Ísafold - 03.03.1900, Blaðsíða 3

Ísafold - 03.03.1900, Blaðsíða 3
13 8kirðist því við að gera almenningi grein fyrir tilraunum sínum, og með- an á því stóð, kom Morton til sögunn- ar. Verður því ekki annað sagt en að það sé honum að þakka, að öll veröldin fekk að njóta þessarar nýju og aðdáanlegu uppgötvunar. Fáum mánuðum síðar en farið var að nota eter alment, fanu skozkur handlæknir, Simpson að nafni, að ann- að efni, klóroform, hefði sömu verkan- ir sem eter, og að það gæti jafnvel verið enn hentugra. Lækna hefir alt til þessa dags greint á um, hvort þess- ara efna væri betra svæfingarlyf. Vendetta. Eftir Archibald Clavcring Gunter. XXXV. »Ekki lái eg henni, að hún er að heiman, þegar svo stendur á«, segir Barnes hlæjandi. »Við skulum þá njóta kvöldfegurðarinnar saman hérna úti«. Nokkuru seinna fer hún frá honum, eftir að hafa kyst hann í fyrsta sinn, og nauðugir viljugir verðum vér að kannast við, að hann vanhelgar varir sínar með vindli á eftir. En áður en hann er búinn að kveikja í vindlinum, sér hann glarnpa á tvö stór augu, sem koma móti honum í myrkrinu, og suðræn rödd, titrandi af reiði, hvíslar í eyrað á honum: »Dæma- laust getið þér verið miskunnarlaus !* •Pyrirgefið þér, frk. Paoli«, segir hann Steinhissa — »eg skil yður ekki«. •Yður skal lærast að skilja mig. þér hafið stolið vinkonu minni frá mér. Nú fæ eg aldrei að sjá Enid. |>ér hafið tælt hana til þess að snúa við mér bakinu, nú, þegar eg stend ein uppi«. þetta er ekki að ástæðulausu mælt. Alla sfðustu vikuna hefir Barnes tálm- að því að frk. Anstruther gæfi sig nokkuð við Marínu. Vinkonurnar hafa ekki talað saman nema orð og orð á stangli. Hann hefir komið því svo kænlega fyrir, að þær hafa ekk- ert tækifæri fengið til þess að tala saman. því að þó að hann hafi ekki getið neitt um það við Enid, er hann samt hræddur um, að þær verði mjög samrýndar, því að afleíðingin af því gat orðið sú, að fundum þeirra Marínu og Edvins Anstruthérs bæri einhvern tíma saman. Korslkustúlkan heldur áfram áður en hann getur komið nokkuru orði fvrir sig: »Er það af því að eg megi ekki fá ást ykkar augum litið? Hver veit nema þér haldið, að einhver óham- ingja muni af mér stafa, af því að eg er sjálf ólánsmanneskja? Hefi eg nokk- urn tíma sagt aunað en gott um yður? Eðafinst yður, að mér eigi að útskúfa fyrir þennan eið, sem liggur eins og farg á sálu minni?« Vesturheimsmaðurinn hugsar sig um drykklanga stund og segir svo hægt og stilt: »Alveg rétt. |>ér berið nú víga hug í brjósti og fyrir bragðið er- Uð þér ekki sem bezt fallin til þess að vera í miklum kunningsskap við þá konu, sem á að verða eiginkona mfn. gíðasta ósk bróður yðar hér á jörðunni var sú, að líflát hans spilti ekki lffi yfiar. fér eruð fremur sköp- uð til ástar og blessunar en haturs og bölvunar*. »Guð veit það«, tautaði hún fyrir tuunni sér, »að eg hefi reynt að koma þessari hugsun inn hjá sjálfri mér; og óg hefi nákvæmlega veitt yður athýgli °g unnustu yðar, eins og van- 8sell andi horfir upp til paradísar þeirr- ur, sem hann fær aldrei að komast iun f. Jér eruðeinn þeirra, sem sæl- an hlotnast. Verið miskunnsamur við mig, sem útskúfað hefir verið, og svift- ið mig ekki eina vininum, sem eg á í allri veröldinni!