Ísafold - 11.04.1900, Blaðsíða 2

Ísafold - 11.04.1900, Blaðsíða 2
78 að fara mjög hörðum orðum um óhóf- legan skáldsagnalestur í blaði sínu, jafnvel þótt varla verði sagt, að Is- lendingar eigi nokkura skáldsögu til á sinni tungu cg það beri tiltölulega ör- sjaldan við, að útlend skáldsaga sé keypt hér á landi. Af þessu hefir mönnum svo skilist, sem sfra L. H. sé í raun og veru andvígur samsöngvum, sjónleikum og skáldsögum. En vitanlega kemur oss ekki til hugar að rengja yfirlýsing hans um, að þetta sé misskilningur. Aftur á móti gengur oss því miður ekki jafn-greitt að sannfærast um, að stefna sú í trúarmálum, er síra L. H. heldur fram, sé með öllu óskyld »innri mis8Íóninni« dönsku. Hér skal beUt á fáem atriði, með svo fáum orðum, sem unt er. Sá skilningur, er síra L. H. leggur í samband kristinna manna við lög- mál Mósesar, kemur nú ekki fram hjá neinum guðfræðingum á Norðurlönd- um, nema þeim, er heyra »innri missí- óninni« til, og svo »píetistunum« norsku, sem standa »innri missíóninni« mjög nærri. Sama er að segja um þann skilning hans á gamla testamentinu, að það eigi, alveg eins og nýa testamentið, að vera mælisnúra fyrir breytni vorri, og að í öllum greinum eigi að gera þeim jafnhátt undir höfði, svo að jafnvel gjöld til presta á íslandi á, eftir hans skoðun, að sníða eftir því, hverníg ísraelsmenn lögðu fram fé til að reisa tjaldbúðina í eyðimörkinni. Einmitt þessi skilningur á gamla testa- mentinu er eitt af aðaleinkennum •innri missíónart. þá er sú megna óvild til kaþólsku kirkjunnar, er svo þrásinnis kemur fram hjá síra L. H. Sú óvild er al- veg í anda »innri missíónar«. Hvorir- tveggju tala um kaþólsku kirkjuna eins og hún sé og hafi ávalt verið fjandsamleg málefni Krists, virðast al- veg hafa gleymt eða þá ekki meta það að neinu, að hún ein hefir um margar, margar aldir varðveitt krist- indóminn í veröldinni. Sumt það, er í »Fríkirkjunni« hefir verið sagt í ka- þólsku kirkjunnar garð, líkist rauna- lega mikið þeim ummælum Vilhelms Bechs, forstöðumanns »innri missíón- ar«, er hann kallar páfann »lygalaup- inn mikla í Rómaborg*. Loks er óbeitin mikla, er síra L. H. hefir á »biblíukritíkinni«. Hún á sér nú hvergi stað á Norðurlöndum meðal guðfræðinga, nema danskra •innri missíóns«-manna og norskra »píetista«. Ekki hefir sira L. H. heldur getað sannfært oss um það með ofanprent- aðri grein, að ísafold hafi farið rangt með, þar sem hún hefir talið þá stefnu, er hann heldur fram, fjand- samlega vísindalegri rannsókn ritning- arinnar. Vitaskuld er það satt, að hann telur blað sitt gefið út »til stuðn- ings frjálslyndum kristindómi«. En hvað skilur hann svo við »frjálslyndan kristindóm«? »Fríkirkjan« ber það með sér nærri því á hverri blaðsíðu. Frjálslyndur er eftir hans skoðun sá kristindómur, sem enginn þarf að styðja nauðugur og ekki nýtur neinn- ar aðstoðar af veraldlegu valdi. En eftir því ætti kristindómurinn að vera einkar frjálslyndur t. d. hjá »norsku synódunni* í Vesturheimi. Vér leyf- um oss að skírskota því máli tilmanns, sem bæði ísafold og síra L. H. bera hina mestu virðingu fyrir, síra Jóns