Ísafold - 21.03.1900, Síða 2
54
til lands, þá umhverfist það, reynir
að spilla fyrir málinu á allar lundir
og sverta þá menn af alefli, sem fyr-
ir þessu velferðarmáli þjóðarinnar eru
að berjast.
Svona er nú ættjarðarást, bændaást
afturbaldsmálgagnsins ómótmælanlega
farið í þessu efni.
Nákvæmlega eins er farið afskiftum
blaðsins af bankamálinu.
Reykjavík er sá bletturinn á land-
inu, sem haft hefir svo margfalt meiri
not af Landsbanianum en aðrir lands-
hlutar, að ekki er saman berandi.
Hún er eini staðurinn á landinu, sem
ekki verður sagt, að hafi verið í al-
gerlega óþolandi peningaskorti að und-
anförnu. þess vegna fá skammsýnir
menn her í Reykjavík talið afturhalds-
málgagninu trú um, að engin þörf sé
á neinni tilbreytni ifieð peningamál
landsins. Málgagnið gleypir þá flugu,
{ algerðu skilningsleysi á og skeyting-
arleysi um það, að öll þjóðin utan
Reykjavíkur er hnept í margvíslega
áþjárr fyrir peningaleysi.
Svo mikil er einfeldnin, vitsmuna-
skorturinn, að hvenær sem út úr
Reykjavík dregur, er málgagnið blint
á báðum augum. f>rátt fyrir hina ó-
virðulegu fíkn í að koma sér í mjúkinn
hjá bændum með því að smjaðra fyrir
þeim og ímynduðum hagsmunum þeirra,
án nokkurrar hliðsjónar á þjóðarheild-
mni, er vitleysan svo mögnuð, að
málgagnið hefir sýnilega enga hugmynd
um það, hvað það er að gera, þeg-
ar það er að berjast með hnúum og
hnefum fyrir því, að gera bændastétt
þessa lands óbætanlegt tjón — eða
hirðir þá ekki minstu vitund um það.
Með öllu bændasmjaðrinu er það
bersýnilega í höndunum á fáeinum
mönnum hér í Reykjavík, sem bera
annað fremur fyrir brjósti en hag
bænda, — svo að vér verðum ekki um
of stórorðir.
Mjög sennilegt er, að málgagnið
viti ekki, hvert það er að stefna, fyr-
ir hvers hagsmunum það er berjast.
En þeir, sem yfir málgagninu og rit-
stjóranum drotna, fara sjálfsagt nærri
um það.
Og því þarf naumast að kvíða, að
þjóðin komist ekki líka í skilning um
það, áður lýkur.
Syipfríð þjóðrækni.
í þjóðólfi 23. f. m. stendur grein
með fyrirsögninni *ískyggilegur far-
aldur*.
Grein þessari, sem eg tel eina stóra
lokleysu, kemur mér ekki í hug að
svara í heild, hvorki illmælunum um
Vesturheimsprestana, sem eg hefi
aldrei talað eitt orð við, né öðru bulli.
það eru að eins fá atriði í greinar-
skömminni, sem eg vii skýra og leið-
rétta, og gjöri eg það að eins fyrir
bænastað annara, því mér er nákvæm-
lega sama, hvað ritstj. þjóðólfs þvaðrar.
Ummæliu um »gamla prestinn, sem
farinn er að taka upp nýja predikun-
araðferð eða réttara sagt er farinn að
halda aukaguðsþjónustu á eftir venju-
legri embættÍ8gjörð« — mér finst nú
»ný predikunaraðferð* og »aukaguðs-
þjónusta« alveg sitt hvað — eru svo
undir komin, sem hér segir: Eg jarð-
söng garaalmenni við Miðdalskirkju
rétt fyrir síðastliðin jól. þá vorubréf
nýkomin að vestan. Eitt af þeim var
til konunnar í Miðdal, frá bróður
hennar, sem verið hefir mörg ár í
Ameríku.
Af því að menn vissu, að bréf þetta
var svar upp á fyrirspurnir um lífið
vestra, fýstust margir að heyra það.
