Ísafold - 05.05.1900, Page 2

Ísafold - 05.05.1900, Page 2
102 og aðrir, sem bersýmlega hafa álíka mikið vit á málinu eins og ritstjóri »|>jóðólfs«, eru að gala með og taka undir þetta raus. Svo mikil gönu- skeið hefir vitleysan tekið, að stöðugt er jafnvel verið að gera það að áreitn- is- og fjandskaparefni gegn dr. Valtý Guðmundssyni, að hann hefir barist fyrir því og fengið því framgengt, að vér fáum frá öðrum löndum 300,000 kr. styrk til landsímalagningar, ef nokkuð verður úr henni á annað borð. f>eir, sem eru að rausa um það, að vér hófum ekki efni á að leggja neitt til ritsímans, ættu að reyna að hug- leiða, hvort vér mundum verða mjög lengi að fá þann kostnað borgaðan, ef ritsíminn gæti orðið til þess, að stemma stigu við landfarsóttum, sem annars mundu vaða um landið. Ætli landfarsóttirnar verði oss nú í raun og veru ekki kostnaðarsamari? þetta er ekki nema ein hlið á einu máli. Bn hún er ágætt sýnishorn alls þess stjórnmála-ágreinings, sem ræða er um hér á landi. Bigum vér að láta alt sitja í sama farinu? Eða eigum vér að leitast við að þoka oss inn í tölu framfaraþjóð- anna? Um þetta er stöðugt verið að deila — um þetta og ekkert annað. Kyrstaða eða menningarframfárir— það er ágreiningsatriðið. Afturhaldsmálgagnið og þeir, sem innblásnir eru af sama anda, ganga stöðugt að því vísu, að stjórnarfar landsins, menning og kjör þjóðarinnar — alt þetta sé fullgott handa oss. Is- lendingum. f>essi þjóð sé ekki meiru vaxin og þoli ekki fremur menningu siðaðra þjóða en Indíanar í Vestur- heimi eða Hottentottar í Suðurálfunni. Ættjörð vor geti engar framfarir bor- ið, og alt fari á höfuðið, ef vér förum þó ekki sé nema að búa oss undir að geta með tímanum samið oss að sið- um mentaþjóðanna. Hyggi nokkur á breytingar, þarf ekki að svara öðru en skömmum. ísafold afneitar þeirri kenningu ger- samlega — jafnt í ritsímamálinu, eins og öðrum framfaramálum vorum — sérhverju atriði hennar. Fyrir þá sök eina er reynt að telja heimskingjum trú um —við aðra ekki til neins að reyna það — að hún sé landráðablað, vilji svíkja ættjörð sína í hendur út- lendingum, vilji flæma þjóðina af landi burt og þar fram eftir götnnum! En vér erum í engum vafa um, hvernig þeirri deilu lýkur. Framfarir mannfélagsins. Ágrip af »Socíal Evolution« eftir Ben. Kidd. III. Undirstöðuatriði mannfélagsframfar- anna fara nú að verða skýrari. Mað- urinn er skynsemi gædd vera og skynserai hans er eitt af helztu fram- kvæmdaröflunum í framförum hans; en jafnframt eru framfarir hans háðar á- kveðnum skílyrðum, sem skynsemi hans getur aldrei fallist á. Eigifram- farirnar að geta haldið áfram, verður einstaklingurinn að sæta afar örðug- ugum tilveruskilyrðum, sem skynsemi hans er í raun og veru mótfallin — og þetta verður hann að gera til að styðja félagsframfarir, er hann hefir aldrei neinn hag af sjálfur. Á ókomn- um tíma virðist mega búast við því, að maðurinn verði stöðugt að láta undan áskapaðri félagsskaparhvöt sinni og í þágu félag-eframfaranna neyðist hann sífelt til að bæla niður tilhneiging skynsemi sinnar til að losna við skilyrðin, sem þessar fram- farir eru undir komnar. í þessari baráttu liggja ræturnar að afarmörgum fynrbrigðum, sem