Bjarnasonar í Winnipeg. Hann hefir frætt menn greinilega um »frjálslynd- ið« í því kirkjufélagi. Satt er það og, að »Fríkirkjan« lýsti yfir því í iungangsorðum sínum, að hún væri með »frjálsri rannsókn« ritningarinnar. En ekki er jafn-mikið undir því komið, hvað hún segist vera eins og hvað hún er. Einu vísinda- legu rannsókn ritningarinnar, sem hreyft hefir verið hér á landi, telur hún vantrú og synd — rannsókn, sem allir helztu guðfræðingar mótmælenda telja réttmæta og til eflingar guðsríkis. (Dr. Passanant er vitanlega ekki í þeirra tölu, þó að hann væri ágætis- maður í sinni grein). Hvernig er þá sú frjálsa, vísinda- lega rannsókn, sem síra L. H. telur leyfilega? Hér skal ekki míklu rúmi eytt til að deila um það, hvort »rangnefni« sé að kalla það alt »vantrúarguðfræði«,er kemur í bág við þá kenningu, að »öll ritningin sé trúarbók vor«. Að eins getum vér ekki bundist þess, að láta þá hugsun uppi, að örðugt muni verða að fá marga hér á landi til að sam- sinna því, að hver grein ritningarinnar eigi að vera undirstaða undir trú vorri. Flestir íslendingar munu líta svo á, sem það geti ekki aðrir kaflar verið en þeir, sem eru trúarlegs eðlis. Og vitanlega eru margir kaflar í ritu- ingunni og ýmsar hliðar á henni, sem ekki koma neinni trú við. Annars virðist oss síra L. H. sjálfur hafa fyrirfram svarað mæta vel þess- um vantrúar-aðdráttunum í 1. tölubl. •Fríkirkjunnar með eftirfarandi orðum: »Eg hneigist mjög til frjálsrar rann- sóknar á kristindóminum yfir höfuð ........ slíka rannsókn álít eg með öllu nauðsynlega til að viðhalda hinu sanna trúarlífi bæði hjá einstaklingun- um og söfnuðunum. Margir snúast öndverðir gegn allri slíkri rannsókn og skoða hana jafnað- arlega sprotna af vantrú, þar sem það þó er og hlýtur að vera eðli hinnar sönnu trúar, að vilja ekki trúa í blindni, heldur leitast við að gera sér sem ljósasta grein fyrir innihaldi trúarínn- ar og grundvelli. Komist einhver við þessa rannsókn að einhverri annari niðurstöðu en áð- ur befir kent verið eða haft fyrirsatt, og gjöri þessa niðurstöðu heyrum kunna, þá mun oftast mega heyra raddir um vantrú, guðleysi og árásir á kristindóminn. þetta er gamalt og nýtt mein í kirkjunni«. Svona fórust síra L. H. orð, áður en hann fekk tilefni til að sýnaíverk- inu ást sína á frjálsri rannsókn ritn- ingarinnar. Oss liggur við að ætla, að þau séu nú farin að fyrnast hon- um. þ>á eru að lokum mótmæli síra L. H. gegn því, að hann hafi gefið í skyn, að prestar hér á landi ættu við sældarkjör að búa. Hin hörðu uramæli, sem blað hans hefir flutt um tilraun- irnar til að bæta kjör prestanna, hafa oss skilist á þá leið, sem honum fynd- ist þjóðkirkjuprestarnir eiga að minsta kosti fullgott. Sé hann á gagnstæðri skoðun, furðar oss stórlega á þvf, að hann, jafn-mannúðlegur og vænn mað- ur og hann er, skuli geta fengið af sór að spilla fyrir þeim tilraunum. Sitt hvað — leið og takmark. Hr. ritstjóri! Jafnframt þessum lín- um fær ísafold sjálfsagt fréttir af Húsavíkurfundinum. Sá fundur lýsti yfir þeim eindregnum vilja sínum, að alþingi haldi framvegis staðfastlega fram sjálfstjóruarkröfum