Ísafold - 04.04.1900, Side 1

Ísafold - 04.04.1900, Side 1
Kemur ut ýmist einu sinni eða tvisv. i viku. Yeríi á rg. (80 ark. minnst) 4 kr., erlendis 5 kr. eða 1 ,/a doll.; korgist fyrir miðjan júli (erleud»s fyrir fram). ISAFOLD. Uppsögn (skrifleg) bundin við áramót, ógild nema komin sé til útgefanda fyrir 1. október. Afgreiðslustofa blaðsins er Austurstrœti 8. Reykjavík miðvikudaginn 4. apríi 1900. XXVII. árg. * Forngripasafnið (nú 1 Landsbankanum) ■opið mvd. og ld. 11—12- Landsbankinn opinn bvern virkan dag kl 11—2. Bankastjórn við kl. 12 — 1. Landsbókasafn opið hvern virkau dag kl. 12—2 og einni stundu lengur (til kl. 3) md., mvd. og ld. til útlána. Ókeypis lækning á spitalanum á þriðjud. og föstud. kl. 11—1. Ókeypis augniækning á spitalanum fyrsta og þriðja þriðjud. hvers mánaðar kl. 11—1. Ókeypis tannlækning í Hafnarstræti 16 1. og 3. mánud. hvers mán. kl. 11—1. Um vegi og brýr á aðalleiðinni frá Reykjavík aust- ur i Holt. Fyrri hluta marzmánaðar ferðaðist eg austur um sveitir til þess að skoða húsabyggingar. Eins og mönnum mun kunnugt, er í fjárlögunum nu veitt fé *til rannsóknar á byggingarefnum landsins og leiðbeiningar í húsabygg- ingum«; og hef eg verið valinn til þess að hafa á hendi það starf, sem þessi fjárveiting gjörir ráð fyrir. fessi ferð var byrjun í þá átt, að fá Ijóst og áreiðanlegt yfirlit yfir á- sigkomulag húsakynna vorra til sjávar og sveita, eins og það nú er. Eg á- leit rétt að fara á stað í þessar leitir um þennan tíma árs, því þá rekur maður áreiðanlega augun 1 ýmislegt, sem ekki sést að sumrinu og menn muna þá heldur ekki eftir að kvarta um. Eg ætla þó ekki að fara að gefa hér skýrslu um athuganir mínar við- víkjandi húsakynnum; þær munu koma síðar; eg ætla að eins að geta ýmis- legs, er eg veitti eftirtekt viðvíkjandi vegum og brúm á aðalleiðinni austur; um vegina er nefnilega að sínu leyti eins ástatt og húsin, að það sést oft ekki fullkomlega fyr en á vetrum, að hverju leyti vegarval og öll tilhögun hefir verið hyggileg eða ekki. Að minsta kosti á su hliðin ávalt að vera sá reynsluskóli, sem bygt er á eftirleiðis. Eg hefi þá ástæðu til að birta þessar athuganir, að vér erum of fátækir til þess að láta nokkurt tækifæri ónotað til fræðslu um það, er reynslan sýnir að betur má fara. Um leiðina upp úr Eeykjavík er það að segja, að henni er stóruna bet- ur hagað en áður var; þó hefði ávalt legið næst, að halda leiðinni úr mið- bænum austur með sjónum. Sú leið var í byrjun eðlilegust og útfærsla bæarins austur á við (húsin fyrir austan landshöfðingjatún og norðan Laugaveg) krefst þar vegar nú, þó seint sé. í haust hefir verið borið ofan í all- langan kafla af leiðinni inn að Elliða- ánum. Hvers vegna haustið og fyrri hluti vetrar hefir verið valinn til þessa, skilst mér ekki; þó má vera, að það styðjist við einhverja reynslu og megi til sanns vegar færast. Allmikið af þessum ofaníburði hlýtur að berast burtu við leysingar að ve.trinum og vorinu; sömuleiðis verður brautin þungfær í fyrstu leysingum. Á þe8sum tíma lá allmikið af veg- inum frá Lækjarbotnum austur yfir Hellisheiði undir fönn og klaka, svo þennan hluta gat eg ekki séð til fulls. Alt það, sem eg sá, bar þess ljósan vott, að viðhaldið er ekki eins gott og æskja mætti; skurðir hafa mjög víða hrunið saman eða fylst, og víða kom- in skörð í vegarbrúnir. þetta fer auð- vitað saman við það, að litiu fé mun árlega varið til viðhalds þessari leið. Á þessum tíma var eingöngu farin gamla leiðin yfir Hellisheiði (upp Hellisskarð). Vörður þar eru margar fallnar, og liggja sumar við falli; og er það ilt, með því að þetta er þrauta- leið yfir heiðina á vetrum í snjóalög- um. Syðri leiðin (nýi vegurinn) var vörðuð í haust, sera