Ísafold - 30.05.1900, Side 3

Ísafold - 30.05.1900, Side 3
131 Óveitt brauð. Meðallandsþing í Vestur-Skaftafells- prófastsdæmi (Laugholtssókn). Mat: 688 kr. 05 a. Auk þess fylgir brauð- inu þetta fjárhagstímabil 200 kr. upp- bót, svo framarlega sem það verður veict sérstökum presti. Veitist frá næstu fardögum. Auglýst 28. maí. Landprestakall (áður Stóruvellir) í Eangárvallaprófastsdæmi (Skarðssokn). Mat: 765 kr. 44 a. Auk þess fylgir brauðinu, verði það veitt sérstökum presti, 200 kr, bráðabirgðauppbót næsta fardagaár. Veitist frá næstu fardög- um. Auglýst 28. mai. Utau lír lieimi. þýzkt rithöfunda- og blaðamanna- almanak, prentað í vetur í Leipzig, eft- irdr. Emil Thomas nokkurn, segir svo frá nokkrum helztu blöðum á Eng- landi: Af Times, heimsblaðinu mikla, sem er meira en 100 ára gamalt, eru prentuð daglega 75,000 eint-ök að jafnaði. það er dýrara en nokkurt blað annað; kostar 3 pence eða 22J eyri; önnur blöð flest að eins 1 penny. En aðaltekjur Tim- es sem annara blaða erlendis eruaug- lýsingarnar. Fyrir nál. 40 árum námu auglýsingatekjur þess 1000 pd. sterl. á dag eða 18,000 kr. Nú er gizkað á að þær munn orðnar þrefaldar. Ars- tekjur blaðsins nema því mörgum tug- um miljóna kr. Enda kostnaðurinn eftir því gífurlegur. Af því að hin blöðin ensku eru þre- falt ódýrari, eru upplög af þeim mörg- um miklu stærri. Til dæmis að taka er Daily Tele- graph prentaður 1 275,000 eintökum dag hvern upp og niður. það er nú 45 ára gamalt og er aðalmálgagn í- haldsflokksins. Sama er að segja um Standard. |>að er eldra miklu, stofn- að 1827. Upplag 250,000. þá er Daily News, stofnað 1847, og hafði Charles Dickens, skáldið fræga, að ritstjóra fyrstu árin. þaðerhelzta málgagn framfaraflokksins enska. Upp- lag 200,000. Daily Chronicle er enn framsæknara og hálfgert jafnaðaimanna málgagn. |>að er prentað í 150,000 eintökum. Morning Post er eitthvert elzta blað á Englandi, stofnað 1772. það er höfðingjablað og mjög íhaldssamt. Daily Graphic er myndablað, sem kemur út á hverjum degi og er nú 10 ára. gamalt. það er vinsælt heimilis- blað. Upplag 125,000. Japansmenn hafa nú, lögleitt hjá sór kúabólusetning. Lagaskylda að bólu- setja öll börn undir eíns og þau eru 10 ára, og aftur þegar þau eru á 6. árinu og í þriðja skifti á 12. ári. Stjórnin í Japan hefir og afráðið að rífa niður borg eina allstóra á eynni Pormosa, er þeir unnu frá Kínverjum um árið, af því að læknar segja mjög óheilnæman jarðveg, þar sern hún stendur, og láta reisa hana aftur á öðtum stað heilnæmari, hvorttveggja á stjórnar kostað. það er sann-nefnd framfaraþjóð, Japansmenn. Vesturfarir. Svo segja skýrsl- ur, að alls hafi flutt sig hóðan úr ö'lfu til Ameríku öldina, sem nií er á förum, 30 miljónir manna. Eyrstu 20 árin framan af öldinui Vftr mjög lítið um vesturfarir; talan ®kki nema £ miljón alls. En 17 milj- árin 1820—1882, og 9 miljónir k árin næstu til 1893, stundum á miljón á ári (1888 og 1892). |>á 10 ur vesturförum, t. d. ekki nema 300,000 árið 1894 og 1897 ekki nema 200,000. Einkennileg skotsár. Yms- ar kynjasögur