Ísafold - 25.04.1900, Side 3

Ísafold - 25.04.1900, Side 3
06 voru þeir prófaðir í mælingum með sjött- ungsmæli. í prófnefnd voru, auk forstöðumanns skólans, M. F. Bjarnasonar, prestaskóla- kennari Eiríkur Briem, valinn af bæar- stjórn Reykjavíkur, eins og að undan- förnu, en hinn var premierlautinant L. Y. 0. Tvermoes, fyrirliði á varðskip- inu Heimdalli, valiun af stiftsyfirvöld- unum, en skipaðir af landshöt'ðingja; hann var og skipaður oddviti nefndar- innar. Prófsveinarnir hlutu þessar einkunnir: stig. 1. Sigurjón Y. Árnason (Rangvs.) 62 2. Björn Hallgrímsson (Mvrdal) . 60 3. Björn Helgason (Svínadal) . . 59 4. Finnbogi Finnbogason (Seltj.n.) 59 5. Jón Þórðarson (Isafj.s.) . . 59 6. Sigurður Sumarliðason (Garði). 59 7. Sigurður Þórðarson (Kjósars.) . 57 8. Eyvindur Eyvindsson (Eyrarb.) 56 9. Hrómundur Jósefsson (Akran.) 55 10. Jón Antonsson (Reykjav.) . 55 11. Árni Guðmundsson (Reykjav.). 54 12. Guðmundur Jörundsson(Hrísey) 54 13. Stefán Daníelsson (Húnavs.) . 54 14. Þorgrímur Jónsson (Reykjav.) . 54 15. Páll Þorst. Matthíasson (Arnf.) 54 16. IngimundurPéturssou(Barðastr.) 54 17. Tryggvi Björnsson (Rvík) . . 54 18. Jóhannes Sveinsson (Rvík) . . 53 19. Ingólfur Lárusson (Barðastr) . 53 20. Einar Einarsson (Kjós) ... 53 21. Oddur Guuðmundss(Skaftafs.) . 52 22. Hálfdán Hálfdánarsou (ísafjs.). 51 23. Eiríkur Jónsson (Rvík) . . 50 24. Arnór Gíslason (Akran.) . . 50 25. Jón Jónsson (Njarðv.) ... 50 26. Kristinn Brynjólfsson (Engey). 50 27. Þorbergur Steinsson (Dyraf.) . 49 28. Jón Sigurðsson (Gullbr.s.) . . 49 29. Pétur Bjarnasor. (Strandas.) . 48 30. Ólafur Þórðarson (Rvík) . . 44 31. Jón Helgason (Akran.) ... 43 32. Kristmundur Eysteinsson(Hafnf.) 34 33. Guðm. Gíslason (Skagafjs.) . 32 34. Guðm. V. Sigurðsson (Rvík) . 30 35. Erlendur Guðmundsson (Rvík) 26 Hæstur vitnisburður við þetta próf er 63 stig og til að standast prófið þarf 18 stig. Ennfremur verður hið meira stýri- mannapróf haldið við skólann þetta ár °g byrjar 15. maí ; ganga 2 af læri- sveinum skólans undir það. tíkólinn tók því þegar til starfa aftur eftir hið ttinna próf og heldur áfram þar til r,|eira prófitm er lokið eða fram yfir 20. ntaí í vor. Yfirvald sraánað. Landsyfirréttur dæmdi Arnbjörn kaupm. Ólafsson í Keflavík 2. þ m. 1 200 kr. sekt eða 60 daga einf. fang- elsi til vara samkvæmt 102 gr. hegn- ingarlaganna — fyrir að vaða upp á embættismannrneð smánunum, skamm- aíyrðum eða öðrum meiðandi orðum, þegar hann er að gegna embætti sínu, j sbr. 103. gr. (emb.maðurinn gefur með röngu atferli sínu tilefni til brots- res). það var sýslum. í Kjósar- og Gull- bringus., Fr. Siemsen, sem kærði hafði vaðið upp á með mjög óvirðandi orð- Utri úti f botnvörpuskipinu »Cuckoo« sept. 1898, er var að veiðum í landhelgi í Garðsjó, en sýslumaður þar kominn tii þess að reka landsréttar gegn skipstjóra, og hafði þá ávítað rnbjörn, er hann hitti fyrir á skip- mu, með þessum orðum eða því lík- um „þer eruð þ4 hér; þér ið skámmast yðar- „t i , . f ’ g skal bitta yður semna«. J Setudómari í hóraðivar m diktsson málfærslumaður 0g