eru að- aleinkenni mannfélagsins, eins og það hefir þróast. Hér er möndullinn, sem saga og framfarir mannkynsins snú- ast um. Gerum ráð fyrir, að gestur frá ann- ari jarðstjörnu sækti oss heim, væri t. d. kominn í einhverja stórborgina, og að einhver mentaður þjóðarleiðtogi gerðist leiðsögumaður hans. Hann mundi leggja alt kapp á að skýrafyr- ir honum, hvernig þessu mannfélagi sé háttað. Eyrst mundi hann sýna gestinum mannfjöldann á strætunum, húsin, samgöngufærin og önnur ein- kenni félagslífsins, sem mest blasa við. |>ví næst mundi hann fara að koma gestiuum í skilning um eðli þessa fé- lagsskapar, vekja athygli hans á iðn- aðinum, verzluninni, stjórnarfyrirkomu- laginu, öflum þeim, er ríkja vor á meðal og þeim félags- og stjórnar- vandamálum, sem vér eigum við að fást. Saga þjóðarinnar mundi líka bera á górra og sambandið við aðrar þjóðir fyr og síðar og jafnvel við önn- ur þjóðkyn. En eftir skamma stund mun gest- urinn að líkindum taka eftir atkvæða- miklu atriði í þjóðlífinu, sem ekkert hefin verið getið um við hann. Hann sér í öllum borgunum stórhýsi, sem kölluð eru kirkjur, og hann kemst að raun um, að þar er fjölment á ákveðn- um tímum; ef hann hlustaði á kenn- ingarnar, sem þar eru boðaðar, mundi naumast geta hjá því farið, að honum þætti mikils um vert. Hann mundi komast að raun um, að þessar stofn- anir eru i mestum hluta hins siðaða heims og að svipaðar stofnanir hafa til verið með mönnum síðan sögur fóru að fara af þeim. Gestinum mundi verða forvitni á, að fá einhverja frekari vitneskju um þetta. Ef leiðsögumanninum færust nú orð líkt og sumum formælendum visindanna, yrði gesturinn naumast al- veg ánægður með svarið. Ef til vill yrði bonum sagt, að kenningar þær, sem héldu þessum stofnunum við, teldu sumir ekki annað enn leifar af eðlishvöt sem einkent hefði barnæsku mannkynsins; aðrir gerðu sér í hugar- lund, að þær ættu rót sína að rekja til forfeðradýrkunar og andatrúar. Leiðsögumaðurinn kynni jafnframt að taka það fram sem sína skoðun, að þessar kenningar heyrðu til liðnum tíma og að hinn mentaði hluti mann- anna legði yfirleitt lítið upp úr þeim, vísindin litu á þær smáum augum og jafnvel með gremju, af því að trúar- brögðin hefðu um margar aldir verið þeim fjandsamleg, hefðu ofsótt vís- indamennina og lagt alt kapp á að koma öllum vísindum fyrir kattarnef; nú sé að sönnu vopnahlé milli trúar- bragðanna og vísindanna; en það sé eingöngu að þakka því ómetanlega gagni, er vísindin hafa unnið mann- kyninu með uppgötvunum sínum, að trúarbrögðin hafi ekki getað kveðið þau niður, og alt af sé undir niðri fjandskapur milli þeirra. Yrði nú gesturinn enn spurulli og fæn að grenslast eftir, hvaða lögmál gæti legið til grundvallar fyrir þessari kynlegu eðlishvöt, sem kæmi þannig hverri kynslóðinni eftir aðra til þess að heya baráttu gegn öflum, sem skyn- semi sjálfra þeirra stjórnaði, þá er ekki ósennilegt, að leiðsögumaðurinn mundi ypta öxlum og fara að tala um eitthvað annað. Færi gesturinn að rannsaka málið grandgæfilegar, mundi honum ekki dyljast það, að trúarbragðanna er ekki að eins að mörgu getið í sögu mann- kynsins, heldur og að mannkynssagan er og að mjög miklu leyti saga trúar- bragðanna, sem