Ísafold - 28.03.1900, Blaðsíða 2

Ísafold - 28.03.1900, Blaðsíða 2
62 kennir þeim að líta út fyrir sinn eig- inn tíma, með öðrum orðum: þroskar þau og mentar. Og efnið í sögunum er, svo sem öllum er kunnugt, mikilfenglegt. |>að eru sannarlega tilkomumiklir menn, sem lýst er í beztu sögum vorum, reyndar í þeim flestum, menn með Sterkar ástríður og miklar yfirsjónir, vitaskuld, en jafnframt menn með fyrirtaks kosti. Komi ekki fornsögur vorar inn í börnin virðingu fyrir því, sem verulegt er og myndarlegt, þá er oss ekki ljóst, hvaða bækur muni gera það fremur. f>á er málið á fornsögunum. »Kenn- arinn« heldur, að börnin skilji það ekki. Sannast að segja finst oss vér ættum að lofa Dönum einum að halda því fram. jþví að það er dönsk kredda, að tungan hafi breyzt svo á Islandi síðan í fornöld, að í raun og veru sé nú annað mál talað hér en þá var. |>að er of mikil trúgirni af oss Is- lendingum að vera að hafa annað eins eftir. J>ví að þetta nær ekki nokkurri átt. Auðvitað skilja ekki ung börn hvert orð í fornsögunum. »En gecur »Kenn- arinn« bent á nokkura bók, sem þau skilja orð fyrir orð? Hún er vitan- lega ekki til. Sjálfsagt hefir »Kennarinn« rétt að raæla í því efni, að hann hafi kynst einhverjum börnum, sem ekki hafa nent að lesa fornsögurnar, þó að þau ættu þess kost. |>ví að til eru þau börn, sem eru svo frábitin öllum lestri að þau vilja helzt aldrei þurfa að líta í nokkura bók. En þess erum vér fullvissir, að reynsla flestra kennara hefir verið og er sú, að vandfundnar eru þærbækur, sem lestrarfús börn taka fram yfir fornsögur vorar. f>au fella víst fleiri tárin út af því að mega ekki lesa sög- urnar jafn-oft og jafn-lengi og þau vilja, heldur en af þvf, a<5 eiga að taka sér þær í hönd. Og mjög fágætt mun það vera, að þau þreyti sig mikið á »skýringa«-bæn- um. Hitt mun tíðara, að þau séu alt of mikið sokkin niður í lesturinn, alt of hugfangin af efninu, til að spyrja um það, sem þau skilja ekki. Og það sýnir áþreifanlega, að málið er ekki til neinnar fyrirscöðu, sem teljandi só. Alveg eins er með fullorðna fólkið. Sumt af því hefir ekkert eða nauða- lítið gaman af að lesa nokkura bók, sumpart fyrir það, að það hefir aldrei komist á þá nautn, sumpart fyrir það, að dagleg störf og áhyggjur hafa alt vald yfir huganum. En ekki minnumst vér þess, að hafa þekt nokkurn lestrarfúsan, fullorðinn íslending, sem ekki hefir haft ánægju af fornsögunum, ef hann hefir fariðað lesa þær á annað borð. f>að á alveg jafnt við karla og konur, margfróða menn og fáfróða. En auk þess, sem þessi kenning um, að fornsögur vorar séu ekki við alþýðu hæfi, barna eða fullorðinna, á ekki við nein rök að styðjast, að vorri ætlan, þá er hún beinlínis háskaleg. |>ví að engan hnekki getur tunga vor beðið meiri en þann, að þjóðin hætti að lesa gullaldarrit sín. Slíkt tjón væri með öllu óbætanlegt — og hætt- an vitanlega því meiri fyrir jafnlitla þjóð, sem samgöngur við önnur lönd aukast. f>ess vegna er það, að þótt svo væri, sem vér fyrir vorc leyti hyggjum vera ímyndun eina, að það sé einhverj- um örðugleikum bundið, að vekja á- huga íslendinga, ungra og fullorðinna, á því að lesa fornsögur