Ísafold - 11.04.1900, Blaðsíða 1

Ísafold - 11.04.1900, Blaðsíða 1
ISAFOLD Uppsögn (skrifleg) bundin við áramót, ógild nema kotnin sé til útgefanda fyrir 1. október. Afgreiðslnstofa blaðsins er Aus-tursfrœti 8. Reykjavík miðvikudaginn 11. apríl 1900. 20. blað. Kemur ut ýmist einu sinni eða tvisv. i viku. Yerð árg. (80 ark. minnst) 4 kr., erlendis 5 kr. eða l'Js doll.; borgist fyrir miðjan júli (erlendis fyrir fram). XXVII. árg. j£. O. O. F. 814138'/».I1 XX g^gpr Næsta blað ruið- vikudag 18. apríl. Forngripasafnið (nú í Landsbankanum) opið mvd. og ld. 11—12. Landsbankinn opinn bvern virkan dag kl 11—2. Bankastjórn við kl. 12—1. Landsbökasafn opið hvern virkfin dag kl. 12—2 og einni stundu lengur (til kl. 3) md., mvd. og ld. til xitlána. Ókeypis lækning á spitalanum á þriðjud. og föstud. kl. 11—1. Okeypis augnlækning a spitalanum fyrsta og þiiðja þriðjud. hvers mánaðar kl. 11-1. Ókeypis tannlækning í Hafnarstræt.i 16 1. og 3 mánud. hvers mán. kl. 11—1. Póstar fara: vestur 16., norður 17. og austur 20. april. Strandferðabátar fara: austur um iand (Hólar) 14. april, vestur um land (Skálholt) 16. apríl. Xjx. XTX. X+X. X+>,.xtA xtx, xtjn.xtX.,xtx..xtj!.,ISÝii..iSt£. jSÝjl. Fimbulfambið - og vitið. Vér leyfum oss að vekja athygli les- enda vorra á grein »Norðlingsinsn um fimbulfambið og vitið hér í blaðinu, og kunnum háttvirtum höf. beztu þakkir fyrir hana. Yitaskuld gæti ísafold aldrei til hug- ar komið, að kalla það »fimbulfamb« né hégóma, sem fyrir honum vakir. Hún leggur mínni áherzlu en hann sem stendur á kröfur þjóðarinnar um alinnlenda s jórn sumpart fyrir þá sök, að hún er sem stendur ófáanleg, eins og líka Norðlingur kannast við, og sumpart vegna þess, að hún mundi reynast tilfinnanlega kostnaðarsöm, eins og efnahag þjóðarinnar er nú farið. Hinu kemur oss ekki til hugar að neita, að heimastjórn hljóti og eigi að verða síðasta takmark stjórnarmáls- baráttu vorrar. Mergurinn málsins hjá höfundiuum er sá, að eina leiðin til að fá alinn- lenda stjórn sé sá að þiggja tilboð stjórnarinnar frá 1897 og fá ráðgjaf- ann á þing; fáum vér ráðgjafann á þing, sé von um alinnlenda stjórn að lokum; höfnum vér því boði, sé von- laust um heimastjórnina. Fjarri sé það oss að andmæla þeirri hugsun. En á hitt viljum vér benda, að höf. kannast þar með við afarmikla kosti, er samfara séu þeirri stefnunni að þiggja stjórnartilboðið. Hann sam- þykkir þar með alt það, er ísafold hefir nokkurn tíma um það mál sagt. jpví að sé svo mikils um það vert að fá ráðgjafann á þing, að þar raeð sé fengin töluverð von um að jafn- örðugu máli, eins og hann sjálfur kannast við að alinnlend stjórn sé, fáist fratngengt einmitt fyrir þá breyt- ingu, þá liggur líka í augum uppi, hve afarmikilsvert það væri fyrir öll önn- ur velferðarmál vor, sem ekki eiga að sjálfsögðu jafnörðugt uppdráttar. Og það er líka ómótmælanlegur sannleikur. Með öllu óhugsandi erað færa rök fyrir þeirri skoðun, að þing- seta ráðgjafans hefti nokkurt velferð- armál vort. Hún hlýtur að greiða fyrir þeim öllum. Hver, sem hefir mál að reka og þarf að leita sam- komulags við annan mann, veit það, að beinasta leiðin til þess að samn- ingar takist er sú að finna manninn sjálfan að máli. Til þess að sjá annað eins og þetta — jafnskýlaus og dagleg reynsla manna er i því efni — virðist ekki þurfa annað en heilbrigða skynsemi. Stjórnartilboðið er ekkert annað en þetta, að alþingi fái kost á að flytja sjálft sín mál fyrir ráðgjafanum, telja um fyrir honum, með illu eða góðu, eftir því sem því sýnist. þeir sem láta flekast af vitleysu-flækjum og rógi til að gera sér í hugarlund að eitt- hvað 8é hættulegt við þá breytingu, gera það eingöngu fyrir þá sök, að heilbrigð skynsemi kemst ekki að hjá þeirn í þessu máli. Mikil