Ísafold - 16.06.1900, Qupperneq 3
151
kosti ekki í aatnanburði við það frum-
varp, sem alþingi í heild sinni hallað-
ist að og nú er deilt um.
Samt fekk þetta áform þeirra fylg-
ismenn.
Hr. P. J. T. hélt fund með nokk-
urum mönnum á hotel Island 26.
marz, og gerði þar grein fyrir fyrir-
tsekinu, eips og forgöngumenn þess
hugsuðu sér það. þrír fundarmenn
rituðu síðar nöfn sín undir svo látandi
skjal:
»Yér undirskrifaðir, sem höfum á fumli
26. marz siðastliðinn hlýtt á og rætt tillögu
um stofnun eiginlegs þjóðbanka á íslandi,
og vér aðrir, sem ritum nöfn vor hér und-
ir, lýsum yiir þvi, að vér álítum mjög
æskilegt., að frumvarp til laga um stofnun
slíks ’oanka, ásamt með tilboði um framlag
þess fjár. sem með þyrfti, yrði lagt fyrir
næsta alþingi ti! uieðferðar og álita, þar
eð fjárhagur landsins nú er i því ástandi,
að bráðar umbæturineð lagaráðstöfunum eru
óhjákvæmilega nauðsynlegar, á þennan hátt
eða annan, sem alþingi og væntanlega tek-
ur til ihngunari.
Einn af þeim mönnum, sem undir
þetta skjal skrifuðu, var — ritstjóri
tþjóðólfs«, Eannes porsteivsson.
Ekki er til neins að þræta fyrir
það, því að ísafold hefir undirskriftar-
skjalið í höndum.
Benedikt heitinn Sveinsson stendur
fyrstur undir skjalinu. Auk hans og
J>jóðólfs-manusins hafa ritað undir það
3 alþingismenn og 1 ritstjóri, sem voru
á líku bandi eins og þeir í stjórnar-
skrármálinu, 1 þingmaður úr stjórnar-
bótarfiokkinum og svo tveir utanþings-
menn, sem ekki hafa gert almenningi
heyrum kunna skoðun sína á stjórn-
skrármálinu.
Engum nlöðum er um það að fletta,
hvernig á þvf stóð, að þjóðólfs-maður-
inn skrifaði undir þetta skjal. það
kom til af því, að Bened. Sveinsson
ekrifaði undir það. þegar Ben. Sveins
son segir honura að skrifa undir með-
mæli með »stofnun eiginlegs þjóðbanka
á íslandi«, þá gerir hann það.’ þegar
Ben- Sveinsson segir honum að lýsa
yfir því, að hann álíti »mjög æskilegt
að frumvarp til laga um stofnun slíks
banka, ásamt með tilboði nm framlag
þess fjár, sem með þyrfti, yrði lagt
fyrir næsta alþing«, þá gerir hann það.
f>egar Ben. Sveinsson segir honum að
láta uppi þá sannfæring, að »fjárhag-
ur landsins sé nú í því ástandi, að
bráðar umbætur með lagaráðstöfun-
um séu óhjákvæmilega nauðsynlegar«,
þá gerir hann það. Hann gerði vit-
anlega alt, sem Ben. Sveinsson sagði
honum að gera.
En svo dó BeD. Sveinsson og gat
ekki lengur sagt *f>jóðólfs«-manninum,
hvað hann ætti að gera ne undir hvað
hann ætti að skrifa. Aðrir tóku við
umráðunum yfir »f>jóðólfs«-ritsjóranum.
Og þess vegna vildi svo einkenni-
lega til, að rúmum mánuði eftir and-
lát Ben. Sveinssonar er »f>jóðólfs«-
maðurinn farinn að tala um þessa
fyrirhuguðu bankastofnun sem örgustu
landráð — þennan banka, sem hann
hafði sjálfur verið að biðja um fyrir
örfáum mánuóum, að undanteknum
þeim stórvægilegu breytingum til
bóta, sem alþingi hafði gert og áður
er á minst!