vorar, þá væri bein og sjálfsögð skylda að leggja alt kapp á að ryðja þeim örgugleikum úr götunni. f>að er einmitt vort mesta lán í ölln voru margvíslega smáþjóðar-óláni, að eiga veruleg fyrirtaks-rit, sem jafnframt eru við alþýðu hæfi — rit, sem skipa má á bekk með helztu ritum stór- þjóðanna og hvert barnið getur þó skilið og lesið með fögnuði. Ollu rauDalegri ómenska er óhugs- anleg en sú, að láta undir höfuð leggj- ast að færa sér jafn-dýrmæt hlunnindi í nyt. Góupáskar — sumarpáskar. í æsku heyrði eg um það talað, að góupáskar væru svo sjaldgæfir, að fáir lifðu þrenna; aftur væru sumarpáskar alltíðir. Ummæli þessi hafa geymst í huga mér, en eigi* hefi eg haft tæki til að rannsaka frekar, á hversu gild- um rökum þau væru bygð. Nú fyrir nokkuru hefir mér borist í hendur bók, sem heitir »Aaret og dets Maaneder# (Árið og mánuðir þess) eftir Kugaard nokkurn. Er í henni meðal annars tafla yfir alla þá mánaðardaga, er páskar hafa borið upp á frá árinu 800 (krýningarári Karls mikla) til árs- ins '1900. Af töflu þessari má sjá, að á 5 tunglárum eða 95 árum eru venju- lega ekki fleiri en þrennir góupáskar, og eru bilin milli þeirra oftast þann- ig: 57, 27, 11 ár. f>að eru þó fáeinar undantekningar frá því, að árabilín og röð þeirra sé á þennan veg. Eru því tíða8t einungis þrennir góupáskar á hverri öld. Á síðustu 11 öldum (800 —1900) hafa fernir góupáskar verið að eins á þremur, 14., 16. og 18. öld. Á 18. öld voru þeir: 1704, 61, 88 og 99; á þessari öld hafa þeir verið: 1818, 45 og 56. 19 ára bilið 1799— 1818 er undantekning, og kemur að eins fyrir einu sinni áður (1364—83). Á næstu öld eiga eftir reglunni að vera góupáskar 1913, 40 og 51, en svo eigi fyr en 2008. f>að sést á því, sem þegar er sagt, að það er fremur óalgengt, að aðrir lifi þrenna góupáska en þeir, sem ná háum aldri. f>eir, sem fæðast skömmu áður en 57 ára millibilin renna út, standa bezt að vígi í því efDÍ, t. d. þeir, sem fæðast nú eftir aldamótin; sumir þeirra (þeir sem fæðast 1912) þurfa eigi að verða nema tæplega fertugir til þess; og þeir, sem fæddust 1798, hefðu að einsþurft að verða 58 ára til þess að lifa ferna góupáska, og þeir, sem fæddust 1787, 69 ára til þess að lifa 5; en svo tíðír góupáskar eru líka eins dæmi á (þeim) 11 öldum. Hvað útheimtist til þess, að páska beri upp á síðasta sunnudag í góu? Eftir skipun þeirri um páskahald, sem sett var á kirkjuþinginu í Nicæa árið 325, skulu páskar haldnir næsta sunnud. eftir tunglfyllingu þá, er ber upp á 21. marz, eða er næst þar á eftir. Ef fyllinguna ber upp á sunnud., má þó eigi halda páska fyrri en næsta sunnudag. Nú getur síðasta suDnud. í góu ekki borið upp á aðra mánaðar- daga en 18.—24. marz, og góupáska verður því að bera upp á 22.