Ísafold - 28.04.1900, Side 3
manna og silfurvina. Dewey (djúi)
aðmíráll, sigurvegarinn frá Manilla,
hættur við að gefa kost á sér.
Sýninguna miklu í París vígði Lou-
bet forseti laugardaginn fyrir páska,
eins og til stóð. En ekki var hún
nærri fulltilbúin samt, og þóttust menn
gabbaðir, er þangað vitjuðu um pásk-
ana.
Skarlatssóttin.
Menn mega ekki að svo komnu
»hugga sig við, að sýki þessi muni ekki
breiöast frekar út«.
Menn mega án nokkurrar efablendni
reiöa sig á það,
1) að skarlatssótt hefir verið í Lóna-
kotsbörnunum, og
2) að Guðjón, eldri sonur Hallgríms
i Lónakoti, tók sóttina suður í Höfn-
nm, eftir að hann hafði dvalið þar 2
eða 3 daga; lá hann þar (að Kalmans-
tjörn) vikutíma í sóttinni, en þá flutti
faðir hans hann heim, mánudaginn eftir
pálma, og nú veiktust hin börnin von
bráðar.
Þar sem maður hefir legið í skarlats-
sótt, þar getur sóttkveikjan lifað vikum
saman og jafnvel mánuðum saman í
húsum og fatnaði — einkum þar sem
engin sótthreinsun hefir farið fram.
Þess vegna getur svo farið, að skar-
latssóttin komi aftur upp í Höfnunum.
Að vísu veit eg, að héraðslæknirinn í
Keflavík muni hafa nákvæmar gætur á
Hafnahreppi fram eftir sumrinu; bans
var ekki vitjað að Kalmanstjörn til
Guðjóns litla og þess vegna alls ekki
honum að kenna, þó að drengurinn
slyppi hingað inn eftir. En þetta. getur
aftur borið við, að einhver taki sóttina
þar syðra og komi hingað inn eftir án
þess, að læknir hafi séð hann.
Þess vegna ræð eg almenningi í
Keykjavíkurhéraði, að hafa í minni ráð
mín og bendingar, sem út komu í 22.
bl. Isafoldar.
Guðm. Björnsson
hóraðslæknir.
Það er vafalaust iiyggilegra, að
skjóta ekki skolleyrum við þessari á-
minning hóraðslæknis vors. Veikin vof-
ir hér yfir jafnt fyrir því, hvað sem
líður uppruna hennar, sem sumir eru
nú farnir að gizka á að gæti verið að-
fengin föt (í Lóuakoti) eða þá að sóttin
hafi borist þangað í brét'i frá Vestur-
heimi, er konan þar á að hafa fengið
nýlega frá systur sinni, sem bauð
til sín drengnum 7 vetra, sem nú er
dámn; hvorugt segja læknar óh
andi.
Það er ilt, hve Lónakotsbóndinn liefir
verið missögull; var þó margyfirheyrður
af héraðslækni G. B. Því vitaskuld
getur enginn maðar verið tvíátta um
Það, að trúa betur héraðslækni Þ. Th.
en honum, þar sem þeim ber á milli.
Mergurinn málsins er það um Hafn-
irnar (Kalmanstjörn), að þótt svo væri,
að sóttin hefði ekki kviknað þar í
Lónakotspiltinum, heldur verið komin í
hann áður, þá tiefir hann legið þar í
henni vikutíma, —í skarlatssótt, er þar
getur svo leynst áfram.
Vídalíns-útvegurinn,
botn vörpu-útgerðin mikla, sem hæst
var á risið hér í fyrra og þingliðið hans
vildi fórna landhelgi vorri, er nú búin
að vera; enda þóttust margir fljótt sjá
á henni ýms feigðarmörk: skipin að
mölva hvert annað inni á höfnum, skips-
hafnirnar mjög ruslkendar, að meðtöld-
um yfirinönnum á skipunum, stórfé eytt
í heimskubauk við »dauða« skip-
skrokka (í Meðallandi og víðar) og þar
frarn eftir götum. Félagið á að hafa
skaðast um 200—300 þús. kr. þetta
eina sumar. Var verið að selja skipin
hvert af öðru nú fyrir nokkurum vik-
um.
Bæarbruni-
Snemma í f. mán. brann allur bær-
inn í Neskoti í Fljótum með áfastri
skemmu og hér um bil öllu því, sem
inni var. Bóndinn, Vorm Finnboga-
son, skaðskemdist á höndum, fótum
og andliti, svo að tvísýnt þótti um líf
hans, en er nú samt á batavegi — er
skrifað úr Fljótum 6. þ. m. »þetta
var um nótt og fólkið vaknaði ekki
fyr en frambærinn allur stóð í ljósum
loga, en bóndinn stökk í eldinn og
hafði sig út um bæardyrnar; gat svö
hjálpað hinu fólkinu út um glugga á
eftir«.
