Ísafold - 03.03.1900, Blaðsíða 2
séu bezt fallnir til að dæma um, hvar
Bkórinn kreppir?
Mikið má það vera, ef menn verða
þeim samdóma hvervetna um landið.
Og þó eru enn ótalin ýms önnur lán,
sem að sjálfsögðu yrði um beðið, ef
fé væri fyrir hendi.
Hér hefir ekki verið gert ráð fyrir
neinum tilraunum til þess að koma
upp innlendum iðnaði, og er þó full
ástæða til þess, þar sem síðasta al-
þingi ráðgerði alltilkomumikið iðnaðar-
fyrirtæki.
J>á er lítill vafi á því, að væri gerð-
ur kostur á að afla sér peninga,
mundu lánsfélög myndast hér og þar
um landið í því skyni, að^koma sveit-
unum upp á ýmsan hátt. Oss er
kunnugt um, að slíkt hefir þegar ver-
ið ráðgjört af hygnum mönnum, svo
framarlega sem landinu auðnist að
fá hlutafélagsbankann. Að slíkar ráða
gerðir séu ekki í lausu lofti, geta
menn séð, hvenær sem menn hugsa
sig um og gæta þess, að landsmenn
eiga í gripum og gangandi fé 8—10
miljóna króna virði. |>ar á móti verð-
ur auðvitað ekki gizkað á, um hve
mikla lánsþörf þar yrði að ræða.
En hitt er víst, að þegar íslend-
ingum er gerður kostur á peningum
til einhverra framfarafyrirtækja —
eins og t. d. Reykvíkingum hefir gef-
ist til húsagjörða og gafst um árið
til þilskipakaupa — þá eru þeir fúsir
á að færa sér það í nyt. Og jafn-
áreiðanlegt er það, að gróðavegirnir
hér á landi eru alveg eins áreiðan-
legir eins og í öðrum löndum — ef
ekki vantar afl þeirra hluta sem gera
skal.
Að hamast gegn því, að peningar
komi inn í landið, eins og nú er ver-
ið að gera, sýnir ekki annað en megn-
ustu ótrú á ættjörðu vorri — að svo
miklu leyti sem það er ekki sprottið
af hreinni og beinni vanþekking á
áhrifum peninga. Og þeir sem það
gera, eru einu Yesturheims-agentarnir,
sem nokkuð munar um.
Trú álandinuog ást áþyí.
Mikilsvirtur vinur vor skrifar oss
meðal annars það, sem hér fer á
eftir:
sNáttúruna dreymir nú auðvitað
sól og sumar, en sé nokkuð að marka
það sem mennirnir tala upp úr svefn-
inum, þá er þá helzt að dreyma um
eymd og Ameríku. Bara að þá gæti
líka dreymt sól og sumar; þá færi
betur en fer. —En eitt er, sem okk-
ur vantar til þess að geta dreymt
vel — og það er ættjarðarást. Eða
öllu heldur — okkur vantar hana að
líkindum ekki með öllu. En hún er
einhversstaðar niðurbæld úti í horni,
og fer ekki að láta á sér bera fyr en
menn eru komnir burt af Iandinu.
f>að þarf einhvern til að vekja hana
meðan menn eru hér. Stjórnarbót og
banki eru góð mál og gagnleg; en
þau eru þó ekki það sem mest ríður
á. Aðalatriðin eru ást á landinu og
trú á framtíð þess. pessu þarf að
sá nú með vorinu, og alt af, vetur,
sumar, vor og haust. f>á fara bæði
draumarnir og vakan að breytast.
Eða heldur þú ekki það?«
— Jú, það er svo sem enginn vafi á
því, aó margt mundi breytast, ef
landsmenn fengju örugga trú á fram-
tíð ættjarðar vorrar.
En hvernig á að vekja og styrkja
þá trú?
Ætli það verði með öðru móti bet-
ur en því, að reyna af alefli að vinna
að því, sem landinu megi til gagns
verða 1
Naumast er við því að búast, að
almenningur manna sé svo skarp-
skygn, að hann sjái til fulls, hver
gæði landið hefir að bjóða, meðan
skilyrðin fyrir því að færa sér þau
gæði í nyt, vantar að allmíklu leyti.
