Ísafold - 05.05.1900, Síða 1

Ísafold - 05.05.1900, Síða 1
Kemur ut ýmist einu sinni eða tvisv. í viku. Yerð árg. (80 ark. minnst) 4 kr., erlendis 5 kr. eða l‘/» doll.; borgist fyrir miöjan júli (erlendis fyrir fram). ÍSAFOLD. Uppsögn (skrifleg) bundin við áramót, ógild nema komin sé til átgefanda fyrir 1. október. Afgreiðslustofa blaðsins er Austurstræti 8. XXVII. árg. Reykjavik laugardaginn 5. maí 1900. 26. blað. I. O. O. F. 825188 ■/».._ Forngripasafnið opið mvd. og ld. 11—12. Landsbankinn opinn bvern virkan dag kl 11—2. Bankastjórn við kl. 12—1. Landsbókasafn opið hvern virkan dag kl. 12—2 og einni stundu lengur (til kl. 3) md., mvd. og ld. til útlána. Okeypis lækning á spítalanum á þriðjud. og föstud. kl. 11—1. Ókeypis augnlækning á spítalanum fyrsta og þriðja þriðjud. hvers mánaðar kl. 11-1. Okeypis tannlækning i Hafnarstræti 16 1. og 3. mánud. hvers mán. kl. 11—1. Forngripasafn íslands. Kunnugt gerist, að sökum hinnar miklu aðsóknar, sem nú er að Forn- gripasafninu, verður það á þessu sumri opið fyrir almenning þrisvar í viku, frá 1. maí til 30. september, mánu- daga, miðvikudaga og laugardaga kl. 11—12 árdegis Reykjavík 30. d. aprílm. 1900. Jón Jakobsson Sunnanfari kostar eins og áður 2 kr. 50 a. ár- gangurinn, 12 blöð eða arkir, öll með myndum, 3—1 að jafnaði eða fleirum, af íslenzkum merkismönnum og út- lendum með við og við, af mannvirkj- um (húsum, kauptúnum o. fl.), ein- kennilegu landslagi o. fl. Lesmálið verður stuttar ævisögur manna þeirra, er myndirnar eru af, skýringar við aðrar myndir, íslenzkar skáldsögur frumsamdar og aðrar sögur, kvæði, stuttir ritdómar og ýmislegur fróðleik- ur, bæði þjóðlegur og útlendur, skrítl- ur o. fl. Blaðið kemur út á hálfsmánaðar- fresti fram eftir sumri, 1. og 15. í hveijum mánuði. INNTHALD 1. blaðsins, er út kemur í dag: Myndir af Geir Zoiiga kaupmanni og Markúsi F. Bjarnasyni skólastjóra, ásamt æviágripi þeirra. Rvceði: |>okan, eftir E. H. 'par hafa peir hitann úr« — fyrir- lestur eftir Guðmund Einnbogason. I. Sögur af Blóu-Hjálmari. I. Myndir af Almannagjá með nýa veg- inum eftir henni og af Valhöll (jþing- vallaskýlinu), ásamt grein um þær. Frá hirð Friðriks konungs VII. tS* Innan skamms verður byrjað á í Sunnanfara nýrri skáldsögu stuttri eftir Einar Hjörleifsson. Sömu- leiðis flytur blaðið mjög bráðlega ferðarollu dr. M Stephensens konferenzráðs í utanför hans 1825— 26, mikið fróðlega að ýmsu leyti. Borga má blaðið meðfram í innskrift bér í Rvík, og jafnvel víðar, eftir sam- komulagi. Kí® Nýir kaupendur gefi sig fram sem fyrst í afgreiðslu blaðsins, Aust- urstræti 8. ^Reykjavík 1. maí 1900. Björn Jónsson. Fornsöguþættirnlr nýu ern hinar eigulegust barnabækur og unglinga, mjög' ódýrar og hand- hægar 1 kr. í bandi hvert bindi. Embættismenn Og stjórnarbótin. Skrifað er utan úr sveitunum, að sumstaðar sé þeim »röksemdum« beitt gegn stjórnarbótinni, að það sé »em- bættismennirnir*, sem láti sér um hana hugað; og þá á svo sem ekki að vera þjóðlegt, að vera heuni hlynt- ur. Annaðhvort hlýtur þá að vera átt við það, að embættismenn séu yfir- leitt stjórnarbótinni hlyntir, eða að þeir hafi miklu meiri hag af stjórnar- bótinni en almenningur manna, eða þá —- sem er langlíklegast, að mönn- um eigi að skiljast — að þetta hvort- tveggja eigi sér stað. Ekki þarf annað en |renna huganum snöggvast til embættismanna landsins til þess að sannfærast um, að þeir skiftast í