Ísafold


Ísafold - 06.06.1900, Qupperneq 2

Ísafold - 06.06.1900, Qupperneq 2
138 sem hefir svo lífcið velfcufé, að lánin eru veitt að eins af náð, en ekki af neinni þörf á að ávaxta peninja. f>að eitt er óbrigðult ráð til að halda við amlóðahugsunarhætti og ósjálfstæði íslendinga, það sem bankaviðskiftin ná til. Allur slíkur bugsunarháttur hlyti að hverfa, ef veltuféð væri nægilegt og bankinn þyrfti að sækja sjálfur á, að koma peningum sínum tryggilega á vöxtu. Mercatob. Bardaginn á Majuba-felli. »Nú er hefnt fyrir Majuba!« hrópuðu Bretar í vetur eftir uppgjöf Cronje Búahershöfðingja fyrir Roberts mar- skálki og hans liði, þar sem voru raun ar 10 Bretar um 1 Búa. Mörgum mun miður kunnugt um, til hvers þetta viðkvæði lýtur. það er fádæma-sneypuför, sem Bret- ar fóru fyrir Búum fyrir 19 árum, sama mánaðardag, 27. febr. 1887; hitt var 27. febr. í vetur, sem Cronje gafst upp. þá stóð bardagi á Majubafelli, þar sem Búar feldu hershöfðingja Breta og unnu svo frægan sigur á þeim, þótt liðfleiri væru og margfalt betur stæði að vigi, að Bretar sáu sér þann vænstan, að gera frið við Búa á eftir. f>að var sóguleg orusta, þótt mikil gæti hún ekki heitið. Hún ber að sumu leytí keim af orustunni 1 Lauga- skarði á tímum Forngrikja, svo fræg sem hún er. Liðsmunur var þar vit- anlega margfalt meiri, 1 Laugassarði, enda leikslokin þau, að lítilmagninn bar lægra hlut. En á Majubafelli fór hins vegar, að ofurefllið varð að lúta í lægra haldi. J>að var skömmu fyrir jól veturinn 1880, er Búar f Transvaal risu upp með vopnum til þess að hrinda af sér yfirdrotnan Breta. það kom flatt upp á stjórnina ensku. En þó stóðu Bú- ar mjög illa að vígi að mörgu leyti, — þvi fyrst og fremst, að Bretar höfðu setulið um landinú, Transvaal, hingað og þangað. Búar urðu þess vegna að veitast fyrst að því; þeir urðu að setj- ast um bæina í sjálfs sín landi, þar sem bræður þeirra og landar áttu heima. |>eir voru og mjög liðfáir þá, og urðu að skipa hér um bil tveim þriðju hlutum hersins til sóknar inn- anlands; höfðu þá ekki eftir meira en um 1500 manna í leiðangurinn móti Bretum við landamærin, til að verja þeim land þar. Af þeim 1500 sendu þeir 500 til vesturlandamæranna, en héldu hinu liðinu, 1000 mönnum, suð- ur og austur að landamærum Trans- vaals og Natals. þar áttu þeir von á höfuðáhlaupinu af Breta hálfu, er áttu hægast þar að sækja landið og skemsta leið. f>ar ræður aðallega landamærum Breta og Búa fjallgarður sá, er Dreka- fjöll nefnist. Eru þó framar há og brött hálendisbrún heldur en reglu- legur fjallgarður. Strandlendið tekur þar við fyrir neðan. Liggur aðalþjóð- leið yfir þau eða úr Natal upp á há- lendið, Transvaal og Oraníu, um skarð, sem Bretar kalla Laingsháls, en Búar Langahrygg, og liggur rúmum 600 fet- um ofar sjó, rétt hjá háu felli, um 1500 fec þar yfir, er nefnist Majuba- fell. Joubert hershöfðingi settist í skarðið með sfnu liði, 1000 vígra manna, eins og Leonidas í Lauga- skarð forðum; ætlaði að banna Bret- um þá leið, eins og Grikkir Persum. Fám dögum síðar kemur landshöfð- inginn í Natal, Sir Colley, þangað með 1500 enakra liðsmanna, og slær tjöldum hálfri mílu sunnar, fyrir neð- an skarið. Hann átti von á