Ísafold - 19.05.1900, Side 3

Ísafold - 19.05.1900, Side 3
119 dró úr frostunum. Sí'ðan sumarið byrj- aði hefir tíðin verið mjög stirð, þar til nú fyrir 2—3 dögum er komin stilt veðurátta, en hlýindalitil. Hinn 1. þ. m. var hér um slóðir blindbyiur, með ofsa-austanstormi og snjógangi. Stöku kindur urðu úti í byl þessum, er drápust. Þrátt fyrir það þótt jörð hafi oftar ver- ið snjóalitil og auðbser, hefir þó jafnaðar- lega verið gefið meíra og minna á slétt- lendinu. Til fjalla hefir það sjálfsagt ver- ið minna, utan á einstöku nyrztu bæum. Lítið hefir hér aflasl þessa vertíð, Einn bátur mun hafa 80 til 100; en hinir íi, sem til róðra ganga, hafa lítið aflað. Alstaðar hér í sýslu lágir eða að minsta kosti rýr- ir hlutir. Eins og ísafold skýrði frá, strandaði á Efri-Steinsmýrarfjöru þýzkur botnverping- ur 29. marz. Menn allir komust heilu og höldnu til bæa, 13 að tölu. Skipið hljóp hátt upp i fjöru, að sjá ógallað. Sami kapteinn hleypti skipi sínu inn á eyrar 29. marz 1898, hér um bil 200 föðmum vestar, fyrir Syðri-Steinsmýrarfjöru. Skipið sökk þar nál. 100 til 200 faðma frá landi, svo að dálítið tekur upp úr sjónum af sigiu- trénu. A skrokkinn hefir aldrei neitt sést síðan það rak sig þar á. Eins og kunn- ngt er orðið, björguðust uokkurir þá á báti til lands, en hinum bjargaði frönsk fiskiskúta, sem þar var nálægt. Austur-Skaftafellssýslu, 8. maí. Veðrátta hefir vérið fremur köld síðan 29. f. m. Þá um kvöldið gjörði austanbyl, er við hélst um nóttina og 2 daga á eftir. 3. mai var mjög hvast land-norðanveður, og fauk þá mikið af eldivið og áhurði af túnum. Skepnuhöld eru yfirleitt góð, og hey- birgðir góðar. Nokkuð hefir aflast af fiski og hákarli í Suðursveit, Mýrum, Nesjum og Lóni. Þykkvabæaruppboðið. í greinar- korni í 24. tbl. Isafoldar um stranduppboð í Þykkvahæ er farið þann veg orðum (eft- ir G. Zoega kaupmanní), að ætla mætti að eg hefði amast við uppboðsgestum utan sýslu til hagsmuna fyrir Rangæinga með því að heimta af þeim ábyrgðarmenn, »ef þeim væri slegið«. Til þess að taka fyrir allan misskilning um þetta mál, skal hér tekið fram, að eg hefi ætið undantekningarlaust heimtað inn- anhéraðs-ábyrgðarmenn fyrir utan-sýslubúa á uppboðum, að eg man ekki til að neinn maður þess vegna hafi orðið af boði, hvorki á þessu né öðru uppboði, og að utan-syslubúum var á Þykkvabæaruppboð- inu slegið alveg jafnt og Rangæingum — keyptu enda að tiltölu langmest. Hafi nokkurir haft verulegt happ af strandinu, þá voru það Arnesingar. Árhæ, 15. maí 1900. Magnús Torfason. Liandfarsóttirnar. Nú er inflúenzan komin hér í bæinn nokkuð alment, og er sem óðast að ágerast. Hefir komið með strandbátunum: hægt að rekja hana þangað, þótt sumir, sem fluttu hana með ser, veiktust ekki fyr en nokkuru eftir að þeir stigu af skips- fjöl. — Til Hafuarfjarðar flutti hana maður, sem kom með Skálholti, frísk- ur að sjá þá, en veiktist skömmu eftir. Ekki hefir hún komist lengra enn að austan sunnanlands en í Oræfin, og var nú þar í rénun í öndverðum þ. mán. Dáið höfðu þar úr henni 2 bændur á bezta aldri, og ein hjón roskin, nær sjötugu. Skarlatssóttinni ber ekki frekar á, og eru líkur til, að tekist hafi að stöðva hana með rækilegri einangrun. Með Ceres, kapt. Eyder, sem lagði á stað í gærkveldi ti Austfjarða og útlanda, fóru rúmir 100 vesturfarar, þar af 40 börn, mest af Mýrunum og úr suður- hreppum Gullbringusýslu; og austur í kaupavinnu nál. 50 karlmenn. Fundin steinkoianáma hjá Stafholti í Borgarfirði. Englendingur sá, er hingað kom í vor að leita að málmum, Mr. Black, og með honum Norðmaður, er Kloster heitir, kváðu sig hafa fundið stein- kolanámu allmikla og góða