Ísafold - 30.05.1900, Blaðsíða 2

Ísafold - 30.05.1900, Blaðsíða 2
urg konar einvaldsdrottinn yfir kaup- félögum vorum gerir sér alt far um, að hafa á alþingi, og hve vel honum tekst það, — aðallega í þarfir stjórn- arbótafjenda og gersamlega í þeirra anda, en meðfram beint í sínar þarfir 8jálfs, sbr. landhelgis-leigufrumvarpið, sem síra Einar Jónsson var látinn flytja á síðasta þingi, batterí-hneyksl- ið, o. s. frv. Sama má yfirleitt segja um blöðin, að ísafold undanskilinni, — og þjóð- vilj. nú upp á síðkastið, — að svo virðist sem þau þori ekki annað en að sitja og standa eins og Vídalín vill. Ber þetta hvað mest vott um, hve hættulegt ástandið er; því auðsætt er, að björnínn má heita unninn, þegar búið er að fá blöðin í lið með sér. það er því kominn tími til fyrir kaupfélögin að sjá að sér, svo að dóm- ur sögunnar verði ekki sá, að þau hafi fyrst og bezt stutt að því, að útlent auðvald kúgaði þessa fátæku þjóð. VI. Eerill kaupfélagahreyfingarinnar hér á landi er yfirleitt lítið annað en hrapalleg vonbrigði. 1. jpeim var cetlað, kaupfélögunum, að bæta vöruverð. það hefir þeim og hepnast að nokkuru leyti. Framan af var yfirleitt lægra verð á útlendu vörunni hjá þeim og er það enn á henni sumri; en munurinn þó ekki nándarnærri eins mikill og við hefði mátt búast, þar sem ekki legst helm- ings-kostnaður á vöruna á við það, sem hlýtur að vera hjá kaupmönnum, með því að ank annars kaupfélaga- menn vinna sjálfir ókeypis eða því nær ókeypis margt það að verzluninni, sem kaupmenn verða að halda margt fólk til, og það dýra menn suma. Síðari árin er ekki annað sýnílegt, en að »umboðsmennirnir« hafi lagt á útlendu vöruna nær miskunnarlaust, sjálfsagt með samþykki kaupfélaga-stjóranna eða líklega eftir nýum samningi við kaupfélögin, þar sem stöðu þeirra, umboðsmannanna, hefir verið breytt úr hinni hreinu og reglulegu upphaf- legu umboðsmensku upp í umboðs- kaupskap, sbr. það sem að framan segir. f>að eru skuldirnar og vanskilin af kaupfélaganna hálfu, sem orðið hafa tilefni til þeirrar breytingar. Egi ségi: •sjálfsagt með samþykki« o. s. frv.; að öðrum kosti væri þ'að hegningar- lögin og dómstólarnir, sem mundu »hafa orðið«, en hvorki eg né kaupfé- lagapostularnir. — Að einu leyti eða í einu atriði voru raunar viðskiftin milli kaupfélaganna og umboðsmanna þeirraþegarreglulegurkaupskapur. peir leigðu sem sé gufuskipin til skepnu- flutninganna milli landa í sínu nafni og fyrir sinn reikning, en tóku svo af félögunum ákveðið flutningsgjald fyrir hverja skepnu, og það svo hátt, að kunnugir fullyrða, að þeir hafi grætt jafnvel svo tugum þúsunda skifti í kr. á einni ferð eins skips, og þá beint ógrynni fjár á einu ári. þetta var fóðrað með því, að félögunum væri of vaxin sú ábyrgð, er því fylgdi, að taka stór gufuskip á leigu. Um áhrifin á verð ísl. vörunnar hefi eg fjölyrt hér að framan, og þarf ekki að ítreka það. 2. Sú var önnur belzta fyrirœtlun kaupfélagsskaparins, að útrýma sel- stöðuverzluninni. En eg fæ ekki bet- ur séð en að þeir félagar, umboðs- mennirnir, hafi komið upp engu betrí selstöðuverzlun en dönsku kaupmenn- irnir okkar gömlu. þeir höfðu 1—2 faktora í sýslu, menn, sem oftast höfðu mjög lítið vald eða áhrif á mannfélag ið umfram óbreytta búðarþjóna. En margnefndir umboðsmenn hafa fyrir faktora, þ. e. félagsstjóra og deildar- stjóra, hvern héraðshöfðingjann við hliðina á öðrum, þar á meðal allmarga þingmenn, og gera sér ekki að góðu minna en að beita þeim fyrir sig í löggjafar- og landstjórnarmálum. Hug- myndin og tilætlunin var sú upphaf- lega, að félagsstjórar þessir og deild- arstjórar væru fulltrúar bænda og þeirra talsmenn gagnvart umboðs- mönnunum. En mundu ekki þeir kaupfélagsmenn teljandi nú orðið, er eigi þættust hafa margþreifað á því um þá allmarga, að þeir séu ekki sínir fulltrúar, heldur umboðsmannanna? 