hann sæi umhverfis sig, og hreyfinga þeirra, er þau hafa vakið. Og ekki mundi með nokkuru móti geta hjá því farið, að honum þætti furðumikið kveða að þessari baráttu milli trúarbragðanna og þeirra afla, er skynsemin hefði komið á stað, og hann mundi ekki að eins sjá, að sú barátta kemur fram í miklum hluta af sögu hinnar vestrænu menningar, heldur og að hún heldur enn áfram. Líti hann óhlutdrægum augum á mál- ið, mundi hann ekki fá varist þeirri hugsun, að bæði sé eðlishvötin, sem veldur þeirri baráttu, furðu fastnæm, og að hún hljóU að hafa haft einhver áhrif á það, hvernig mannkynið hefir orðið. |>ví nánari kynni, sem hann fengi af mannfélaginu, því meira mundi gestinum þykja vert um þetta undra- afl. Hann mundi komast að raun um, að áhrif þessara trúarbragða eru svo rík mitt í allri menningunni, að jafn- vel þótt miklum hluta mannanna sé það með öllu óljóst, hafa þjóðirnar fengið að mjög miklu leyti frá kenn- ingum þeim, er standa í sambandi við trúarbrögðin, hugmyndir sínar um réttindi, skyldur, frelsi, stjórn og undirstöðuatriði mannfélagsskipunar- innar. Og hann mundi jafnvel verða þess var, að þeir, sem þykjast alger- lega hafna kenningum trúarbragðanna, hafa orðið fyrir alt að því jafnmikl- um áhrifum af þeim eins og aðrir. Og þó mundi honum ekki þykja hvað minst vert um það, hve afarmik- ið fylgi þau hafa meðal vandaðra og alvarlega hugsandi manna, þessi trú- arbrögð, sem leiðsögumaður hanshafði sagt, að ekki væru annað en fornald- arleifar, og hve viðtækum hreyfingum þau koma enn á stað, jafnvel þótt þau séu ekki að eins óháð skynsemis-öfl- unum, heldur ríði og beint bág við þau. Gesturinn falyti að komast að þeirri niðurstöðu, að mennirnir hefðu alls ekki fengið ljósan skilning á þessu áfli, jafn þrálátt og það hefir verið. f>ví að leitaði hann til vísindamanna með þá spurningu, hvað trúarbrögðin sóu, þá mundu svörin verða mjög margvísleg og ólík. En hvað sem þeim svörum liði, og þó að gestinum mundi ekki finnast mikið á þeim að græða, mundi það ekki dyljast honum, sem er aðalatrið- ið, að trúarbrögðin hafa komið mönn- unum út í stöðuga baráttu við skyn- semi sjálfra sín, og að engar horfur eru á því, að þeirri baráttu linni. Goethe sagði, að þessi barátta væri það atriði mannkynssögunnar, sem lang-mest væri um vert og bæri öll önnur atriði ofurliði. Og það voru engar skáldaýkjur, heldur sýnir, hve mikilli vísindalegri djúphygni hann var gæddur. Ölfusárbrúin Og viðhald hennar. í 18. tbl. ísafoldar þ. á. er ritgerð eftir Sigurð Pétursson verkfræðing með yfirskriftinni: »Um vegi og brýr« m. m. Af því að mál þetta, sem greinin flytur, snertir að nokkuru Ölfusár- brúna og viðhald hennar, og gefur að sumu layti ekki sem réttastar skýr- ingar, þá vil eg biðja ritstjóm ísa- foldar að gera svo vel að Ijá nokk- urum línum um þetta mál rúm í blaðinu. Um Ölfusárbrúna segir verkfræð- ingurinn meðal annars: »Uppskrúfun- in« finst mér athugaverð, eins og hún er nú gerð hvað eftir annað« o. fl. f>á er mér var, 1891, falið eftirlit með umferð um Ölfusárbrúna, við- hald á henni o. fl., setti eftirlitsverk- fræðingur Eipperda, sá sem stjórnin í Khöfn hafði hér við brúarsmíðið, mór reglur um, hvernig haga skyldi viðhaldinu á brúnni, og kvað mig ekki mega út af þeim bregða. Eg set hér stutt ágrip af reglum þessum, með því að það áemur þessu máli nokkuð við. 1. Brúarvörðurinn skal sjá um, að brúin sé máluð undir eins og nokkuð ber á ryði; skafa skal nákvæmlega í- kringum alla ryðbletti. — Hann bjóst við, að annaðhvort sumar þyrfti að mála brúna. 