hjá Staf- holti í Borgarfirði, þar í sjálfum tún- fætinum; þar er hamrastallur, sem kallað er Stafholtskastali, rétt við Norðutá. það var haldinn surtar- brandur áður, þetta, sem þeir félagar hafa skírt steinkol, og það dýra teg- und steinkola: gljákol (anthracitkol). |>að mun hafa vilt menn, hve ólík þau eru venjulegum steinkolum, enda loga ekki nema látin séu á megna glóð; en eru þá og afar-hitamikil, og þykja því fyrirtak undir gufukatla. Vel má vera, að þarna só mikið af þeim; og hægt er um flutning á þeim, með því að vel er áin skipgeng (bátum) alveg upp að kastalanum. Mr. Black sigldi í gær til Eng- lands með Ceres með þessi tíðindi, og ætlar að koma aftur með menn og á- höld til ítarlegri rannsóknar um fyrir- ferð kolalagsins m. m. Rauðann í Rauðanesi hafði Mr. Black og skoðað, en sagt hið sama og aðrir um hann, að ekki ‘ svaraði kostnaði að vinna járn úr honum. — Mikið væri það ánægjulegt, ef úr þessu yrði verulegt ljós, enda eins líklegt, að þetta sé þá engan veginn eina kolanáman hér á landi, auk þeirr- ar á Hreðavatni, er áður var kunn- ugt um, en ekki þótti eigandi við vegna of mikils flutningskostnaðar meðal annars. En hitt er oss eigi láandi, ísleud- ingum, þótt eigi séum vér mjög auð- trúa á kynja-gróðalindir hór; vér höfum svo oft orðið fyrir miklum vonbrigð- um í þeim efnum. Ógnar-þytur fyrst í stað, er á slíku bólar, og sætt því færi til að þyrla upp ryki í augu manna erlendis og koma með því á legg voldugu hlutafélagi með hálaun- aðri stjórn og starfsmönnum, en alt orðið að reyk eða froðu að liðnum fáum missirum eða jafnvel mánuðum, sbr. brennisteinsnámið hér, botnvörpu- félagið vídalínska, o. s. frv. Utan úr heimi. Norðmenn bera sig illa út af því, hve vetrarvertíð brást þar hrapallega núna í Lófót. Varð aflinn á endanum um S1/^ milj. fiska, og segja þeir slíkt eins dæmi meira en heila öld. Fyrir fáum árum liafi aflast þar einu sinni meira á viku. í krónum urðu hlut- irnir 'S1/^ milj., vegna geysiverðs á fiskinum, í stað Vj.2—8 milj. í góðum árum og GT/4 milj. í meðalári. Að meðtöldum syðri veiðistöðunum varð allur vertíðarfiskurinn 231/, milj. fiska, í stað 50 milj. í meðalári. Dýr voru orðin matvæli í Lady- smíth síðustu vikuna, sem bærinn var í herkví. T. d. "komust 14 pd. af haframjöli í 3 pd. sterl. (54 kr.) á uppboði þar 21. febr.j en kartöflur á rúmar 8 kr. pd., kaffipundið á 7 kr. 50 a., egg á 22 kr. tylftin. Fyrir 50 vindla voru gefin 9J pd. sterl. (167 kr.). 2. ágúst. |>au félög í bænum, sem ætla að taka þátt í undirbúning þjóðhátíðar- innar 2. ágiist í surnar, eru beðnir að kjósa í því skyni tvo menn úr hverju félagi og tilkynna undirskrifuðum for- manni Stúdentafélagsins, hverjir kosn- ir séu, fyrir maímánaðarlok- Vilhjálmur Jónsson. Eitt herbergi fæst leigt, fyrir eín- hleypan kvenmann, til september- mánaðarloka. Ritstj. vísar á. Umlicritaðuf tckur að sér, eftir fleiri úra æfingu við húsabyggingar i Norvegi, alls konar múrverk, sementsteypingar, grjót- hleðslur, götulagningar etc. Lækjargötu 10, Tómas Jónsson Hrognkelsanet hafa fundist vest- ur af Garðskaga; réttur eigandi getur vitjað þeirra til kaupm. Jóns jpórðar- sonar í Reykjavík, en borga verður hann þessa auglýsingu. Sumarsjöl, Vetrarsjöl og Herðasjöl mikið úrval í verzlun G. Zoéga. Sumarið 1898 var nýlegur yfirfrakki blár skilinn eftir í húsi Jóhanns Jó- hannessonar skósmiðs á Sauðárkróki, og fanst í brjóstvasanum á frakka þessum umslag með þessari áritun: Herra söðlasmiður Bergur þorleifsson, Reykjavík. Réttur eigandi getur feng- ið andvirði frakka þessa að frádregn- um kostnaði, ef hann gefur sig fram innan árs og sannar rétt sinn fyrir