3. Verzlunarfrelsi œtluðu kaupfélög- in sér vitanlega að efla og styðja af öllum mætti. En ekki veit eg, hvað er einokun, ef það er ekki sú stefna, sem lýst er hér að framan og snjöllustu kaupfélagsstjórarnir hafa gerst flutn- ingsmenn að: að öll verzlun landsins ætti helzt að vera í höndum eins um- boðsmanns. Eða hitt, að binda fjar- lægar félagsdeildir, nærri því sína á hverju landshorni, í eina samábyrgð- arflækju. 4. Kaupstaðarskulda-ánauðinni var kaupfélögunum cetlað að létta á lands- mönnum gersamlega. En kannast munu sumir þeir, er við það málbafa verið riðnir, við töluverða aukning kaupstaðaskulda jafnvel í helztu kaup- félagahéruðunum, að viðbættum kaup- félagaskuldunum til hinna útlendu lánardrotna, þ. e. umboðsmannanna, íofanálag; og skuldafjöturinn þar marg- falt rammari, sbr. næsta tölul. á und- an (3). 5. Loks var kaupfélögunum œtlað að auka framsýni, hagsýni, sparnað og reglusemi. J>að var þeirra eitthvert hið fegursta og háleitasta markmið, — eða vakti að minsta kosti fyrir sum- um frumkvöðlum þessarar hreyfingar; það voru valinkunnir sæmdarmenn og mestu framfaramenn. Sú er og aðal- hugsjón sams konarfélagsskapar erlend- is, og hefir borið mikla og fagra ávexti þar. En — því miður munu fleiri kunna frá að segja aukinni eyðslu og óhófi meðal kaupfélagamannanna. Not- að sér verðlækkun á sumum munað- arvörum til þess að eyða miklu meira af þeim en áður. Súm félögin munu að vísu hafa viljað sneiða hjá áfengis- kaupum og gert það framan af að minsta kosti. En sum hafa aftur talið á- fengiskaup jafn-sjálfsögð og matvöru- kaup, og umboðsmennirnir vitanlega sízt verið þess letjandi. það eru, þótt ótrúlegt sé, einmitt sumir sel- stöðukaupmenn vorir, sem runnið hafa með fullri alvöru og atorku á vaðið með að hætta að verzla með áfengi. VII. Vera má, að fljótfærum lesendum ítist svo á það, sem eg hefi sagt hér að framan, sem eg muni vera stækur fjandmaður allrar kaupfélagsmensku. En því fer mjög fjarri. Eg ann kaupfélaga-hugmyndinni af fullri alúð og óska henni bezta gengis hér eftirleiðis. Mér er ekki ókunnugt um,hver þjóðþrif hafa fylgt þeirri hreyf- ingu annarsstaðar, t. d. á Englandi. Um það geta Iandar mínir fræðst mikið vel á ritgerð eftir Torfa Bjarna- son skólastjóra í Andvara fyrir nokk- urum árum. En það er annað lag á stjórn og framkvæmdum þess félags- skapar þar en hér hefir verið. Og því að eins, að það lag sé upp tekið eða því sem líkast — því að eins á kaupfélagsmenskan hér nokkura von góðra þrifa. Aðal-skilyrðin fyrir því eru: 1. Að kostað só þegar í upphafi alls kapps um, að koma fyrir sig öfl- ugum sjóði, en láta ekki verzlunar- arðinn verða þegar eyðslufé. 2. Að bændur hætti sér sem minst út í erlend viðskifti, heldur skifti við innlenda stórsala; kaupi hjá þeim út- lendu vöruna fyrir peninga, ef auðið er; en peninganna þurfa þeir að afla sér með því, að fá útlenda menn til þess að kaupa hér af þeim innlendu vöruna. f>ar ætti og almennilegur banki að koma heldur en ekki í góðar þarfir. 