eru sagðar úrBúa-ófrið- inum af merkilegum skotsárum, er tekist hefir að græða. Kúla kom í ennið á enskum liðs- manni vinstra megin, þaut niður með vinstri kjálbanum innanverðum og þar út, en þá inn í öxlina hjá viðbeininu; nam þar staðar. Maðurinn var grædd- ur, en misti alt bragð, og svo eru and- litstaugarnar hálf-magnlausar. Annar fekk skot í hægri kinnina, milli efra skoltsins og kinnbeinsins; smaug kúlan gegn um andlitið og út rétfr fyrir neðan vinstra augað. Hann var algræddur, og ekki annað að hon- um á eftir en að hann var iitblindur. Enn fekk einn skot í efra skoltinn vinstra megin og kom kúlan ekki út fyr en fyrir neðan vinstra herðablaðið. Hann varð máttlaus allur vinstra meg- in og í hægra handlegg, og hafði mik- inn verk í kringum sjöunda hálsliðinn. Máttleysið leið frá smám saman, og talin enginn vafi á, að hann muni verða jafngóður. Dæmi þess er og tilgreint, að kúla fór alveg í gegn um innyfli manns, og tókst þó að græða. Stundum ber við að skot verða mönnum að bana, þó að ekkert sjái á þeim. Haldið er- að það stafi af ákaf- legri loftþrýstingu. Enda ber við, að liðsmenn kvarta um óþolandi kvalir í kviðarholinu neðan til eftir skothríð, þótt ekkert sjái á þeim; það er eign- að loftþrýstingu af skotum. þetta hafði einnig borið við í Grikkjaófrið- inum i hitt eð fyrra. Andrée-verðlaun. Eftir tillög- um mannfræði- og landfræðifólagsins í Stokkhólmi hefir Svíakonungur veitt þessi verðlaun þeim, er fundið hafa muni úr för Andrée norðurskautsfara — segir Morgenbl. norska 6. marz þ. á.: O. Hansen, skipstjóra á »Alken«, er skaut bréfdúfu frá Andrée 15. júlí 1897, fám dögum eftir að hann lagði á stað frá Spitzbergen; hann hefir fengið vandaðan farmannakíki með á- letran. Piltinum íslenzka, er fann flot- hylkið með seðlinum í frá Andrée í Kollafirði 14. maí 1899; hann fekk 50 kr. L. P. Ask skipstjóra, er hirti norð- urskautsflothylkið frá Andróe 11. sept. 1899 á Karlslandi og hólt því til skila; hann fékk annan farmannakíkinn með áletran og auk þess 100 kr. fyrir fyr- irhöfn sína og tímatöf. . Sá hét T. C. Olsen, skutlari, sem fann það flothylki, og veitti konungur honum 50 kr. verðlaun. Loks hefir konungur heitið 1000 kr. í verðlaun fyrir að finna muni úr för þeirra Andrée eftirleiðis. Bifreiðir og járnbrautir. Maður nokkur ítalskur, er Spera heit- ir, hefir samið bók um . bifreiðir og hver not muni mega af þeim hafa í hans landi, Ítaííu. (Bifreið er bráða- birgða-nýyrði; það er vagn, sem renn- ur sjálfkrafa eftir venjulegum vegum, fyrir steinolíu-gangvél, sem fylgir sjálf- um vagninum, — er undir honum eða áföst við hann; slík akfæri eru og stundum nefnd hestlausir vagnar, en oftast erlendis automobileða motor- vagnar). Spera segir, að bifreiðh: séu mesta þing í strjálbygðum héruðum með góð- um akvegum, — of strjálbygðum eða ófrjóum til þess, að járnbrautir geti þrifist þar. f>ær séu líka ágætar til að viða að járnbrautum bæði farþega og annan flutniug. f>ær segi þá einn- ig til, hvenær flutningsmagn sé orðið svo mikið þar eða þar, að hugsa megi til að