Ísafold - 26.05.1900, Síða 3

Ísafold - 26.05.1900, Síða 3
127 forötöðumanns skólans, M. i\ Bjarna- sonar, þeir premierlautinantar L. V. O. Tvermoes og A. G. Topsöe-Jensen, fyrirlíðar á strandvarnarskipiuu »Heim- dal«, skipaðir af hinu íslenzka ráða- neyti í Kaupmannahöfn, og var Tver- moes af landshöfðingja jafnframt skip- aður oddviti nefndarinnar. Bnn til að dæma um kunnáttu í tungumálum og farmaunalögum skipaði landshöfð- ingi þá prestaskólakennara Eirík Briem og yfirréttarmálfærslumann Odd Gíslason. Prófsveinar fengu þessar einkunnir: Ólafur Sigurðsson frá Flatey 100 st. Halldór Ágiíst Halldórsson frá ísafirði................. 91 — Hæsta einkunn við þetta próf er 112 stig og til að standast prófið þarf 48 stig. pegar prófinu var lokið (23. þ. m.), var skólanum sagt upp fyrir þetta skólaár. Utan úr heimi. Mikil frost. f>að þykir mikill kuldi hér á landi og er óalgengur í bygð, ef frostið er um eða yfir 15—16 stig' á C. Og örsjaldan fer það fram úr 20 stigum, og þá að eins lítið eitt. Bn hvað segir þá landinn, sem heldur að vér byggjum eitthvert kald- asta land í heimi, er hann heyrir þess getið, eem við bar í Noregi í vetur, og það sunnarlega, nál. 20 míl- um sunnar en Yestmanneyar? Frostid komst þar upp í 56 stig á C. f>að var 9. febr., í Tönset, efstu bygð á Upplöndum, á að gizka 2— 3000 fet yfir sjávarmál. það er nógu fróðlegt að heyra það, að þetta er töluvert meira frost en þeir Friðþj. Nansen fengu nokkurn tíma í heimskautsför sinni; það var mest 522/3 stig. Hann tekur það fram í bók sinni um leið, að það sé ekki svo ýkja-mikið á við það sem gerÍ3t í Síbiríu; þar hafi einu sinni verið mælt 68 stiga frost, í Verkjojansk. Sá bær er austarlega í Síbiríu, jafn-norðanlega og Grímsey. þann sama dag, 9. febr. í vetur, var í Kristjaníu rúml. 21 stigs frost kl. 8 um morguninn. f>ó eru þar dæmi til miklu meiri frosta — mest 29V2 at- C., sem menn vita um fyrir víst; það var 21. jan. 1841. Og þó er Kristjanía 53 mílum sunnar en Vest- manneyar. Daginn þenna sama var 27 stiga frost við Maríudalsvatn, ör- skamt frá Kristjaníu, um ll/2 mílu, og ekki hærra yfir sjávarmál en 300 fet. f>á var og 42 stiga frost í Böros, 30 í Kóngsbergi, 27 1 Litla-Hamri við vatníð Mjörs, 21 í Niðarósi, sem er alveg jafn-norðarlega og Vestmanney- ar, en ekki nema 11 norður í Vargs- ey, annari nyrztu borg í Noregi, 50— 60 mílum norðar en nyrzta tá ís- lands. Hér í Beykjavík var 9. febr. þ. á. 6 stiga frost um nóttina (áður), en 4 stig um hádegi! Annar mestur víkingsvetur hér í álfu utan íslands hafði verið fyrir 50 árum, veturinn 1849/50. f>á hafði verið 2 mannhæða snjór á götum í Kristjaníu einu sinni snemma á þorranum. f>á var Maríudalsvegur, rétt hjá Kristjaníu, ófær meira en viku, 0g unnu þó 45 menn að snjóakstri dag eftir dag, auk snjóplógs. þá voru svo mikil snjóa- og ísalög í Danmörku, að þingmenn teptust, einkum við Stórabelti, og varð að fresta þingsetningu nokkura daga. þá varð ekki komist fulla viku milli Helsingjaborgar ogHelsingjaeyrar, þar sem Eyrarsund er mjóst, fyrir ísum °g kafaldsbyljum. þá kyngdi niður 8vo miklum snjó einn dag, 29. jan., á götum í Stokkhólmi, að fólk fenti þar; meðal annars var maður dreginn þar dauður úr kollhárri fönn uppréttur,— segja norsk blöð