Og góð stjórn og peningar eru al-
veg áreiðanlega í flokki helztu skil-
yrðanna.
Takist að færa mönnum í verhinu
heim sanninn um það, að þetta land
eigi fagra framtíð fyrir höndum, þá
er engin hætta á, að ættjarðarástina
vanti. J>á verða sannarlega traust
böndin, sem binda menn við þetta
land.
En sé ekki að því unnið, er því
miður hætt við, að ættjarðarástin
verði nokkuð merglítil hjá flestum og
glamurkend. fremur fólgin í hreystiyrð-
um og öðru þess konar andlegu prjáli
en framkvæmdarsamri staðfestu. Og
staðfestan er það, sem ein kemur að
haldi, þegar á móti blæs.
Framfarir
læknisfræöinnar á vorri öld.
Eftir Harper’s Monthly.
I.
Ekkí skorti Napoleon Bonaparte
hæfileikana til að meta sjálfan sig og
sína verðleika; þó hefir hann að öll-
um líkindum aldrei hælt sér af því,
að bann hratt læknisfræðinni óbein-
línis áfram til muna, þegar hann kaus
sér líflækni sem æðsti ræðismaður.
En sannleikurinn er sá, að læknirinn
sera fyrir kjörinu varð, Corvisart, varð
fyrstur manna til að koma á alveg
nýrri rannsóknaraðferð. Hún er ekk-
ert annað en það, sem nú er kallað
»perkussion« (ásláttur); læknirinn drep-
ur með fingrinum laust á brjóst sjúk-
lingsins í því skyni að knýja fram
hljóð, er hann getur ráðið af, hvort
líffærin inni fyrir eru heil eðavanheil.
Nú erum vér allir nákunnugir þess-
ari rannsóknaraðferð; eu í byrjun ald-
arinnar var það Corvisart einn, sem
viðhafði hana (og ef til vill einhverjir
af lærisveinum hans). Napoleon varð
í fyrstu hissa á þessu kynlega hátta-
lagi; en með sinni venjulegu skarp-
skygni lét hann sér bráðlega skiJjast,
hve nytsamt þetta vir.
Annars var það þýzkur læknir,
Avenbrugger að nafni, sem í raun og
veru fann aðferðina; hann lét og
prenta bók um hana árið 1761. En
læknir Napoleons varð, eins og þegar
er sagt, fyrstur manna til þess að
koma læknum alment til að læra að
þekkja hana og nota hana, og það
var meðal annars hið mikla orð, er
af honum fór, sem olli þvl. Ogþann-
ig hefir hann lagt grundvöllinn undir
þá sundurgreimng sjúkdóma, sem bygg-
ist á rannsókn læknisins á líkama sjúk-
lingsins sjálfs (fysisk Diagnose).
Parísarlæknirinn Laénnec hélt lengra
áfram á þessari braut, sem menn höfðu
nú komist út á. Arið 1815 varð hann
þess var af tilviljun, að hjartsláttur
heyrðist furðu glögt gegnum pappírs-
sívalning, ef öðrum endanum er hald-
ið við eyrað, hinum við brjóstið á
sjúklingnum. Hann bjó sér þá til
beinan trélegg og hafði þannig aflað
,sér áhalds, sem heyra má í ótrúlega
glögt ekki að eins hljóð frá hjartanu,
heldur og frá lungunum. f>etta frá-
munalega einfalda áhald nefndi Laennec
síðar »stetoskop« (hlustarlegg), ogþað
er það kallað enn í dag.
Laennec lagði svo mikið á sig við
spítalalækningar, að hann beið bana
af; hann dó 1826 af lungnasjúkdómi.
En þá var hann orðinn heimsfrægur
maður.
f>egar Napoleon Bonaparte varræð-
ismaður og eins eftir að hann var orð-
in keisari, þjáðist hann af svo örðug-
um sjúkdómi, að hann varð að leita
helztu Parísar-lækna. f>að komur
hálfóþægilega við tilfinningar nútíðar-
manna, að lesa, að lækna þessir allir,
nema Corvisart, sögðu að það væri
#pale répercutée* c: »kláði, er slegið
hefði inn«, sem að Napoleon gengi.
