Ísafold - 18.04.1900, Qupperneq 3
83
H. Th. A. Thomsens og W. Fischers;
og skonn. »August« (78 smál., skipstj.
Drejö) frá Khöfn með ýmsar vörur til
H. Th. A. Thomsen.
--- » má -\—
Um fátækramál
Og
þurfamannastofnanir.
i.
Um sveitarþyngsli og fátækramál
hefir verið rætt og ritað, jafnvel meira
en um nokkrfrt annað mál her á landi.
Fyr og síðar hafa menn fundið til þess,
að ýmsir annmarkar væru á fátækra-
löggjöfinni, og að einhverra ráða þyrfti
að leita til þess, ef unt væri, að draga
úr hinum miklu sveitarþyngslum.
þetta er engin furða, er þess er
gætt, að fátækraskatturinn er óefað
hinn langþyngsti og tilfinnanlegasti
skattur, sem á þjóðinni liggur. Og
þótt hann sé nokkuð misjafn í hrepp-
unum, verður eigi annað sagt en að
hann taki alstaðar drjúgum blóð.
Samkvæmt Landshagsskýrslunum um
árið 1897 voru aukaútsvörin 1895
206,271 kr. á öllu landinu. Tala þeirra,
er borguðu til sveitar sama ár, var
15,383. Sveitarómagar voru þá 1989,
þurfamannaheimili 301, en samtals
2390 þurfalingar. þó var tala þurfal-
inga þetta ár lægri en hún hafði ver-
ið áður um langan tíma, eða síðan
1850. En um 1871 var talan það
hæst, er hún hefir orðið á þessari
öld.
Fátækraframfærið, sem gengið hefir
beinlínis handa þurfamönnum, skift-
ist niður á hvern þurfamann, gjald-
anda o. s. frv. þannig:
1891 1893 1895
kr. kr. kr.
Fátækraframfæri . . . 170,923.oo 169,807.oo 157,622.oo
á hvern þurfamann . 50.8 (.6.7 66..
gjaláanda . 12.i 12.8 10.8
landsbáa . . 2.4 2.4 2.i
Við þessa fúlgu, fátækraframfærið,
bætast svo óvisx útgjöld sveitarsjóð-
anna, sem námu hin sömu ór því, sem
hér segir :
1891 .... 141638 kr.
1893 .... 182175 —
1895 .... 151941 —
Um þessar tölur er komist svo að
orði í Landshagsskýrslum árið 1897:
»Sjólfsagt eru gjöldin til fátækra
meiri í raun og veru en hér er talið,
því bæði er ómagameðlagið sjálfsagt
minna en það kostar í raun og veru
að halda sveitarómaga, og svo telja
hrepparnir undir óvissum útgjöldum
flest annað en fast ómagaframfæri,
svo sem allan annan sveitarstyrk, lán,
greftrunarkostnað sveitarómaga og fá-
tackraflutninga«.
Samkvæmt ofangreindum tölum
komu 10—12 kr. á hvern gjajdanda,
og virðist það ífljótu bragði ekki ýkja-
hátt. En hér er þess að gæta, að
þetta er reikningsleg jafnaðartala eða
eins konar meðaltal, sem kemur á
hvern gjaldanda. Hins vegar er það
öllum kunnugt, að fátækraútsvörin
koma afarmisjafnt niður, bæði á sveit-
irnar og ekki síður á gjaldendur. I
mörgum hreppum eru það tiltölulega
fáir menn, er bera meiri hluta byrð-
arinnar. Hinir gjaldendurnir greiða
að eins örfáar krónur hver og oft
miklu minna en hér er kallað meðal-
tal. þess eru aæmi, að 6—8 bændur,
í sveitum með 60—80 gjaldendum,
bera alt að helmingi allra útgjalda
hreppsins. þeir, sem búa bezt eða
komast helzt áfram, eru látnir gjalda
þess með því, að á þá er lagt þeim
mun meira. Hins vegar er þeim hlíft,
sem miður búnast, þótt það oft sé deg-
inum ljósara, að það er þeim sjálfum
að kenna.