tvo flokka í þessu máli, ekki síður en þjóðin. Skoðanir þeirra, margra hverra, eru jsvo alkunnar, að óþarfi er að þrátta um það atriði. |>á er hitt, hvort embættismenn hafa meiri hagnað af stjórnarbótinni en alþýða manna. Einn af göllum núverandi stjórnar- fars er vitanlega slælegt eftirlitmeð em- bættismönnum. Stundum hefir orðið að því tilfinnanlegt mein, sem öllum hefir verið vitanlegt og auðsætt. Hitt hefir þó, því miður, verið tíðara, að meinið hafi orðið tilfinnanlegt, án þess það hafi komist verulega í há- mæli, þó að dómarnir um það hafi verið miður vingjarnlegir í landsstjórn- arinnar garð meðal þeirra, sem kunn- ugastir bafa verið. Aldrei hafa menn verið í neinum vafa um, hvernig á þessum eftirlits- skorti stæði. Orsakirnar hafa marg- sinnis verið teknar fram: ókunnug- leiki Islandsráðgjafans og ábyrgðar- leysi hans. Úr þessu hvorutveggju á stjórnar- bótin að bæta. Ráðgjafi, sem efeki hefir öðrum ráð- gjafastörfum að sinna en íslandsmál- um, kann íslenzku, verður á alþingi og líklega langdvölum hér milli þinga við og við, hlýtur alveg ómótmælan- lega að verða kunnugri hér á landi en sá ráðgjafl, sem hefir málefni lands- ms í hjáverkum að eins, skilur ekki nokkurt orð í íslenzku og talar varla nokkurn tíma við nokkurn íslenzkan mann. Að því er ábyrgðina snertir, er það tekið fram skýrum orðum í tilboði stjórnarinnar um stjórnarskrárbreyt- ing, að ráðgjafinn skuli hafa ábyrgð á allri stjórnarathöfninni. Misfellur þær, sem verða á emhættisrekstri hér á landi fyrir skort á eftirliti af lands- stjórnarinnar hálfu, verða þá á ráð- gjafans ábyrgð, svo framarlega sem stjórnarbótinni fæst framgengt. Orsakirnar til skortsins á eftirliti með embættismönnum vorum hverfa þá. Og þar með er fullkomið eftirlit í vændum. Ekki kemur ísafold til hugar, að ætla embættismönnum vorum annað en gott eitt. En ekki getum vér samt ætlað þeim það, að þeir telji sér sérstakan hagnað að auknu eftir- liti. Margir eru þeir vitanlega alls- endis óhræddir við það. En sérstak- lega eftirsóknarvert fyrir sjálfa sig getur þeim ekki með nokkuru móti fundist það vera, þó að enginn skap- aður hlutur sé hjá þeim aðfinnslu- verðvr. Hitt er augljóst, að þeim, sem kem- ur vel að leyna einhverju í embættis- færslu sinni, er að sjálfsögðu illa við stjórnarbótina, einmitt af því, að hún hefir væntanlega í för með sér mikl- um mun nákvæmara eftirlit með em- bættisgjörðum þeirra en hingað til hef- ir átt sér stað. Og jafn-bersýnilegt er hitt, að þeir embættismenn, sem eru stjórnar- bótinni hlyntir, þeir eru það ekki fyrir eiginhagsmuna sakir, heldur ein- göngu fyrir þá sök, að þeir telja stjórnarbótina heillavænlega fyrir land og lýð. Ritsíminn Og landfarsóttir. Ein af eðlilegustu áhrifum einangr- unarinnar íslenzku er skorturinn á meðvitund um það, hve einangraðir vér erum. Svo samdauna erum vér einangrun- inni orðnir, að vér eigum afarörðugt með það, margir hverir, að gera oss grein fyrir því, að einangrunin geri oss í raun og veru nokkurt tjón. |>ví kynlegra er þetta og voðalegra, sem einangrunin íslenzka, örðugleikarn- ir á því að koma boðum út um þetta land — ritsímaleysið, með öðrum orð- um — er alt af öðru hvoru að leggja fjölda fólks í gröfina og langt um fleiri í rúmið um lengri eða skemmri tíma. Allir þekkja landfarsóttirnar, sem geisa á þessu landi, yfir meiri eða minni hluta þess, alloft yfir það alt. Allir vita, hve voðalegar þær