frá í vetur. þann vetur, 1850, var einu sinni 24 stiga frost (á C.) í Lundúnum. |>á var og mannheldur ís á tjörnum suð- ur í Madríd og Flórens, og er talið eins dæmi þar að kalla. Amerískir miljónamœringar. þeirra er nú mestur John D. Bockefeller; hans eigur nema töluvert fram yfir 900 milj. kr. þá er Cornelius Vanderbilt honum næstur með nál. 450 milj. kr. þá koma þeir William K. Vander- bilt, John Jacob Astor og William Bockefeller með 370 milj. kr. hv6r (100 milj. dollara). Menell Sayre nokkur er sagður 11. í röðinni í auðkýfingahóp þessum. Hann er ekki hálfþrítugur. Fyrir 4 árum tók hann til að fást við verð- bréfagróðabrall og átti þá eitthvað 150 þús. kr. Nú eru orðnar úr því 130 milj. kr. Stefanía konungsdóttir frá Belgíu, ekkja Budólfs keisarasonar í Austur- ríki, er lézt fyrir mörgum árum vo- feiflega, giftist í vetur í annað sinn ó- tignum manni ungverskum, Lonyay greifa, er hún hafði fengið ofurást á, án ráði föður síns og tengdaföður, þeirra Leópolds konungs og Franz Jósefs keisara. Fyrir það var hún að afsala sér áður hátíðlega öllu ríkistil- kalli fyrir sig og sína niðja, svo og því að vera ávörpuð með orðunum »yðar keisaialega tign« eða »yðar konung- lega tign«. Hitt var þó enn baga- legra, að hún misti ekkjustyrk þann, er henni bar eftir fyrri mann sinn, en það voru nær 700,000 kr. um árið og ókeypis bústaður í nokkrum keisara- höllum í Austurríki, með miklu þjón- ustuliði, vögnum o. fl. Keisarinn, tengdafaðir hennar, er þó svo góður við hana, að hann miðlar henni 150,000 kr. ársstyrk. En faðir henn- ar, Leópold konungur, vildi ekkert láta af hendi rakna. Maður hennar er efnalítill, að kallað er: hefir að eins 60,000 kr. í árstekjur. þau hafa því 210,000 kr. að lifa á um árið, og þurfa auðvitað ekki að komast á vonarvöl fyrir það. En mikil viðbrigði verða það fyrir veslings-konuna. — Hún á dóttur eina barna eftir fyrri mann sinn, Elizabeth; heitir eftir föðurmóð- ur sinni, þeirri er myrt var í Sviss fyrir fám missirum. Hún er nú 17 vetra. þau fóru á fund páfa í Bóm, hjón- in nýgiftu, skömmu eftir brúðkaupið. Hann tók þeim mjög ljúfmannlega og lagði blessun sína yfir þau. Stjórnin í Kína hefir tekið upp það nýmæli, að senda hingað í álfu ásinn kostnað unga námsmenn, stúdenta, til háskólanáms. Kvað vera von á 1200 þetta ár og mælt að eítthvað af þeim ætli sér til Khafnar. þetta taka þeir sýnilega eftir grönnum sínum, Japansmönnum. Hefði líklega verið eins holt að gera það fyr. Háska-flótti. Fyrirliði einn úr Búa- her, er Botha heitir og sár varð og handtekinn af Bretum í einni fyrstu orustunni í haust, þar sem heitir Elandslaagte, í Natal, var hafður síð- an í haldi með öðrum hertekum lönd- um sínum á ensku herskipi, er Manila heitir og lá við höfuðborgina Kap. Undir eins og hann var gróinn sára sinna, sat hann um að strjúka aftur til sinna manna, þótt ekki væri á- rennílegt. þeirra var mjög vandlega gætt á skipinu, hinna herteknu manna; skipið lá all-langt frá landi; þar var brim mikið og nóg af hákörlum. Eigi að síður hepnaðist Botha kveld eitt að færa sig úr fötunum og ná sér í bjarglinda, er lágu á víð og dreif um skipið; fötin batt hann í pynkil, er hann batt við höfuð sér og rendi sér að því búnu niður í sjóinn. það var langt sund og