Ísafold - 23.06.1900, Síða 3
159
ugt væri að kenna börnum að þekkja staf-
ina eftir kveri minu. Spurningin er hér
um það, hvort meiri vinningur sé í þvi,
að láta barnið hafa færri stafi til viðfangs
í einu, án noksurs tillits til myndlögunar
þeirra, eða við hitt, sem eg hefi gert, að
leggja áherzluna á myndliking stafa, sem þó
eru sinn hvað, og skerpa svo augað tii að
greina sundur svipaðar myndir. Reyndir
harnakennarar, sem reynt hafa bæði kver-
in, heizt samtimis og við álika greind og
viljug hörn, geta hezt úr þvi skorið. Á
hinu er mér engin efi, að það er kostur á
síra Eiriks kveri, að það hel'ir lengri og
fleiri atkvæða-kafia, og að sumu leyti
næmari og hetri flokkun á atkvæðunum
Að einu ieyti þó lakari, þar sem hann set-
ur h, í hv (hvað, hver, hvalir), í flokk
stafa með breyttu hljóði, því að h hefir
ekkert breyít hljóð þar, ef rétt er talað
og lesið. Norðlenzki framhurðarinn er
mállýzka, sem á að út.rýma, en ekki inn-
leiða.
Hiif. Odds-kvers kann nú ekki einu sinni
að nefna rétt stafróf eða stafrófskver;
hann kallar það stafrof!!
Hann tekur það ettir sira Eiriki. að
hyrja á 6 hljóðstöfum ug s-i. Þar næst
sýnir hann l, m, n, og svo fimm hljóðstafi
i einu; en sira Eiríkur kemur með 5 hijóð-
stafina undir eins eftír s. Til þess að
minna beri á hnuplinu tekur Odds-kverið
fyrst bljóðstafiua i í a d o ó (sira Eirik-
ur: a á i í u ú) og í síðara sinn a u ú ö
æ (síra Eiríkur: e o ó æ ö). Hvorugur
sýnir y og ý fyrri en allir aðrir stafir eru
lærðir. Síra E. sýnir þá í einu: y ý og
tvihljóðana au ei ey. Odds-kver kennir
harninu fyrst að þekkjr tvihljóðana au og
ei og síðan y og ý; en tvibljóðann ey
hefir hann álitið alls óþarft að kenna
hörnum.
Sira Eirikur, sem hefir hugsað aðferð
sína sjálfur, hefir lika verið maður til að
fylgja henni. En höfundur Odds-kvers,
sem hefir krækt sér ar.nars manns aðferð,
hefir ekki haft í fullu tré með að hnupla
öllu óhreyttu frá síra Eiríki; liann fer að
gera þýðingarlansar hreytingar á stafa-
röðinni og setja saman dálitið af nýum at-
kvæðum. En þar hefir hann reist sér hurð-
arás um öxl. Þvi til þess var hann ekki
fær, að setja sarnan atkvæði, og skipa
þeim svo niður, að þau kæmi heim við
stafa-kensluna.
Stór-endeml
verður hér þvi bjá honum. I 12. og 13
kafla (á 12. bls.) eru að sm'á-koma fyrir
atkvæði með f í (*fúsi<), en þann staf
hefir barnið þá enn ekki fengið að sjá, og
fær ekki að læra að þekkkja f fyrri en í
16. kafla (14. hls.) í 15. kafla (a 13 hls.)
er barninu ætlað að kveða að samstöfun-
um: hóp, hop, hópur: en ekki er það
fyrri en í. 18. kafla (á 15. bls.), að farið er
að kenna þvi að þekkja stafinn h.
Þetta er það eina i kverinu, sem frum-
legt er frá höfundinum, þessi nýstárlega að-
ferð, að kenna börnum að kveða að stöf-
unum áður en þau læra að þekkja þá!!!
I 21. kafla (16. hls.), eftir að búið erað
kenna að kveða, að með öllum stöfum
(y °g y)> kemur kafli, sem verður
annað kallaður en þýðingarlaus stafa-
grautur, eins og hann stendurþar. Siðasti
þriðjungur þess kafla að minsta kosti er
prentaður upp úr stafrofskveri minu; en
þar var kaflinn ekki þýðingarlans, þvi að
þar var hann æfing í að greina sundur
lika stafi, og stóð þar þvi a undan öllum
atkvæðum. En eftir að barnið hefir staf-
að 10 stórar siður af atkvæðum með þess-
um sömu stöfum með sama letri, virðist
það skynlitillar skepnu æði að fara að
koma með þennan kafla á eftir.