Naumast þarf að taka það fram, að
ef læknir nú á dögum yrði var við að
þjóðhöfðingi hefði kláða, þá mundi
hann láca sér ant um að hliðra sér
hjá að koma því í hámæli. J>að gerðu
læknar Napoleons ekki, og bendir það
á, að menn hafi í byrjun aldarinnar
litið öðrum augum en nú á sjúkdóm
þennan. í stað þóss sem kláði er
nú almúgasjúkdómur, mátti svo að
orði kveða, að hann væri þá á dögum
hirðmannamein.ogvarhannmjögalgeng-
ur meðal æðri manna sem lægn. Og
ekki þar með oúið. f>á var mjög títt
meðal lækna, að láta næstum því hvern
sjúkdóm, sem fyrir augu þeirra bar og
þeir þektu ekki, vera kláða. t>g löngu
eftir daga Napoleons voru þeir lækn-
ar. til, sem héldu því fram í fullri al-
vöru, að þrír fjórðu hlutar allra sjúk-
dóma mannanna væru í raun réttri
ekki annað en »kláði, sem slegið hefði
inn«.
Nú á dógum vitum vér allir, að
kláói er ekkert annað en hörundskvilli,
sem stafar af algerlega ákveðinni or-
sök, kláðamaurnum, sem étur sig áfram
undir skinninu og sést ekki með berum
augum. Kláði er einn af þeim sjúk-
dómum, sem auðveldastir eru viðfangs
fyrir lækna nú á dögum. Vandinn er
engin annar en sá að drepa maurinn.
Alt öðru máli var að gegna fyr á dög-
um, þegar læknarnir réðu ekki í það,
af hverju sjúkdómurinn stafaði. f>ess
vegna fundu þeir líka upp þetta kyn-
lega Dafn, sem áður er um getið, til
þess að draga f jöður yfir fávizku sína.
Árið 1834 fanst kláðamaurinn loks-
ins á þann hátt, er nú skal greina.
Pólskir bændur höfðu löngu áður kom-
ist að því, að þessi hörundskvilli, sem
var svo algeugur þeirra á meðal, staf-
aði af örlitlu dýri, nærri því ósýnílegu,
sem skriði í hörundinu; og þeir höfðu
jafnvel lært þá list að ná þessu iitla
dýri út úr hörundinu með nálaroddi.
Pólskur stúdent ungur fór til Parísar
til þess að leggja stund á læknisfræði,
hafði maurinn með sér og sýndi hann
kennara sínum. HáskólakennarinD
lét brátt sannfærast og skýrði öðr-
um læknum frá þessari uppgötvun,
og féllust allir á hana.
f>essi uppgötvun var stórmerkileg
að því leyti, að húu varpaði inn í
læknisfræðina nýrri hugmynd, sem olli
gagngerðum breytingum — þeirri hug-
mynd sem sé, að örlítið dýr, er í fljótu
bragði virtist óskaðlegt, gæti valdið al-
þektum og algengum sjúkdómi. Auð-
vitað sáu menn ekki til fulls fyr en
eftir á, hve mikils var vert um þessa
nýju uppgötvun.
Næstum því um sama leytí, sem
pólski stúdentinn kom með kláðamaur-
inn til Parísar, vildi svo til, að annar
ungur námsmaður komst á svipaðan
rekspöl, er leiddi af sér uppgötvanir,
sem ef til vill varð enn meira vert
um. í þetta skifti var það Englend-
ingur, er happið hlaut. Einu sinni var
hann að skera sundur vöðva úr líki
og fann þar ofurlitla kökla af óþektu
efni, sem Owen, prófessor í líffærafræði,
rannsakaði með sjónauka. Efni þetta
reyndist vera hylki, er lágu utan um
örlitla orma, sem enginn hafði áður
þekt og nú voru kallaðir »trikínur«..
