Ísafold - 11.04.1900, Blaðsíða 3
79
fimbulfamb að gera sér vonir um, að
oss auðnist að lokum að fá alinnlenda
stjórn —- svo sannarlega, sem hún er
réttmæt krafa þjóðar vorrar.
En því er eins farið um þá kröfu
eins og allar aðrar réttmætar kröfur:
til þess að fá henni framgengt, verð-
ur að beita réttum tökum. Sannleik-
urinn og réttlætið hafa aldrei unnið
sigur hér í heimi og gera það aldrei,
nema vitið og lægnin séu með 1 sókn-
iuni.
Aftur á móti er ekki hægt að gera
sjálfstjórnarmáli voru verri ógreiða en
þann, að fara nú að fá þjóðina til að
berja höfðinu við steininn, eins og
áður.
Einmitt með því móti verða heima-
stjórnarvonirnar að fimbulfambi og
hégóma.
Norðlingur.
Nilsson botnverpingur
og hans félagar 2 voru dæmdir í
Vébjarga-yfirdómi á Jótlandi 27. f.
mán. í 18 mánaða betrunarhúsvinnu
fyrir ofríkismótspyrnu gegn löglegu
yfirvaldi og fyrir að hafa í ógáti hvolft
undir bát, er 3 menn biðu af bana (á
Dýrafirði); auk þess var hann dæmd-
ur í 3000 kr. sekt til lands3jóðs hér
fyrir landhelgisbrot það sama sinn,
með því hann hafði tvívegis áður ver-
ið dæmdur í landhelgisbrot, og enn-
fremur í 200 kr. í ríkissjóð Ilana fyrir
landhelgisbrot við Jótland í haust.
Félagar hans tveir, stýrimaður og
matsveinn, voru dæmdir í fangelsi við
vatn og hrauð, stýrim. 3x5 daga fyr-
ir ofríkismótspyrnu gegn yfirvaldi, en
mat8veinn 4x5 daga fyrir sama brot
og auk þess fyrir ólöglega meðferð
fundins fjár. Héraðsdómari hafði ekki
haft hegnjnguna nema 1 árs betrun-
arhúsvinnu fyrir skipstjóra, en hina 2
x 5 og 6x5 daga fangelsi við vatn og
brauð.
Nú fer málið til hæstaréttar og munu
þar koma fram þær nýar og frekari
skýringar, er fengist hafa í vetur
vestra við ýtarlegri próf setudómara
(Ein. Bened.) og mælt er að beri
böndin að NilsBon um að bátslysið
hafi ekki verið óviljaverk.
Ómai. leg árás, Eg finn mér það skylt,
bæði fyrir mína hönd og hreppsbúa minna
að lýsa óánægju yfir þeiln rithætti, sem hr.
JÞorlákur Guðmundsson í Fifuhvammi hefir
haft i frammi hvað eftir annað i opinberu
blaði, og það að tilefnislausu að kalla má,
um frú Ragnhildi Gísladóttur á Elliða-
vatni. Þessi árás hefir komið mjög ómak-
lega niður, þar sem hér á í hlut mædd
ekkja, sem nú er að kveðja sveitarfélag
vort, eftir að hún hefir búið hér mjög
sómasamlegu búi í mörg ár, og verið ein
helzta stoð og stytta sveitarfélagsins, þar
sem hún hefir verið meðal hæstu gjaldenda
þess, auk þess' sem hún hefir jafnan reynst
sérlega hjálpsöm við alla þurfandi; sem eitt
dæmi má nefna, að hún gaf nú í vetur
einum þurfamanni hreppsins Ö0—40 kr.
virði i fatnaði.
Heimili hennar befir að mörgu leyti ver-
ið fyrirmynd; bún hefir setið jörðina svo
vel, að aðrir hafa ekki gert það betnr
eftir ástæðum í þessu sveitarfélagi, og
jafnan verið til taks að rétta bjálparbönd,
þegar þess hefir verið þörf. Hennar skarð
er því ekki auðfylt, og |jeg get þvi tekið
það fram í nafni hreppsbúa, að henni fylgi
þakklátar kveðjur og hugheilar óskir, nú
þegar hún flytur héðan.