Myndirnar í kverinu eru sumar prýðis-
fallegar, aðrar að visu mjög einfaldar, en
þó góðar barna-myndir. En sitthvað er
skritið við þær sumar. 1. uiyndin i sjálfu
kverinu (2. kafla, 7. bls.) er af pilti og
stúlku, sem renna sér á isi. En hvað það
á að þýða, að sýna þau á dönskuni tré-
skóm, er ekki gott að vita. I 3. kafla er
(við stafinn l) einhver fugl, sem eg þekki
ekki. r atkvæðunum út undan er nefnd
lóa, en fæturnir á myndinni sýna glögt,
að húu er ekki af lóu. Við stafinn n er
sýnd mynd af hálfmána eða skörðum
mána, og er torvelt að geta sér til, í hverju
samhandi myndin stendur við stafinn n.
Svona er um fjölda myndanna.
Yið stökuna hans Svb. Egilssonar »Fljúga
hvítu fiðrildin« eru settar fimm bik-svart-
ar klessur til að tákna AuiMeik fiðrildanna;
og til að tákna duyguna er settur hálfur
annar opinn bátur á sigiingn. — A 45.
hls er mynd af Grýlu, og er hún þar kom-
in á »danskan« húning með kappa á höfði
og kögursjal á herðum!
Á 34.—36. his fer höf að kenna börnunum
að þekkja stóru (upphafs-)stafina, en gleym-
ir þar óvart úr Ð og öllum hljóðstöfum
með broddi yfir. Sýnast þessir stafir þó
öllu nauðsynlegri heldur en t d. X og Z,
sem eru alt að einu i lögun og x og z,
nema að stærðinni til.
Á 37.—38. bls er sýnt hrafl úr frák-
túru letn og er það kallað gotnaskt, letur.
Þótt höf. hafi ekki betur vitað, hlýtur út-
gefandinn, sem prent.ari, að þekkja mun
á fraktúru-letri og gotnesku-letri.
I atkvæðunuin á 27. bls. (9. 1. a. n.)
stendur »titl-ing«, sem er rammskakt; á að
vera »titt-ling« ( -iingur er smækkunar-
afleiðsluending, en orðið myndað af titt-
ur'. titthngur == lit.ill tittur; á ensku heit-
ir fuglinn bæði sparrow [ = spörr] og
líka tit þ. e. tittur).
Til að skerpa tilfinningansemieik barns-
ms fyrir réttu og samstæðu rimi afbakar
höf visuna á 38. bls. og hefir hanaþannig:
Fall-ega Skjóni fótinn her
framan eftir hliðunum;
af góðum var hann gefinn mér;
gaman er að ríða’ ’onum.
Það er þó auðsætt, að hér á að standa
»hliðonum« -(en ekki hlíðunum). Var ó-
þarfi að rýma þeirri mynd burt, þvi að
hún er alveg réttræð, bæði altíðkuð enn í
dag, og auk þess eldri en endingin unum.
Á 50 og 52. hls. er »Leikir« fyrirsögn
fyrir kafla. Það á að vera fleirtala af
»leikur«, en er röng mynd; á að vera »leik-
ar« (ekki: leikir); i þágufalli: leikum, en
ekki: leikjum; i þolf.: leika, en ekki: leiki.
Um stafrófskverið má segja þetta: að
undanteknum gæðum og gljáa pappirsins
og snoturieik myndanna stendur það í
öllu tilliti langt að baki þeirra stafrófs-
kvera, sem nú eru tíðkuð hér á landi
(kverinu mínu og sr. Eiríks). Yitaskuld er
mikið varið í gljáan og góðan papplr og
snotrar myndir; en að mæla fyrir þessa
kosti eina með hók, sem skortir alla kosti
aðra til að vera viðunandi hók og stend-
ur að öllu öðru leyti á baki þeirra hóka,
sem fyrir eru, — til þess þarf annaðhvort
islenzkt fífl eða danskt ráðgjafabrot fyrir
ísland.
Um barnagullið skal eg vera stuttorður.