miklu meira liði á eftir sér. En hann gerði svo lítið úr hermensku Búa með sjálf- um sér, að hann treysti sór til að ráða niðurlögum þeirra með því liði, er hann hafði, og þóttist ekki þurfa að bíða hins, sem á eftir var. Fýstj og að vinna sér það til frægðar, að hafa gengið milli bols og höfuðs á Búum áður en reglulegur hershöfðingi kæmi til sögunnar. Flest var liðið enska fótgöngumenn, en þó nál. 200 riddarar, og 6 fallbyss- ur höfðu þeir. Búar höfðu ekkert stórskotalið; ekki annað en handbyss- ur; en þeir kunnu að balda á þeim. Bretar sóttu fyrst upp í skarðið 28. janúar. þeim veitti betur framan af, meðan stórskotaliðið gat komið sér við, En er fótgönguliðið greiddi atgöngu upp á hálsinn, tóku Búar svo vask- lega í móti, að hinir urðu brátt að hopa ofan aftur og létu nær 200 manna. Mátti svo að orði kveða, að hvert skot Búa yrði manni að bana; svo happskeytir voru þeir. Ellefu dögum síðar, 8. febrúar, gerði Colley aðra atrennu að komast upp yfir skarðið. Ætlaði þá að aoma Bú- um í opna skjöldu. En Joubert sá við því. Bar fundum saman þar sem heita Ingogo-hæðir, vestur af herbúð- um Breta, og fór enn á sömu leið; þeir fóru mjög svo halloka fyrir Bú- um. Colley þóttist nú sjá, að ekki mundi tjá að ráðast framan að Búum þar í skarðinu, heldur yrði Bretum því að eins sigurs auðið, að þeir nefðu betra vígi. Honum veittiet og kostur á því fyr en varði. Maður einn af Kaffa- kyni flutti honum þá njósn, að Maj- ubafell, annars vegar við hálsinn og beint upp yfir herbúðum Búa, væri mannlaust; Búum hafði ekki hug- kvæmst, að hafa þar dálitla sveit til varnar. Kaffinn þessi gerði því Bret- um sama greiða, sem Efíaltes Pers- um. Colley var óseinn að hagnýta sér þetta. Hann leggur á stað sama kveldið, 26. febr., stundu eftir nátt- mál, með 700 manna. Nóttin var dimm og alveg tunglskinslaus, en leið- in all-Iöng og torsótt, meira en 2000 fet neðan af jafnsléttu upp á fellið, og ærið bratt. Urðu Bretar oft að skríða á fjórum fótum og handstyrkja sig á lyngbríslum yfir svaða og klung- ur, en sumstaðar hengiflug fyrír neð- an. Að 5 stundum liðnum voru þeir komnir upp á fellið, en mjög þreyttir og móðir; voru og klyfjaðir skotfærum og 8 daga vistum. f>á var enn T| stund til aftureldingar. Dreífðu þeir sér nú um fjallseggjarnar. Var feliið raunar eigi meira fyrirferðar að ofan en á að gizka 50—60 faðmar á hvern veg, en kvos í miðju og þótti Bretum sem brúnirnar utan með henni væri þeim nægilegt vígi og ail-örðugt, ef að því kæmi, sem ólíklegt var, að Búar sækti þar að þeim. Héldu þeir nú kyrru fyrir og bíða þess að dagur rynni, en í þann mund áttu þeir og von á 2 fallbyssum neðan úr herbúð- unum. þóttust nú hafa ráð Búa ger- samlega í hendi sér; þurftu ekki ann- að en láta fallbyssuskotin dynja beint ofan, yfir herbúðir þeírra á Langa- hrygg, fast við fellsræturnar. Búar vöknuðu í herbúðum sínum að morgni hins 27. febr. og áttu sér einsk- is ills von. En Bretar voru svo ó- þolinmóðir uppi á fellinu og hróðugir, að þeir gættu engrar varúðar. þeir áttu að leynast þar, meðan verið væri að koma fallbyssunum upp þangað og í annan stað félagar þeirra heima í heibúðunum byggjust til að koma Bú- um í opna skjöldu, er þeir hörfuðu niður úr skarðinn. En þeir stóðust eigi mátið, heldur tyldruðu sér fram á fellsbrúnina og horfðu ofan á herbúð- ir Búa. Brá Búum heldur en eigi í brún, er þeir sáu mannaferð uppi á fellinu. Joubert leit í kíki og sá þeg- ar hvar komið var. »Drottinn minn! jparna eru þeir þá, rauðálfarnir, beint Uppiyfir okkur!