Undir þetta get eg fullyrt, að flestir
hreppsbúar mundu skrifa með ánægju, án
þess að eg fari út í það, hvernig ummæli
Þorláks Guðmundssonar hafa mælst fyrir.
Lambastöðum 10. apríl 1900.
Ingjaldur Sigurðsson.
Hylmingarviðleitni
meö landhelgisbroti botnverpingsins
»Faraday« er mælt þeir hafi gert sig
seka í, sumir Grindvíkingarnir, er sýslu-
maöur kom þar suður um daginn til aö
prófa það mál. Gerðu ýmist að fela
sig fyrir honum eða látast ekkert vita,
þótt horft hefði á botnverpinginn við fiski-
drátt í laudhelgi og jafnvel sótt sér fisk út
í hann á meðan. Hafði hreppstjóiinn,
Einar Einarsson í Garðhúsum, verið
einn í þeirra tölu; og má nærri geta,
að hann missi s/slu sína fyrir þá framm-
stöðu; ætti vitaulega að sektast að auki
fyrir megna embættisvanrækslu. —
Þeim viiðist vera óskiljanlega óljóst,
þessum mönnum, hverja smán þeir gera
þjóðinni með öðru eins hátterni og
þessu.
Ein skipshöfn og einhverjir af 2 skip-
um öðrum báru tregðulaust í málinu, svo
að uæg vitni fengust samt fyrir sekt á-
minsts botnverpings. En söm var hintia
gerð fyrir það.
Strandferðab Skálholt,
skipstj. Aasberg, kom hingað í gær-
kveldi beina leið frá Khöfn; 6 daga
ferð. Earþegar: Skúli Thoroddsen
alþm. og ritstj.; Jón Gunnarsson verzl-
unarBtj.; Magnús Benjamínsson úrsm.
og bæarfulltrúi; Holger kaupm. Clau-
sen; Vald. Ottesen bókhaldari; Sig.
Hjaltesteð bakari.
Strandmennirnir
þýzku af »Friederich« komu hingað
austan úr Meðallandi í fyrra dag,
fluttir hingað alla leið af Sig. Péturs-
syni pósti, allir 13, á 6 dögum, og
voru svo hepnir, að komast nær sam-
stundis héðan með gufuskipinu »Ask-
ur«, er lagði á stað til Mandal þá um
kveldið.
Skipstjórinn, V. Pútz, var sami
maðurinn, sem réð fyrir öðru þýzku
botnvörpuskipi, er strandi í fyrra í
Meðallandi á sama stað og sama dag,
að mælt er! En hann komst ekki á
land hér þá, heldur var bjargað úr
reiðanum við 5. mann af franskri
fiskiskútu. Hinir 8 björguðust á land
þá. þ>au kváðu liggja bæði í sandin-
um á Steinsmýrarfjörum, bæði þessi
þýzku skip, með skömmu bili á milli,
nokkrum tugum faðma.
Meinsærismálið-
Hásetinn íslenzki af botnverpingn-
um »Faraday«, sem bar í vil húsbónda
sínum, skipstjóranum enska, fyrir rétti
hér og vann eið að, og hefir verið hér
í gæzluvarðhaldi síðan, hefir nú játað
á sig glæpinn. Við honum liggur 2—
10 ára hegningarvinna. Sjálfsagt hef-
ir skipstjórinn tælt hann til meinsær-
ins; hann heimcaði hann yfirheyrðan
svo sem sér sammála vitni. En hinn
seki gerði ekki játningu sína fyr en
skipstjóri var farinn. Annars hefði verið
sjálfsagt að hafa einnig hönd í hári
honum svo sem samsekan háseta sín
um og draga hann fyrir dóm hér fyr-
ir það.
Læknaskipun.