Póstskipið Laura
kapt. Christiansen, kom loks í fyrri
nótt. Tafðist 4 daga í Færeyum, í
bezta veðri þó; hafði svo mikinn flutn-
ing þangað. Farþegar: kaupmennirnir
D. Thomsen konsúll, Björn Kristjánss.,
Br. H. Bjarnas., W. O. Breiðfjörð, Frið-
rik Jónsson, þorkell þorkelsson, Helgi
Zoega; þórarinn B. þorláksson málari;
verzlm. Jón Bjarnason, N. B. Nielsen
frá Vestm. og þorsteinn Pálsson; þórð-
ur Finsen, frá Ameríku; Englendingur
einn, Black að nafni — að grenslast
eftir um kolanámur hér og járnstein.
það hafði gerst í Khöfn rétt áður
en Laura átti að leggja á stað hing-
að, að stýrimennirnir á henni báðir
og þriðji vélmeistari voru reknir úr
vistinni fyrir smávegis yfirsjón, en
aðrir ráðnir í þeirra stað.
Ný lög.
Ein hafa lög verið vatni au3in í
þessari ferð, þeirra 11 eða 12, er
stjórnin hefir í fóstri frá síðasta þingi:
32. Lög um greiðslu dagsverks, off-
urs, lambsfóðurs, lausamannsgjalds til
prests og Ijóstolls og lausamannsgjalds
til kirkju, staðfest 3. þ. m.
Synjað staðfestingar
hefir konungur sama dag lögum um
verkkaup.
Dáinn erlendis
fyrir nokkrum vikum, á Borgundar-
hólmi, stúdent Pétur Guðjohnsen frá
Húsavík, lögnemi, úr lungnatæringu,
nær þrítugur að aldri.
Prestskosning
á Akureyri fór fram 6. þ. m., og
hlaut síra Geir Sœmundsson á Hjalta-
stað 104 atkv., af 161 á fundi.
Síra Kristinn Daníelsson á Söndum
39, og síra Stefán á Auðkúlu 18;
á kjörskrá 306.
Fjármarkaði
vilja Árnesingar hafa þar innan
sýslu í haust, á 8 stöðum, en reka
ekki féð hingað tíl sölu, eins og í
fyrra. það var samþykt þar á nýaf-
stöðnum sýslufundi, og sömuleiðis að
halda áfrarn samlagsverzlun fyrir sýsl-
una, með forstöðu Eggerts Benedikts-
soDar eins og í fyrra.
Inflúenza
gekk um allan Eyafjörð, er póstur
lagði á stað þaðan fyrir 2—3 vikum,
og komin vestur yfir Öxnadalsheiði.
Kennarafundur
fyrir Norðurlönd á að verða í sum-
ar í Kristjaníu, hinn áttundi í röðinni,
dagana 6.—9. ágústm. Gufuskipafó-
Iagið sameinaða hefir fyrir tilmæli skóla-
stjóra Jóns þórarinssonar veitt kennur-
um og kenslukonum héðan þá ívilnun
í fargjaldi, að það er 118 kr. alla leið
fram og aftur í 1. farrými, en 76 kr.
i öðru; komið við í Khöfn báðar leiðir.
Stranduppboð
var haldið í þykkvabænum þess-
ari viku á vörum úr kaupfarinu »Kamp«
frá Mandal, er var á leið frá Leith
til Stokkseyrar með alls konar vörur
til verzlunarinnar »Edinborg« þar og
rak upp í þykkvabænum fyrir skömmu.
(Fyrsta fréttin sagði það hafa verið
til Ólafs kaupmanns Árnasonar og
nefndi það Solid). Héðan sótti upp-
boðið Geir Zoega kaupm., og segir
töluvert hafa farið framan af uppboð-
inu fyrir sama sem ekkert verð, sitt
númerið í hvern hrepp sýslunnar —
einn bauð fyrir hreppinn og aðrir
þögðu —, en af utan-sýslumönnum
heimtaðir ábyrgðarmeun, ef þeira væri
slegið, þar á meðal t. d. faktor Lefolii-
verzlunar á Eyrarbakka (hr. P. Nielsen),
báðum Stokkseyrarkaupmönnum, hon-
um sjálfum (G. Z.) o. fl.
Eins og áður er frá skýrt, druknuðu
hásetarnir af skipi þessu, þrír að tölu
en skipstjóri og stýrimaður björguðust,
annar meiddur á höfði, en hinn illa lær-
brotinn; það er skipstjórinn, og liggur
í þykkvabænum þungt haldinn; bein-
brotið ilt viðfangs; maðurinn orðið
fyrir harðhnjaski eftir að hann lær-
brotnaði.
Skagafirði (Fljótum) 6. april:
Tíðarfar fremur gott. Þótt talsvert hafi
snjóað í kuldaskotum, er komið hafa, þá
hefir verið gott á milli og jökull hér ekki
mikill á jörð, eftir þvi sem vér eigum að
venjast. Yið lok f. m. komst frostið upp i
15° R., og er það langmest, er verið hefir
á vetrinum. Nú þessa daga einnig and-
kalt mjög, þótt logn sé og sólskin; það er
eins og kuldastraumarnir njóti sin betur en
verið hefir, liklega hæði í lofti og lög, og
er eg því hræddur um, að eitthvað lakara
sé í aðsigi, þótt is sé óvanalega langtund-
an, eftir því sem fréttir af skipaferðum
segja.