Og ekki nóg með það.
jþessi banki, sem *f>jóðólfs«-maðurinn
hafði, ásamt fjórum skoðanabræðrum
sínum í stjórnarskrármálinu, verið að
biðja um, er eftir fáa mánuði orðinn
landráð, sem ísafold stofnar til í því
skyni einu, að geta enn betur svikið
landið í hendur Dönum eu unt sé að
gera með stjórnarbótinni !
f> tta ern vitsmunirmr, samvizku-
semin. sannleiksastin, sjálfstæðin og
stefnufestan, sem í afturhaldsmálgagn-
inu ríkii!
Ekki er furða, þó að ritstjóranum
geti ekki annað skilist en að alþýða
manna muni hljóta að tigna blað sitt
og tilbiðja, svo sem hann lýsir yfir
mjög skoplega og skringilega í gær.
Skarlats-sóitÍM.
Enn hefir einn sýkst hór í bænum
af skarlats-sótt frá því um daginn,
barn, 4 ára. f>að er í vesturenda bæ-
arins, á Melstað svo nefndum. Og
alls engar samgöngur verið þar í milli
og heimilis mannsins, sem sýktist um
daginn á Efri-Vegamótum. Ekki hægt
að gera sér neina grein fyrir, hversu
þetta fólk hefir sýkst. Nema ef vera
skyldi frá botnverpingum, er sjómenn
hér, sem róa til fiskjar, hafa sam-
göogur við daglega að kalla má, en þeir,
botverpingar, alt af með annan fótinn
heima hjá sér í Gnmsby eða Hull,
og mun veiki þessi ganga þar að stað-
aldri. Húsbóndi barnsins á Melstað
rær daglega.
Allir sjúklingar þessir 3 eru nú
komnir í hið einangraða Framfarafé-
lagshús.
Ekki er einleikið um tortrygni bæ-
armanna við sóttkvíunina og taumlaus-
an sögubutð. Nú hafa þeir gert sér
þá grein fyrir sýking Vegamótapilts-
ins, Rögnvalds þorsteÍDSsonar, að hann
sé — unnusti vinnukonu hóraðslækn-
ísins, er veikina fekk 5. maí og lokuð
hefir verið inn í Eramfarafólagshúsinu
síðan, og eigi þau að hafa heimsótt
hvert annað siðan! En sannleikurinn
sá, að þau hafa aldrei sést á ævinui,
svo þekst hafi.
Hann, sem stígur í vitið.
Afturhaldsmálgagninu hefir orðið í
meira lagi bimbult við grein »Alþýðu-
mannsins« í ísafold 9. þ. m. f>að
mun og varla nokkuru tíma hafa ver-
ið látið heyra jafn-beiskan sannleika.
Vill nú fyrir hvern mun fá að vita,
hver þessi »alþýðumaður« er. Vitið
ekki meira en guð gaf, heldur en vant
er. Ætlast til, að sér verði gefinn
kostur á að svala heift sinni á þess-
um »alþýðumanui«, og líklega ekki
honum einum, heldur sjálfsagt allri
hans ætt, svo langt sem rakin verður
— þar mundi ættvísin koma í góðar
þarfir, svo ekki þurfi ljósið það að
leynast alla tíð undir mælikeri. Eða
þá hitt, að skilja exki það, að »al-
þýðumaður* þessi stendur svo sem
ekki einn uppi með skoðun sína á
afturhaldsmálgagninu, heldur eru orð
hans töluð undan hjartarótum á hverj-
um skynjandi og hugsandi sjálfstæð-
um manni á landinu, sem kunnugur
er áminstu málgagni. Lýsingin á því
hjáhonumer8vosnjöll og rétt, sem fram-
ast má verða. Engum meðalgreind-
um manni dylst, hve grátt það leikur
alþýðu; læzt vera hennar talsmaður
og eys yfir hana kjassmælum, en ger-
ir henni flest það ilt, sem nokkurt
málgagn getur gert: spillir af fremsta
megni öllum hennarhelztu nauðsynja-
og framfaramálum, ýmist af heimsku
8Ínni eða þá af því að það er í vasa
hinna og þessara einstakra manna,
höfðingja og höfðingjapeða, sem skara
vilja eld að sinni köku, en liggur í
léttu rúmi um almenningshag.
Prestaskólinn.