leggja þar járnbraut. Enda sé og burðarmagu þeirra töluvert meira en margur hyggur. Hann skorar á stjórnina, að koma á stöðugum bifreið- ar-póstvögnum þar, sem svo hagar til, sem fyr segir, fyrir póstsendingar, mannflutninga og varnings. Háskólanám í Ameríku. Svo segir í kenslumálaskýrslum frá Bandaríkum í N-Ameríku, að stúdenta- viðkoma fari þar mjög vaxandi. Hafi verið fysir nálega 30 árum (1872) 590 af hverri miljón landsbúa lögskráðir til náms (stúdentar) við æðri menta- stofnanir, háskóla og embættisskóla; en 1898 var talan komin upp í 1216 af miljóu. En um leið segir frá því í amerísk- um blöðum, að háskólagengnir menn verði nú orðið ósjaldan að gera sér að góðu einfalda daglaunavinnu, eyrar- vinnu o. s. frv. Langt of mikil við- koma af prestum, lagamönnum og læknum. Meira en nóg yfir höfuð af lærðum mönnum. Miklu meiri skort- ur á og miklu meiri þörf á vöskum og ötulum framkvæmdarmönnum, hygnum, framsýnum og ráðföstum at- orkumönnum. Búmgóðar kírkjur. Péturs- kirkjan í Bóm tekur 54,000 manna; það er meira en landsbúar voru hér fyrir 100 árum. Næst Péturskirkjunni er dómkirkj- an í Mílano; hún tekur 37,000 manna. þá er Pálskirkjan í Lundúnum: 25,- 000; Ægisif í Miklagarði 23,000; Notre-Dame í París 21,000; dómkirkj- an í Pisa 13,000, og Markúsarkirkjan í Feneyum 7,000. Gróðurstöðin við Reykjavík. Svo sem kunnugt er, veitti síðasta alþingi Búnaðarfélagi íslands styrk (2000 kr. og 1500 kr.) til gróðurtil- rauna í grend við Beykjavík. Búnað- arfélagið keypti í þeim tilgangi land hér sunnan undir Skólavörðuhæðinni gagnvart Eskihlíð fyrir 1000 kr., 4— 5 dagsláttur að stærð. Suðaustan við þenna bletc hefir félagið einnig fengið 8 dagsláttur af landi Beykjavíkur, og hefir bæarstjórnin veitt það eftirgjalds- laust, meðanþað verði notað til gróð- urtilrauna. Landið alt liggur í skjóli fyrir norðanátt og hallar lítið eitt mót útsuðri. Meiri hluti þess er mýri, en hitt grýtt holt. Bærinn hefir látið leggja veg þangað suður eftir, lengt Laufásveg. Búnaðarfélagið fól garðyrkjumanni Einari Helgasyni á hendur alla um- sjón með gróðurtilraununum. Lét hann byrja á vinnunni þegar í haust. Var þá tekinn fyrir blettur, sem ætl- aður er kartöflum og rófum; var hann djúpstunginn (jarðveginum bylt í tveggja pálstungna dýpi) og rutt úr honum grjóti, og í vetur var hlaðinn grjótgarðsspotti úr því. Nú í vor hafa verið grafnir skurðir og lögð lokræsi, pæld og stungin flögin frá í haust, og lítill matjurtagarður, sem þar var. í sumar verða gjörðar tilraunirmeð rófur og kartöflutegundir, grasfræ og trjáplöntur. Tilraunir þessar geta ekki orðið víðtækar í sumar, bæði vegna fjdrskorts, og svo þess, að jarð- vegurinn gat hvergi nærri orðið nægi- lega vel undirbúinn að þessu sinni, því að fyrst þarf að þurka landið, bylta um jörðunni og stinga hana upp, svo að grasrótin nái að fúna, ogtekur það lengri tíma en svo, að þetta gæti alt orðið í vor. Laugardaginn var, 26. þ. m., var byrjað að gróðursetja tré. Formaður Búnaðarfélags Islands, Halldór Kr. Friðriksson, rótsetti fyrsta tréð, sem var björk, og