eru, hve ógurlega blóðtöku þar er um að ræða fyrir eignir, heilsu og líf landsmanna. Hitt athuga færri, að þessu eigna- tjóni, þessum heilsuspilli og þessum manndauða mætti vafalaust að öllum jafnaði afstýra að mjög miklu leyti, ef ritsími lægi um landið. f>að, sem langmest greiðir götu landfarsóttanna hér, er dreifing sótt- varnarvaldsins. Eins og nú er á- statt, verður hver læknirá landinu að afráða, hvað gera skuli til a'S verja landslýðinn, ef næmar sóttir koma upp í umdæmi hans. Undir hverjum lækni á landinu — hvernig sem hann er, hvort sem hann er mikilhæfur maður eða lítilsigldur, hvort sem hann er að góðu reyndur, illu eða engu — getur þjóðin orðið að eiga það, hvort ekki dynja yfir hana, þegar minst vonum varir, stórsóttir, sem vel hefði mátt verjast. Yér vonum, að enginn meðalgreind- ur maður telji læknastétt vorri neitt hallmælt, þó að því sé haldið fram, að mikið vanti á, að allir íslenzkir læknar séu annari eins ábyrgð vaxnir. Og fráleitt væri mikill vandi aðbenda með fullum rökum á dæmi þess, að þetta fyrirkomulag hafi orðið að voða- legu tjóni. En í ritsímaleysinu eru engin önn- ur ráð, en að leggja alt þetta í hend- ur hvers einstaks læknis. Lægi nú rítsími hér um land, væri alt öðru máli að gegna. f>á mætti leggja alla sóttvörnina í eins manns hendur, þess er skipaður hefði verið í landlæknisembættið með sérstakri hliðsjón á þekkingu hans á 8Óttvarnarmálum, senda honum skeyti um hvern mann, sem næma sýki hefði feugið, samdægurs, er læknirinn hefði fengið vitneskju um hana, og landlæknir gæti svarað aftur tafar- laust, hvað gera skyldi til þess að varna því, að hún dreifðist út. íslendingar eru engin hermensku- þjóð og lftt kunnugir því, hvernig ó- frið skal heya. En svo mikið getur OS8 öllum skilist, að ekki mundi sig- urvænlegt að fara þá á mis við alla yfirherstjórn, láta hvern undirforingja fara að ráði sínu eftir eigin geðþekni, halda áfram ferð sinni, þegar honum sýndist, hopa á hæl, þegar honum sýndist o. s. frv. Einmitt svona er nú farið vörn vorri gegn skæðustu óvinum þjóðarinnar, landfar8Óttunum. Alt hlýtur að vera komið undir geðþekni hvers einstaks undirforingja (o: læknis), hvort sem hann er nokkur maður til að ráða fram úr slíkum málum eða ekki, og án þess að nokkur trygging sé fyrir því, að hann verði samtaka við aðra lækna, sem jafnmikið kann að vera undir komið. Yfirstjórnina vantar með öllu og hlýtur vanta. Enginn minsti vafi getur á þvíleik- ið, að ef hér hefði verið öflug, rögg- samleg og vitur heilbrigðismálastjórn, sem hefði getað komið fyrirskipunum sínum út um land tafarlaust, þegar þess hefir verið þörf, þá hefði mátt stemma stigu við mörgum af sóttum þeim, er geisað hafa um þetta land. En meðan oss vantar ritsíma, verður öll slík vörn að meira eða minnaleyti undir hælinn lögð. Og svo er verið að fárast um það, að vér höfum ekki efni á að leggja til ritsímans þann tiltölulega örlitla skerf, sem oss er ætlað, ef á aunað borð tekst að fá lagningu hans framgengt. Jafnt og þétt reynir afturhaldsmál- gagnið að spilla fyrir þessu nauðsynja- máli voru með því að telja mönnum trú um, að hlunnindin við ritsímann séu svo sem engin í sambandi við kostnaðinn — af því að bœndur þurfi svo sjaldan að senda símrit! Ogliinir

x

Ísafold

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ísafold
https://timarit.is/publication/315

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.