hættulegt. Loks var hann alveg lémagna orðinn. En þá varpaði brimið honum upp í fjöruna. Hann skreið inn í runna til að hvíla sig. Ekki mátti það naum- ara standa. því að í sömu svipan er brugðið rafmagnsljósvendi frá skipmu upp yfir fjöruna, þar sem hann var nýskroppinn á land, og < annan stað sér hanD vel mentum bátum róið alt í kring um skipið. Hann klæddi sig, þegar ljósið var horfið, og hraðaði sér á stað. Hann tók sér dularnafn og komst loks klaklaust alla leið norður í Bloemfontein; þar hafði þá Búaher- inn höfuðstöðvar sínar. Ekki hafði hann neitt vegabréf né önnur skilríki en nokkur sendibréf, er hann hafði búið sjálfur til, með utanáskrift til Youngs nokkurs hrossasala í Óraníu. Nokk- uð af leiðinni fór hann með járnbraut, og bar þá einu sinni svo undir á járn- brautarstöð, að hann snæddi við sama borð sem Bóberts marskálkur, yfir- hershöfðingi Breta! þó var stroku- mannalýsing á honum komin um alt. En enginn krafði hann sagna hinna mörgu ensku liðsforingja, er fundum bar saman við á leiðinni. Fádsema-elja. Það er meira en lítil elja, sem hr. landsvegafræðingnum er gefin við — litilsvert orðaþras út af þessum manni, sem nú er að eins ódæmdur eftir kæru hans. Enn vill hann fyrir hvern mun fá að taka til máls um sama efni; en það verður nú i allra-síðasta skift.i í þessu blaði. * * »Ohlutdrœgni«. Bitstjóri Isaf. hefir enn fundið sér skylt að hnýta athugasemd- um aftan við svar mitt í 27. tbl. og ber þar E. E. fyrir þeim ummælum sín- um, að »eg haíi ætlað að reka hann irá vinnu o. s. frv«. Þegar svo er komið, læt eg úttalað um það atriði, þvi að við E. E. vil eg ekki þrátta — eg legg mig ekki niður við það — það mun sýna sig einhvern tíma, hvor okkar er sannsöglari. Hvað hitt atriðið snertir, her ritstjórinn það blákalt fram — eða lætur það að minsta kosti á sér skilja — að eg hafi ekki fundið að sömu annmörkunum á reiknings- færslu E. E. áður en byrjað var á vegin- um yfir Holtin eins og á eftir. Eg vil þá henda ritstj. á athugasemdir mínar við reikninga E. E. sumarið 1896 — þær get- ur liann séð á landshöfðingjaskrifstofunni — þar hefi eg einmi.t fundið að kvittana- skorti á reikningunum. Svo segir ritstjórinn ennfremur: »0g sami annmarki — kvittanaskorturinn — var áreiðanlega á reikningum annars vega- vinnustjóra í haust að minsta kosti, án þess að sá hinn sami hafi fengið ávitur fyrir«. Það ekki mitt að gefa ávítur fyrir þenn- an annmaika, úr því eg er ekki skipaður yfirmaður verkstjóranna; eg að eins gerði minar athugasemdir á reikninginn og sendi þær á landshöfðingjaskrifstofuna. Annars skal eg taka það fram, að þess- ir gallar á reikningsfærslunni hjá verk- stjórunum eiga ekkert skylt við það mál, sem hafið hefir verið gegn E. F., því að þó að kvittanir vanti á stöku reikninga, þarf það ekki að benda á nein fjársvik; það getur verið og er vanalega að eins athugaleysi eða hirðuleysi. Vitneskju' um fjárdrátt getur maður fyrst fengið með þvi að yfirheyra verka- mennina um það, hvað þeir hafi tekið á móti af peningum og hvað mörg dagsverk þeir hafi unnið, og það var á þann hátt, að þessi sterki grunur hefir fallið á E. F. Að öðru leyti skal eg vísa til eftir- fylgjandi yfirlýsingar frá landritaranum: Þér hafið, herra ingenieur, beiðst yfir- lýsingar