Ísafold - 17.02.1900, Síða 2

Ísafold - 17.02.1900, Síða 2
lingar utan spítalans. Munurinn er sá að eins, að þá voru flestir sjúk- lingarnir mjög þjáðir (líkþrá), en flestir þeirra, sem nú eru eftir, eru minna veikir, sýkin vægari, langvinn- ari (limafallssýkí). —Að líkindum mun líkt ástatt annarsstaðar. Af þeim 81 sjúklingum, sem spf- talinn veitti viðtöku fram að árslok- um 1899, höfðu 54 (29 karlar og 25 konur) líkþrá; á 25 (16 körlum og 9 kon- um) var limafallssýki. Tvær kon- ur komu, sem ekki voru holdsveikar; önnur var send heim aftur, hinni — gamalli konu, áttræðri — hefir verið lofað að vera, fyrir innilega beiðni hennar. Flestir þeirra sjúklinga, sem hing- að til hafa komið á spítalann, hafa verið mjög langt leiddir: sýkin verið á síðasta stigi sínu. Afar-aumlegir útlits hafa þeir verið, vegna þess, hve illa þeir hafa verið stundaðir heima fyrir; svo hefir virst um flesti þeirra, sem þeir ættu ekki annað eftir en að deyja. Tekist hefir þó að halda Iíf- inu í mörgum þeirra um hríð með hinum holla aðbúnaði á spítalanum. Samt hefir manndauðinn verið mikill. Einn sjúklingur dó fyrir lok ársins 1898. 16 dóu á árinu 1899; samtals 17 dánir, þar af 14 með líkþrá og 3 með limafallssýki. Einn drengur með limafallssýki var sendur heim sumarið 1899 sem læknaður. Læknir spítalans, Sæm. Bjarnhéð- insson, mun gera í dönsku læknis- fræðistímaríti nákvæmari grein fyr- ir veikindum á spítalanum, mann dauðanum, lækningatilraunum, m. m. Spítalahúsið hefir yfirleitt reynst mjög hentugt. Svo sem kunnugt er, eru tveir stórir salir á neðsta gólfi, og átti annar þeirra að vera borðsal- ur karlmanna, hinn vinnustofa. Með því að fæstir sjúklingarn- ir hafa til þessa verið vinnufærir, þá hefir þessi vinnustofa verið höfð fyrir kirkju handa spítalanum. Að líkind- um verður hún ekki til annars höfð eftirleiðÍ3. Að öðru leyti hefir húsið verið notað á þann hátt, sem fyrir var hugað. Húsið stendur á bersvæði, en samt hefir það reynst súglaustog hlýtt. Að eins hefir orðið þörf á að hafaforskygni að vetrinum fyrir dyrum úr ganginum og eldhúsinu út í garðínn. Loftrásar- ofnarnir gefast vel. pó skal þess getið, að loftrásin varð of sterk í fyrra vetur, þegar vindur stóð á fram- hlið hússins. Ur því hefir nú verið bætt með því að setja hreyfanléga hlera yzt í loftrásar-pípurnar. Aldrei verður vont loft í sjúklingastofunum og aldrei verður þar vart við þann einkennilega ódaun, sem annars er vanur að vera af holdsveikum mönn- um með sár á hörundinu; og má af því sjá, að sjúklingastofurnar eru svo rúmgóðar sem þörf er á, og að loftrásin er nægileg. þar á móti er það galli, að því er til sparnaðarins kemur, að ógrynni af I ólum þarf í alla þessa ofna. Að því leyti er það all-tilfinnanlegt, að ekki skuli vera miðstöðvarhitun í húsinu, og eins er nokkuð torvelt að tempra hitann í stofunum, með því að ekki er unt að hafa stöðugar gætur á því, að sjúklingarnir láti loftsnerlana á ofnunum vera í friði. Kompó-borðin (þiljuborðin) hafa ekki reynst vel; þau þola illa hita og enn lakar raka. Hinir stóru suðukatlar í eldhúsinu eru heldur örðugir, með því að hreinsa verður sót úr þeim að kalla má á hverjum