Ísafold - 23.05.1900, Blaðsíða 1

Ísafold - 23.05.1900, Blaðsíða 1
ISAFOLD. Reykjavík miðvikudaginn 23. maí 1900. Kenmr lit ýmist einn sinni eða tvisv. í viku. Verð árg. (80 ark. minnst) 4 kr., erlendis 5 kr. eða X1/* doll.; borgist fyrir miðjan júli (erlendis fyrir fram). XXVII. árg. Forngripanafnid opið md, mvd. og ld. 11—12. Landfibankinn opinn hvern virkan dag kl ;i— 2. Bankastjórn við kl. 12—1. Lanasbókasafn opið hvern virkau dag kl. 12—2 og einni stundu lengur (til kl. 3) md., mvd. og ld. til útlána. Okeypis lækning á spítalanum á þriðjud. og föstud. kl. 11—1. Okeypis augnlækning á spitalanum íyrsta og þriðja þriðjud. hvers mánaðar kl. 11—1. Ókeypis tannlækning i Hafnarstræti lb 1. og 3. mánud. hvers mán. kl. 11—1. X4X xix 'xjx* xix' xíx’ X4X xix’ xix' ’xix Hlutafélagsbankinn. T. Síðan eg reit í vetur um hlutafé- lagsbankann fyrirhugaða, hefir ísa- fold flutt ýmsar greinar, er sanna fyllilega með mér nytsemi banka með nægilegu starfsfé. Nokkrar greinar hafa og birst í »J?jóðólfi« um þetta efni, en fara allar í þá átt, að spyrna móti hlutafélags- bankanum, án þess að komið sé með nokkur hin minstu rök fyrir því, sem þar er haldið fram, sem sé, að hætta standi af honum; um not af almenni- legum banka er svo sem ekki verið að eyða orðum í því blaði. Öll ummæli »þjóðólfs« um banka- stofnunina eru alveg órökstuddar á- gizkanir, eins og allir skynbærir menn hljóta að hafa séð, er »þjóðólf« hafa lesið, — ágizkanir, serh ekkert blað mundi koma með, er sýna vildi við- leitni á að skýra málið frá 'óllum hlið- um, eða hefði næga varfærni til þess að kveða ekki upp dóm um mál, sem framtíðarhagur heils þjóðfélags getur leikið á, fyr en það getur með rölmm sýnt fram á, hvernig málið horfir við. En, eins og áður er sagt, vantar alla slíka röksemdarleiðslu hjá þjóðólfi, og ber það ljósastan vott um, að hann bveður hór upp dóm um mál, sem flonum er enn sem komið er ofvaxið að segja um nokkurt orð af viti. f>jóðólfur getur þess meðal annars að vér mundum innlima oss um f* í Danmörku, ef vór cækjum Dani lnri í bankaverzlunarfyrirtækí. En þó er enginn efi á því, að verzlunarlán Dana til vor nema miklu meira á ári hverju en hlutir þeir mundu nema, S0m Danir mundu eiga í hlutafélags- hankanum. Og reynslan hefir elcki sýnt, að verzlunarlán danskra kaup- manna á síðari árum hafi haft minstu áhrif í þá átt, eða að þeir lánardrotn- ar vorir hafi sýnt minstu viðleitni á að innlima oss í Danmörku, eða að hafa áhrif á landsstjórnina eða þingið hér. Kaupmenn hafa látið þá hlið hlutlausa, og hafa að eins um það hugsað, að græða fó á, venjulegan hátt, kaupa og selja sér í hag. það hef- irað ems einn maður sýnt alla viðleitni á að haía áhrif á þing og stjórn sér til verzlunarhagsmuna, 0g verðum vér að kannast við, að sú persóna er ís- lendingur, en ekki danskur maður. Benda má á ótal dæmi þe8s að menn frá tveim þjóðum eða fleirireka verzlun í félagi, og einu má gilda, hvort verzlunin heitir bankaverzlun eða önnur verzlun. Gufuskipafélagið sameinaða t. d. er eign Dana og Breta, og ber ekki á því, að sú sam- eign hafi nein áhrif á þjóðmál Dana; er Danmörk þó næsta lítið land á móts við Bretaveldi. þá eru mörg ensk gróðafélög, sem t. d. vinna í samvinnu við Norðmenn í Noregi, og dettur engum manni í hug að ætla, að slíkur félagsskapur hafi nein áhrif á landsstjórnarmál Noregs, þó það land sé meira en 100 sinnum fámenn- ara en Bretaveldi, og eftir því mátt- arminna. það er eins og ótal ljón séu á veg- innm hjá þjóðólfi og ótal boðar og blindsker, er oss standi voði af. Fyrsta skeriö. það er, að nýi bankinn taki okur- vöxtu. En vandalaust ætti að verða fyrir stjórn bankans, er skipuð verður íslenzkum mönnum að meiri hluta, að afstýra því. Br nokkur vandi að heimila ekki bankanum að taka að jafnaði hærri