Ísafold - 28.03.1900, Blaðsíða 1

Ísafold - 28.03.1900, Blaðsíða 1
ISAFOLD. Reyhjavík miðvikudaginn 28. marz 1900. Keraur ut vmist einu sinni eða tvisv. í viku. Verð árg. (80 ark. minnst) 4 kr., erlendis 5 kr. eða l'/s doll.; borgist fyrir miðjan júlí (erlendis fyrir fram). XXVII. árg. I. O. O. F. 813308'/a.II. XX _ Forngripasafnið (nú í Lándsbankanum) opið mvd. og ld. H 12. Landsbanlcinn opinn hvern virkan dag ii_2. Bankastjórn við kl. 12—1. Landsbókasafn opið hvern virkau dag fcj 12—2 og einni stundu lengur (til kl. 3) md., mvd. og ld. til útlána. Ókeypis lækning á spitalanum á þriðjud. og föstud. kl. 11—1- Ókeypis augnlækning á spitalanum fyrsta og þriðja þriðjud. hvers mánaðar kl. 11-1- Ókeypis tannlækning í Hafnarstræti 1G 1. og 3 mánud. hvers mán. kl. 11—1. ... ... ... V esturfarir. Bnn á ný er kominn vestan frá Mani- toba maður, sem á að leiðbeina þeim jalendingum, sem kunna aðvilja flytja sig vestur um hafið á komanda sumri. JJann hefir þegar í höndum 4000 doll- ara, sem íslendingar vestra senda vinum sínum og vandamönnum til þess að komast vestur. Og hann býs: við meiru áður en lýkur. Ganga má að því vísu, að þessar fregnir verði til að æsa geðsmuni ýmsra manna hér á landi. Sumum mönnum befir ávalt hætt við að líta á útflutningana með minni geðspekt Og stillingu en fyllilega er samboðið ráðsettum og hugsandi mönnum. Fyrst koma vestanprestanna síðastliðið sumar, sem stofnað var til þeim til hressingar og heilsubótar, hefir getað valdið jafn-óviðurkvæmilegum ummæl- um hér á landi og raun hefir á orðið, þá má geta nærri, hvort ekki ýfast skapsmunir einhverra nú. Vesturheimsferðirnar verða sjálfsagt fremur flestu öðru umræðuefni manna á meðal næstu mánuðina. Og þar sem um jafn-mikilvægt mál er að ræða, mál, sem snertir svo mjög bæði hags- muni og tilfinningar þjóðarinnar, virð- ist oss brýn skylda blaðanna að ræða það með allri þeirri stillingu og vits- munum, sem þeim er unt. Hér er um afar-viðsjárvert mál að ræða. því að það er ómótmælanlegt, að þjóð vorri getur staðið hinn mesti voði af vesturferðunum. Eins víst og það er, að því eru á margan hátt stórkostleg hlunnindi samfara fyrir þjóð vora, að íslenzkt þjóðerni haldist við í Vesturheimi — og það getur ekki haldist við nema með noJckurum útflutningum héðan — eins ómótmæl- anlegt er hitt, að keyri útflutningar fram úr hófi, þá er þjóð vorri þar með buin einhver sú * mesta hætta, sem hana getur með nokkuru móti hent. Vandinn er sá, að girða fyrir þá hættu. Hvernig á að fara að því? J>að er eitt af alvarlegustu íhugunar- efnunum, sem nokkur góöur íslend- ingur getur farið að hugleiða. þeir eru til, sem hyggjast munu geta gert það með skömmum — ó- kvæðisorðum um þá, er vestur flytja, og um þá, er á einhvern hátt stuðla að vesturflutningum, ósönnum ófrægð- arsögum um hag Vestur-íslendinga og rógi um þá, er mótmæla þeim upp- spuna. Afar-áríðandi er, að öllum mönnum verði það ljóst, að þetta eru ekki ráðin t.il að afstýra hættunni. Fúkyrðin aftra engum frá að fara til Vesturheims. Naumast er nokk- urt það úrþvætti til um þvert og endilangt landið, sem lætur skamma sig til þess að sitja kyrr þar, sem hann vill ekki vera, — að vér ekki nefnum sæmilega myndarmenn. Ekki koma fúkyrðin að betri notum í Vest- urheimi. Engum aftra þau frá að segja vinum sínum og vandamönnum hér satt frá högum sínum, né hsldur frá því að senda þeim farareyri. Ekki kemur uppspuninn um eymd íslendinga í Vesturheimi að betra haldi. Menn eru ekki svo skyni skropnir hér á landi, að þeir viti ekki ofur-vel, hvað niikið