—24. marz. Til þess að góup^skar verði, útheimtist þá fyrst og fremst, að síð- asta sunnud. í góu beri upp á 22., 23. eða 24. marz, en því þarf að vera samfara, að tungl sé fult 21., 22. eða 23. s. m.; beri t. d. sunnud. upp á 22., verður tunglfyllingu að bera ein- mitt upp á 21; en af því þetta hvort- tveggja fer svo sjaldan saman, eru góupáskar svo fátíðir. Sumarpáskar eru helmingi tíðari en góupáskar, eða 6 á hverjum 5 tungl- öldum; eru þeir því venjulega 6 á hverjum 100 árum, flestir 7, fæstir 5. Tímabilin billi þeirra eru tíðast þann- ig: 27, 19, 11, 11, 16, 11 ár; þó eru margar undantekningar frá því, að röð árabilanna sé ávalt svo, en milli- bilin eru þó ætíð einhver af téðum 4 áratölum (27, 19, 16, 11). Á síðustu 2 öldum hafa sumarpáskar verið 1707, 34, 53, 64, 91, 1810, 21, 32, 48, 59, 86, og verða eflaust næst 1905. Til þess að sumarpáskar verði, útheimtist, að tungl 8é fult 20. marz, e-ða næstu daga þar á undan — þá verður páska- fyllingin um og eftir rniðjan apríl — þó geta þeir aldrei verið síðar eD 25. apríl; beri því 1. sunnud. í sumri upp á 26.—28. april og tunglfylling er rétt fyrir jafndægur, verða páskar síðasta sunnud. í vetri. 1 febrúar 1900. Skeggi. Suður-Afríka og brezka ríkið. Ofsinn er sýnilega svo mikill í mönnum á Scórbretalandi út af Búa- ófriðinum, að ekki er nokkurt viðlit fyrir þá menn að beita sér, sem telja ófriðinn ranglátan og óhyggilegan frá Breta hálfu. Ema tilraun gerðu þeir í Dundee snemma í þessum mánuði. Nafn- kendir menn ætluðu að halda ræður, þar á meðal enskur maður, Schreiner að nafni, sem heima á i Johannes burg í Transvaal, alenskur i báðar ættir og ensklundaður. Nokkurir heldri menn á Englundi höfðu fengið hann til að koma norður í því skyni að draga úr ófriðarofsanum í hugum manna. En er á fundinn kom,f var gaura- gangurinn þegar í fundar byrjun svo óstjórnlegur, að ræðumenn sáu sér ekki til neins að hefjast máls. Svo fundinum var þegar slitið. En blaðamaður nokkur hafði tal af Mr. Schreiner á eftir, og skrifaði upp eftir honum þau atriði, er hann hefir sjálfsagt einkum ætlað að gera að umræðuefni í tölu sinni. »þ>að sem fyrir mér vakir# sagði Mr. Sehreiner meðal annars, »er það, hvernig fara á að því, að halda Suð- ur-Afríku í brezka ríkinu. Eg er sann- færður um, að sé þessari stefnu brezku stjórnarinnar haldið áfram, þá er hætt við, að Suðurafríka glatist að lokum undan veldi Breta«. Mr. Schreiner taldi kost á að sanna það, að lítill flokkur stórgróðamanna hefði af ásettu ráði orðið valdur að ófriðinum — menn, sem alls ekki bera heill ríkisins né Suður-Afríku fyrir brjósti, heldur að einB hagsmuni sjálfra sín. »í því skyni, að vekja ófriðinn, hafa þeir stöðugt sagt brezku þjóðinni ósatt frá málefnum Suður- Afríkumanna. þeir hafa keypt meiri hluta helztu blaðanna í Suður-Afríku eða náð á annan hátt valdi yfir þeim. Rétt á undan herhlaupi dr. JamesonB reyndi þessi flokkur að hafa áhrif á göfugmensku brezku þjóðarinnar með því að skora á hana að vernda kon- ur og börn, sem áttu að vera í hættu, stödd fyrir Búum, án þess að uærri lægi að nokkur slík hætta væri á ferðum, og alveg eins hafa þeir uú reynt að færa sér í nyt réttlætisást Breta, sanngirni og harðstjórnarhatur, til þess að ná því markmiði, sem þeim tókst ekki að ná með herhlaup- inu. Nú er látið í veðri vaka, að Bretar séu að berjast fyrir kosningar- rétti þegna sinna í Transvaal — fyr- ir jafnrétti, með öðrum orðum. Sé svo, þá er það í fyrsta sinni í mann- kynssögunni, sem nokkur þjóð hefir lagt út í ófrið í því skyni að svifta sfna eigiu þegna