Ísafold - 18.04.1900, Blaðsíða 1

Ísafold - 18.04.1900, Blaðsíða 1
Keraur út ýmist einu sinni eða tvisv. í vikn. Verð árg. (80 ark. minnst) 4 krv erlendis 5 kr. eða l‘/» doll.; borgist fyrir miðjan júlí (erlendis fyrir fram). ISAFOLD. Uppsögn (skrifleg) bnndin við áramót, ógild nema komin sé til útgefanda fyrir 1. október. Afgreiðslustofa blaðsins er Austurstrœti 8. XXVII. Reykjavík rniðvikuda^inn 18. apríl 1900. 21. blað. L O. O. F. 814208%. _____ Forngripasafnið opið mvd. og ld. 11—12. Landsbankinn opinn hvern virkan dag kl 11—2. Bankastjórn við kl. 12 — 1. Landsbókasafn opið bvern virkau dag kl. 12— 2 og einni stundú lengur (til kl. 3) md., mvd. og ld. til útlána. Ókeypis lækning á spitalanum á þriðjnd. og föstud. kl. 11—1. Ókeypis angnlækning á spitalanum fyrsta og þríðja þriðjud. hvers mánaðar kl. 11-1. Okeypis tannlækning í Hafnarstræti 16 1. og 3. mánud. hvers mán. kl. 11—1. Framfarir mannfélagsins. i. Fyrir nokkurum árum (1894) kom út í Lundúnum bók, sem margrædd- ara hefir orðið um víðast um hinn mentaða heim en flestar aðrar bækur á síðari árum. Hún heitir nSocial evolutiom, og höfundurinn Benja- min Kidd. Fyrsta árið urðu ensku útgáfurnar af henni 8; og síðan hefir hún margsinnis verið prentuð, og auk þess þýdd á flestar tungur Norður- álfunnar (þar á meðal loks í vetur á dönsku: »Den soeiale Udvikling«). Hver maður hér á landi, sem feng- ið hefir nokkurn veginn góða mentun, ætti að lesa þessa bók, ef hann á þess kost. Naumast getur hjá því farið, að hann fái af þeim lestri miklu ljósari hugmynd en áður um þau öfl, sem ráða framförum þjóðanua og mannkynsins í heild sinni, hvort sem hann felst á röksemdafærslu höfund- arins í öllum greinum eða ekki. Bók- in hefir sem sé einkar-mikið mentun- argildi, hvernig sem á hana er litið. Bn vitanlega verða þeir, því miður, tiltölulega mjög fáir hér á landi, sem kost eiga á að afla sér bókarinnar og lesa hana vandlega. þess vegna ætlar ísafold að flytja stutt ágrip af helztu hugsununum, sem þar er fram haldið, í nokkurum stuttum köflum. Vér vonum, að hverjum greindum manni, sem les þá kafla með athygli, muni þykja mikilsvert um þá. Breytiþróuuar-kenning Darwins er undirstaðan undir röksemdafærslu höfundarins, þó að hugsunarafleiðing- arnar verði hjá honum mjög svo á annan veg en þær, sem vant pr að að öllum jafnaði að tengja við þá kenningu. Hann gengur að því vísu, að í fyrstu hafi maðurinn verið eins og dýr að útliti, og að honum hafi veitt örðugt að verjast villidýrum, því að hann var máttarminni en margar ferfættar skepnur. þarfir hans voru þá ekki meiri en þarfir dýranna. Hanu er afar-hægfara á fram- farabrautinni. Eftir margar, margar þvisundir ára kemur þó sá tími, er farið er að rofa til í huga hans. Vopnin, sem hann beitir sér til varnar, eru haganlegri, og kænska hans í viðureigninni við ó- vini sína er meirí og af æðra tægi. En lítil eru enn áhrifin, sem hann hefir á náttúruna umhverfis sig. Eftir tiltölulega skamman tíma er enn orðin breyting, og hún dásam- legri en alt annað, sem kunnugt er um á jörðunni. Maðurinn er búinn að ná valdi yfir henni allri. Hann hefir skapað afarvíðtækan félagsskap. Dýr- in eru ekki lengur jafningjar hans og keppinantar. Jörðin framleiðir það sem honum gott þykir. Hann kei ist fyrir leyndardóma alheimsins, og not- ar þá þekkingu til þess að láta öfl náttúrunnar hlýða sér og fullnægja sínum þörfum. Og að lokum fara menn naumast að geta hugsað sér nein takmöik fyrir valdi hans. Hvernig stendur nú á þessari rnerki- legu breytingu? Aðalefni ritsins er að svara þeirri spurningu. Og höf. gerir þá fyrst grein fyrir aðalskilyrðinu fyrir öllum framförum, ekki að eins þegar um mennina er að ræða, heldur og allar lifandi ver- ur. f>etta skilyrði