Fátækragjaldið er því ekki einungis
þyngsti skatturinn, er á þjóðinni ligg-
ur, heldur einnig oft og einatt sá lang-
ranglátf.sti og ósanngjarnasti. það er
því alls engin furða, þótt menn kvarti
sáran undan þessum gjöldum, og vildu
fegmr fá dregið úr þeim, ef þess væri
kostur.
Hin síðari ár hafa umræðurnar að-
allega lotið að því atriði fátækramóls-
ins, hvernig bezt væri að ákveða sveit-
festi þurfalinga og um fátækraflutning-
ana. Sumarið sem leið voru fyrir þing-
inu 2 frumvörp þar að lútandi, en hvor-
ugt náði fram að ganga. Sumirhalda
því fram, að maðurinn skuli eiga þar
framfærslu, er hann dvelur, þá er
hann fyrst þarf hennar með. Aðrir
vilja, að fæðingarhreppurinn anmst
þurfalinginn, og enn aðrir, að maður-
inn eigi þar sveit, er hann hefir dval-
ið lengst á bezta skeiði æfinnar. Enn
er eigi séð til fulls, hvert af þessu
verður ofan á í framkvæmdinni, því
svo virðist, Bem hver af þessum stefn-
um hafi töluvert fylgi. En ekkiþætti
mér ólíklegt, að dvalarsveitin verði
ofan á með tímanum, enda hefir það
fyrirkomulag ýmsa mikilsverða kosti,
eins og bent hefir verið á áður, bæði
af síra þorkeli Bjarnasyni og fleirum.
f>ótt samin yrðu lög um það, að
hver maður eigi þar framfæri, sem
bann hefir seinast átt lögheimili, er
hann verður sveitarþurfi, þá mundi
það ekki hafa stórvægilega breytingu
í för með sér, að því er sveitarþyngsli
snertirí heild sinni. f>ví skal ekki neit-
að, að nokkuð kynni að vinnast við
breytinguna, hvað sveitarþarfirnar á-
hrærir. Og víst er um það, að kostn-
aðurinn við fátækraflutningana mundi
færast niður að mun, ef sveitfestinni
yrði breytt í þetta horf. En aðalat-
riðið f frumvarpi því, er síra þorkell
Bjarnason er höfundur og flutnings-
maður að, er mannúðin, og að afstýra
miður góðri meðferð á þurfamönnum.
þessi hugsun frumvarpsins er mjög
virðingarverð og mikilsverð, og hlýtur
hver rnaður að veita henni fylgi sitt.
En um leið og þessu er haldið fram,
væri nauðsynlegt að finna ráð til þess
að mínka sveitarþyngslin, og gera þau
saungjarnari en þau eru.
En vel má vera, að þau ráð séu
vandfundin og erfið til framkvæmda.
Með breytingu þeirri á sveitfestinni,
sem minst hefir verið á, má telja víst,
að meiri sanngirni fáist en nú er 1 út-
gjöldum til þurfalinga. En þótt eitt-
hvað breyttist til batnaðar í því efni
— og það þarf ekki aðefa, —þágæti
það samt ekki breytt að miklum mun
því ástandi, sem er.
Til þess að geta betur áttað sig á
því, hvað tiltækilegast muni að gera,
til að draga úr kostnaði við framfærslu
þurfamanna og gera hann jafnari og
sanngjarnari, þarf að athuga, hverjar
eru orsakir sveitarþyngslanna, og hvers
konar menn það eru, sem gerast þurfa-
lingar.
í ritgerð um fdtœkramálefni í And-
vara (22. árg., 1897) telur síra þorkell
Bjarnason orsakirnar til sveitarþyngsl-
anna vera þær, er nú skal greina:
1. Fátækt landsmanna og atvinnuleysi,
auknar þarfir og óþörf eyðsla.
2. Áhugaleysi og getuleysi ungra
manna að efnast og safna. þar
með tilheyrir prjál og eyðsla áður
óþekt, öreigagiftingar, ómenska og
margt fleira þessu líkt.
3. Vond sveitarstjórn og ódugleg; en
af því leiðir, að sveitarsjóðirnir tapa
stundum fó, og menn gerast þurfa-
lingar að óþörfu.