degi. þurkloftið er orðið of lítið, því að ekki er unt að þurka þvott úti að vetrinum til, vegna þess, hve hér er rigninga- og óveðrasamt. Að öðru leyti hefir húsið yfirleitt rcynst bœði traust og hentugt. Fyrir löngu hefir mönnum hug- kvæmst að búa til grasgarð fyrir framan spítalann. þ>að mundi áreið- anlega auka vellíðan sjúklinganna að miklum mun að sumrinu til. En að' hinu leytinu þarf að fá til þess auka- fjárveitingu, og verið getur, að alþingi verði ófúst á að veita það fé. þó leggur yfirstjórn spítalans sjálfsagt tillögu í þá átt fyrir næsta alþingi. Naumast er nokkur stofuun til fyr- jr sjúka eða hruma menn, aðekki séu þar einhverjir óánægðir, þeirra er hennar eiga að njóta. þeir eru ekki fáir, er strokið hafa af norsku holds- veikraspítölunum. Hér hefði mátt búast við svipuðu. En sú hefir ekki raun á orðið. Að eins þrír af sjúk- lingunum hafa látið 1 ljósi þá ósk, að hverfa heim aftur, og það hefir staf- að af því, hve mjög þeir hafa þráð fjölskyldu sína. En allir hafa þeir sjálfviljugir tekið þessa ósk sína aftur, þegar búið var að sýna þeim fram á það vandlega, hvert böl þeir kynnu að baka ættingjum sínum með því, að vera samvistum við þá. f>að er starfsmönnum spítalans til sóma, að alt hefir þannig gengið von- um betur. Maturinn — þetta sífelda óánægjuefni í öllum spítölum — hefir sjálfsagt átt góðan þátt í því. Eg hygg, að mönnum hafi tekist vel með matarskrána. Umferðin er látin ná yfir lOdaga, semsjálfsagt er betra enaðhafa en 7 daga umferð, sem enner gert íeldri spítölum, t. d. öllum norskum holds- veikraspítölum. Með því verður meiri tilbreytni í matarhæfinu. Sömuleióis stendur maturinn í þessum spítala framar því, sem er í norskum holds- veikisspítölum, bæði að gæðum ogvöxt- um, og er jafn-góður því er tíðkast í full- komnum nútíðar-hjúkrunarstofnunum, t. d. hjúkrunardeildinni í »Almindelig Ho8pital« í Kaupmannahöfn (skamtarn- ir eru dálítið stærrí hjá oss). Sjúkl- ingarnir eru líka mjög ánægðir með matinn, sem þeir fá, svo að kalla undan- tekingarlaust. Yfirhjúkrunarkonan, frk. Jurgensen, kemst þannig að orði við mig: »Hér hefir verið minni umkvört- un um matinn á einu ári en í spítöl- unum í Danmörku á einum mánuði«. Eins og áður er á vikið, hafa flestir sjúklingarnir reynst ófærir til vinnu. Nokkurar af konunum hafa við og við fengist við ullarvinnu. f>ar á móti hefir hingað til verið mjög örðugt að sjá karlmönnunum fyrir starfi, sem þeir geti nokkuð fengið fyrir. Að hinu leytinu hefir alt kapp ver- ið á það lagt, að sjúklingunum þurfi ekki að leiðast. Sumir spila og aðrir tefla skák. Spítalinn kaupir íslenzku blöðin handa sjúklingunum og hefir auk þess aflað sér nokkurra bóka; eiustök bindi hafa sjúklingarnir og fengið frá íslenzkum bókaútgefendum. I ráði er, að koma smátt og smátt upp ofurlitlu bókasafni handa sjúklingunum, og eiu bækur þær, sem nýlega eru komnar frá Oddfellowum — um 100 bindi — laglegur vísir til til þess. Um jólin höfðu sjúklingarn- ir mikla ánægju af skemtilegu jólatré, er Oddfellowar í Kaupmannahöfn gáfu þeim. YTfirleitt láta sjúklingarnir í ljós mikið þakklæti fyrir alla þá um- hyggju og góðvild, sem þeim er sýnd. Eg skal ekki láta hjá