« hrópaði hann. (Brezkir hermenn ganga á rauðum stuttfrökk- urii og eru því oft kallaðir rauðálfar). Búum var einn kostur nauðugur, annar en að flýa þegar úr skarðinu, og hann var að reka Breta ofan af fellinu. það sá Joubert þegar og tók það ráð jafnharðan. Bmith aðstoðar- foringi hans eggjaði liðið snjöllum orð- um og bað þá fylgja sér, er eigi skorti áræði. Gáfu sig þegar fram 4 merkisvaldar og með þeim 200 hinna yngri liðs- manna, og runnu á stað upp fellið. þar neyttu Búar þess, hve fimir þeir eru að láta hvern stein eða mis- hæð hlífa sér. þeir skiftu sér í þrent og klifu upp snarbratta fellshlíðina, sinn í hverri áttinni. Bretar voru að reyna að miða á þá; en flest skotin skullu í grjót eða klettasnasir, og sak- aði Búa hvergi. Hélt Joubert í há- mót á eftir með megínliðið og lét skot- in dynja upp á fellsbrúnina svo ótt og títt, að Bretar héldust þar eigi við. Fyrst í stað voru Bretar þó alls öruggir og óhræddir. |>ótti sem hinir gengju í heljar greipar. Én þá vissu þeir eigi fyr en Búar áttu ekki eftir nema 10—20 faðma að þeim. |>á sló felmti yfir þá. þeir réðust þó að fyrsta flokknum, er upp komst, með byssustingjum sínum; en þá kom ann- ar flokkurinn þeim í opna skjöldu og skutu á þá að aftan; höfðu farið aðra leið upp á fellið. Colley hershöfðingi féll í öndverðri orustu. Riðlaðist þá sveitin, er Búar sóttu að úr öllum átt- um, og flýði bver sem fætur toguðu. Sumir hlupu fyrir hamra og týndu sór þann veg. þar féllu af Bretum 92 menn, en 136 urðu óvígir af sárum og 59 hand- teknir. En af Búum féll að eins einn maður, — það er ótrúlegt, en alveg áreiðanlegt þó; og 4 urðu óvígir af sárum. þessi var munurinn á skot- fimi vegenda. Bretum varð svo mikið um þessar ófarir, að þeir létu af ófriði og gerðu vopnahlé fáum dögum síðar, 6. marz, en fullan frið við Búa 23. s. m. f>á stýrði og öðlingurinn og vitringurinn Gladstone Bretaveldi, en ekki þeir Salisbury og Chamberlain. Ekki mun vera trútt um, að Búar hafi litið heldur mikið á sig eftir þenn- an sigur, og treyst sér til við Breta upp frá því heldur meir en góðu hófi gegndi. Telja sumir ólíklegt, að þeir hefðu lagt jafn-öruggir út í ófriðinn í haust að öðrum kosti. Til marks um það oflæti er og þessi saga: f>að bar til mörgum árum síðar, 1896, að dr. Jameson hinn enski gerði herhlaup það inn í Transvaal, er marga rekur minni til og fullyrt er, að gert hafi verið með ráði þeirra beggja, Cecil Rhodes og Chamberlains. Búar höfðu njósu af för hans og varð lítið fyrir að höndla hann og hans förunauta. f>að gerðist þar sem heit- ir Kriígersdorp, skamt frá Johaonis- burg. f>á var Joubert fyrir Búura. Nokkuru siðar varð tilrætt um það einhversstaðar í hóp Búa, hvernig litur væri gunnfáni Breta. Sumir sögðu hann rauðan, en aðrir bláan, og þrættu þeir um það. f>ágellurvið Búi nokkur aldraður, er verið hafði viðstaddur ófarir Breta bæði