Eg var því beðinn að lesa bréfið, ekki
útií kirkju, heldur inni í baðstofu; en
af því að áliðið var dags og veður
ískyggilegt, neitaði eg að tefja menn á
því, og var því þess vegna frestað
þangað til um kvöldið, á Snorrastöð-
um; þar var dálítið samkvæmi haldið,
en margir af þeim, sem við jarðarför-
ina voru, fóru heim beint frá kirkj-
unni. Eg las svo þetta bréf að lok-
inni máltíð.
Og hvað segir svo þetta bréf? Mest-
ur hluti þess lýsir svo megnri ótíð
vestra síðastliðið sumar, að brófritarinn
segist ekki hafa orðið fyrir líku í 13
—14 ár. Ált engi undír vatni allan
sláttinn og hann því neyddur th að
slá óyrkta valllendis-bakka með smá-
kvisti, bæta sér verkamönnum, skemma
sláttuvél sína o. fl. Hann segir enn-
fremur frá eigum sínum, getur um,
hvað dilkur og sauður, sem hann hafði
slátrað, hafi lagt sig, og er það lítið
meira en hér heima í góðum fjársveit
um. Hann eggjar engan á vesturferð,
en segir systur sinni, að hann muni
gjöri sitt til að liðsinna henni og leið-
beina, komi hún vestur og skyldulið
hennar, en bætir því þó við, að að-
stoð sín muni verða minni en hann
vildi óska.
þegar hann er að lýsa ótíðinni, seg-
ir hann, að hún hafi komið minna
við sig en við hér heima getum bú-
ist við; hún hafi komið þyngst niður
á hestum þeim, sem gangi fyrir vél-
um sínum.
Út af þessum ummælum í bréfinu
er það sjálfsagt, að ritstjórinn og
fréttasnati hans hafa búið til alla lyga-
romsuna um hugmyndir efnabóndans
um vélarnar, og að hann kunni ekki
að gjöra grein á almennum vinnuvél-
um og járnbraut. þótt vér íslending
ar séum í mörgu skamt á leið komn-
ir í því, er að verklegum framfórum
lýtur, er eg viss um, að enginn, sem
annars er talinn með fullu viti, er
svo vitlaus, að hann hendi slíkt, og
lýsir það ekki mikilli ættjarðarást eða
rækt til landa sinna, að leitast á
þennan eða annan hátt að gjöra þá
sem auðvirðilegasta og fyrirlitlegasta.
Sem betur fer, er enginn flugufótur
fyrir þessu þvaðri.
Sagan um veiku konuna, sem á að
hafa farið á fætur og orðið alheil, þeg-
ar hún heyrði að bóndi hennar ætlaði
til Ameríku, er svo undir komin, að
móðir konunnar í Miðdal, kona hátt
á sjötugs aldri, margreynd og mædd,
hefir legið rúmföst rúmt ár, oft mik-
ið þjáð. Allur bati hennar er fólginn
í því, að hún hefir sagt mér og öðr-
um kunningjum sínum, að hún vonaði
að sér batnaði svo, að hún gæti orðið
dóttur sinni samferða. þessa síðustu
hlýu daga hefir hún tvisvar stigið á
fætur. Afskifti mín af ferð hennar
eru þau, að eg hefi hvað eftir annað
sagt dóttur hennar og tengdasyni, að
hún gæti tæplega orðið ferðafær; eg
hefi leitað álits læknis um þetta o. fl.
Enda tel eg víst að þau farihvergi
Að hafa ástand slíkra krossberenda
í fíflskaparmálum álít eg blátt áfram
þrælmensku.
Svo skal eg nú minnast stuttlega á
heimíldir mínar fyrir því, hvernig sorp-
grein þessi er til orðin.
Bóndi einn í Laugardal sendi son
sinn, ungling um tvítugt, til Reykja-
víkur með rjúpur í síðastl. janúar.
Piltur þessi, sem annars er ráðvandur
og af bezta fólki kominn, er eitt af
hinum mörgu sorglegu dæmum þess,
hvernig éfnileg ungmenni eiga ekki að
vera. Hann er latur, þykist vita alt
og vera alt, en veit í rauuinni ekkert
og er ekkert. Hann er tíasfenginn,
stöðvunarlaus spjátrungur, bezta efni í
vafsara, sem endar með gjaldþroti og
á nreppnum.
f>etta efnilega ungmenni kemst inn
á skrifstofu þjóðólfs. Hefir ef til vill
verið þar kunnugur áður, því »sækjast
sér um líkir* o. s. frv. f>eir verða
undir eins hrifnir hvor af öðrum, hann
og ritstjórinn; fara að ræða um á-
standið hjá oss, framtíðarhorfurnar,
viðreisn búnaðarins o. fl. o. fl.