líða að geta þess, að allir sjúklingarnir hafa míkla huggun af trúarbrögðunum. Prestur spítalans hefir og haldið guðræknis- samkomur á hverjum sunnudegi — fyrir einar 200 krónur um árið. f>ar sem nú segja má í bezta skiln- ingi orðsins, að spítalinn hafi orðið heimili sjúklinganna, þá er það ekki hvað minst að þakka starfsmönnum spítalans. I því sambandi vil eg eink- um benda á, hve einkar-þörf yfirhjúkr- unarkonan, frk. Jtirgensen, hefir verið spítalanum. Arsskýrsla spítalalæknis- ins, sem eg hefi átt kost á að lesa og síðar verður birc á prenti, mun og sýna, að hann er fullkomlega vaxinn stöðu sinni. Frá Reykjarvíkurbúum kom á sín- um tíma fram allhörð mótspyrna gegn þvi, að spítalinn yrði reistur nálægt bænum. Sú óbeit er nú með öllu horfin. Nú er enginn maður hræddur við spítalann, enda væri það og fjar- stæða, þar sem spítalinn er vel ein- angraður og sjúklingarnir fá nær því aldrei leyfi til að fara inn í bæinn. f>ar á móti geta ættingjar og vinir sjúklinganna fundið þá á spítalanum á ákveðnum tímum. Komumenn hafa verið mjög fáir, af því að fiestir sjúkl- ingarnir eru langt að. f>etta leyfi hefir verið veitt til þess, að sjúkling- unum skuli ekki finnast, að þeir séu í fangelsi. Um nokkura sýkingarhættu af þessum gestakomum getur naumast verið að tefla, þegar þess er gætt, hvernig sjúklingunum er nú hjúkrað. f>eir fá heitt bað tvisvar í viku og um öll sár er bundið daglega eða annanhvorn dag. Enda er holdsveikin ekki í flokki þeirra sjúkdóma, sem mjög eru næmir; það er að kenna ó- þrifnaði og stórkostlegri óvarkárni, hve mjög hún hefir breiðst út, — og um hvorugt getur verið að tefla í spítalanum. Nokkurir voru þeir, er hugðu, að holdsveikir menn mundu forðast spí- talann, svo sem hann væri fangelsi. Sú ímyndan hefir reynst úr lausu lofti gripin. Holdsveikír menn keppast svo mjög eftir að komast á spítalann, að hingað til hefir ekki verið unt að veita öllum umsækjendum viðtöku. Sem stendur eru vonbiðlarnir sjö. Af þcim 81 sjúklingum, sem komið hafa, hafa 62 verið sveitarómagar og sveitirnar hafa sent þá alla, án þess nokkur þeirra liafi undan því færst. Hinir 20 hafa sótt um spítalann sjálfviljuglega. Enginn hefir enn verið lagður á spí- talann nauðugur, samkvæmt holds- veikralögunum. Kostnaðinn við spítalahaldið sjáið þér af hjálögðum reikningi fyrir 1899. Yfirstjórn spítalans hafði búist við, að ársútgjöldin muudu verða meiri, og kannast við það, að ráðsmaðurinn, br. Guðm. Böðvarsson, hafi stýrt fjár- málum spítalans fyrirtaksvel. Með síð- ustu fjárlögum voru veittar kr. 56,000 til spítalahaldsins á fjárhagstímabilinu 1900—1901. Sú fjárveiting hrekkur vafalaust fyrir útgjöldunum. f>essum gjöfum hefir spítalinn tekið á móti: 1. Samskot frá Vordingborg og nær- sveitinni til hjálpar holdsveikum mönnum á íslandi kr. 321,00. f>egar tækifæri býðst, verður gjöf þessari varið til þess að taka á móti sjúklingi, sem er nýbúinn að fá holdsveiki, einkum í því skyni, að gera á honum lækninga- tilraunir. 2. Frá stórkaupm. Thor E. Tulinius kr. 256,18. f>ví fé verður varið til smá- þæginda handa sjúklingum,tóbaks, bréfapappírs o. s. frv. 3. Frá Simonsen & Wells Efterfölg- er, Khöfn • 500 ál. af umbúðalíni og 50 pd. af umbúðabaðmull. 