Ef á það er litið eingöngu sem útlenda
myndabók, þá er það mjög lagleg harna-
hók. [Jtg. hefir fengið téðar útlendar
myndir úr útlendum bókum, allar góðar
(nema Reykjavíkur-myndina). Svo hefir
verið reynt að sjóða eitthvað saman, sem
gæti átt við sumar myndirnar (við sumar
er það ekki reynt); en það hefir ekki tek-
ist sem bezt, sem ekki var heldur von.
Hitt er enn lakara, að málið er óhreint
°S bjagað, og ætti þó að bjóða börnunum
fallegt, einialt, en hreint og íslenzkt mál.
Það eru nóg öfl, sem að því styðja nú,
að spilla tungu vorri og deyða hana, þó
að ekki sé byrjað á því undir eins um leið
og harninu er kent að lesa.
Þó tekur nú yfir að koma í barna-bók
með annað eins meinvættis-torf eins og orð-
ið tvýli (á 49. bls.), þar sem þessi óskapn-
aður er hafður að fyrirsögn fyrir grein:
»Á tvýli undan tigrisdýri«, Þetta er svo
skýrt neðanmáls svo, að tvýli sé »stytt úr
tví-hýli. Hýli er dregið af hjól (hljóð-
varp) Hýli heita yfir höfuð akfæri á
bjólum, er stigin eru áfram, af einum (eða
fleiri); að fara á hýli heitir að hýla« o. s.
frv. Þetta tvýli á að vera það sem nú er
farið að kalla hér hjólhest eða tví-hjóla.
Tvíhjóli og hjólhestur eru hvorttveggja
bæði skiljanleg orð og rétt mynduð; »tvýli«
er hvorugt. Stafasambandið vý í einni
samstöfu er ekki til í máli voru. Ef þarf
að mynda sögn yfir að riða hjóla (tví-
hjóla eða þríhjóla eða fjórhjóla), mundi þá
ekki skárra að segja: »hann hjólaði austur
yfir fjall«, eða »hann þríhjólaði«, eða »þeir
fjölhjóluðu austur fjall«, enaðsegja: »hann
hýldi eða þrýldi« [eða: hýlaði eða þrýl-
aði], eða »þeir marghýldu [eða: marghýl-
uðu] austur fjall?«
Þetta eina orð er nægt til að sýna,
liverja hæfileika sá maður hefir til að ná
barnssálir tali, sem hýður þeim annaðeins.
Ef menn kæra sig ekki um annað en á-
sjálegar útlendar myndir, þá má fá marg-
falt meira af enn fallegri myndnm fyrir
helmíng verðs með því að kaupa fyrir
45 aura eitthvert mánaðarhefti af fallegu
mánaðarriti ensku (t. d. Munsey’s Magazin,
Strand Magazin,English Illustrated Magaz
o. s. frv.) eða jafnvel eitt töiuhlað af fall-
egu útlendn vikublaði með myndum, að eg
ekki tali um útlendar myndabækur handa
börnuin, sem má fá urmui af bæði falleg-
um og þó ódýrum
En veslings ráðgjafa-brotiðl Hverja eig-
inleika hefir það til að bera, til þessaðfara
að setja sig á háhest og gefa oss Islend-
ingurn góð ráð um statrófskver og barna-
hækur? Yitanlega enga aðra en algerða
vanþekking sína og fáfræði á því máli.
Og ekki hefir því að vegi orðið að
spyrja t. a. m. kennaia-félagið eðaíslenzka
alþýðu-kennara um álit sitt. Nei, þótt
enginn maður sé vel sendibréfsfær á móð-
urmáli voru í ráðaneytinu, og ráðgjafa-
brotið sjálft hafi ekki meira vit á íslenzkri
barnahók lieldur en kinverskur mandaríni,
þá leyfir hann sér að koma fram fyrir
þjóð vora og fara að leiðbeina henni um
stöfun!
Eg skal nú að endingu fyrir hönd aiirar
islenzkrar alþýðu reyna að borga ráðgjafa-
broti voru heilræði hans til vor um bóka-
kaup, með því að gefa honum aftur heil-
ræði í staðinn, og það er, að mnna eftir
einum kjarnyrtum málsbætti á móðurmáli
sjálfs hans; bann hljóðar svo:
»Stik Fingeren i Jorden og lugt, hvor
du er?<
Jón Ólafsson.
Bæarstjórnarfundur.
þetta gerðist á fundinum 21. þ. m.;
—- næsti fundur áður 17. maí.
Fjórir tímakennarar við barnaskól-
ann sóttu um föst laun, en bæar-
stjórnin aá sér það eigi fært.