Landshöfðingi hefir 7. þ. mán. veitt
þessi 3 læbnishéruð samkvæmt nýu
lögunum: Hofsóshérað (1500 ki.)
læknaskólakand. Magnúsi Jóhannssyni;
Kjósarhérað (1300) læknaskólakand.
|>órði Edílonssyni; Fáskrúðsfjarðarhér-
að (1300),læknaskólakand. Göorg Georgs
syni, er verið hefir aukalæknir í Mýra -
sýelu í vetur.
Svíar og íslendingar.
I greininni þ; irri i síðasta bl. er á
2 stöðum prentvillan »Jótland« fyrir
»ísland«.
Af öfriðinum
Þótt ólíklegt sé, hafa Búar enn unn-
ið allgóðan sigur á Bretum 31. f. m.,
skamt austur frá Bloemfontein, þar sem
Roberts situr enn með meginherinn
brezka. Búar gerðu þar launsát fyrir
brezkri hersveit, riddaraliði undir forustu
Broadwoods ofursta, er átti ■ að ónáða
Búa og stölckva þeim úr nágrenni við
höfuðstöðvarnar. En það fór svo, að
Bretar mistu þar nokkur hundruð
nianna (350), 7 fallbyssur og 200 her-
gagnavagna. Það var nærri neyzlu-
vatnslindum höfuðborgarinnar, Bloem-
fontein, sem þeir börðust, og segir síð-
ari frótt, að Búum hafi tekist að ónýta
vatnsæðarnar, en það getur orðið hinum
ónota grikkur.
Annan ósigur biðu Bretar á öðrum
stað, nærri Mafekiiíg, er lengi hefir ver-
ið j’ umsát Búa, en Bretar verið að
berjast við aö bjarga. Sú borg er í
norður frá Kimberley.
Það er því siður en svo, að vörn sé
þrotin af Búa hendi. Bretar fá sjálf-
sagt af þeim marga skeinu enn áður
lýkur.
Cronje hershöfðingja og hans menn
marga ætla Englendingar 'að flytja til
St. Helena.
það þykja tíðindi og standa í sam-
bandi við ófriðinn, að Viktoría gamla
Bretadrotning er um þessar mundir á
ferð um írland. Hún mun ekki hafa
stigið þar fæti á land fullan manns-
aldur eða lengur. þetta á að vera í
viðurkenningarskynifyrirvasklega fram-
gönguírskra hersveita í ófriðinum,og ref-
arnir til skornir um leið af stjórnarinn-
ar hálfu, að telja sér til gildis holl-
ustuatlot þau hin miklu, er ganga má
nú að vísum þar við hina háöldruðu
sæmdarkonu, svo illa sem írum er
annars við Breta yfirleitt.
Frá Danmörkn.
Nýtt ráðaneyti ófengið enn. Örð-
ugt mjög um fæðingu. Hannibal
Sehested greifi, landsþingismaður, að
berjast við að koma því á laggir, en
hálf-uppgefinn orðinn. Ýmsir máls-
metandi hægrimenn utan þingsoginn-
an eru loks komnir á þá skoðun,að setið
sé lengur en sætt er af þeirra hálfu,
og að ekkert vit sé að amast lengur
við vinstrimönnum í ráðaneyti. Er
því sízt að fortaka, að svo fari nú
leikar, að nauðugur verði einn kostur
að hleypa vistrimönnum að.
Fjárlögum var lokið í mánaðamótin,
en nokkur áríðandi mál önnur óbúin,
járnbrautafrumvörp, og talið óvíst, að
þingi yrði slitið fyrir páska.
Nýlega dáinn í Khöfn Severin Abra-
hams leikhússtjóri.
Verið að ráðgera skemtileiðangur
danskra stúdenta hingað í sumar, að
tilhlutan Ferðamannafélagsins danska.
Dr. Finnur Jónsson háskólakennari
hélt nýlega fyrirlestur um Island í því
félagi, og var gerður að góður rómur.