leið, og hefir að líkindum farið til þess töluvert fé. Nokkru af þessu fó hefði, að mínu á- liti, sjálfsagt átt að verja til þess, að hlaða upp vörður á gömlu leiðinni, því reynslan sýnir, að sú leið verður ávalt styzt og fjölförnust á vetrum. Leiðin niður Kamba og alt þar fyr- ir austan var snjólaus. I Kömbum er vegurinn góður og heldur sér vel, en mjög örðugur vagn- vegur verður hann, ef á það á að reyna; hallinn mikill og krókar krapp- ir. Vegurinn frá Heiðinni að Gljúfurá hefir haldið sér vel; en á þessum kafla er brúm miður hyggilega fyrirkomið og óþarfir krókar á stefnum. Brýr vantar yfir Gljúfurá og Bakkaholtsá. þegar það kemur til athugunar að brúa þær, sem ekki mundi þurfa að hafa neinn stórvægilegan kostnað í för með sér, þá rekur maður fyrst verulega augun í ósamræmið í vegar- stefnum hér, því kaflinn milli ánna liggui þannig, að ætla mætti að hann ætti ekkert skylt við aðalleiðina. Lagði vegurinn yfir Olfusið endar við Köguðarhól. Ef hugsað verður til að halda áfram veginum austur að Olfusárbrú í sambandi við vagnflutn- inga, liggur beinast við að taka stefn- una sunuan við Köguðarhól beinustu leið á brúna. Að halda við leiðinni með fram Ingólfsfjalli og þaðan niður að brú, svo að hún verði akfær, hlýt- ur að hafa töluverðan kostnað í för rreð sér. , Um Olfusárbrúna verð eg að geta þess, að mér finst athugaverð »upp- skrúfunin«, eins og hún er nú gjörð hvað eftir annað. Brúin er of falleg og dýr til þess, að hún sé skemd fyr- ir vangá. Ef brúin heldur ekki nokk- urn veginn lagi sínu um stund, verður að aðgæta fleira en uppihaldsstengurn- ar. Mér finst að minsta kosti engin vanþörf að veita þessu frekari eftir- tekt, og ætti að láta mannvirkjafræð- ing landsins einn segja fyrir um, hve- nær og hve mikið eigi að hreyfa við skrúfum. Um Plóaveginn get eg verið stutt- orður; hann var góður og greiðfær yfirferðar. Eg get þó ekki bundist orða um það, að á honum eru alveg óþarfir krókar á nokkrúm stöðum. Á öllum veginum vottaði fyrir hoiklaka meira og minna, en við því hefir ekki verið hægt að gera. Á löngum köfl- um er vegurinn púkklagður, en á púkk- lagningunni eru miklir gallar. Veg- urinn átti að vera 6 álna breiður, en með púkklagningunni verða tæpar 5 álnir færar af breidd hans á æði-mörg- um stöðum. Mulningurinn (púkkið) heldur sér vel og gjörir veginn góðan fyrir lestaferðir og vagnflutninga, en harðan fótgangandi mönnum. Efpúkk- lagið hefði verið rétt lagt, mundi hann hafa fullnægt öllum skilyrðunum þrem- ur. Ennfremur verð eg að geta þess, að við hverja rennn er lægð í vegin- um. Á kaflanum næst Olfusá vantar fráræsluskurði. Nálægt Bitru hafa vegarskurðir verið stíflaðir. Vlða sést á leiðinni, uppgröftur úr skurðum hefir ekki gengið til vegarins, heldur verið lagður upp á skurðabakkana að utanverðu og hefir vatnið sumstaðar flutt hann aftur niður í skurðina. þjórsárbrú er lagleg og lítur vel út. Veita þarf eftirtekt vestri brúarstöpl- inum; honum getur verið fljótt hætta búin af frostum og jakaburði. Enn- fremur þarf að lengjafráræsluskurðinn Holtamegin vestur og suður fyrir eystri stöpulinn. Um Holtaveginn er það að segja, að vegarstefnan er vel valin, liggur beinustu leið milli þjórsárbrúar og Bauðalækjarbrúar. Vegurinn liggur í heild sinni laglega með löngum, bein- um köflum og reglulegum bogum á milli. Vegurinn hefir haldið sér vel, þar sem ofaníburður var góður (í öll- um vestri kaflanum). Á eystri kafl- anum varð eingöngu að nota sand til ofamburðar og hann hefir fokið burt á löngum köflum. Fráræsluskurðir eru margir, en þó þarf slíka skurði á 2—3 stöðum enn, þar sem runnið hefir yfir veginn. Fyrir holklaka vottar að eins á 2 stöðum. Eg hefi þá hér farið fljótt yfir ein- stök