ánægja er það oss, að Norð- lingur — jafnmerkur maður og hann er — er ekki einn í þeirra tölu. -----% 4----- Milli skers og báru. Forstöðumanni fríkirkjusafnaðarins hór í bænum og ritstjóra blaðsins »Fríkirkjan«, síra Lárusi Halldórssyni, hefir ekki líkað greinin með þeirri fyrirsögn hér í blaðinu um daginn og biður því fyrir svolátandi Svar til ísafoldar: í 18. tölublaði þessa árgangs hefir »ísafold« fundið ástæðu til að fara nokkurum orðum um stefnu »Fríkirkj- unnar«. þ>essum orðum get eg ekki látið ómótmælt; en af því eg býst við, að »ísafold« vilji síður taka langt svar, skal eg vera stuttorður. Fyrst er þess getið, að hér sé farið að bóla á kristindómshreyfingu, sem só állskyld »innrí missíóninni« í Dan- mörku, en henni er áður í greininni lýst svo, að »hennar mikla mein er trúarhrokinn, dómgiruin og mentunar- óbeitin«. þessu lík á hún að vera, hin nýa kristindómshreyfiug hér, og mál- gagn hennar »Fríkirkjan«. Eg hefi nú heyrt það fyr en eg las það í grein þessari (»Milli skers og báru«), að sumir hinna yngri guðfræð- inga vorra, þeirra er dvalið hafa við Kaupmannahafnarháskóla, mundu vera meira og minna snortnir af anda »innri missíónarínnar« í Danmörku; hefi jafn- vel nýlega heyrt áreiðanlega sögu um einn þeirra, sem ótvíræðlega bendir í þessa átt. En hitt eru mér spánnýar fréttir, að blað mitt »Fríkirkjan« sé snortið af þessum anda eða sé mál- gagn fyrir nokkura kristindómsnreyfing, er sé honurn skyld. »Isafold« segir, að »Fríkirkjan« sé andstæð siðsamlegum og virðulegum skemtunum, svo sem sjónleikum og samsöngvum, og einnig skáldsögum. En um sjónleiki og samsöngva hefir aldrei staðið eitt orð í blaði mínu, og um skáldsögur ekki annað en það, að óhóflegur skáldsagnalestur (»að sökkva sér niður í skáldsagnalestur«) hefir ver- ið talinn skaðlegur; en það er alt ann- að, eins og allir sjá, en að vera and- stæður þessari »grein bókmentanna« yfir höfuð. |>að munu vera fleiri en»innnmissíón- ar«-menn eða menn með svipaðri stefnu, sem telja óhóflegan lestur skáldsagna skaðlegan, einkum fyrir unga menu og óþroskaða, og þessa skoð- un hefir reynslan staðfest með sorg- legum dæmum, eða, réttara að segja, skoðunin er bygð á reynslunni. Eg hefi í höndum mjög merkilega grein um þetta efni, sem ritstjóri »Lögbergs« hefir tekið upp eftir öðru blaði í Vest- urheimi. f>á grein mun eg láta birt- ast annaðhvort í »Frikirkjunni« eða annarsstaðar. |>að er þannig hvorugt rétt hermt hjá »ísafold« um hinar »virðulegu« skemtanir né um skáldsögurnar. »Frí- kirkjan« hefir ekkert látið f ljósi um þetta annað en það, sem nú hefir verið tekið fram. En í ræðum mínum mun eg ,einu sinni eða tvisvar hafa komist út í að tala um hinn gegndar- lausa þorsta kynslóðarinnar í skemt- anir, í sambandi við mentunarþorsta og annan enn æðri þorsta, sem eg hefi verið að leitast við að vekja, og mun naumast nokkur kristinn maður lá mér það. þ>á á »Fríkirkjan« að vera »afdrátt- arlaust fjandsamleg vísindalegri rann- sókn ritningarinnar*. En, eins og all- ir vita, sem hana hafa sóð, er hún einmitt gefin út «til stuðnings frjál'- lyndum kristindómi«; og þeir, sem les- ið hafa innihald hennar, munu minn- ast þess, að í inngangsorðunum er það mjög greinilega tekið fram, að eg telji frjálsa rannsókn á kenningum kirkj- unnar og öllu fyrirkomulagi æskilega og nauðsynlega. »Fríkirkjan« tekur þar »frjálsa rannsókn« upp í program sitt, og hefir mjög víða látið sama andann koma fram í orðum sínum um »afdráttarlaust« trúarfrelsi og samvizku- frelsi. »lsafold« kallar það »frjálslegan mentunaranda« að halda því fram, að heilög ritning sé allsendis óáreiðanleg bók, full af »þversögnum og missögli«, full af »þjóðsögum og ævintýrum«, og að frelsarinn sjálfur hafi dregið sig og aðra á