er sífeld barátta fyrir lífinu, stöðugur kappleikur, sem að lokum hefir þann árangur, að hinir máttarminni líða undir lok. þessi barátta hefir ávalt háð verið í mannlífinu, ekki að eins með ein- staklingunum, heldur og stórum og smáum mannflokkum, eftir að menn- irnir fóru að binda félagsskap með sér. Óeirðirnar xeð villiþjóðum nú á tímum eru dálítið sýnÍBhorn af því, er gerst hefir frá öndverðu. f>ær stafa bersýnilega af áskapaðri eðlis- hvöt. Og frá þvl er sögur fóru að fara af mannkyninu, hefir baráttan verið látlaus. Deilurnar við aðra mann- flokka hafa ávalt verið aðalatriðið, þar sem mennirnir hafa skamt verið komnir á framfarabrautina. Og eftir að menningin er komin á hátt stig, svo sem var með Babýloníumönnum, Assýrum, Persum og Forngrikkjum, er framförunum eins farið í þessu efni; ríki þeirra blómgast með því einu móti, að bera hærra hlut í viður- eigninni við önnur ríki. Og þá verð- ur þetta ekki síður sagt um Bóm- verja. þeir leggja frá öndverðu lang- mesta stund á að sigrast á öðrum þjóðum. Eftir að ríki Bómverja er liðið und- ir lok og kristindómurinn er orðinn að stórveldi í heiminum, heldur kapp- leikurinn fram eftir öldum áfram eins og áður. Hugsjónir fornaldarinnar eru enn drotnandi í hugum mann- anna, þrátt fyrir kenningar kristin- dómsins. Eftir að deilt hefir verið um yfirráðin hér í álfu, hefjast deil- urnar um yfirráðin yfir öðrum heims- álfum. I fyrstu hafa Norðurálfumenn grimd mikla þar í frammi. Englendingar hafa að öllum jafnaði haft mesta til- hneiging til að beita mannúð, og leggja nú verulega stund á það. En því mann- úðlegar, sem þeir haga sér, því hrað- ari verður eyðing hinna siðlausu mann- flokka, sem þeir eiga við. Kappleik- urinn verður að eins á annan veg. En afleiðingarnar verða í öllu veru- legu hinar sömu: hinir máttarminni verða að lúta í lægra haldi eða rýma sessv með öllu fyrir þeim, sem eru meiri máttar. Engar horfur eru á því, að úr þess- um kappleik muni draga á ókomnum tíma. '|fitalegft hafa kjörin jafnast að mjög miklum mun; þsátt fyrir alla þá eymd, sem til er meðal mentaþjóð- anna, hafa kjör fátækara hlutans smátt og smátt orðið miklu líkari kjör- um æðri stéttanna, og meðfædd einka- réttindi eru smámsaman að hverfa úr sögunni. En æðaslög lífsins eru ekki orðin linari; kappleikurinn, lífs%rátt- an er ákafari en nokkuru sinni aður. Svo ríkt er baráttu-eðlið í mannin- um, að mannfélagið getur ekki náð æðstum þroska, nema þar sem mikið verður við náttúruna að berjast. Heimsvaldið hefir ávalt verið að flytja sig norður á bóginn. Upphaflega átti maðurinn heima í heitum löndum. En lífsbaráttan varð honum of auð- veld þar. þ>ess vegna hefir þunga- miðja heimsvaldsins einlægt lent meira og meira í þeitn löndum, þar sem örð- ugra er að fullnægja lífsskilyrðunum og því meiri þörf á öðrum eins mann- kostum og þreki, hugrekki, ráðvendi. |>ær þjóðir, sem á vorum dögum hafa áhrif á mestan hluta veraldarinnar, bæði í tempraða beltinu og hitabelt- inu, eiga heima fyrir norðan 40. breiddarstig. Og þeir tveir þjóðaflokk ar, Bem ráða yfir hér um bil 46°/» eða nær helmingi af öllu yfirborði jarðar- innar, en það eru enskumælandi menn og Bússar, eiga aðallega heima fyrir norðan ðO. breiddarstig. Maunkynið getur fráleitt með nokk- uru móti komist hjá þessari örðugu baráttu. Unt er að sönnu, að gera hana æ mannúðlegri; en hitt er ekki á valdi mannkynsins, að losna við hana. |>ví æðri sem menningin er, því örðugri og ákafari verður baráttan. Engilsaxar gera sér von um,' að sá dagur muni upp renna, er öll styrjöld líði undir lok. En á friðartímunum uppræta þeir Maoríana á Nýa-Sjá- landi, Ástralíumenn og Bauðskinna; og heima fyrir verða þeir að glíma við svertingja, enska fátækralöggjöf og rangsleitnina í fyrirkomulagi mann- félagsins; þeir geta smíðað plóga úr sverðum sínum; en iðnaðartólin verða í höndum þeirra að bitrari og ban- vænni vopnum en sverðin. 