2. Á alla strengi, uppihaldsstrengi og hliðarstrengi, skal bera heitt asfalt, og gera það mjög vandlega. — Hann kvað vírinn hafa nuddast f meðförum og galvansíserring því skemst á stöku stað, og kynnu að koma þar fram ryðneistar. 3. Eftir hvert sumar, eða þegar umferð léttir, þarf brúarvörður að kynna sér skrúfur neðan á uppihalds- stöngum brúarinnar, og bera á þær allar. þær mega með engu móti ryðga. þá misti skrúfan burðarafl sitt, og ef stöng brotnaði, yrði mjög torvelt að ná henni úr, ef alt stæði fast, með því að ilt væri aðstöðu. 4. Hvert sumar skal brúarvörður sjá um, að alt gólf brúarinnar sé tjargað, og velja til þess gott veður. — Bjóst við að timbrið entist þá betur, o. fl. Alt þetta, sem nú hefir verið á minst, hefi eg gert, eftir því, sem tök hafa verið á og brúin hefir þarfnast, og er mér hægt að sanna, að svo hafi verið. Haustið 1896, þegar landskjálft- arnir dundu yfir, slitnuðu hliðar- strengirnir úr stöpli þeim, sem held- ur þeim, og er að vestanverðu við brúna; við það kiptist hún norður á bóginn, og hefir ekki enn náð sér aftur. þá brotnuðu einnig 5 stangir í brúnni,. en, sem betur fór, tóksc mjög greið- lega að setja aðrar nýar í staðinn. Síðan hafa brotnað 3 stangir, sem líklega hafa lamast í landskjálftunum. Allar þessar stangir hafa verið látnar í af vönum járnsmiði, sem verið hefir við samsetning beggja brúnna og þekti því vel til verka þessara. Vit- anlega hefir orðið að hækka eða lækka brúna á þeim stöðum, sem stangir eru teknar úr, því annars nást þær ekki, og má vera að verkfræðingurinn fáí einhvern tíma að reyna það. j?á er hr. bankastjóri Tr. Gunnarsson var . hór á ferð í sumar og skoðaði brúna, eins og hann er vanur að gera, þeg- ar hann er á ferð um hana, og gerði það þá miklu nákvæmar en verkfræð- ingurinn í þetta sinn (hann reið bara viðstöðulaust yfir hana), talaði hann (Tr. G.) um við mig, að sér þætti mjög leitt að sjá, að hvilft væri í brúna við norðurlandið, og bað mig um að skrúfa hana þar upp, og lengja skrúf á stöngum, þar sem þess þyrfti með. þetta gerði eg í haust, og jafnaði þar brúna, og mun hún halda því lagi, meðan ekkert verður að. Sanna mun mega það, að brúin þurfti lögunar við á þessum stað og víðar, því hinn geysi-mikli akstur á ofaní- burði í Eyrarbakkaveginn í sumar reyndi brúna mjög, og er vegavinnu- liði hr. Erl. Zakaríassonar kunnugt um það. Af þvi, sem nú hefir verið talið, er mér ekki ljóst, hvað óþarflega oft eg hafi skrúfað brúna upp — enda er það orð talsvert villandi, því það má eins vel skilja svo, að ávalt sé verið að hækka brúna, og eg skil ekki í, hvaðan verkfræðingurinn hefir sagnir um það atriði. Enn freraur stendur í áðurnefndri

x

Ísafold

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Ísafold
https://timarit.is/publication/315

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.