3. En neyðist þeir til að hafa gamla lagið, t. d. núna fyrst um sinn, þ. e. láta selja ínnlendu vöruna sjálfir á útlendum markaði á sína á- byrgð, þá ríður þeim um fram alt á, að hafa þá eina fyrir erendreka þar eða umboðssala, sem þeir eru gersam- lega óháðir, en ekki í skuldafjötrum við, eins og kaupfélögin eru nú við þá Zöllner og Vídalín. |>ór kannist vel við kaupmannaskuldaklafann íslenzka. Haldið þér, að klafinn þeirra Zöllners og Vídalíns sé haldminni, só úr verra efni? Haldið þér, að þeim sé mjög umhugað um, að þér smokkið honum fram af yður og gerist þeim óháðir? Haldið þér að þeir muni ganga sig upp að knjám fyrir yður til þess að hafa uppi hina beztu sölustaði, sem til eru, og flýta þar með sem mest fyr- ir; að þér verðið skuldlausir við þá? Fáið þér þá fyrir umboðssala er- lendis, sem ekki eiga neitt hjá yður, og vita yður fyiir það allsendis óháða sér, þá sannið þér það, hvort þeir gera sér ekki mun meira far um, að standa vel í yðar sporum, — að selja svo vel, að yður líki við sig. |>eir vita ofur-vel, að með því einu móti munið þér halda áfram að nota sig, en ella ekki. Hinir þurfa ekkert um það að hugsa. f>eir vita vel, að klaf- inn heldur! Veturinn 1900 í Skagafirði. Þeir, sem orðnir eru gamlir og hafa alið aldur sinn í Skagafirði, muna eflaust eftir mörgum góðum vetrum í hinu nafnkenda veðursældar- og »göngu«-plássi, en fáa hljóta þeir að muna, sem taka mikið fram hinnm síðasta vetri, sem alment er talinn hér mjög góðnr. Af því þessi vetur er lika síðasti vetur aldarinnar og að því leyti' merkilegnr, virðist ekki ófróðlegt að fá yfirlit yfir tíðarfar hans hér. Eftirfarjandi skýrsla er gerð eftir ná- kvæmum veðurathugunum, er haldnar voru (í Vallhólmi) veturinn 1900 af B.V. Gluð- mundssyni. > có ö J-i -o • N 03 S-> a o 0 "'—3 «4—1 a d a> Logndagar ...... 6 11 3 9 10 t; 6 51 Sunnanátt 1 4 18 13 4 12 2 54 Vestanátt 1 6 2 6 0 7 2 24 Norðanátt 3 8 8 2 12 6 6 45 Austanátt 0 1 0 1 2 0 2 6 Úrkomudagar . . 5 15 9 5 4 6 1 45 Sunnanhlákud. i 1 6 2 0 2 2 14 N.stórhriðard. .. 0 0 6 1 1 1 0 9 Jörð rauð í lág- firðinum 11 15 12 14 5 13 18 88 Jörð hvít, daga 0 15 19 17 23 18 0 92 Meöalt. liita kvöld og morgna(C) —r—3>/a 22/» l2/s >/a 5>/4 l2/.r+l5/6-r-2>/2 Mest varð frostið á vetrinum -r 20° C. sunnud.morg. 18. marz. Mestur hiti -f- 20° móti sól sunnud.morg. 1. apríl. Mest og hlíðusthláka 11. jan. Verst hrið 29. deshr. {fr 9°). Jörð var næg allan veturinn, nema nokkura daga í deshr og jan,, og flest hross hefðu getað gengið af líknarlaust. Þau voru yfirleitt með lang-feitasta móti á sumarmálum. Aths. Milliáttir eru ekki teknar til greina í skýrslunni, enda eru þær fremur sjald- gæfar hér heila daga. Hin helzta er suð- vestanátt, 0g stendur hún vanalega ekki lengi, áður en hún gengur til austurs. Eg tel hana með vestanátt. Vestanáttardag- arnir eru flestir úrkomudagar að tiltölu; en af 51 logndögum vetrarins eru að eins 4 úrkomudagar. Bangárvallasýslu 14. maí: Tíðarfar var hér siðastl. vetur mjög gott, oftast auð jörð og litil frost; núna um mánaðamótin (apríl—maí) gerði hér allsnarpt norðanveðnr, með snjó og frosti, og stóð yfir þrjá daga; en eigi gerði veður þetta neinn skaða hér; siðan hefir- verið ágæt tið. Fénaðarskoðun fór hér fram síðari part vetrar og voru fénaðarhöld alment mjög góð. Hey voru hér í vetur fremur lítil og eigi vel verkuð, mygluð og hálfbrunnin, svo það má fremur þakka tiðarfarinu, hvernig fénaðarhöld eru, en heyunum eða gjöfinni. Heilsufar alment i vetur og er enn mjög gott. Fremur hafa umræður um landsins