« *þér hafið Danellu«, segir Barnes stuttur í spuna; því að hann kemst við af sorg hennar og örvænting og vill slíta talinu sem fyrst. »Danella!« æpir hún. »f>ennan djöf- ul, sem byggir allar sínar vonir á ör- vænting minni. Hann, sem veit, að meðan eg hefi ekkert annað hæli á jörðinni, verð eg að aðhyllast hann og ásr, hans. Eg skil hann ekki. Eg hefi andstygð á honum! Eg er hrædd við hann !« »Lofið þér mér að gefa yður eitt ráð«, segir Barnes vingjarnlegar en áð- ur. »Bindið enda á allar vonir Dan- ellu með því að hætta við eltingaleik, sem veldur yður meiri eymdar, ef hann tekst vel, en ef hann mistekst«. »Einmitt það ! f>ór viljið fá mig til þess að snúa heim aftur til Korsíku og mæta þar fyrirlitning landa minna. f>ér viljið, að landar mínir syngi rim- becco sitt yfir mér! J>ér viljið, að eg skuli heyra þá æpa: »Ein kona af Paoli-ættinni hefir gleymt því ac hún er Korsíkustúlka! Bróðir hennar var myrtur og banamaður hans er heill á húfi. Nei, nei! eg gæti ekki staðist það. Earið þér yðar götu, eg fer mína. Hreina liljan yðar skal ekki saurgast af konu, sem ber vígahug í brjósti*. Hún fer frá honum; en þegar hún er komin úr augsýn hans, hágrætur hún. |>egar hún svo að lokum kem- uf inn í herbergið sitt, bíður hennar þar eftirfarandi símrit: »|>ér megið vera vongóðar! Danella«. »Vongóð! Engin vou er framar til fyrir mig. Aðrir geta elskað og orðið lánsmenn, en fynr mér, sem hata, liggur ekkert annað en bölvunin!« seg- ir hún og fleygir sér niður, grætur og nýr saman höndunum í örvænting, þangað til svefninn sígur á augu henni og veitir henni frið. Fimtándi kapítuli. Loksins. Sá verður að borða morgunmat snemma, sam ætlar að leggja á stað með morgunlestinni. Samt sem áður er frk. Anstruther sezt að borðinu, þegar Barnes kemur ofan. »Sjaldan er ein báran stök«, segir hún. »þú fer frá mér, og Marína sendir mér þetta!« Og hún sýnir hon- um þrístrendan bréfmiða. »Nú, hvað er þá f bréfinu?* »Sorgarfrétt!« »Sorgarfrétt?« »í fyrradag bað eg hana að vera eina af brúðarmeyjunum mínum og hún lof- aði mór að fara með mér til Englands. En nú sendir hún mér þennan miða og tjáir mér þar, að hún geti ekki sætt boði mínu. f>að er sannarleg leið- indafrétt — finst þér ekki?« »Er það ekki annað?« svarar Barn- es og honum hægir fyrir brjósti, jafn- framt því sem honum flýgur í hug, hve hætt hefði verið við þvi, að þau Marina og Edvin hefðu fundist, ef alt hefði farið eins og unnusta hans ætlaðist til. Og hann er ánægður með árangurinn af samræðu sinni við Mar- ínu kvöldinu áður. En hann er kænni en svo, að hann láti þessar hugsanir uppi við Enid, því að hann veit vel, að það gengi ekki orðalaust af, ef hún kæmist af því, að það væri honum að kenna, að Marína hafnaði boði henn- ar. Jafnframt sér hann, hve unnusta hans er döpur í bragði og segir því: »J>ekkirðu enga stúlku á Englandi, sem þú gætir látið gera þetta, sem þú ætlar Marínu?