vexti eða »disconto« en t. d. þjóðbanki Dana gerir svona upp og niður? Vindur þjóðólfs út af 7—8°/« vöxtun- um er auðvitað tóm ágizkun, eins og alt annað í þessu bankamáli, og er sýnilega ætlað fólki, sem ekkert skil- ur í því. það er ein grýlan, sem til er búin í því skyni, að hræða það. Hvernig heldur bankaþjónninn, sem ræður öllum orðum og gjörðum þjóð- ólfs í þessu máli, að bankinn færi t. d. að, að velta við 5 miljón kr. á ári, eða meiru, ef hann tæki í ársvexti 7 —8°/o, þegar vextirnir í nágrannabönk- unum væri að eins 4—5°/>? það þarf ekki mikínn bankafræðing til þess að sjá, að slíkt væri ógerningur. Annað skerið. það hefir víða borið fyrir eyru mér hér á landi, að ekki sé hægt að ráð- ast í neitt að svo stöddu, er snerti meiri háttar fjármál, ekki fyr en stjórn og þing sé komið á hærra þroskastig. þeir bera fyrir sig, að eng- in trygging sé fyrir, að stjórn fyrir- tækja, sem stæði undir umsjón lands- stjórnarinnar, yrði skipuð valinlcunn- um og hcefimi mönnum, sem hefði nægan menningarþroska til að bera, trú á framtíð landsins, 0£ næga þekk- ingu á starfi því, sem þeim er falið. Eg skal láta hér ósagt, hvort þetta almenningsálit hefir við næg rök að styðjast eða ekki. En í meira lagi er það skaðlegt, er þing og sijórn skortir nægilegt trausc þjóðarinnar. það á- stand getur, eins og ágirndin, orðið »rót alls ills«, og er bráðnauðsynlegt, að þing og stjórn geri alt sitt til þess, að útrýma vantraustinu ástjórn lands- ins sem allra fyrst, og að þjóðin var- ist að bera minna traust til þings og stjórnar en ástæða er til. þjóðólfur óttast jafnvel eða læst vera hræddur um, að bankinn mundi innlima Island í Danmörku. Af hverju? Af því að hann treystir ekki þinginu eða landsstjórninni til þess, að vera óháð bankanum. Ástæðan getur ekkí verið önnur — og kemur sú skoð- un illa heim við þá sannfæringu(?) þjóðólfs, að vér séum fullfærir um að stjórna oss sjálfir. Látum það nú vera skoðun manna, að tvísýnt sé, hvort vel færir menn yrðu valdir í bankaráðið og stjórn bankans af vorri hálfu. En þá verð- ur að gæta þess, að hér stendur svo á, að vér megum eiga það víst, að út- lendir menn verða meðstjórnendur bankans, menn, sem þekkja vel banka- stjórn, eru hér öllum óháðir og eru upp aldir við miklu þroskameiri upp- eldisskilyrði en vér, er til þess kem- ur að reka bankaverzlun á óhlutdræg- an og mannúðlegan hátt. 1 þessu er hiu mesta trygging fólg- in, einmitt fyrir oss; því telja má það víst, að útlendir hlutaeigendur fari ekki að senda hingað illa hæfa menn til þess að stjórna bankanum. Til þess að ekki verði sagt, að eg sneiði um of hjá að tala um hinar dekkri hliðar þessa bankafyrirtækis, vil eg gera ráð fyrir, að þingmenn yrðu sem lántakendur í hlutafélagsbankan- um ekki síður háðir þeim banka en Landsbankanum. En slík áhrif bank- ans kæmu þá að eins til greina, er um nagsmuni hans sjálfs væri að tefla, og ekki líklegt, að bankinn gerði tilkall til meiri gróða en bankar njóta alment erlendis, og bankanum gœti ekki orðið til hagsmuna að taka hærri vexti eða »disconto« en þeir gera. Hann hlyti og einmitt að hafa óhag á því, að ganga hart að veðum hér á landi, eða að verða eigandi að mörgum jörðum og húsum hér, enda þótt hann feng1 veðin fyrir hálfvirði. Engum banka dettur í hug að seilast eftír gróða á þann hátt. það ætti einmitt að vera oss á- hugamál, að bankastofnun þessi þrifist, ef hún kæmist á, sem allir, er fram- förum unna, hljóta að vona. Yrði það álíka og gerist í öðrum löndum, mundi það efla traust landsins og landsmanna í viðskiftum við aðrar þjóðir, auka lánstraust þjóðarinnar þar, og verða til þess, að bankinn yrði óhræddari að taka þátt í nýum framfarafyrirtækjum. Og svo má ekki gleyma því, að vér yrðum ekki af- skiftir af gróða bankans, þar sem gert er ráð fyrir, að