gagn og nauðsynjar legið hér í þagnargildi sið- an í fyrra sumar, en húast má við að menn fari að lifna við með vorgrösunum, eða þá þegar fer að liða undir þingkosn- ingarnar. En eftir þvi sem eg hefi heyrt og veit frekast til, þá eru hér víst flestir um meiri hluta sýslunnar eindregið val- týskir. Þeir sjá það ofurvel, að sú stefna er, eins og Isafold hefir margoft sýnt og sannað, hið eina hugsanlega í stjórnarhótar- máli voru, og eg vonast fastlega eftir, að Yaltýsliðar eigi sigri að hrósa eftir þing- kosningarnar í haust, bæði í þessu og sem flestum öðrum kjördæmum landsins. Hér buast þvi flestir við þingmanna- skiftum, auk þess sem Sighvati gamla er óneitanlega meira en mál orðið að fara að hvíla sig, og Þórðnr, þótt yngri sé miklu,, mjög heilsuhilaður maður, hvað sem öðru líður. Þó þetta kjördæmi sé eigi auðugt af vel hæfum þingmannaefnum, þá vonast eg samt til, að það þurfi eigi og fari eigi að sækja þingmenn í önnur kjördæmi, þótt þeir stæðu til boða. Hirði eg ekki um að svo stöddu að tilnefna neinn. Þess mun kostur síðar. Uitið hefir verið hérrætt um hlutafélags- hankann: en þeir menn, er eg hefi heyrt um hann ræða, hafa verið á sama máli um hann og Indriði Einarsson og ísafold. Fremur heyrist hér litið talað um Ame- rikuferðir, og eigi veit eg af neinum, er þangað ætlar að flytja sig i vor úr þessu plássi. I vetur kom hér talsvert uppþot í nokknra menn með að fara að yfirgefa gamla frón og flytja til Ameríku, en sem betur fer hefir það uppþot hjaðnað nið- ur aftur sem vatnshóla. Mjög mikil ásókn þykir mér vera í sveit- ungum minum að flytja sig til Reykjavík- ur. Nú í vor ætla fjórir bændur úr þess- ari sveit, sem allir hafa húið á beztu jörð- um og við dágóð efni, að flytjast til Reykja- víkur, og draga auðvitað talsvert af vinn- andi fólki i hala sínum. Mér getur eigi annað fundist en að menn, sem eru bomir og harnfæddir í sveit, og kunna eigi aðra vinnu en sveitavinnu, hafi nokkuð öfugan hugsunarhatt, að fara að ílytja sig úr sveit frá dágóðu búi og ikaupstað, þar sem þeir hafa eigi aðra vinnu en eyrarvinnu, og hana stopula, eða þá sjómensku á þilskip- um, sem fellur allflestum illa, þeim ervanir eru sveitavinnu. Yér megum varla taka til þess, þott vinnufólkið (einkum vinnu- konurnar) vilji komast úr sveitinni, frá hrífunni og rokknum, til Reykjavikur, þegar þetta Reykjavikur-fargan er í þeim, sem búsettir eru. Því »1 Reykjavík er gaman oft á götunum að sjást, og gaman lika að horfa þar þar á sjóar- ana slást, eða heyra nýung, sem einatt gerist þar, að yngissveinn og stúlka verða kærustuparo. Kartöíiusýki og sáöbreyting. Garðyrkjufróður maður hefir bent Isafolfl á, að ráð væri að kenna þeim, er kartöflusýki gerði vart við sig hjá í fyrra og hætt er við að þar leynist énn, það heilræðí, að setja ekki kar- töflur í þá garða nú, heldur aá þar til rófna, en aftur kartöflur í rófugarðana. það er lakast, að hætt er við að margir séu búnir að ljúka voryrkju í görðum. þó er það ekki víst, með því að frost mun hafa verið lengi nokkuð í jörðu í vor — vorhretið mikla ekki bætt um —, og svo hefir inflúenzan tafið vorverk fyrir mörgum búmönnum. Veitt brauð. Landshöfðingi veitti 21. þ. mán. sira Einari Thorlacius í Fellsmúla Saurbæarpreatakall á Hvalfjarðar- strönd, eftir kosningu safnaðarins.

x

Ísafold

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ísafold
https://timarit.is/publication/315

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.