En ekki var það fyr en 1847, að menn
komust að raun um, hvaðan þessir
ormar stöfuðu ; þá fann amerískur líf-
færafræðingur trikínakökla í svínaketi.
Og enn liðu 10 ár, þaDgað til þjóð-
verskir vísindamenn, þar á meðal
Virchow, læknirinn nafnfrægi, sýndu.
og sönnuðu, að ormar þessir komast
inn í líkama manna á þann hátt að
menn neyta kjöts af sýktum svínum;
þá koma fram ýms ákveðin sjúkdóms-
einkenni, sera áður voru talin benda
á gikt, taugaveiki og önnur veikindi.
Fyrsta afleiðingin af þessari mikils-
verðu uppgötvun var harðara eftirlit
með sölu á fleski. Mest var þó um
það vert, að hún kom því til leiðar,
að vísindamenn fóru að leggja meira
kapp en áður á að rannsaka öll sníki-
dýr, sem ekki verða séð berum aug-
um. þjóðverskur maður sannaði það
þegar árið 1839, að ekki að eins smá-
dýr heldur og smáplöntur lifi oft sníki-
lífi, þ. e. a. s. lifi á og af öðrum lif-
andi líkömum; því að hann kornst þá
að raun um það, að algengi ogóþægi-
legi hársvarðarkvillinn, sem venjulega
er kallaður »væring«, stafi af jurt, sem
ekki verður séð berum augum.
— En nú er að skýra frá uppgötv-
un á alt öðru svæði læknisfræðinnar,
sem haft hefir rfkari bein áhrif á hag
manna en nokkur önnur á þessari öld.
Uppgötvunin var sú, að brennisteins-
eter svæfði sársauka, þegar sjúklingur,
sem fremja ætti holdskurð á, andaði
honum að sér.
Maðurinn, sem fyrstur allra lækna
aflaði sér þess heiðurs að hafa þetta
efni til svæfingar, var amerískur tann-
læknir, Morton að nafni, og átti
heima í Boston um miðja þessa öld„
Fyrst reyndi hann efnið á dýrum og
þar næst á sjúklingum sínum. Til-
raunirnar tókust ágætlega og í fögn-
uði sínum út af árangrinum fór hann
til eins af helztu sáralæknum í Boston
og bað um leyfi til að mega reyna að-
ferðina á einum sjúklingi hans, sem
átti einmitt þá hættulegan holdskurð
í vændum. Leyfið var veitt og til-
raunin gerð í septembermánuði 1867
í viðurvist allra helztu sáralækna í
borginni og fjölda læknastúdenta.
Læknirinn beitti hnífnum óspart, en
sjúklingurinn svaf vært, og þegar hann
vaknaði, furðaði hann sig á því að hafa
ekki fundið minstu vitund til. Til-
raunin hafði tekist til fulls. Slíkar
dásemdir höfðu menn aldrei augum
litið.
Fréttin var flutt út um alla veröld-
ina, svo hratt sem gufan gat komið
henni — nú á dögum yrði slík frétt
fljótari í ferðum (nema til Islands).
Norðurálfumenn trúðu því ekki í fyrstu,
Hver gat trúað því, að jafn-alþekt efni
og eter gætí gert annað eins krafta-
verk ? En alstað&r var farið að reyna
og þá var öllum efa lokið. Vísindin
höfðu þá veitt mannkyninu einhverja
mestu blessunina, sem því hefir nokk-
uru sinni hlotnast.
Geta má þess, að nokkurir aðrir
Vesturheimsmenn, einkum dr. Long í
Alabama, eiga að nokkuru leyti hlut-
deild í þessari nýju uppgötvun. f>ví
að Long hafði, án þess að vita neitt
um tilraunir Mortons, tekið upp á því
að nota eter til að svæfa sársauka við
minni háttar holdskurði. En um það
leyti létu læknar sér mjög títt um dá-
leiðslur og þess vegna hugði Long, að
sjúklingarnir yrðu fyrir einhverjum dá-
leiðslu-áhrifum, fremur en að sársauka-
svæfingin stafaði af eternum. Long