111 tíðindi. Hættuleg útlend farsótt í grend við höfnðstaðinn. Eftir Guðm. Björnsson héraðslækni. Páskadagskveld voru gerð boð eftir mér frá Lónakoti í Hraunum (syðsta bæ í Beykjavíkur læknishéraði); var mér sagt, að tvö börn lægju þar fyrir dauðanum í hálsbólgu. Eg kom þang- að litlu fyrir miðnætti; börnin voru þungt haldin og því líkast sem þau hefðu barnaveiki (diphtheri); en ekki gat eg fengið nokkra ljóstýru, sem birtu bæri að gagni, og varð því að bíða dags. Kom þá í ljós, að börnin höfðu sótt þá, er kölluð er s k a r- latssótt (flekkusótt). þriðja barn- ið, drengur á 12. ári, hafði sama sjúk- dóm; en var á batavegi. Svo var mér sagt, að elzta barnið hefði nýlega far- ið inn á Alftanes og lægi þar sjúkt, sjálfsagt á sama hátt; í heimleiðinni fór eg svo út þangað, og sá, að rétt var til getið. Skarlatssótt (d. Skarlagens- feber; 1. Scarlatina) er algengur sjúk- dómur í öðrum löndum, en hefir sjald- an borist hingað til lands. Mælt er að hún hafi gengið hér árið 1669 og árið 1776, en ekki er sannað, að svo hafi verið. í lok átjándu aldar gekk útlend farsótt yfir landið 3 ár samfleytt (1797—99); eru allar líkur til þess, að það hati verið skarlats- sótt. f>að vita menn með vissu, að árið 1827 gekk skarlatssótt yfir land alt; þá byrjaði hún á Suðurlandi í apríl- mánuði — eins og nú; mest lagðist hún á börn og unglinga, enda var barnadauði það ár þrefaldur á við ár- in á undan. Síðan hefir lítið borið á þessari veiki. f>ó fluttist hún til Seyðisfjarð- ar frá Norvegi haustið 1881 og færð- ist út þaðan suður á bóginn, en þá tókst héraðslækni Zeuthen að stemma stigu fyrir henni með öflugri sam- gönguvarúð; hann ritaði og lýsing á veikinni og lét prenta varúðarreglur við henni (Sbr. Lögfr. II, 56.). Að því er snertir uppkomu veikinn- ar í þetta skifti hefi eg skki annað fyrir mér í svipinn en sögu bóndans í Lónakoti. Hann hefir verið til sjó- róðra suður í Höfnum, að Kalmans- tjörn. þaðan hafa menn iðulega farið út í botnvörpushipin ensku. Fyrir rúmum 3 vikum sýktist einn af vin- um botnverpinga, var þungt haldinn f viku, en fór úr því að hressast; töldu menn að hann hefði hálsbólgu. f>á tóku sömu sótt tveir drengir á bæn- um; var annar þeirra sonur Lóna- kotsbóndans; þá er þeir höfðu legið í viku, flutti bóndi son sinn sjúkan heim til sín að Lónakoti; þeir komu heim mánudaginn eftir pálma um miðjan dag. Daginn eftir fór dóttir bónda, til spurninga inn að Görðum og náttaði sig í Hliðsnesi; snemma á miðvikudaginn varð hún skyndilega veik og er enn rúmföst; enn á bóndi tvö börn heima, dreng 7 vetra og stúlku 6 vetra; þau sýktust bæði á skírdag og til þeirra var mín vitjað páskadagskveldið. f>egar í stað hefir verið girt fyrir allar samgöngur við heimilin Lónakot og Hliðsnes. Landlæknir hefir einn- ig sent mann gagngert til héraðslækn- is í Keflavík og gert honum viðvart um þennan faraldur; má því búast við fréttum úr Höfnunum áður langt um líður; en því miður er hætt við, að veikin sé komin víðar þar en hér innar frá. Auðvitað verður öllum brögðum beitt til þess, að stemma stigu fyrir nenni. Skarlatssótt er vond veiki, en þó misjöfn; eru tímaskifti að því, hversu þungt hún legst á fólk. f>au eru þungt haldin, börnin, sem eg hefi séð, og því fremur von á illu, ef sóttin færist út. Yfirleitt er skarlatssótt verri veiki en mislingar. Fyrstu sjúkdómseinkennin eru þessi: skyndileg kalda eða hitaflog, höfuð-

x

Ísafold

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ísafold
https://timarit.is/publication/315

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.