Var dóm- urinn hálfu vægari hjá honum (ioo kr 30 dagar). Málskostnaður allur lagður 4 kærða 1 báðum dómunum. Skarlatssóttin. Bæirnir tveir, sem víst er um að sótt þessi hefir komist á, LÓDakot og Hliðsnes, eru.. enn í sóttvarnarhaldi. Drengurinn í Lónakoti, 7 vetra gamall, sem sagður var í síðasta blaði miklu nær dauða en lifi, lézt í fyrra dag snema morguns og var jarðaður í gær í Görðum undir umsjón héraðs- læknisins. Stúlkunni á Hliðsnesi að batna, og fleiri ekki veikst þar, enda munu engin börn vera á bænum önnur. Hór- aðslæknir hefir vitjað hennar tvívegis. Hinum börnunum í Lónaketi sömu- leiðis heldur að batna, og fleiri ekki veikst þar. þangað hefir héraðslækn- ir farið 4 vitjunarferðir. Ferð landlæknis Landlæknir skýrir 1 gær ísafold svo frá siuni ferð, er hór segir : Herra ritstjóri! Hinn 21. þ. m. fór eg suður í Hafnahrepp til þess að kynna mér heilsufarið þar syðra og kom eg aftur í gærkveldi. Eg fór fyrst í Keflavík og að morgni hins 22. fór eg ásamt héraðslækni þórði Thoroddsen suður í Hafnir. í Kotvogi og Kirkjuvogi og á bæunum þar voru allir, bæði börn (42 að tölu) og fullorðnir, ýrískir. Skoðaði eg þar börnin og höfðu þau öll verið frísk, fór eg síðan að Junkaragerði; þar voru 6 börn á aldrinum 1—7 ára, öll frísk nema 1 barn, sem um hálfgn mánuð hefir verið lasið af vanalegri kverka- bólgu, en er nú í afturbata, þótt tungu- kirtlarnir og úfurinn sé enn bólginn að mun; hörund þess var alveg hreint’ og hefir svo verið eftir sögn móður þess; ekkert hreistur var á því; sat það uppi í rúmi sínu, engin sóttveiki var í því og sagði móðirin, að sér hefði virst svo, sem engin sóttveiki hefði verið í því með hálsveikinni; þar var og annað barn á gólfinu með hinum börnunum og hafði það um tíma kent hálsveiki, en alls enginn út- sláttur hafði á það komið og var eigi heldur neitt hreistur á því; eg skoð- aði upp í barnið og var þroti í öðrum tungukirtlinum. þess skal getið, að kláði var á börnunum. þaðan fór eg að Kalmanstjörn; voru allir frískir á bænum. þar varmérskýrt frá, að Lóna- kotsdrengurinn hefði komið þangað gangandi fimtudagskveldið kl. 8 29. marz; slagviðri var og rok þennan dag; drengurinn allur blautur og þreytt- ur, var lumpinn og vildi ekki eta; svaf um nóttina hjá Ingvari bórda; daginn eftir enn sama lympan í drengnum og hann hafði enga matarlyst; næstu nótt vaknaði hann með uppköstum og var öllum ilt og fór að kvarta um að sér væri ilt í hálsi og fór ekki á fætur; næstu nótt svaf hann hjá föður sínum og fór þá að þrútna undir kjúlkaborð- unum og í andliti(P); lá nú drengurinn í rúminu til 7. apríl; fór þaDn dag á fætur um miðdegið og 8. apríl inn eftir með föðum sínum að LóDakoti; sagðist þá enn vera lumpinn; norðan- kalsi var á leiðinni inn eftir og héldu þeir feðgar alla leið og komu hvergi við nema í Hvassahrauni. Eftir bréfi frá föður drengsins tilíngvars bónda, dags. 1. á páskum, leið drengnum vel alla leið, nema hann var þreyttur af að ríða. Tveir sjómenn á Kalmanstjörn, 25 ára og 19 ára, hafa sofið í sama rúmi og við sömu rúmföt eins og drengurinn