tálar, þegar hann vitnar í spádómsbækur þeirra Jónasar og Dan- íels, og segir yfir höfuð: »ritningin get ur ekki raskast«. það er þetta, sem V. lj. hefir ver- ið að þeyta básúnu sína fyrir af öll- um mætti upp á síðkastið. »Fríkirkjan« kallar þetta »vantrúar- guðfræði«; og meðan það er kent, að öll biflían sé trúarbók vor, sem kristnir erum«, eins og gert er í »Kristilegum barnalærdómi eftir lút- erskri kenningu« (höf. H. H.), þá er naumast unt að telja það rangnefni. Hún fer að »raskast«, ritningin, og býsna-mikið að skerðast, þegar hin »hærri kritik« hefir farið höndum um hana og strikað út það, sem henni sýnist. þ>ar ætla eg að »ísafold« leggist nokkuð djúpt, er hún fullyrðir, að sú skoðun á ritningunni, sem útgef. V. lj. »hefir í blaði sínu frætt Islendinga um«, sé nú ríkjandi við»flesta háskóla mótmælenda í menningarlöttdum ver- aldarinnar«. Eg verð að efast um að þetta sé rétt; og nokkuð er það, að dr. Passavant, sem engin mun telja verið hafa »afdráttarlaust fjandsam- legan vísindalegri rannsókn ritningar- innar«, þakkar guði fyrir, að hann hafi hingað til *af miskunn sinni varð- veitt lútherska kirkju í Ameríku frá þessari rangnefndu hærri biflíu-rann- sókn«. f>að er ekki í fyrsta sinni, að slík rangnefnd biflíu-rannsókn kemur fram og »ríkir» um tíma; en hún hefir ávalt orðið sér til skammar á endanum fyr- ir s annri vísindalegri rann- sókn, og er ekki ólíklegt að svo fari enn. »Fríkirkjan« hefir aldrei »haldið því að mönnumi né »gefið í skyn, að prestar hér á landi ættu við óhæfileg sældarkjör að búa«, svo það er óþarfi fyrir »ísafold« að láta sig »sannast að segja« furða á, að hún »hafi samvizku* til þess. En í sömu andránni segir »ísafold«, að »slík ummæli teljum vér eingöngu sprottin af hugsunarleysi og ógætni«, og koma þau orð óneitanlega illa heim við furðuna á samvizkuleysinu, og er þetta vanhugsaðra en menn eiga að venjast úr þeirri átt. þ>á verð eg að síðustu að segja, að mér þykir næsta undarlegt, að tala um, að »Fríkirkjan« vilji »sníða krist- indómi Islendinga þröngan stakk«, hún sem einmitt vill losa kristindóms- líf þjóðarinnar úr hinum þrönga stakki þjóðkirkjunnar, og heldur fram ótak- mörkuðu trúar- og samvizkufrelsi. »Burt með kreddu-klafa, kristið fólk, úr landi. Engin höft skal hafa himinborinn andi«. jpetta eru orð úr »Fríkirkjunni«, og mega teljast hennar »motto«. Rvlk 9. apríl 1900. L. E. Vér vonum að síra L. H. hafi ver- ið mjög ljúft að fá tilefni til að leið- rétta þann misskilning manna, að hann só mótfallinn skemtunum og skáldsagnalestri. |>ví að enginn vafi er á því, að sá misskilningur hefir átt sér stað hjá fleirum en ísafold. Og sjálfsagt hefir margur misskilningurinn komið upp, sem örðugra er að gera sér grein fyrir, hvernig myndast hafi. Síra L. H. hefir á prenti farið afar- hörðum orðum um það háttalag að halda samsöng í dómkirkjunni til þess að bæta úr fjárskorti, sem kirkjan sjálf var í til orgelkaupa, jafnvel þótt slíkt sé alsiða í öllum kristnum lönd- um, með öllum kristnum kirkjudeild- um. Svo hörðum orðum fór hann um það atferli, að hann benti á, að þetta væri að gera guðshús að ræn- ingjabæli. Honum hefir þótt ástæða til að vara menn á prédikunarstólnum við »gegndarlausum þorsta« í sjónleika, jafnvel þótt gegndarleysið hafi ekki verið meira en svo í vetur, að tekist hefir að leika 6 mjög góð leikrit rúm 20 kvöld, með litlum eða alls engum ágóða, að því er bezt verður séð nú, áður en reikningarnir eru samdir, og með því einu móti, að leikendur fái ekki líkt því sæmilega þóknun fyrir starf sitt. Og honum hefir fundist nauðsyn á

x

Ísafold

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ísafold
https://timarit.is/publication/315

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.