mark er á honum takandi. »Svo margir vand- aðir íslendingar eru líka komnir vest- ur, að eg tel fjarstæðu að leiða sérí grun, að þeir allir vildu ginna vini sína og náunga út í ófæru«, segir síra St. Stephensen nýlega í ísafold. Og svona tala skynsamir menn hvarvetna um landið. Nei, þetta eru ekki ráðin ‘ gegn voð- anum. |>ar á móti eykur þetta háttalag hættuna að stórum mun. jpetta frámunalega óviturlega atferli rekur þá burt tir landinu, sem með nokkuru móti er unt að koma héðan, stælir hvern þann mann upp í að skilja við ættjörð sína, sem hefir nokk- urn snefil af tilhneigingu til þess og lætur annars nokkurar fort.ölur á sig fá. Alþýða manna lítur alveg áreið- anlega á þessi stöðugu ósannindi, sem allir vita að eru ósannindi, sem tilraun til að halda sér í áþján. »þeim þykir, höfðingjunum í Reykj- vík og annarsstaðar, fullgott handa okkur, dónunum, að vera hérna, svo þeir hafi þó einhverja, sem geti alið þá. það kynni að fara að draga úr tekjum embættismannanna og áskrif- endafjölda blaðanna, ef “við færum allir. Hart er að láta þá hælast um, að þeir hafi það upp úr lyginni, að þeir geti haldið okkur hér í krepp- unni«. Svona er hugsað og talað út um alt land. Og það er von. Meiri ó- svífni gagnvart þjóðinni getur ekki en þá, að gera leik að því að draga hana á tálar með ósannindum. Ekkert er frelsisgjarnri og tápmikilli þjóð meira móðgunarefni en það, að farið sé með hana eins og börn eða fá- bjána. Auk þess ætti hverjum meðalgreind- um manni að vera auðsætt, hver áhrif þetta háttalag hefir á Vestur-íslend- inga. það heldur þeim í stöðugum baráttuhug, svo framarlega sem unt er að halda þeim í því skapi. það stælir þá, marga hverja, upp í að leggja kapp á að koma mönnum héðan, svo að þeir, sem róginn flytja, hafi þó eitthvað að æpa um og vera vondir út af. Og það neyðir Vestur- íslendinga til þess að vera stöðugt að gera mönnum vellíðan sína skiljan- lega. Með öðrum orðum: skammirnar um Vesturheimsferðir og uppspunnar ó- frægðarsögur að vestan blása stöðugt að vesturferða-æsingareldinum bæði hér á landi og vestra. Fyrir því er það, að þeir, sem þennan ósóma hafa í frammi, eru margfalt hættulegri Vesturheimsagentar en nokkur maður, sem frá Canada getur komið. Hvernig á þá að verjast hættunni? Gætum að, hvernig stendur á pen- ingasendingunum miklu vestan að. J>að stendur ekki svo á þeim, að mennirnir, sem senda fargjöld ningað heim, ætli sér sjálfum nokkurn hag af komu þeirra, sem héðan fara. Auðvit- að er það efling íslenzka þjóðflokkin- um vestra, að við hann bætist, alveg eins og það er t. d. efliug fyrir Reykja- vík, að fólk flytji hingað búferlum, því að öll líkindi eru til þess, að mikill hlutinn af því fólki reynist sóma- og myndarmenn. En þess kyns hags- munum er ekki þann veg farið, að nokkur maður — nema þá þeir, sem meira hafa milli handa en íslendingai austan hafs og vestan — fari að leggja fram fé úr sínum vasa þeirra vegna. Reykvíkingar kosta engu til þeirra hagsmuna og Vestur-íslendingar ekki heldur. Enda er sannleikurinn sá, að þeir, sem peninga senda hingað heim, hafa flestir átroðning og kostnaðarauka af innflytjendum, en ekki hlunnindi né gróða. Péningasendingunum að vestan Valda langmest eymdarsögur héðan af landi. Svo mikil brögð hafa að þeim verið, að Islendingahópurinn, sem ætlaði að koma hingað heim skemtiferð í sum- ar, hefir, langmest þeirra vegna, ráðið af að fara hvergi. Mennirnir kunna ekki við að vera að skemta sér innan um alt það hungur og harðrétti, sem hér á að vera. »þá er fallegra að verja ferðapeningunum