Ritstjórinn stenzt ekki strákinn; nei,
hann opnar honum hjarta sitt. Segir
honum, að sig dauðlangi í sveit; talar
um að sækja um Mosfell, telur sjálf-
sagt að verða kosinn, komist hann á
skrá, en efar það, því háyfirvöldunum
sé illa við slík mikilmenni, aðra eins
»reformatóra«; þau vilji halda öllu í
gamla horfinu. f>á leggur kona ritstj.
orð í — hún er sem sé eitt stórmeuni
ió á þessari höfðingja(!)-samkomu.
Hún segist ekkert hirða um prests-
konutitilinn eða preststekjurnar; hún
vilji bara vera rétt og slétt bónda-
kona, og sem bóndakona sýna, að það
sé hægt að búa, græða og lifa sældar-
lífi í sveitunum á íslandi. Strákur
verður frá sér numinn af þessari ætt-
jarðarást. Að vilja yfirgefa hina glæsi-
legu stöðu, sem þau hjón hafa, og
gjörast postuli skrælingja, sem ekki
þekkja járnbraut frá saumavél; að
gjöia það að lífsstarfi sínu, að hefja
slíka asna til æðri þekkingar og
hrinda þeim a æðra stig fullkomnunar
og sælu, — í það þótti strák, sem von-
legt var, mikið varið. Haft tungu
hans losnar. Til að sýna hjónunum
verkefnið, sem fyrir hendi sé, lýsir
hann nú ástandinu í sveitinni, því
það þektu nú hjónin satt að segja
ekki sem bezt. Hann útmálar vestur-
farasýkina og ræktarleysið við gamla
landið með sem svörtustum litum, og
ætlar með þessu bragði að hleypa enn
meiri jötunmóð í þessa miklu »refor-
matóra«; en þetta sveik strák illa.
Ritstj. varð bara lafhræddur. Hann
sótti ekki um Mosfell og kona hans
falaði enga af hinum mörgu lausu
jörðum. Ritstj. lapti að eins spýuna
úr þessu efnilega ungmenni, og gat ekki
haldið henni niðri; kastaði henni upp
aftur, en langtum ógeðslegri og verri
en hún var í fyrstu, og í þeirri mynd
birtist hún svo í f>jóðólfi.
Um þetta grunaði strák ekkert.
Hann kom austur hróðugur yfir sam-
komunni á skrifstofu þjóðólfs og öllum
hinum væntanlegu, stórkostlegu end-
urbótum, og sagði mér og öðrum svo
mikið, að alt mátti vel skilja. En svo
brást ritstjórinn honum. Hann aug-
lýsti að eins lygaþvættinginn hans í
heiðruðu blaði sínu, vitanlega mikið
aukinn og afbakaðan.
Að lokum leyfi eg mér að fullvissa
ritstj. um, að eg hefi aldrei gjörst og
raun aldrei gjörast vesturfara-agent,
hvorki í kirkjum né utan kirkju. Eg
álít, að bezt sé að menn í þessu sem
öðru séu sem frjálsastir. f>að tel eg
óhugsandi, að vesturfarir haldist við,
sé með þeim alment skift um til hins
verra. Svo margir vandaðir íslend-
ingar eru líka komnir vestur, að eg
tel fjarstæðu að leiða sér í grun, að
þeir allir vildu ginna vini og náunga
út í ófæru. Ofstæki ritstj. þjóðólfs
gegn vesturförum gefur grun um það,
að hann haldi, að lífið þar vestra hafi
eítthvað það við sig, sem menn gang-
ist fyrir. Fyrir þetta vill hann girða
með því að einangra landa sína í
sem flestu. Verði honum að góðu.
^Til þess að gefa ritstj. enn texta
sS®spreita sig á, sem hann þarf ekki
að skammast sín fyrir, skal eg svo
segja honum í fám orðum álit mitt á
vesturförum.