atriði þess, sem eg veitti eftirtekt á þessari leið. Sérstaklega rekur mað- ur augun í, hve vegarlagningin yfir Olt- usið er samræmislaus og öll í bútum. þegar leið þessa á að fullgera, gerir þetta töluverða erfiðleika og aukakostn- að. Ennfremur vil eg geta þess, að það er einkar- eftirtektavert, að allir vega- kaflar, sem liggja yfir mýrar, hafa haldið sér bezt og virðast munu þurfa lítinn viðhaldskostnað. þetta er einkar-mikilsvert hjá oss, þar sem eftirlit og viðhald er svo ó- fullkomið. Alment má segja, að veg- ir þeir, sem landssjóður er búinn að leggja, kosti of mikið fé til þess, að láta þá vera eftirlitslausa og viðhalds- litla, enda þekkist það ekki hjá nokk- urri annari þjóð. Vér gætum eins lát- ið stórbrýrnar, sem gerðar hafa verið á síðustu árum, vera umsjónar-og efc- irlitslausar. þetta virðist þing og þjóð þurfa að athuga frekar. þegar fé er lagt til einhverra nývirkja, þarf ávalt að gera eiuhverjar ráðstafanir til þess, að þau gangi ekki úr sér fyrir tím- ann. Beykjavík, í marzm. 1900. Siguröur Pétursson Ingeniör. 18. blað. Milli skers og báru. Einkennilegt er það og eftirtekta- vert — að vér ekki segjum skringilegt — hvernig það blaðið, sem stofnað hefir verið hér á landi til þess að tala máli kristindómsins, en jafnframt vill halda þjóðkirkjufyrirkomulaginu, er eins og milli skers og báru. Auðvitað er það »Verði ljós!«, sem hér er átt við. Oðrum meginn eru þeir menn, sem andstæðir eru allri kirkju og öllum kristindómi. þeir hafa, sumir hverjir, gert sér far um að vekja óvild gegn blaðinu og stefnu þess með sumpart harðyrðum sumpart óvirðingarorðum. I sjálfu sér er það ekkert undar- legt. Blaðið heldur sínu máli fram fast og einarðlega, og úr því að allir íslendingar eru nú ekki samdóma um það mál, sem blaðið flytur, þá er ekki beldur við því að búast, að allir verði samdóma um blaðið sjálft. Við hinu hefði þar á móti mátt bú- ast, að mentaðir menn, að minsta kosti, hefðu litið meiri skilningsaugum á það, sem blaðið hefir að flytja en raun hefir á orðið um suma þeirra. Langoftast heyrir maður þá dóma um blaðið úr þeirri átt, sem hér er um að ræða, að það sé af sama toga spunuið eins og starf »innri missiónar- innar« í Danmörk. Og með því hyggjast menn að láta í Ijós þá skoð- un sína á blaðinu, að það sé fult af ófrjálslyndi og ofsatrú. Nú er það öllum þeim mönnum vitanlegt, sem minsta skyn bera á þær kristindómsstefnur, er koma fram í »innri missióninnh dönsku og hjá »V. L.«, að þar er nokkurn veg- inn svo mikið djúp staðfest á milli, sem orðið getur meðal þeirra manna, sem telja sig mótmælendatrúar. Vitanlega hefir »innri missiónin« danska unnið afreksverk í sínu landi — vakið fjölda manna til afturhvarfs og komið upp afaröflugum félagsskap innan þjóðkirkjunnar. En hennar mikla mein er trúarhrokinn, dómgirn- m og mentunaróbeitin. það eru sjálf- sagt leikprédikararnir, þessir mentun- arsnauðu kennimenn, sem hafa átt mestan þátt í að veita þessari hreyf- ingu í þjóðkirkju Dana inn í þann ó- frelsisfarveg, sem hún óneitanlega er komin í. »V. L«. hefir þar á móti tekíð mjög ákveðna frjálslyndisstefnu í trúarmál- um, svo fjarlæga »innri missióninni*, að formaður hennar mundi vafalaust telja útgefanda blaðsins einn af »verk- fræðingum djöfulsins«. það er eitt af þeim nöfnum, sem hann gefur kristn- um andstæðingum sínum, og sams konar orðalag er algengt meðal samverkamanna hans. þótt ekkiværi annað að átta sig á, ættu menn af þessu að geta ráðið í, hver munur er á þeim anda, sem ríkir í »innri miss- ióninni« og í »V. L«.

x

Ísafold

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ísafold
https://timarit.is/publication/315

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.