kosningarrétti hjá sér og gera þá að þegnum annars ríkis. Sir Alfred Milner, erindreki Breta,krafðistþess á Bloemfontein-fund- inum, að úclendir menn fengju kosning- arrétt í Transvaal eftir 5 ár, og sagði, að þeir mundu verða látnir sjá fyrir sér sjálfir, ef þessu fengist framgengt„ Nú stendur f stjórnarskrá Transvaal- ríkis, að menn skuli fá kosningarrétt eftir 7 ár, og það hygg eg frjálslegri lög en um sama efni gilda á Stór- bretalandi. Og síðan er Transvaal- búar leiddu þetta í lög hjá sér, hafa þeir boðið mönnum kosningarrétt eft- ir 5 ára dvöl í landinu, en gert það- að skilyrði jafnframt, aó gerðarnefnd yrði sett til þess að skera úr þrætu- málum — gerðarnefnd, sem önnur ríki áttua ekki að vera neitt við riðin, Eg lít svo á málið, sem það sé ekki kosningarrétturinn, sem æsingamenn- irnir meðal útlendinga eru að sækjast eftir. f>eir fóru fram á hann upphaf- lega í þeirri von, að sér yrði synjað um hann, og þegar þeir sáu, að lfkindi voru til, að þeir mundu fá hann, komu þeir upp með ýmislegt annað, hitt og þetta, sem þeir vissu, að Transvaal- stjórnin mundi aldrei ganga að. Eg hygg, að ljósar sannanir séu komnar fram fyrir því, að Bretar eru ekki í ófriði út af kosningarréttinum. Að því er snertir ásakanir um spellvirki í Transvaal og að lífi manna og eign- um sé þar miður vel borgið, þá hefi eg reynt það sjálfur, síðan eg kom til þessa lands, að hvorutveggja, lífi manna og eignum, er óhætcara í Jo- hannesburg heldur en sumstaðar á Stórbretalandi. Fundafrelsið er betur trygt í Transvaal en í Edinburgh eða Dundee. Mikill meiri hluti hvítra manna í Suður-Afríku er ófriðinum rnótfallinn; og eg tek það aftur fram, að haldi brezka stjórnin áfram þeirri stefnu, að kúga lýðveldin með öllu og svifta þau sjálfsforræði, þá verður afleiðingin sú, að allir hollenzkir menn í Suður-Af- riku verða brezku stjórninni fjandsam- legir, og þeir eru í þeim meiri hluta, að nemur 150 þúsundum manna. Og margir albrezkir menn verða á þeirra bandi, og eg gizka á, að af 800,000 þús. hvítum mönnum í Suð- ur-Afríku muni 500,000 verða brezku stjórninni andstæðir. Ósamlyndið verður látlaust og Bretar fá þá ekki haldið Suóur-Afríku með stöðugu ber- valdi«. Ekki efaðist Mr. Scbreiner um, hver leikslokin mundu verða í ófriðin- um. »Hvernig eiga 200,000 manna að bjóða 40 miljónum byrginn? En sann- færður er eg um það, að Búar muni berjast fram í rauðan dauðann, og að lokum megum vér búast við konum og börnum á víggörðunum#. Alþingiskosningar hefir konungur fyrirskipað 2. þ. m. að fram skuli fara í septembermánuði í haust. Ný lög. Enn hefir komið dálítil lagasyrpa frá sfðasta þingi með konungsstaðfest- ingu. 28. Lög um horfelli á skepnum o. fl., staðf. 9. febr. 28. Lög um brú og ferju á Lagar- fljóti, dags. s. d. 30. Lög um brot á veiðirétti í ám og vötnum, s. d. 31. Lög um stofnun Ræktunarsjóðs íslands, dags. 2. þ. m. Ennfremur s. d. bráðabirgðaliig um tilhögun á löggæzlu við fiskiveiðar í Norðursjónum og þar með fylgjandi

x

Ísafold

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ísafold
https://timarit.is/publication/315

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.