundi eg brjóta í sundur byssuna mína hérna fyrir augunum á ykkur«, — anzaði yngri Búinn. »Vér gefumst aldrei upp«, bætti hann við. Við urðum góðir kunningjar og ósk- uðum hvor öðrum, að við kæmumst lífs af úr ófriði þessum. Hann léði mér ábreiðuna sína að sofa við. Eg gat ekki sofið. Eg var að hugsa um fjandmenn vora, er eg hafði nú séð augliti til auglitis. Margar þúsundir ágætra skotmanna, alt frjálsir menn og vel greindir, þjótandi eins og storm- viðri á hestum sínum og reiðandi undir sér öll skotfæri sín og nesti, með fyrirtaks-byssur, stálefldir að lík- amsþrótt og ramtrúaðir á vægðar- lausan gtíð gamla-testamentisins, er bjó Filisteum glötun og tortíming. þ>á heyri eg sálmasöng innan um storm- inn og n'gninguna, sem lamdi á þak- inu. |>að voru Búar að syngja kvöld- sálm sinn. Eómurinn mikill og ógn- þrunginn. Enginn efi á því, að þeir trúðu á réttlæti síns málsstaðar. Eg fór að verða vondaufur um sigursæld Breta í ófriði þessum, þangað til sól- in skein inn um gluggann hjá mér og færði mér nýan hug og nýjar vonir. Hollenzkur liðsfonngi, vel kunnug- ur í Transvaal, hefir ritað bækling um Búa fyrir nokkurum árum (1896). Hann segir svo meðal annars: »J>ví dáðist eg mest að, hve frá- munalega góða greind þeir hafa, Búar. Eg hefi aldrei kynst þjóð jafn-lausri við stirfið skólavit, en þó jafn-skýrri og glöggri á hagi landsins og hags- muni, eða jafn-skynugri á landsstjórn- armál. þeir eru frumheriar Suður- Afríku, fyrirmyndardæmi þjóðar, sem er fylkingarbrjóst gegn ósiöuðum villiþjóðum. Eg dáist að karlmannalýðnum þar í Transvaal óg Oraníu; en eg geri meira en dást að kvenþjóðinni. Eg ber hina mestu lotningu fyrir henni. Hún hefir sýnt af sér frábæra hugprýði í allri viðureigninni við Kaffa; ekki kunnað að hræðast. |>ær hafa, kon- urnar, staðið við hlið eigiutnönnum sínum, bræðrum og feðrum eða so». um í bardögum, látið í púðurhornin fyrir þá, borið sára menn á brott úr orustum og hjúkrað þeim, og annast um vistir. Auk þess eru þær ástúð- legar, umsýslusamar á heimili, frjáls- lyndar, trúræknar og einkar-þjóð- ræknar; þær hafa jafnan mjög holl og góð áhrif á eiginmenn sína og sonu. J>eim er það mest að þakka, að þjóðin hefir haldið trygð við forna siðu og fagra, svo mikið sem hún hefir þó átt saman að sælda við sið- spiltar villiþjóðir og búið afskekt frá mein (háttar siðmenningu. f>að er þeim mest að þakka, að þjóðin öll metur frelsi og sjálfsforræði æðst allra lífsins gæða. Svo sagði Bartle Frére, er var landsstjóri Breta í Kap-nýlendu fyrir mörgum árum og ferðaðist einu sinr>i um Tansvaal, að hann treysti sér jafnvel til að fá karlmannalýðinn þar til að játast undir yfirstjórn Breta, en við kvenþjóðina væri ekki nærri því komandi. |>ar væri mótspyrnan megn. Búar eru í raun réttri góðlyndir og friðsamir, og þeim fellur illa að þurfa að bera vopn gegn hvítum mönnum, er þeim þykir sem vera ættu banda- menn sínir í viðureigninni við þar- lendar villiþjóðir. Eu kvenþjóðin hatar Breta, og það var hún, er rak karlmennina til 1880 að slíta lang- vinnum samningstilraunum við Breta og segja þeim hernað á hendur. Ef pið viljið ekki berjast, þá förum við á stað á móti þeim — sögðu þær. Yfirhershöfðingi Búa, Joubert, garp- ur mikill, taliun