vér njótum hans að f hlutum. Hvað á að gera með meira? þar sem nú er búið að samþykkja seðlaviðbótina, 250 þús. kr., og veð- deildarfrumvarpið, munu andstæðing- ar nýa bankans halda því fram, að nú verði nægir peningar tíl, svo að óþarfi sé að stofua nýan banka. Hvað á að gera með meira? segja þeir. Seðlaviðbótin hrekkur naumlega til þess að bæta úr bráðustu þörfum Landsbankans sjálfs, hrekkur naum- lega til þess að borga Landmands- bankanum og landssjóði það, sem bankinn skuldar þeim. Seðlaviðbót þessi getur því auðvitað ekki bætt úr peningaþröng almennings, eins og ísa- fold hefir rækilega sýnt fram á. Og landssjóður mun naumlega geta lánað bankanum stórfé áfram, nema þá með því móti, að neita þeim um lán til þilskipakaupa o. fl., sem samkvæmt fjárlögunum er beinlinis ætlað að fá lán. Mercator. Uppsögn (skrifleg) bundin við áramót, ógild nema komin sé til útgefanda fyrir 1. október. Afgreiðslustofa blaðsins er Austurstrœti 8. 31. blað. Jarðabætur leiguliða. Eftir Magnús Torfason sýslumann. II. (Síðari kafli). þetta bendir á, að eina ráðið, til þess að efla jarðabætur að mun séað skylda jarðeigendur til að leggja fram fé til að gera þær. Móti þessu vona eg að enginn geti haft, samkvæmt því, sem áður er sagt um rétt þann, er jarðabætur leigu- liða eiga að hafa á sér. En um það geta verið skiftar skoðanir, hve miklu tillag jarðeiganda á að nema. Varla getur komið til mála, að í- þyngja jarðeiganda meira en svo, að hann leggi til helming eftirgjaldsins ár hvert. þó mætti, þegar um stærri jarðabætur væri að ræða, sem þyrfti að gera í einu, t. d. skurði til vatns- veitinga o. s. frv., gera undantekningu frá þessu, á þá leið, að leiguliða væri leyft að verja jafnvel öllu afgjaldinu til jarðabótarinnar eitt ár eða tvö, að eins að tillag jarðeiganda næmi ekki meiru en helmingi afgjaldsins á hverjum 5 árum. Lögfr. lætur endurgjaldið vera 1 kr. fyrir hvert dagsverk, samkvæmt mati skoðunarmanns jarðabóta búnaðarfé- laganna. Væri svo hátt farið, mælir sanngirni með, að landsdrottinn fái lagavöxtu af tillaginu frá borgunar- degi, og gæti jafnvel komið til mála, að láta leiguliðann bera fyrninguna að einhverju leyti, t. d. með lj°. Nota- drýgra mundi samt verða, að hafa tillagið ekki hærra en 75 aura fyrir dagsverkið, og láta leiguliða að eins greiða lagavexti af, eða jafnvel ekki meira en 50 aura, en vaxtalaust 10 ár frá borgunardegi. því mínna, sem tillagið er, þeim mun meira fæst unn- ið fyrir hálft afgjaldið. Ef til vill mætti nota allar þessar reglur, með þvi að selja landsdrotn- um í sjálfsvald, hvern kostinn þeir tækju. Landssjóður ætti auðvitað að hafa sömu skyldur og aðrir jarðeigendur, og yrði hann taka að sér kirkjueign- irnar. Eg geng að því vakandi, að þessi tillaga muni þykja ganga of nærri jarðeigendum. En sé betur að gætt, eru þetta engir afarkostir. I rauninni er hér að eins farið fram á, að landsdrotnar leggi nokkuð af mörkum í sjóð, sem gefur fulla laga- vöxtu og fyr eða síðar stór-happadrætti. það er því svo sem ekki verið að fara í vasa þeirra. Og tillagið er alls ekki hátt. Fyrir 100 kr. fær lands- drottinn unnið 133 dagsverk eða t. d. sléttaðar fram undir 2 dagsláttur. Að slétta dagsláttuna kostar hann því að eins rúmar 50 kr. Eg hefi það fyrir satt, að Árni Thorsteinsson landfógeti hafi borgað 100 kr. fyrir hverja sléttaða dagsláttu í Skálholti. Hann hefir aldrei verið talinn ráðleysingi, karlinn sá, og er því óhætt að trúa því, að þeim pen- ingum, sem varið er til jarðabóta, sé ekki á glæ kastað. Og ómögulega get eg fariS að vor- kenna landsdrotnum meira en leigu- liðunum, sem alt af leggja fram full-

x

Ísafold

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ísafold
https://timarit.is/publication/315

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.