þar stendur yfir embaittispróf þessa
daga, og flytja þeir, sem útskrifast,
prófprédikanir sínar í dómkirkjunni á
morgun kl. 5 síðdegis í heyranda
hljóði.
Krlstnitöku-afinæliö.
Eftir fyrirmælum biskups vors verð-
ur á morguu minst hátíðlega í öllum
kirkjum landsins þess stórmerkilega
viðburðar, er getðist fyrir 900 árum :
að krÍBtni var lögtekin hér á landi að
alþingi við ()xará.
Uin bankamálið
er nú afturhaldsmálgagniö látið ausa
sér út yfir »Mercator« og Ísaíold með
ógurlegum rosta og gorgeir; það er
þess vandi, er hylja þarf heimsku og
illan málstað, en öðru vísi stendur ör-
sjaldan á fyrir því, svo sem kunnugt
er. þeim er ekki vel við þær, hús-
bændum »þjóðólfs«, hinar prýðilega
sömdu, stillilegu og hógværu greinar
Mereators. Almenniugur skilur þær
vel og sér glögt, að hann hefir alveg
rétt fyrir sór. það svíður hinum.
Voðaslys
varð nýlega vestur í Jökulfjörðum.
þar voru á ferð a bát þrír Norðmemi
frá hvalveiðastöðinni Meleyri í Veiði-
leysufirði, á heímleið úr kaupstað á
Hesteyri, allir danðadruknir. þá tók
einu þeirra upp á því í ölæðinu, að
hann fleygði sér útbyrðis. Hinir drösl-
uðu honum -þó upp í bátinn aftur,
líklega hálfdauðum, og slörkuðu bátn-
um til lands, en létu hanD þar eftir í
bátnum afskiftalausan. Eanst hann
síðan örendur þar morguninn eftir.
Liík bræðranna
Guðmundar og Gests Sigurðssonar,
sem druknuðu um daginn af fiski-
skútunni »Guðrúnu«, ásamt 2 öðrum,
komu í gær ofan af Akranesi; höfðu
slæðst upp í botnvörpu og skilaði
botnverpingurinn þeim þangað.
Sigurður Sigurðsson, einn hinna
druknuðu, var ekki frá Bitru í Flóa,
heldur frá Butru í Fljótshlíð, sonur
merkisbóndans þar, Sigurðar Ólafs3on-
ar.
Sigling.
Kaupfar Anna kom í gær til H. Th.
A. Thomseus frá Englandi með salt
og steinolíu.
Mannalát.
Mjög víða um land hefir iuflúenzan
riðið að fullu rosknu fólki og fleirum.
Vestra er látÍDn, í Flatey á Breiða-
firði, fyrrum bóndi þar og í Skálmar-
nesmúla Jóhann Eyólfsson dbrmanDS
Einarssonar í Svefneyum, bróðir Haf-
liða heitins, en faðir Eyólfs kaupmanns,
er lézt í vor. Hann var kominn hátt
á áttræðisaldur og blindur fyrir löngu.
Hann var gildur bóndi og hraust-
menni, sem þeir frændur. Ekkja hans
Salbjörg er langt yfir áttrætt.
Norður í Skagafirði hefir látist Jón
bóndi porkelsson á Svaðastöðum, á
áttræðisaldri, auðmaður mikill. Fund-
ust að sögu eftir hann 60,000 kr. í
gullpeningum. þó átti hann hjá ein-
um manui 17,000 kr. og sjálfsagt mik-
ið meira í lánum hingað og þangað.
þá er nýlega látinn, 14. f. mán.,
Ófeigur bóndi Ófeigsson á Fjalli á
Skeiðum, nær sjötugur, sonur Ófeigs
hins auðga Vigfússonar. er þar bjó
lengi og var annálaður búhöldur, en
föðurbróðir síra Ófeigs í Guttormshaga
Vigfússonar. Meðal barna hans er
Ólafur verzlunarstjóri í Keflavík, Ey
ólfur verzlm. í Reykjavik o. fl.
þá dó á Akureyri 4. f. mán. Arnór
Egilsson Ijósmyndari, Halldórssonar á
Reykjum á Reykjabraut, fertugur að
aldri, — þó ekki úr inflúenzu.