á Majuba- felli og hjá Kriigersdorp, og mælti: »Nei, það er hvorki rautt né blátt, enska merkið; það er hvítt; eg hefi séð það sjálfur bæði á Majubafelli og hjá Kriigersdorp#. f>að er griðamerki í orustum, hvít- ur fáni; sá beiðist griða, er því merki lætur upp brugðið. — f>á skilst fyndn- in Búans þessa. Bókmentafélagsfund á að halda hér á morgun, síðari árs- fundinn, mánuði fyr en lög og venja gera ráð fyrir, og það borið fyrir, að mælt er, að 2 af embættismönnum deildarinnar muni verða fjarverandi á hinum lögboðna fundartíma, — en oara-embættismennirnir ónógir til að sitja á fundi?! En hin sanna orsök er sú, að forseti (rektor B. M. Ólsen) þarf að koma fram áformi sínu frá £ vetur um afsetning þ. á. Tímarits- nefndar, til þess að svala sér á einum nefndarmanninum,Einariritstjóra Hjör- leifssyni, er hann vildi fá rekinn úr nefndinni í vetur -— gerði sér von um að fá því framgengt með því, að koma alveg flatt upp á félagsmenn með það á fámennum fundi; en það mistókst þó hrapallega. f>egar hann kom ekki þeirri lög- leysu fram, tók hann það ráð, að kveðja nefndina ekki til ýundar — set- ur hana með öðrum orðum af sjálfur og einsamall, er hann fekk ekki fund- inn til að gera það! En vegna þess að hætt er við, að Tímaritið verði síðbúið, ef ekki er hægt að fara að lesa yfir eða jafnvel útvega handrit í það fyr en eftir mitfc sumar, þá er áformið rektors nú að láta kjÓ8& nýa nefnd á fundinum á morgun — láta hann staðfesta afsetning eldri nefndarinnar — og að hún, nýa nefndin, taki svo tilstarfa jafnharðan, til að undirbúa þ. á. Tímarit, sem hin nefndin var valin til í fyrra og ein er löglega til þess kjörin. petta er það, sem fundinum á morgun er ætlað að gera. En hitt væri þó brotaminna fyrir hann og tímasparnaður, að fela for- seta blátt áfram ótakmarkað einveldi yfir félaginu eða Tímaritinu að rainsta kosti. ----1 «■»» f--- Heimsókn danskra stúdenta. Ferðamannafélagið danska í Khöfn líefir verið að undirbúa 1 vetur skemti- leiðangur danskra stúdenda hingað í sumár, framt að hundraði, og er nú ferð- in fullráðiu. Gufuskipafélagið samein- aða lánar þeim »Botníu« fyrir vægt verð, eftir að hún kemur til Khafnar úr júlíferðinni hingað, og leggja þeir á stað 27. júlf, en koma hingað sunnu dag 5. ágúst; fara síðan til fúngvalla, Geysis og Gullfoss, eins og lög gera ráð fyrir. Hálfgert ráðfyrir, að landi vor dr. Finnur Jónsson háskólakenn- ari verði í förinni, til vlsindalegrar leiðbeiningar á sögustöðunum m. m. Tjöld hafa þeir með sór til nætur- gistingar, það sem gististaðirnir hrökkva ekki. Ferðin kostar 300 kr. á mann, og hafa verið gerð samskot til þess að geta látið fátæka stúdenta komast íyr- ir hálfvirði eða minna. það væri bæði sómi og mikil á- nægja fyrir oss, að fagna slíkum au- fúsugestum eftir beztu föngum. Laust prestakali. Vatnsfjörður í Norður-ísafjarðarpró- fastsdæmi, eftir nýu mati kr. 1620,77. Prestsekkja hefir að eftirlaunum ^ af föstum tekjum brauðsins. Augl. 6. júní. Umsóknarfrestur til júlíloka. Veitist frá þ. á. fardögum.

x

Ísafold

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ísafold
https://timarit.is/publication/315

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.