Inflúenza gekk enn í Khöfn, en þó
í rénum. Hefir borið mikið á henni
þar í vetur og margir landar þarlegið
í henni til muna. Nú, er Skálholt
fór, var dr. Valtýr Guðmundsson rúm-
fastur af henni.
Eftirmæli.
Hinn 2. desbr. f. á. (1899) andaðist
merkiskonan Vigdis Guðmundsdóttir að
heimili sínu, Austvaðsbolti í Landmanna-
hreppi, á 79. aldursári. Hún fæddist að
Haugum i Stafholtstungum og ólst þar upp
þangað til hún var 16 ára; þá fluttist hún
i Bangárvallasýslu að Stokkalæk. Þar
giftist hún 19 ára gömul Magnúsi Guð-
mundssyni frá Keldum, bjó með honum
tæpt ár og misti hann siðan. Með þess-
um manni eignaðist hún einn son, Magn-
ús, sem nú er búandi á Laugarvatni í
Laugardal.
Nokkuru siðar giftist hún annað sinn
Jóni Þorsteinssyni frá Austvaðsholti; bjuggu
þau fyrst á nefndri jörð, Stokkalæk, þang-
að tii 1845, að þau fluttu bú sitt að Aust-
vaðsholti, og má kalla að þar hafi hún
dvalið siðan. Með þessum manni eignað-
ist hún 7 börn; af þeim misti hún 3 ung
úr barnaveiki á skömmum tima og 2 upp-
komin, og svo varð hún aftur ekkja 1868.
Eftir nokkurn tima giftist hún enn 3.
sinn, Jóni Bjarnasyni; bjuggu þau einnig á
Austvaðsholti, þangað til 1883; þá fluttu
þau um vorið til Reykjavíkur, en þar varð
hún haustið næst á eftir ekkja i þriðja
sinn Síðan fluttist hún aftur austur vor-
ið eftir að Austvaðsbolti, og þar dvaldi
hún siðan alla sina tíð hjá öðrum syni
sinum eftir miðmanninn, Ólafi, hreppstjóra
í Landamannalireppi og konu hans Guð-
rúnu Jónsdóttur, ekkju Hannesar prests
Stephensens, og átti þar hinni beztu æfi
og ellidvöl að fagna til enda. Annan góð-
an son á Jiún enn eftir miðmanninn, Ing-
var að nafni, trésmið. Þriðja hjónaband-
ið var barnlaust.
Vigdís sál. var mesta atgerviskona til
likama og sálar, tápmikil og búkona góð,
enda búnaðist henni jafnan vel og lifði
lengst um við blómlegan efnahag. Hún
var góð eiginkona mönnum sínum, börn-
unum ástrík og umhyggjusöm móðir, og
hinibezta húsmóðir, stjórnsöm, hagnýtin og
reglusöm. En jafnframt var hún hjarta-
góð og viðkvæm við annara meinum; vildi
hún til allra gott eitt leggja, en einkum
til þeirra, sem áttu nokkuð bágt og hjálp-
ar og huggunar þurftu. Hún var jafnan
hógvær, og mótlæti, sem hún varð mjög
að reyna, bar hún með þreki og þolin-
mæði, og æðraðist eigi, þótt nokkuð
þrengdi að. En þessir ágætu kostir stóðu
í nánasta sambandi við trúarlíf hennar
það var trúin og traustið, elskan og vonin
til drottins, sem gerði hana að þeirri gæða-
og nytsemdarkonu, sem hún var.
Um 20 hin siðustu ár æfi sinnar þjáðist
hún jafnaðarlega af þungum heilsubresti,
en hún bar þennan sjúkdóm sem annað
mótlæti sitt með kristilegri hreysti, enda
naut hún einnig alls raunaléttis cg elliat-
hvarfs á heimili sonar síns og tengdadótt-
ur. Lifði hún þar elskuð og virt og að-
stoðuð af öllum til hins síðasta.
Vigdis sál. var jörðuð að Arbæ, og var
þar viðstatt margt góðra manna, sem
kvöddu þar eina hinna bezt metnu sæmdar
og góðkvenna þessarar sýslu O. V.