Eg álít ísjárvert, jafnvel rangt fyr-
ir bændur, sem komast hér af, og
hafa búið hér um sig, að rífa sig upp,
þótt mikið gangi nú af þeim og útlit-
ið sé alt annað en gott. Fyrir þá,
sem hrakar svo áriega, að sýnilegt er,
að þeir komast brátt á hreppinn, álít
eg drengilegt að leita fyrir sér annar-
staðar og reyna að forðast vansa þann,
að verða annara byrði. Fyrir unga
menn, sem efni hafaogvilja eðaþurfa
að fara að búa, álít eg hæpið að
hætta hér efnura sínum meðan sama
stendur. Að því geta þeir búið alla
æfi. Fyrir þá, sem lítil eða engin efni
hafa — og svo eru flestir Vorir ungu
menn — álít eg vitlaust, að taka stór-
lán til þess að byrja með einhverja
ómyndarsjálfsmensku. 8é það því
satt, að ritstj. hafi lofað fréttasnatan-
um sínum láni til að kaupa fénað af
vesturförum með hálfvirði, álít eg
hann gjörði honum þægt verk með því
að svíkja hann, enda vona eg að, hann
taki sér það ekki nærri, fuglinn.
Ritað í marz 1900.
St. Stephensen.
Vegabætur og brúasmíöi.
þegar maður ferðast héðan vestan
úr Dölum suður í Reykjavík, er gleði-
legt að sjá, hvað vegirnir hafa fengið
mikla umbót á síðastliðnum áratug,
og ef svona vel verður haldið áfram
í önnur tíu ár, verður að líkindum
búið að gjöra þennan veg vel viðun-
anlegan reiðveg, ef þess verður einnig
gætt, að halda honum nægilega við.
þessar vegabætur eru að flestra á-
liti vel af hendi leystar; og þótt þa&
mætti að þeim finna, að við lagningu
þeirra hafi ekki verið gjört ráð fyrir,
að þeir yrðu nýtilegur vagnvegur, þá
er það afsakanlegt, því með því móti
hefði vegagjörðia orðið mikið dýrari,
og þar af leiðandi miðað seinna áfram;
en óneitanlega liggur mest á að gjöra
slíkan veg, sem hér um ræðir, sem
fyrst reiðfæran.
En æskilegt væri, að eftirleiðis yrði
aksturinn hafður í huga við lagningu
þessara vega, og þar sem þeir eru
lagðir um sveitir, ætti að leggja svo
mikið kapp á að gjöra þá akfæra, sem
framast er unt.
þá eru brýrnar, sem lagðar hafa ver-
ið á árnar á þessari leið, ekki síður
þarfar umbætur, sem allir ferðamenn
hljóta að láta sér þykja vænt um, eink-
um vor og haust, þegar árnar eiga
annars að sér að vera lítt færar og
oft ófærar.
það er eins um brýrnar og vega-
bæturnar, að flestir telja þær vaudað-
ar og vel gjörðar, og því ekkert að
þeim að finna.
Mig langar samt til með leyfi yðar,
herra ritstjóri, að fara nokkrum orð-
um um þessar brýr, þótt þau hafi að
geyma töluverðar aðfinningar við verk
mikilsvirtra manna.
Allir hljóta að játa, að það sé nauð-
synleg og sjálfsögð regla, að brýr séu
gjörðar svo traustar og endingargóðar,
sem efnið í þeim framast leytír og
aðrar ástæður, og að það sé fyrsta og
sjálfsagðasta skyldan, að þess sé gætt.
það er einuig skoðun mín, að það
sé bæði skylda og réttur hvers manns
á landinu sem er, að benda á, ef
mannvirki þau, sem kostuð eru af al-
mannafé, eru ekki þannig af hendi
leyst, að þessari reglu sé fylgt.
Eg kem ekki með þessar aðfinning-
ar mínar af því, að eg efi, að brýrnar
sem gerðar hafa verið á þessari leið á
landssjóðs kostnað, séu nægilega traust-
ar til að bera klyfjaðar hestalestir og
ríðandi fólk, og muni endast nokkuð
lengi, heldur af því, að mér virðist
vera að ástæðulausu brugðið út af
mjög mikilsverðum og alkunnum regl-
um, sem bæði snerta burðarmagnið