til þess að hjálpa einhverjum aumingjanum burt úr eymdinnin, segja þeir. Hér á landi er það ekkert vafamál, að slíkar sögur eru ýkjur. Hér er ekki um aðra eymd að ræða en þá fátækt, sem jafnan hefir legið hér í landi. Mjög alment er, því miður, að menn eígi örðugt með að standa í skilum, örðugra vitaskuld en fyrir nokkurum árum, þegar verzlunin var betri. En þeir örðugleikar hafa enn ekki haft nein veruleg áhrif á lifnaðar- háttu þjóðariunar. Hún eyðir sjálf- sagt álíka miklu oghún hefir nokkurn tíma áður mest gert, og meðan svo er ástatt, nær auðvitað ekki nokkurri átt að tala um neina óvenjulega eymd. |>ó að landar vorir hefðu látið verða úr hinni fyrirhuguðu ferð sinni í sumar, eru öll líkindi til að þeir Uppsögn (skrifleg) bundin við áramót, ógild nema komin sé til útgefanda fyrir 1. október. Afgreiðslustofa blaðsins er Austurstrœti 8. 16. blað. hefðu engin bágindi séð, en með öllu víst, að þeir hefðu ekkert séð annað né lakara af því tægi en það, sem þeir voru alvanir við að sjá, og það jafnvel í góðum árum, áður en þeir fóru héðan af landi burt. En hvað um það — svona skrifar fjöldi manna vestur. Auðvitað má segja, að rangt sé að örfa á þennan hátt Vestur-íslendinga til fargjalds- sendinga. En óhugurinn, sem komist hefir í þjóðina út af ástandinu og horf- unum hér, er jafn-bersýnilegur fyrir því. Ýktu og ósönnu eymdarsögurnar héðan að heiman, sem vestur eru skrif- aðar, vesturferðahugurinn í þjóðinni og vesturferðirnar eru enginn sjúkdómur í þjóðlífi voru. far er eingöngu um sjúkdóms-etwfcewm' að ræða. Ekki er til neins að ætla sér að losna við sjúk- dóms-einkennin nema á þann hátt, að upp ræta sjúkdóminn sjálfan. Og sjúk- dómurinn er óhugurinn, sem á þjóð- ina hefir slegið, óánægjan með alt á. standið hér, kvíðinn fyrir ókomna tím- anum. Sá sjúkdómur verður sannarlega ekki læknaður með skömmum. það ætti hver maður að geta séð. Ekki heldur með fortölum um, að alt sé í góðu lagi og engin þörf sé á breyt- ingum. Hann verður, eins og margsinnis hefir verið tekið fram, en aldrei virð- ist verða sagt nógu oft, læknaður með viturlegum ráðstöfunum til að bæta hag þjóðarinnar — og engu öðru. Fornsögurnar Og alþýða manna. Farið er að bóla á þeirri kenningu, að fornsögur vorar séu ekki sem hent- ugastar til alþýðulesturs. »Kennari« nokkur í »Kennarablaðinu« heldur því fram, að þær séu alls ekki við barna hæfi; börn skilji ekki málið á þeim nógu vel til þess að hafa þeirra not. Og í »Aldamótum« farast síra Friðr. J. Bergmann orð í þá átt, að örðugt muni að fá fulbrðna fólkið til að lesa þær, enda sé það vorkunn- arrnál. þessi hugsunarháttur er að vorri ætlun gersamlega rangur og auk þess stórkostlega viðsjárverður. «Kennarinn« segir um fornsögurnar, að hvorki efni né búningur sé við barna hæfi. »Og að því er málið snert- ir ber eg fyrir mig reynsluna. þó að barnið skilji margt af því, sem það les, þá nægir það ekki. |>að þarf að skilja mest af því; annars verða »skýr- itigár« svo margar nauðsynlegar, að þeir erfiðleikar drepa niður lestrar- löngunina; börnin þreytast við þetta örðuga viðfangsefni, áhuginn dofnar og þau leggja bráðum frá sér bók- ina«. Oss getur ekki betur virzt, en að þetta sé mestalt misskilningur. Efnið í fornsögunum er við barna hæfi. Vitanlega skýrir það frá öðrum siðum og öðrum hugsunarhætti en þeim, sem þau venjast. En einnitt það vekur hugi þeirra til hugleiðinga,

x

Ísafold

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ísafold
https://timarit.is/publication/315

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.