var henni heiti gefið eftir tillögu eins þeirra, er viðstaddir voru, og nefnd Halldóra. Alls voru á laugardaginn rótsettar 14 trjátegundir og hafa sumar þeirra ekki verið reynd- ar hér áður, þar á meðal ösp, og gjöra menn sér góðar vonir um að húu muni dafna hér á landi. Var gróður- stöðunni því nafn géfið eftir henniog nefnd Espihlíð. Leiðrétting. Undir reikninga sparisjóðsins í Árnessýslu, fyrir árin 1898 og 1899 í 29. tölubl. ísafoldar þ. árs, hefir gleymst að geta nafns eins stjórnenda sjóðsins, fyrir bæði ár- in, hr. Guðjóns Ólafssonar verzlunarm. Vendetta. Eftir Archibald Clavering Gunter. »Undarlegar? Manstu þegar þú skrif- aðir mér og sagðist unna karlmanni hugástum — kom eg þá með þá mót- báru, að hann væri útlendingur ... gæti vel verið sprengitólafantur, mann- drápari? þú hafðir þekt Barnes eina viku og ekki lengur. Eg tók það alveg gilt, að þú sagðir mór, að hann væri prúðmenni og þér samboðinn«. »Já, bróðir minn, þú varst ekkert annað enj gæzkan!« svarar Enid, og henni vöknarum augu við hugsunina um bréf bróður síns. »En þegar eg kem svo til þín og segi: hérna er stúlkan, sem eg hefi unfr hugástum heilt ár — hún hjúkraði mér, þegar eg lá fyrir dauðanum, hún bægði engli dauðans burt frá rúminu mínu, og þegar eg fekk rænuna aftur, sagði hún: það skal verða mitt verk, að koma yður til heilsu aftur, svo að systir yðar, sem þér töluðuð um í ó- ráðinu, geti fengið bróðir sinn heilan á húfi heim til sín —«. Enid fer að blessa Marínu, slítur sig svo af honum, fer inn í herbergi Marínu og ávarpar hana sem systur sína. Og það er af hreinskilni mælt. »þú ert rauðeygð, Enid«, segir Mar- ína. »Já, eg hefi fengið ávítur þín vegna«. »Hvernig getur það verið?« *Eg mintist á heit þitt við hannt. »|>ú hefir þó ekki getið um það, sem eg sagði þér?« »Nei, eg komst ekki svo langt«. »Hvað sagði hann þá?« »Hann varð öskuvondur og sagði, að ef Barnes segði nokkuð ilt um þessa stúlku------! Marína, blessuð segðu honum ekki, að Burton hafi neitt minst á, að þú ættir ekki að vera í kunningsskap við mig; þaðyrði ekki til annars en vekja misklíð milli þessara manna, sem okkur þykir báð- um vænt um«. Korsíkustúlkan horfir framan i hana »Auðvitað geri eg það ekki! Hr. Barn- es hafði á réttu að standa; eg hefi farið að ráðum hans. Heitið, sem eg vann, heyrir nú að fullu og öllu liðna tímanum til. Nú er ekkert því til fyrirstöðu, að eg geti orðið bróðir þín- um góð kona.' Trúirðu mér, Enid?« »Já, auðvitað trúi eg þér!« segir Enid og styður þau ummæli sfn með því að faðma hana að sér. »En hvað þetta heit hlýtur að hafa verið kyn- legt!« #Eg skal segja þér frá því einhvern tíma«, segir Korsíkustúlkan við hana hálfum hljóðum, »en ekki núna —, til þess er það mér enn í of fersku minni. En þú mátt aldrei, aldrei tortryggja mig, né efast um ást mína til bróður þíns«. »Hvernig ætti eg að geta það?« svarar Enid. »Komdu nú ofan með

x

Ísafold

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ísafold
https://timarit.is/publication/315

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.