Amtmaður Páll Briem skiftir öllum
þurfamönnum í 3 flokka í ritgerð sinni
nNokkur landsmáU o. s. frv. í And-
vara (15. árg., 1889). Hann segir:
»í fyrsta flokki ættu að vera börn,
sjúklingar og þeir, sem fyrir slys og
önnur ófyrirsjáanleg atvik verða þurf-
andi, t. a. m. ekkjur, sem missa menn
sína frá ungum börnum o. s. frv. þess-
ir þurfalingar eru guðsþakkamenn, og
það er athugavert, hvort sveitarstyrk-
urinn ætti að haf v. réttarmissi í för
með sér fyrir nokkurn af þessum
mönnum«.
»í öðrum flokki viljum vér telja þá,
sem fara á sveitina án þiss að ófyrir-
sjáanleg atvik séu orsök til þess.
þe8sir menn hafa sýnt það, að þeir
kunna eigi að fara með efni sín eða
persónulegan vinnukraft. þeir kunna
eigi að ráða sér sjálfum, og því á
fyrsta afleiðingin að vera sú, að þeir
missi rétt til að ráða yfir öðrum ...
þar sern þeir enufremur eigi hafa kunn-
að að fara með efni sín og persónu-
legan vinnukraft, þá eiga þeir eigi
lengur að hafa full ráð yfir þessu.
Sveitin, sem veitir þeim styrk til að
sjá fyrir sér og sínum, á að hafa hönd
í bagga með þeim, og sveitarstjórnirn-
ar eiga að hafa rétt til að setja þeim
fjórróðamenn, sem hjálpi þeim og
styðji þá til að hagtæra efnum sínum
og verja vinnukrafti sínum vel«.
»í hinum þriðja og síðasta flokki
má telja þrjózkufulla letingja, drykkju-
rúta, landshornamenn og þess konar
fólk. |>essir menn eru alveg eins mik-
il átumein fyrir mannfélagið og marg-
ir afbrotamenn, og það á að tyfta þá
til að fullnægja sjálfshjálparskyldunni
með þvingunarvinnu í húsum, þar
sem þeir eru undir aga, og þar sem
þeir eru betraðir«.
f>ví næst minnist höf. á að stofna
þvingunarvinnuhús í Keykjavík, þar
sem þessir menn væru látnir höggva
grjót til húsabygginga eða rækta mýr-
arnar og holtin í kring um Reykjavík.
jþað er víst enginn efi á því, að slík
stofnun myndi gera stórmikið gagn,
og hafa áhrif á hugsunarhátt alþýðu;
en ein stofnun nægir alls ekki, að
minni hyggju; þær þyrftu að vera
fleiri, og um land alt.
í næsta blaði verður minst nónara
á þessi þurfamannavinnuhæli, og hver
áhrif þau mundu hafa á hugsunarhátt
alþýðu og framfærslu þurfalinga í heild
sinni.
S. S.
Bauatilræði
við prinzinn af Wales.
f>að bar til 4. þ. m. í Briissel, höf
uðborginni í Belgíu, að skotið var þá
á prinzinn af Wales, konungsefni
Breta. Hann var þar á ferð sunnan
af Frakklandi, frá Miðjarðarhafi, og
þau hjóu bæði, Alexandra prinzessa og
hanD, áleiðis til Kaupmannahafnar á
fund Kristjáns konungs vegna afmæl-
Í8 hans 8. þ. m. Járnbrautarlestin,
sem þau óku með, var að leggja á
stað. pá stökk unglingspiltur upp á
vagnskörina með marghleypu í hendi
og hleypti af inn um vagngluggann;
miðaði á prinzinn, en hitti ekki.
Skotið fór út um hina hliðina á vagn-
inum. Oðru skoti fekk hann hleypt
af áður hann yrði höndlaður, en það
fór á sömu leið.
Sipido heitir hann, þessi piltur, og
er 16 vetra gamall, iðnsveinn, tin-
smiður, all-lítilsígldur og tældur til
verksins eða hræddur af sér verri
lagsmönnum sínum eldri. Játaði þó
áform sitt að verða prinzinum að
bana, »til hefnda fyrir aðfarir Breta
við Búa«, en æsingur mikill í blöðum
í Belgíu áður, með því að Belgar eru
Búum mjög hliðhollir.
f>au hjón héldu áfram ferð sinni,
svo sem ekkert hefði í skorist. En
fagnaðarkveðjur dundu yfir prinzinn í
öllum áttum víðsvegar um heim.