undirrituðum. Skrifst. Skagafj.sýslu 8. maí 1900. Eggert Briem. Fataefni, margar sortir, góð og ódýr í verzl. G. Zoega. Mar tha Stephensen kennir að lesa, tala og skrifa dönsku. Þingholtsstræti 21. Suiidmagar vel verkaðir verða keyptir fyris pen- inga við verzl. »EDINBORG« í Keflavik, Stokkseyri og Reykjavík Ásgeir Sigurðsson. Saltfiskur vel verkaður, stór og smár, og ýsa, verð- ur keyptur i sumar fyrir p e n i n g a við verzl. »EDINBORG« í Keflavík, Stokkseyri og Reykjavík. Cppboð. Mánudaginn 25. júní næstk. kl. 6 síðdegis verður boðin upp til sölu jörð- in Breið á Skipaskaga með öllu til- heyrandi. Jörðunni fylgir tún, um 2 dagsláttur að stærð, vergögn mikil, f jörubeit, beitureki; hún er varin öfi. ugum sjávargörðum. Uppboðið fer fram á Breið. Skrifst. Mýra- og Borgarfjarðarsýslu 17. maí 1900. Sigurður Þórðarson. Uppboð. Mánudaginn 25. júní næstk. fer frarn þriðja og síðasta nppboð á fasteignum þrotabús Thor Jensens á Skipaskaga (sbr. auglýsingu í 63.—65 tölubl. ísa- foldar f. á.). Uppboðið verður haldið þar á staðnum eg byrjar á hádegi. Skrifst. Mýra- og Borgarfjarðarsýslu 17. maí 1900. Sigurður Þórðarson. Uppboð. 4 Lækjargötu 4 — fæst frá 24. þ. m. keyptur kostur. Sömuleiðis er þar kaffisala, sem liggur vel við, eink- anlega fyrir ferðafólk. María Ásgeirssen. A. : Hvar hefirðu fengið svoua góða handsápu? B. : í verzluninni í þlNGHOLTS- STRÆTI 1. A.: Nei, segirðu satt? Einmitt þar, sem eg keypti líkþornameðaliö góða, sem eftir eina viku er búið að lækDa gersamlega öll hornin á löppunum á mér. A.: Eigum við nú ekki báðir að koma upp eftir þangað, og vita hvort við getum ekki fengið þar fleira nýtt? Kartöfiur og Laukur í verzl. G . Z o eg a. A 3 opinberum uppboðum, sem haldin verða laugardagana 26. þ. m. og 9. og 23. júní næstk. á hádegi, verður boðin upp til sölu bærinn Mýrarholt á Skipaskaga, sem gert hef- ur verið fjárnám ífyrirskuld við verzl- un Böðvars |>orvaldssonar, að upphæð 242 kr. 70 a. auk iostnaðar. 1. og 2. uppboð fer fram hér á skrifstof- unni, en hið síðasta í Mýrarholti. Skil- málar verða birtir á uppboðunum. Skrifst. Mýra- og Borgarfjarðarsýslu 17. maí 1900. ' Sigurður Hórðarson. Uppboösauglýsing. Miðvikudaginn 24. þ. m. kl. 4e. hád. verður opinbert uppboð haldið við hafnarbryggjuna hér í bænum og þar seldar botnvörpur, vírstrengir o. fl. úr botnvörpuskipunum »Earaday« og Munið eftir að bezt er gefið fyrir sundmaga »Swallow«. Söluskilmálar verða birtir á undan uppboðinu. BæjarfógeHnn í Rvík 18. maí 1900. Hallclór Daníelsson. hjá Th. Thorsteinsson. V erziuuarstörf. Nokkrlr menn geta fengið þjónustu nú þegar. Ritstj. vísar á. 2 koffort ódýr til sölu. Laufás- veg 39. V efnaðarvara alls konar ódýr og vönduð í verzlun G. Zoega. Leiðarvísir ui lífsbyrgðar fæst ókeypis hjá ritstjórunum og hjá dr. med. J. Jónassen, sem einnig gefur þeim, sem vilja tryggja líf sitt, allar upplýsingar. Ritstjórar: Björn Jónsson(útg.og ábm.jog Einar Hjörleifsson. ísafoldarprentsmiðja. Reglusamur, aðgætinn og flinkur verzlunarmaður getur fengið atvinnu við verzluu í Reykjavík frá 1. júní næstk. Eiginhandar umsóknir auðkendar »Verzlunarstörf 2«, með góðum meðmæl- um þektra, áreiðanlegra fyrri hús- bænda sendast ritstjóra þessa blaðs fyrir 28. þ. m. f>ær umsóknir, sem ekki verða tekn- ar til greina, verða endursendar við- komendum ásamt tilheyrandi fylgi- skjölum hina sömu leið til baka. I verzl B. H. Bjarnason fást allar teg. skotfæra Púður — Högl — Hvellhettur — Patrónhylki —Forhlöð og Byssuþurkur.

x

Ísafold

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ísafold
https://timarit.is/publication/315

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.