Að vestan er og að frétta lát Hall-
dórs bónda Amunda>onar á Kirkju.
bóli í Langadal; hann dó 24. f. mán.,
á áttræðisaldri. Sömuleiðis tíisla Gests-
sonar á Hrafnafelli í Reykhólasveit,
bróður Péturs heit. á Hrfshóli.
þá er og dáin í Stykkishólmi Guð-
rún Sœmundsdóttir, ekkja Halldórs
Sæmundssonar snikkara á Búðum. en
móðir Sæmundar kaupmanns í Stykk-
ishólmi. Sömuleiðis HiLdur Vigfús-
dóttir í Brokey, móðir Vigfúsar Hjalta-
líns, bónda þar, eu dóttir Vigfúsar
stúdent Sigurössonar í Geitareyum.
Láðst hefir eftir að geta fráfalls
ruerkiskonunnar Bjargar þórðardóttnr,
frá Kjarna, er lézt hér í Reykjavík 1.
þ.ra., hátt á níræðisaldri (f. l.okt. 813),
hjá tengdasyni sínum Markúsi E.
Bjarnasyni skólastjóra. Meðal barna
hennar var og Árni heit. Jónsson hér-
aðslæknir, á Vopnahrði síðast. Hún
var systir síra Benedikts heit. þórð-
arsonar, síðast, prests í Selárdal.
Vendetta.
Eftir
Archibaíd Clavering Gunter.
En hún slítur sig af honum og æp-
ir : »Eg gen það aldrei /« og það með
slíku augnaráði, að hann rekur í roga-
stanz.
»þér hafið ekki skilið mig rétt«, seg-
ir hann einu augnabliki síðar, náfölur
í framaD. »þér getið ekki hafa gleymt
því, fagra Marína, að fyrir nokkurum
tírna lofuðuð þér mór því — ef til
vill ekki með skýlausum orðum, en
svo skilmerkilega samt, að við skildum
hvort annað — þér lofuðuð mér því,
að þegar eg hefði gert yður kost á að
koma fram hefndum, þá skylduð þér
veita mér ást yðar og gera mig að
lánsmanni.
»Verið þér ekki að minna mig á það!«
segir Marína og verður eins föl og
bann.
•þessar merkilegu fréttir, sem eg
hefi fært yður, hafa haft of sterk á-
hrif á yður. þér titrið, en ástin er
skarpskygn — eg sé, að þér eruð mjög
ánægð«.
»Eg vona, að eg verði það!« segir
hún, »svo framarlega sem þér spillið
henni ekki«.
»Eg — eg spilla ánægju yðar? Nei,
yður er óhætt að reiða yður á Mússó!
Eg get nú sýnt yður, hvar hefndin á
að koma niður! Nú eigið þér mér
það að þakka, að þér getið héðan af
horft á leiði bróður yðar kinnroða-
laust. þér skuluð geta sagt: Antón-
íó, bróðir minn, sofðu nú í friði! Syst-
ir þÍD hefir ekki gleymt því illa, sem
þér var gert. Hún er Korsíkukona!«
Ákefðin í Danellu hefir ofurlitla
stund þau áhrif á hana, að hún verð-
ur aftur sama sinnis, sem hún var
áður, og hún segir í hálfum hljóðum :
•þegar banamaður bróður míns liggur
örendur fyrir fótum mér, þágetureng-
inn sungið rimbccco við mig — þá
getur engin álasað mér fyrir neitt!«
Meðan Marína er að segja þessi orð,
er hún enn á ný líkust hofgyðju við
altari hefndarinnar. En á næsta
augnabliki hryllir hana við sjálfri sér
og hún segir: »Hefi eg ekki unnið bug
á hatrinu með ást minni til hans ?
Vita skuluð þér það, Danella greifi, að
fyrir tveimur dögum kulnaði hatur
mitt út með öllu, og stæði nú bana-
maður bróður míns varnarlaus frammi
fyrir mér — þá gæti hann farið leið-
ar sinnar í fullum friði!«
»Eruð þér orðin brjáluð, Marína?«
æpir greifinn og verður enn fölvari en
áður.