alt af síðan hann fór og hafa til einkis lasleika fundið. Ejórum dögum eftir að Lónakotsdrengurinn kom að Kalmanstjörn var sonur Ing- vars, 9 vetra gamall, lasinn af kverka- bólgu og var við rúmið í 2 daga, og þá albatnað; enginn útslátiur hafði á hann komið; eg skoðaði drenginn; hann var frískur og á ferli, og var ekkert hreistur á honum. Fór eg BÍð- an að Merkinesi, skoðaði börnin; voru þau öll frísk og befir ekkeft þeirra verið lasið og heidur enginn fullorð- inn. Á heiinleiðinni koin eg að Hvassahiauní; þar voru 7 börn, öll frísk og engiun fullorðinn lasinn. þegar Lónskotsbóudinn kom að Hvassanrauni, fór hann ekki inn með drenginn, en hann lá úti í túm, á meðan faðir hans var inni«. Búast má við, að almenningur eigi bágt með að átta sig á þessu máli og þyki sem læknunurn beri ekki vel saman. En svo er þó að eins fljótt á litið. þeir hafa rannsakað sitt hvor, hér- aðslæknir G. B. og landlæknir (asamt héraðsl. |>. Th.). Landlækmr hefir ekki, komið á skarlatssóttarbæina 2 hér inn frá, og héraðslæknir G. B. ekki komið suður í Hafnir. Sannað er þaö fyrst og fremst, að sóttin, skarlatssótt, hefir gengið á margnefndum 2 bæum, Lónakoti og Hliðsnesi. Og álykta verður af því, að í sömu veikinui hafi Lónakots- drengurinn legið á Kalmanstjörn; það er ákaflega ósennileg ímyndun, að annað hafi að honum gengið þar heldur en eftir að hann kom heim til sín og héraðslæknir sá hann með skarlatssótt; frásögn Kalmanstjarnar- fólksins þar að lútandi, sem landlækn- ir að eins hermir ummælalaust, verð- ur ekkert á bygt í gagnstæða átt. þá koma veikindin á hinum börn- unum í Kalmanstjarnarhverfinu. Hugsanlegt er vitaskuld, að annað hafi að þeim gengið en Lónakots- drengnum, þótt ólíklegt sé það, og eins hitt, að útgerðarmanninum, er mök hafði haft við botnverpinga og legið hafði eftir það 1|- viku á Kal- manstjörn, áður en Lónakotsdrengur- inn kom þar, hafi að eins verið ilt í hálsi; líkindin fara þó í hina áttina, með því að óskiljanlegt verður að öðr- um kosti, hvernig Lónakotspilturinn gat fengið sóttina. Hins vegar verður og að telja sann- að, eftir rannsóknarferð þeirra land- lækms og héraðslæknis þar, að nú gangi engin skarlatssótt í Höfnunum eða hafi ekki gengið þá er þeir voru þar á ferð. Hvað áður hafi verið, verður þó ekkert um dæmt með vissu, með því að þar hafa menn að eins sögusögn sveitarmanna sjálfra, er bú- ast má við að ekki þekki veikma. Enginn læknir skoðaði útgerðarmann- inn, 8em lá á Kalmanstjörn né held- ur heimabörnin þar í hverfinu, meðan þau voru veik. Og að tveir menn hafa sofið við rúmföt Lónakotspiltsins á Kalmanstjörn, en ekki sýkst, virðist ekki hafa neina sönnun í sér fólgna, með því að þeir eru mjög margir, segja læknar, sem fá alls ekki veiki þessa, bvernig sem á stendur, og það einkum vaxið fólk, auk þess sem menn þessir geta hafa fengið haua fyrir 13 árum; þá voru þeir börn, og þá (1887) gekk veikin hér um land, að dómi sumra lækna að minsta kosti, þótt aðrir nefndu þá landfarsótt „rauða hunda«. það er í stuttu máli, að þetta, að veikin gengur ekki í Höfnunum nú