jafnoki Krtigers gamla að mörgu leyti og er háaldraður, eins og hann, ritaði í haust hingað í álfu kunningja sínum, þýzkum mannvirkja- fræðing, er dvalið hefir í Transvaal mörg ár, og er þetta kafli úr bréfi hans: »Upp frá því, er vér hrundura af höndum oss innrás dr. Jamesons fyrir nokkurum árum, lá stjórn vorri í augum uppi, að Bretar mundu með tímanum láta tilleiðast af óhlutvöhd- um yfirgangsseggjum að reyna að ganga á milli bols og höfuðs á öllum óháðum Búalýð. En hitt lá oss ekki síður í augum uppi, að eigi yrði undan stýrt þeim háska öðruvísi en að vér byggjumst svo vel við ófriði, er vér værum framast menn til. Vér geng- um að því vísu, að þótt aðrar Norð- urálfuþjóðir mundu kveða upp mjög svo þungan áfellisdóm yfir Bretum fyrir slíkar böðulsaðfarir, þá mundi engin þeirra hafa manndáð og dreng- skap til að skerast í leikinn og ganga í milli, enda hefir og sú orðið raun- in á. Vér urðum því.að tjaldt á eigin spýtur, og stefndi öll viðleitni vor að því, að auka og efla vígafla vorn af fremsta megni, bversu mikið sem vór yrðum á oss að leggja til þess. jþetta urðum vér alt að gera á laun við Breta. Hór voru á ferð enskir njósn- armenn í dularklæðum. Vór lofuðum þeim af ásettu ráði að skygnast eftir um úrelt stórskotahergögn, er vér áttum; en hitt sáum vér um, að þeir yrðu einkis áskynja um ný og nýti- leg hergögn, er vér höfðum eignast, eða hve mikið vér ættum af þeim. J>ér minnist á í bréfi yðar, að Bretar hafi býsna-herafla á að skipa. En öðrum augum lít eg á það mál. Bretar geta eklci sent meira en svo sem 85,000 manua til Suðurafríku, ef þeir eiga ekki að gera allar sínar miklu nýlendur hlífarlausar. En af þeim liðsafla munu þeir naumast hafa meira en helminginn til taks í fyrirhugaða böfuðorustu við oss. f>eir verða bún- ir að koma liði þessu á land hér víðs- vegar nálægt miðjum desembermán. En þá geri eg ráð fyrir, að sá liðs- safnaður rýrni um 10,000, er höndum verða teknir eða falla eða verða sár- ir eða veikir, svo að ekki verði eftir nema 75,000.- Og þó svo fari, að oss takist ekki að aftra því, að Buller hershöfðingi komi liðssveitum sínum saman og að vér megum til að hörfa undan, geri eg ráð fyrir, að herinn enski skerðíst svo af ýmsum óviðráð- anlegum orsökum, að ekki verði á að skipa á móti oss meir en 35,000 vígra manna, er til kemur og á herðir. Hitt verður að nota til að verja vista- stöðvarnar. J>ar er ekki nóg að hugsa um Natal, heldur einnig Kaplandið, með 700 rasta löngum landamærum. lorar vistastöðvar eru aftur á móti heima í voru landi og vér þurfum ekki nema mjög fámennar sveitir til að verja þær. Vér stöndum langt um betur að vígi, er að því kemur, að vér þurfum að fara að verja land vort, heldur en nú, meðan vér sækj- um fram inn í land fjandmanna vorra. Vór breytum til um orustubrögð eftir landslagi; vér erum því miður ókunn- ugir í Natal og suður í Kaplandi; en áhásléttunumí Transvaalog í Oraníu — þar erum vér kunnugir. |>ar verða Bretar að mjaka sér áfram fet fyrir fet með mestu þraut og að berjast við ótrúlegar tálmanir, og mega jafn-

x

Ísafold

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ísafold
https://timarit.is/publication/315

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.