Litið eitt fengist af hákarli á báta, en
öðrum kosti ekki um nokkra björg að tala
hér.
Óviðfeldin brigsl. Svar frá hr. Sig.
Thoroddsen gegn þeirri grein (22. thl.),
sem átti að koma í þetta bl., biður næsta
blaðs vegna þrengsla.
fs
selur ísfélag Ólafsvíkur á
komandi vori og sumri þilskipum eft-
ir þörfum. Heiðraðir útgjörðarmenn
og skipstjórar skrifi þetta bak við eyr-
að.
Leiðarvísir ui lífsbyrgðar
fæst ókeypis hjá rit-stjóranum og hjá dr.
med J. Jónassen, sem einnig gefur þeim
sem vilja tryggja lif sitt, allar upplýsingar
Nýprentuð:
Reikningsbók
eftir
E i r í k Briem.
Annar partur (þriðja prentun). Rvík
1900. — Kostar innb. éo a.
Fæst hjá bóksölum hér í bænum
og síðar i vor út um land; en aðal-
umboðssölu hefir Sigfús Ey-
mundsson.
Þetta eru nokkrar (3) arkir
framan af II. parti, er áður var; hitt
bíður seinni tíma.
ö ppboðsauglýsing.
Eftir kröfu landsbankans og að und-
angengnu fjárnámi verður hálf jörðin
Tjarnarkot í Njarðvíkurhreppi ásamt
f af íbúðarhúsi því, er á jörðinm stend-
ur, samkv. lögum 16. sept. 1885, 15.
og 16. gr., boðin upp við 3 opinber
uppboð, sem haldin verða mánudag-
ana 23. þ. m. og 7 og 28. maí þ. á.,
2 hin fyrstu á skrifstofu sýslunnar kl.
12£ e. h., en hið síðasta kl. 5 e. h.
á eign þeirri, er selja á.
Söluskilmálar og önnur skjöl snert-
andi hina veðsettu eign verða til sýn-
is hér á skrifstofunni 2 dögum fyrir
hið fyrsta uppboð.
Skrifstofu Gullbringu- og Kjósarsýslu
10. apríl 1900.
Páll Einarsson.
Uppboðsauglýsing.
Eftir kröfu landsbankans og að und-
angengnu fjárnámi verður hálf jörðin
Kolbeinsstaðir í Miðnesshreppi sam-
kvæmt lögum 16. sept. 1885, 15. og
16. gr., boðin upp við 3 opinber upp-
boð, sem haldin verða kl. lf e. h.
mánudagana 23. þ. m. og 7. maíþ. á.,
og kl. 4 e. h. þriðjudaginn 29. s. m.,
2 hin fyrstu á skrifstofu Sýslunnar f
Hafnarfirði, en hið síðasta á jörð þeirri,
er selja á til lúkningar 234 kr. veð-
skuld með vöxtum og kostnaði.
Söluskilmálar og önnur skjöl snert-
andi hina veðsettu eign, verða til sýn-
is hér á skrifstofunni 2 dögum fyrir
hið 1. uppboð.
Skrifstofu Gullbringu- og Kjósarsýslu
10. apríl 1900.
Páll Einarsson.
Myndir og fermingar—
kort mjög falleg og fáséð komu
nú með Laura til S v e i n s E i r í k s-
s o n a r, Garðhúsum.
Hjer með auglýsist, að Sigurðar Pjet-
ursson húsmaður, Laugavegi nr. 37,
er fyrst um sinn settur lögregluþjónn
í Reykjavíkurkaupstað.
Bæjarfógetinn í Reykjavík
27. apríl 1900.
Halldór Daníelsson.
Irii í Ub
hefir íengið nú með »Lauru« talsverð-
ar birgðir af niðursoðnum matvælum,
svo sem:
Kjöti, Siípum, Fiski og
Avöxtum, Syltetöj og
Pickles.
Alls konar kaffibrauð og tekex:
mjög ódýrt og gott kex.
Leirvörur
mikið úrval og fallegt.
Stuudaklukkur
Loftþyngdarmælar-
Yefnaðarvörur, svo sem Kjóla- og
Svuntudúkar o. fl., o. fl.
Með »Ceres« er von á miklu úrvali
af fallegum og ódýrum sumar- og
vetrarsjölum Og alls konar vefnað-
arvörum.
Alt selt mjög ódýrt gegn peninga-
borgun.
Allir þeir er skulda W. ChristeD-
sens-verzlun á Eyrárbakka og frá
Hafnarfirði, eru beðnir að greiða skuld-
ir sínar sem fyrst til W- Christen-
sens-verzlunar i Reykjavík.