Hann er og maður mjög vel þokkað-
ur, ljúfmenni mikið og talinn all-
frjálslyndur.
Fimm sinnum hefir móðir hans,
Viktoría drotning, orðið fyrir líku til-
ræði sína stjórnartíð, en aldrei sakað
neitt.
Strandgufub- »Hólar«,
kapt. Jacobsen, kom loks annan í
páskum, 2 dögum eftir að hann átti
að leggja á stað héðan í fyrstu strand-
ferðina. Töfinni olli kyrrsetning báts-
ins í Leith fyrir 4 óra gamla yfirsjón
í landhelgi við England, ásigling á
dróttarbát í Blyth; en þá áttu Norð-
menn »Hóla« og skipstjóri annar. Bát-
urinn átti kost á að losna þegar gegn
ábyrgð. En henni vildi Gufuskipafó-
lagið sameinaða skjóta sér undan og
koma henni á fyrri eiganda bátsins, og
varð úr því svona löng rekistefna, er
lauk svo, að félagið tók á sig ábyrgð-
ina, sem það virðist hefði átt að gera
undir eins, að geymdu endurgjaldstil-
kalli á hendur fyrri eigandanum. Á-
byrgðin nam að sögn 1300 pd. sterl.
Vegna ofviðris tafðist skipið einnig
nokkuð hér undir Meðallandi, 18 stund-
ir.
Með skipinu kom Ólafur kaupm.
Árnason á Stokkseyri með frú sinni
og verzlm. Grímur Laxdal frá Vopna-
firði.
Báturinn lagði á stað í morgun
austur með nokkuð af farþegum.
Strandguíub »Skálholt«
var um það leyti að leggja á stað
vestur, er fyrst sást.til Hóla, en beið
þeirra þá og fór ekki fyrr en kl. 3,
annan í páskum. Með Skálholti fór
töluvert af farþegum.
Læknaskipan-
Landshöfðingi hefir enn fremur veitt
9. þ. m. þessi 6 læknishéruð, mönn-
um, sem þar hafa þjónað áður sem
aukalæknar: Skipaskaga Ólafi Fm-
sen; Ólafsvíkur Halldóri Steinsen;
|>ingeyrar Magnúsi Ásgeirssyni;
Höfðahverfis Sigurði Hjörleifssyni;
Grímsness Skúla Árnasyni; Beiu-
fjarðar Ólafi Thorlacius. |>að er
(Berufj.) með 1300 kr. launum; hin
öll með 1500 kr. Tveir þessara lækna
eru háskólakandídatar: Magnús Ás-
geirsson og Sig. Hjörleifsson; hinir
læknaskóla.
f>au eru eftirlaunalaus, öll læknis-
embættin, sem landshöfðingi veitir.
V etrarlok.
Haldi viðlíka hagstæð tfð áfram hér
það sem eftir er síðasta ársins á öld-
inni, eins cg það sem af er, þá má
segja að hún skilji mjög vel við oss
að því leyti til. því vægari vetur en
sá, er nú kveður oss, í dag, muna
ekki elztu menn; það er líklega blíð-
asti veturinn á allri öldinni. Svo
segir, Páll Melsteð, maður nær níræð-
ur og manna gagnfróðastur á það, er
hún hefir látið fram við oss koma.
Hefir hvorttveggja farið saman, snjó-
leysi og frostvægð.
Mjög skiftir í tvö horn nú sem oft-
ar um vetrarfar hér og annarsstaðar f
Norðurálfu norðanverðri og austan.
f>ar hefir verið einhver mesti snjóa-
vetur í manna minnum, ög frost einn-
ig í meira lagi. Hefir hlotist af því
mikill farartálmi og almennur á járn-
brautum, og siglingateppa töluverð af
ísalögum.
Til dæmis um mikil snjókyngi er
það í frásögur fært frá Kristjaníu, að
daginn eftir jafndægur, nú í f. mán.,
var mannhæðar snjór á borgarstræt-
um þar sumstaðar. En 1000 verk-
manna með nær 300 hestum og vögn-