þjóðarinnar á grundvelli hinnar endurskoðuðu stjórn- arskrár (1886 og 1894), og að þegar á næsta þingi, eða svo fljótt sem unt er, verði samþykt stjórnarskrárfrum- varp, er fari í sömu átt, sem »stjórn- arskráin endurskoðaða«. Eg geri ráð fyrir, að ísafold muni eitthvað til muna minnast á þessa fundarsamþykt, svo að það verði að bera í bakkafullan lækinn, ef e g fer að senda henni athugaseradir um það mál. Samt get eg ekki stilt mig um það. Og það er vegna þess, að þótt eg sé þessari fundarsamþykt ósamdóma, þá lít eg samt annan veg á málið en eg geri ráð fyrir að ísafold muni á það líta. Eg er sem sé gamall »Benedikts- sinni«. Og um það, sem eg að minsta kosti tel aðalatriðið, hefi eg stöðugt verið Benedikt heitnum Sveinssyni samdóma. Og aðalatriðið fyrir mér er i n n- lend stjórn — æðsta stjórn sér- mála vorra, búsett í landinu sjálfu. Eg geri mér enga von um, að vér Is- lendingar höfum ástæðu til að vera þolanlega ánægðir með stjórnarfar vort, fyr eu öll stjórnin er komin inn í landið. íslendingar verða aldrei lengí á- nægðir með »valtýskuna« — triiið þér mér. þegar ráðgjafinn er kominn inn á þing, fá fyrst fara menn að finna til þess að marki, hvað andhælislegt 8é að hafa hann annars úti í Dan- mörku. þegar samvinna er byrjuð við hann á þinginu, þá fara menn, að minni hyggju, að finna til þess nærri því daglega, að þörf er á miklu meiri samvinnu utan þings en fengist getur með því, að hann eigi heima úti í löndum. Ekki svo að skilja, að mér standi nokkur ótti af ríkisráðinu, sem að mestri grýlucni hefir verið gert. Eigum vér á annað borð að una því, að ráðgjafi vor eigi heima úti í Kaup- mannahöfn, þá vil eg miklu heldur hafa hann í ríkisráðinu en utan þess. Sé stjórn sérmála vorraí Kaup- mannahöfn, þá geturn vér ekki með nokkuru móti afstýrt afskiftum dönsku stjórnarinnar af málum vorum, ef henni ræður svo við að horfa. Og eg vil margfalt heldur, að þau afskifti fari fram á lögbundinn hátt og í em- bættisnafni en í pukri og með undir- róðri. Ekki er mér heldur ljóst, hver fengur væri í því fyrir oss, að flæma ráðgjafa vorn út úr hópi annara ráðu- nauta konungs, gera hann að utan- veltu-rolu, sem ekki mætti gera kon- ungi grein fyrir skoðunum sínum á virðulegasta mannfundinum, sem lög- skipaður er í ríkinu. Nei. |>að er ekki ríkisráðsafskiftin, heldur fjarvist ráðgjafans, sem að minni ætlun er aðalgallinn á tilboði stjórnarinnar frá 1897. Henn- ar vegna g e t u r ekki fyrirkomulag ið, sem þá var bóðið, orðið til fram- búðar. Mér stendur á sama, þótt ráð- gjafinn verði íslenzkur og sitji á al- þingi, og þó að samgöngur aukist og ritsími komi, svo að auðveldara verði til hans að ná en nú — íslendingar verða aldreí ánægðir með það til lengdar, að láta stjórna sér frá Kaup- mannahöfn. Og ánægjan verður eins og eg sagði áðan, þeim mun minni, sem skilningurinn á samvinnu milli stjórcar og þjóðar fer vaxandi. Að alinnlendri stjórn verðum vér því að keppa. Alt annað er ný bót á gamalt fat. Fyrir það á Ben. Sveinsson heiður skilið, að hann hélt þeim kröfum stöðugt hátt á lofti. Hvað sem sögulegri lögspeki líður, þá