« »JÚ, auðvitað! Eg þekki sæg af þeim, en eg vildi nú einmitt fá hana«. Frk. Anstruther fylgir honum á járnbrautarstöðina, og þó að hún hafi lofað sjálfri sér að sýna sömu stillinguna, sem spartverskum konum var lagin, gleymir hún þeim ásetningi sínum á síðustu 8tundunni, grætur, kyssir Bar- nes og stingur í höndina á honum hlut, sem á að mi. na hann á hana, og læt- ur hann svo fara, döpur í bragði, en þó með metnaðar- og fagnaðartilfinn- ingum. Og þegar hann lítur á gjöf hennar, sér hann, að það er nisti með andlitsmynd hennar í og lokkur af bjarta hárinu hennar. þegar hán er svo horfin honum sýn, fer hann að telja sarnan í huganum, hvað sér hefði áskotnast þessar tvær síðustu vikur og það er: ofurlítill hanzki, sem hann hefir hnuplað frá henni, vasaklútur, sem hann hefir komist yfir með sömu óráðvendninni, nokkur fölnuð blóm, nistið með dýr- gripnum, sem þar er innan i, og svo ást stúlkunnar og eiginorðsloforð. Og fyrir þetta hefir hann lagt fram alt, sem hann á til í eigu sinni, að sjálf- um sér meðtöldum, og þykist af þeim skiftum. Um þetta og annað þvílíkt er hann að hugsa, þangað til lestin fer fram hjá Nizza, þá kemur honum það til hugar, að á þessari járnbrautarstöð hafi hún orðið svo þyrst og að hann hafi fært henni þar vatnsglas. »Og í herberginu því arna borðuðum við morgunverð saman«. í Lyon hittir hann lestarstjórann, sem svelti stúlk- una hans, og þeim heiðursmanni þyk- ir það ekkert smáræðis furðuefni, þeg- ar Barnes réttir að honum hundrað franka seðil. Ferð hans er þannig ein runa af gleðilegum endurminningum, þangað til hann er kominn fram hjá París. f>á breytast endurminningarn- ar í bjartar vonir um að hitta hana bráðum aftur í Lundúnum og njóta svo úr því óslitinnar hamingju, það sem eftir er æfinnar. Frk. Anstruther snýr aftur til hót- ellsins. Jafnskjótt sem hún kemur inn í herbergið sitt, kemur Maud þjótandi inn og hvíslar að henni: »f>að er blessun, að hann skuli vera farinnU »Hvers vegna er það blessun? Við hvað áttu, barn?« »Ó, Enid — þú hlýtur að vita það, að hún var að reyna að tæla hann frá þér!« »Hún? Hver?« »Auðvitað hún Marína! Tóan sú arna!« svarar Maud. Hún hefir lagc ákefðar-hatur á Korsíkustúlkuna fyrir þá rangsleitni, sem Marina hafði í frammi haft gegn henni, þegar hún tældi hana fyrst til þess að láta uppi leyndarmálið um trúlofun Enidar, og lagði svo á hana refsingu fyrir að þegja ekki yfir því. »Marína? f>að nær ekki nokkurri átt!« segir frk. Anstruther. »0, þú þekkir hana ekki! Hún er svo óhreinlynd. Hún telur þér trú um, að henni þyki vænt um þig, en það er nú eitthvað annað — það er víst hann, sem henni þykir væntum!« »Svo hún ætti að dirfast —?