minnar um það, hvort eg hafi orðið þess var, að þér hafið veitst meira að herra Einari Einnssyni í athugasemdum yðar við vegareikninga hans eftir að byrj- að var á Holtaveginum 1898 en áður, og hvort eg hafi tekið eftir því, að þér hafið hallað fremur á hann i athugasemdum yð- ar en aðra forstöðumenn landssjóðsvega- gerða. Báðum þessum spurningum verð eg að svara neitandi. Auðvitað er hér undan- skilin kæra sú, er þér hafið sent bæar- fógeta hér. yfir herra Einari Finnssyni, fyrir fals og fjárdrátt, og rannsóknir yðar um það atriði. Afgreiðslustofu landshöfðingja Reykjavik 11. mai 1900. Jón Magnússon. Þá þykist eg hafa komið með næga sönnun fyrir þvi, að ákærur ritstj. gegn mér séu á engum rökum bygðar. Rvík 11. maí 1900. Sig. Thoroddsen. * * Ojá; það er nú svo. Sönnun er það engin, að hann segir sjálfan sig vera sann- orðari en E. F. Ekki heldur vel liægt fyrir menn út i frá að vita, að hann megi ekki gefa verkstjórum ávitur. Og ætli hann geri það aldrei samt? Eyrir E. F. og öðrum i likum sporum eru þær einar aðfinslur til, sem til þeirra sjálfra er beint. Þeir hafa ekkert af því að segja, þótt ein- hverjar aðfinslur séu til á landshöfðingja- skrifstofunni, ef þær eru t. d. svo lítils- verðar, að ekki þykir takandi þvi að tjá þær verkstjórunum sjálfum. Fyrir þvi virðist minna að græða en hann ætlaðist til á vottorði landritarans, sem oss dettur vitanlega ekki i hug að rengja. — Þar með er þá slegið botni í þetta þras. Veðuratliuganir í Reykjavik eftir landlækni Dr. J.Jónas- sen. ‘3 g Hiti (á Celsius) Loftvog (millimet.) V eðurátt. nóttu urnlid árd. siðd. átd. si7)d. 19. + ö +n 762.0 759.5 o d a h b 20. + 4 + 6 759.5 754.4 ahd nah d 21. + 4 +10 754.4 749.3 ahd o d 22. + 4 + 7 749.3 749.3 o b o b 23. + 4 + 8 749.3 754.4 o b o b 24. + 2 + 7 756 9 756.9 o b o b 25. + 3 + 8 759.5 754.4 o b s h b Veðurhægð daglega; oftast rétt logn og bjart viður, skúrir á mtlli. Inflúenza. Nú mun hvm vera komin í flest hús hér í bænum, en er yfirleitt væg. Hefir, svo kunnugt sé, ekki leitt til bana hér nema 2 börn, stúlkur tvær nál. fermingaraldri, börn Gísla Finns- sonar járnsmiðs, en þær voru báðar veikar af öðru undir. — Eitt þilskip G. Zoega kom inn í dag, Sjana, með skipshöfnina veika, en flestir þó í aft- urbata. Hafði aflað 3600. Veikin er nú sem óðast að færast út um Borgarfjörð og Mýrar. Kvað vera búin að ganga í Dölunum að miklu leyti. _______ » Sigling. Iíaupfarið »Waldemar«, kapt. Albert- sen, kom áþriðjudaginn til W. Fischers- verzlunar frá Khöfn. Landhelgisbrot. Herskipið Heimdallur kom í fyrra dag inn hingað með eDskt lóðaveiði- skip, frá Grimsby, er hann hafði hitt í landhelgi milli Beykjaness og Eld- eyar. Sektað um 10 pd. sterl. Sjötugsafmælis Geirs Zoega kaupmanns minst hér í bænum í dag með flöggum og annari viðhöfn eftir föngum; mundi meira að kveðíð, ef ekki stæði nú landfarsóttin sem hæst. Agætar Kartöfliir og Laukur. í verzl. G. Zoega Cement gott og ódýrt í verzlun G. Zoöga. Fataefni, Kjóiatau Svuntutau mjög falleg og og vönduð en þó ódýr í verzlun G. Zoöga. Útsáðskartöflur fást á Langaveg 22.

x

Ísafold

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ísafold
https://timarit.is/publication/315

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.