sem stendur, sannar hvorki, að hún hafi ekki stungið sér þar niður áður, fyrir skömmu, né heldur hitt, að bÚD gjósi þar ekki upp aftur, — liggi að eins niðri um stund. Hitt er ólíklegt, að hún sé mjög næm í þetta sinn, úr því hún fer sér ekki braðara en þetta, hafi hún verið þar á ferð, og pótt hún legðist svona þungt á Lónakotsbörnin — dró eitt þeirra til bana. Gera má ráð fyrir, og ganga að því vísu, meira að segja, að þetta, sem nú hefir gerst í þessu máli, verði öflug áminning fyrir alla hlutaðeigendur til þess að vera á varðbergi, ef á sótt- inni bryddir framar í þetta sinn. Búa-sigur eiin. Blöð bárust hingað fyrir fám dög- um, frá 12. þ. m., skírdegi, og er þar sagt frá nýum Búa-sigri enn, og hon- um meiri en tvö skiftin næst á und- an, 31. marz og 4. apríl. Eiga Búar að hafa einangrað eina mikla sveit af liði Breta, 7. þ.m., eigi færri en 1500 manna, 2—3 dagleiðir austur frá Blomenfont- ein. Af Bretum féllu eða urðu sárir til óvígis 600, en 900 höndum teknir. Svona hefir sagan borist frá Búum, en engin tíðindi komin frá Bretum (Róbert8), og því varlega að treysta henni ekki til fulls að svo komnu. Veikindi á ísafirði og manndauði. Nýkominn vestanpóstur flytur frétt- ir um megn veikindi á Isafirði, ill- kynjað magakvef og taugaveiki nú upp á síðkastið. D á i ð hafa úr þeim veik- indum Magnús kaupm. S. Arnason, uppkomin dóttir Þorvaldar próf.Jóns- sonar, Olöf að nafni, — lézt 11. þ. m., hafði legið 3 vikur — og nokk- uð fleira ungt fólk. Margir liggja. Spítalinn fullur. Þar að auki lá þar á höfninni norð- lenzkt skip, þar sem skipshöfnin var öll veik af i n f 1 u e n z a, er ganga mun austanlands og norðan. Skipverjum bannað að koma á land. Sigliog. Laugardag 21. þ. m. kom frá Khöfn til J. P. T. Brydes verzlunar gufu- skipið »ísafold«, 156 smálestir, kapt. Jensen, með alls konar vörur; fór í gær morgun upp í Borgarnes. I fyrra dag kom sömul. frá Khöfn kaupfarið „Ragnheiður«, 72 smál., kapt. Bonnelykke, með ýmsar vörur til W. Christensens. þá kom í gær frá Englandi kugg- urinn »Litla-Rósa«, 54 smálestir, kapt. William Mobbs, með múrstein og salt til kaupm. B. Kristjánssonar, er mun hafa keypt skip þetta og ætla það til fiskiveiða; eg sömuleiðis seglskipið »Anna« (88, Rasmussen) með ýrasar vörur til H. Th. A. Thomsens-verzl- unar frá Khöfn. Póstskipið Laura ókomið enn, mvd. kl. 6 síðdegis. Fréttist þó með ísafold um daginn, að það hefði átt að leggja á stað á réttum tíma frá Khöfn eða 13. þ. m.; Isafold fór daginn áður. rrmmximmiimaxLm Næsta blað fyrir helgi. j hefir tapast. Skilvís finn- ' andi skili því í afgr. ísaf. Nýprentud; Reikniiigsbók eftir Eirík Briem. Annar partur (þriðja prentun). Rvík 1900. — Kostar innb. 60 a. Fæst hjá bóksölunr hér í bænum og síðar í vor út um land; en aðal- umboðssölu hefir Sigfús Ey mundsson. Þetta eru nokkrar (3) arkir framan af II. parti, er áður var; hitt bíður seinni tíma.

x

Ísafold

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ísafold
https://timarit.is/publication/315

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.