4. Frá »De forenede Vatfabrikker«, Khöfn: 100 pd. af umbúðabaðmull. 5. Frá Fr. Neckelman, Kolding: Um- búðavöndlar. 6. Frá Sölvgadens Porcelænsfabrik (A. Smidt): 72 postulínsbollapör. 7. Frá lyfsala Lund, Reykjavík: 28 flöskur af ilmvatni handa kven- sjúkl. og 13 kr. virði af frímerkj- um, er skift sé milli allra sjúkl- inganna. 8. Frá kaupm. Jes Zimsen, Rvík: 40 pd. af eplum. 9. Frá Kehlets Choholadefabrik, K- höfn: kassi með sykri og súkku- laði. 10. Frá enskum presti: Myndir í kirkjuna og ofurlítil mynd handa hverjum sjúklingi. 11. Frá Oddfellowareglunni í Iíhöfn: jólatré til jólanna 1898 með öllu, sem því fylgir, og peningagjöf. 17 veggdiskar í forsal spítalans. Sjúklingavagn. Vatnskoddi. Jóla. tré til jólanna 1899 með öllu, sem því fylgir, og peningagjöf (80 kr.). Vera má, að skrásetning þessi sé ekki svo nákvæm sem vera ætti, með því að gjafir þær, sem spítalanum hafa verið sendar, hafa því miður ekki verið skrásettar jafnóðum. En það mun verða gert eftirleiðis. Sjúklingarnir í Laugarnesspítala hafa beðið mig að færa Oddfellowum í Danmörku hjartanlegar þakkir fyrir stöðuga umhyggju og góðvild frá þeirra hálfu. Og eg get bundið enda á skýrslu þessa með því að taka það fram, að Lauganesspítalinn er að öllu leytiorð- inn eins og honum var ætlað að verða; heimili nokkurra allra-mestu vesalinga mannkynsins, holdsveikra manna, og sómi þeirrar reglunnar, sem mannúð- legust er, Oddfellowreglunnar. Eg ber ábyrgðina. 1 tilefni af dómum þeim, er komið hafa fram í blöðunum um meðferð »Leikfélags Reykjavíkur« á leik Björns- sons »Milli bardaganna« og sérstak- lega á hlutverki Ingu í þeim leik, finn eg mór skylt að láta þess getið, að eg ber ábyrgðiua á því, hvernig það er skilið af hlutaðeigandi leikanda. j?ví fer svo fjarri, að mér hafi skil- ist það, að Inga sé þrekmikil og stilt frá höf. hálfu, eins og blöðin halda fram, að eg minnist naumast konu í nokkurum leik, sem mér hefir fundist vanstiltari. þennan skilning minn ætla eg ekki að fara að rökstyðja hér, því að eg vil alls ekki valda því, að þetta verði að neinu deiluefni. þessar línur eru ritaðar í þeim tilgangi einum að benda mönnum á, hvar ábyrgðin fyrir misskilninginn á að lenda, ef hér er um misskilning að ræða frá minni hálfu. _ E. II. Frá útlöiidum. hefir borist hrafl af blöðum, með botn- vörpuskipi nýkomnu, fram að 8. þ. m. í Suður-Afríku hefir enn orðið fund- ur með Bretum og Búum, á fjalli eða hæð, sem Spion Kop heitir, rétt fyrir norðan ána Tugela. Buller hershöfð- ingi var kominn norður yfir fljótið með hersveitir sínar um 20. f. m. Hæðir eru þar rétt fyrir norðan og í þeim hæðum voru Búar fyrir til varn- ar. Nokkur hluti af liði Breta reyudi að ná einni af þessum hæðum, Spion Kop, sem þegar hefir verið nefnd, en Búar ráku þá af höndum sór. Mann- fall varð mikið í liði Breta, á annað þúsund manna fallnir og særðir. Eft- ir þessar ófarir hörfuðu Bretar aftur suður fyrir ána. En er síðast fréttist.

x

Ísafold

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ísafold
https://timarit.is/publication/315

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.