er það réttmæt sanngirniskrafa af hálfu þessarar þjóðar, eins og a 11 r a þjóða. Osagt skal látið, hvort alfeg réttur grundvöllur er lagður með »stjórnar- skránni endurskoðuðu«. En enginn hefir enn bent á neinö betri grund- völl fyrir alinnlendri stjórn. Og þang- að til það verður gert, held eg fyrir mitt leyti fast við gamla grundvöll- inn. Eg er, í stuttu máli, sannfærður um, að hér á landi verður að kalla má stöðug óánægja með stjórnarfyrirkomu- lagið, ef ekki látlausc stjórnarskrár- rifrildi, þangað til annaðhvort »bene- dizkant eða eitthvert fyrirkomulag henni náskylt verður hér ofan á. Eg geri nú ráð fyrir, að ísafold muni segja eitthvað á þá leið, að þetta sé ekki annað en fimbulfamb, Úr því að alinnlend stjórn $é ófáan- leg, þá sé ekki til neins að vera á henni að stagast. f>ví svara eg á þessa leið: |>að má gera kröfur íslendinga um alinnlenda stjórn að fimbulfambi — fara svo illa með þær. En það má líka fara með þær á þann hátt, að þær verði að viti og vonum hygginna manna. Og því miður hefir Húsavíkurfund- urinn, að því er mér virðist, lagt sinn skerf fram til þess, að gera málið að fimbulfambi og hégóma. Mig greinir ekki á við hann um takmarkið — alinnlenda stjórn. En mig greinir stórlega á við hann um leiðina. Hann hugsar sér að ná takmark- intt sömu leiðina og fariu var, meðan Bened. Sveinsson var aðalleiðtoginn. Getur það verið, að menn séu ekki búnir að átta sig á því, að sú leið er með öllu ófær? Slíc sljóskygni er mér sannast að segja með öllu óskilj- anleg. Gætum fyrst að reynsluuni! Hver' svör fengum vér hjá stjórn- inni, meðan sú leið var farin. Afsvar, afdráttarlaust afsvar hvað ofan í ann- að — og ekkert annað. Ekki að eins afsvar um það, sem vér fórum fram á, heldur og afsvar um allar stjórnar- skrárbreytíngar, sem vér kynnum að fara fram á. Og hvernig fór þjóðinni?. Hún þreyttist; allmikið af áhuga hennar á málinu var orðið að leiðindum og von- leysi á þingmálafundunum 1895. Og hvers er líka von? Hér er að ræða um það framfaramál vort, sem að sjálfsögðu á lang-örðugast uppdrátt- ar í Kaupmannahöfn. Er nokkur von til þess, að unt sé fyrir lítilmagna að sækja jafn-torsótt mál í hendur ofjarla sinna, meðan engin samvinua og sam- komulagsleið er til önnur en skrif- stofuleiðin — meðan því fer svo fjarri, að þingið hafi tangarhald á stjórn sinni, að það fær hana ekki einu sinni til viðtals? Eða vita menn nokkur dæmi þess nokkursstaðar í veröldinni, að annað eins hafi tekist á þann hátt, sem hér er um að ræða? f>á er ekki örðugra að skilja þreytu þjóðarinnar. Hvernig á annað að vera en hún,í allri fátæktinni, þreyt- Í8t á að halda fram máli, sem áratug eftir áratug , stendur nákvæmlega í sama stað? Nei. Sé 088 það áhugamál að fá alinnlenda stjórn, þá verðum vér að feta oss áfram stig af stigi. Með engu öðru móti er það hugsanlegt. og fyrsta stigið er alveg vafalaust það, að fá ráðgjafann til viðtals á þinginu. Gerum vér það, er ekkert

x

Ísafold

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ísafold
https://timarit.is/publication/315

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.