« segir frk. Anstrutb.er 1 hásum róm. Um Nilsson botnverping hefir sú frétt borist vestan af Isafirði, að dómur sé þegar uppkveðinn yfir honum í Friðrikshöfn í Danmörku, þar sem hann er í haldi, og hafi hann hlotið 1 árs betrunar- hússvinnu. Dómarinn hefir þá kom- ist að þeirri niðurstöðu, að bani (druknan) mannanna 3 á Dýrafirði í haust hafi hlotist að eins fyrir gáleysi þeirra Nilssons og hans félaga (200. gr. hinna ísl. hegningarlaga). f>etta hafði frétst þangað, til ísafjarðar, með gufuskipi til A. Asgeirssons verzlunar sem flutti fréttir frá útlöndum, er náðu til 12. f. mán. f>essi frétt að vestan kom hingað með hr. Einari BeUediktssyni, er vest- ur fór snemma í f. mán. með Lauru til að halda frekari rannsóknir í Nils- sons-málinu og kom hingað aftur á helginni sem leið — var hleypt á land í Garðinum frá gufuskipi á leið til út- landa af Dýrafirði. f>ær frekari skýrsl- ur í málinu, er hann kynni að geta útvegað, skyldi að sögn nota við á- frýun málsins; ekki hirt um að láta dóm í héraði bíða eftir þeim. Ríp í Skagafirði hefir landshöfðingi veitt 24. f. m. 8ira, Jóni Ó. Magnússyni á Mælifelli, samkvæmt kosningu safnaðarin3; aðrir sóttu eigi. Um Mosfell í Grímsnesi eru þessir í kjöri: síra Kjartan próf. Helgason í Hvammi, síra Bjarni próf. Einarsson á Mýrum og síra Gísli Jónsson í Meðallands- þingum. Um Reyoivelli sækja ekki aðrir an þeir síra Ólaf- ur Finnsson í Kálfholti og síra Hall- dór JÓDsson, aðstoðarprestur á Reyni- völlum. Um Útskála sækir að eins hinn setti prestur þir, síra Friðrik Hallgrímsson. Laust braud, Mælifell í Skagafirði er auglýst laust 24. f. mán.; umsóknarfrestur út- runninn 10. apríl; veitist frá næstu fardögum. Brauðið er metið 1071 kr. 19 au., en lán hvílir á því, tekið 1895,. 1500 kr., er ávaxtast og endurgelzt með 6°/° á 28 árum. Málaferlaprófasturinn. Ekki færri en tólf meiðyrðamál frá Halldóri prófasti Bjarnarsyni í Prest- hólum hafa dæmd verið í landsyfir- rétti mánuðinn sem leið, höfðuð gegn ýmsum sóknarbörnum hans út af meiðyrðum í fylgiblaði með »Austra* 1897. Fjögur slík höfðu verið dæmd áður í haust. Stefndu öll sektuð, um 50 kr. hvert, og dæmd í málskostnað fyrir báðum réttum, 30 kr. hvert. f>au heita: Jón Benjamínsson, Björn Guðmundssón, Kristján jSigurðsson, Jóhanna Björnsdóttir, tveir jþorstein- ar þorsteinssynir, Sigurlaug Benja- mínsdóttir, Halldór Sigurðsson, f>órð- ur Jónsson, f>órarinn Benjamínsson, þorlákur Einarsson og Ingimundur Sigurðsson. Fyrir brennivínssölu. óleyfilega var verzlari einn hér f bænum, Runólfur Pétursson, dæmdur í yfirrétti 26. f. mán. í 35 kr. sekt, auk málskostnaðar. Maður varð úti á Kerlingarskarði snemma f nóv. f. á. (10. eöa 11.), Finnbogi að nafni, vinnumaður frá Langadal á Skógar- strönd. Aflnbröiið góð austanfjalls, á Eyrarbakka og Stokkseyri. Sömuleiðis á Miðnesi og jafuvel í Garði nú síðustu dagana, af þtrski meðfrara. I»il-l. ipnflotinn héðati og af Nesinu (Seltj.) og úr Hafnarfirði sem óðast að hafa sig á kreik þessa dagana. Hrai. nintíur. Flutningaskútan »Ingólfur«, skipstj. og eigandi Ól. B. Waage, nú í Skild- mganesi, lagði út frá Hafnarfirði fyrir

x

Ísafold

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ísafold
https://timarit.is/publication/315

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.