Heilbrigðisnefnd falið að íhuga og
gera bendingar um kvörtun frá laud-
lækni út af því, að óhreinindi mundu
komast í Skálholtskotslind vegna af-
renslis frá húsunum þar fyrir ofan.
Fjárhagsnefnd falið að íhuga og
rannsaka málavexti að áskorun frá
landshöfðingja fyrir stjórnarinnar hönd
um að bærinn greiddi í landssjóð 600
kr. - fyrir eignarrétt að »gamla kirkju-
garðinum« e.ða þá lóti fyrir hann jafn-
mikið land til viðbótar nýa kirkjugarð-
inum; vildi bæarstjórnin hvorugan
kostinn taka, mundi verða farið í mál
um gamla kirkjugarðinn.
Beiðni frá búendum í Sauðagerði
um vatnsból vísað til veganefndar.
forleifi v Bjarnason adjunkt neitað
um 1 reitinn á Austurvelli til lawn-
tennis-leika.
Beiðni frá H. Andersen skraddara
uín erfðafestulands-viðbót vísað til
erfðafestumælinganefndar.
Ut af beiðni frá Magnúsi Jónssyni
í Garðbaþ og Helga Zoéga um að fá
leigðan Bráðræðisblett svo nefndan
var afráðið að auglýsa uppboð á þeim
bletti til erfðafestu.
Frestað úrslitum málaleitunar frá
Bjarna Jónssyni snikkara o. fl. um að
mega draga á fyrir lax fyrir Klepps-
landi.
Leyft var nú sem að undanförnu
Úlafi Ámundasyni faktor að afgirða í
sumar svæði í fjörunni hjá sér fyrir
ferðamannahesta.
Samþyktar brunabótavirðingar á
þessum íbúðarhúsum nýum: Gunn-
ars Björnssonar við Laugaveg með
skúr kr. 3740 ; Magnúsar Árnasonar
trésmiðs við Túngötu með skúr 12,385;
Jóns kaupmanns Magnússonar við
Laugaveg með 2 skúrum og geymslu-
húsi 14,025; Odds Helgasonar í Hlíð-
arhúsum 1150; ennfremur á geymslu-
húsi hjá þor8teini þorsteinssyni í
Lindargötu 450, og 2 skúrum við hús
Ámunda Ámundasonar í Vesturgötu
630.
Feld burtu tvenn skólagjöld, og eitt
bæargjald hjá gjaldþrota kaupmanni
(Sv. Á.).
D. Thomsen konsúll hafði boðist til
að borga kostnað við ýmsar vegarbæt-
ur kringum verzlunarhús hans og nið-
ur að sjónum, ef bæarstjórn vildi
láta framkvæma þær. Bæarstjóru tók
því boði viðstöðulaust og fól veganefnd
áð semja við hann nákvæmar o. s. frv.
Málaleitan frá B. Guðmundssyní
timbursala um viðgerð á brúnni yfir
lækinn við Kalkofnsveg vísað til vega-
nefndar.
Allir á fundi, nema þórh. Bjarnar-
son.
Vendetta.
Eftir
Archibald Clavering Gunter.
»Setjist þér niður og fáið þér yður
sæti, Mússó«, segir Edvin. »En hvað
gengur að yður, góði vinur. f>ér haf-
ið elzt um 10 ár síðan við sáumst
síðast!«
»Á mínum aldri þreytast menn á
járnbrautarferðum, og það er langur
vegur frá Gibraltar til Monte Carlo —
— En hvað þetta er ágætur vindillU
ségir greifinn, dregur þungt andann og
lætur fallast á stól. En jafnframt
rennir hann skörpu, dökku augunum
um alt herbergið og gætir vandlega að
öllu, sem þar er inni. í fyrstu er
eins og vonbrigðasvipur á andlitinu,
en svo verður það alt í einu einkar
ánægjulegt, þegar hann kemur auga á
ferðapoka, merktan »G. A«. þessi
ferðapoki er að engu einkennilegur,
öðru en því, að hann er miklu þvæld-
ari en annar flutningur Anstruthers.
Hvernig sem greifinn reynir að horfa
annað, meðan á samræðunni stendur,
verður honum stöðugt litið á þennan
litla, óhreina ferðapoka, sem er alveg
þakinn töluseðlum frá járnbrautum.
»|>ér eruð ferðavanur maður, Mon-
sieur Gerard; þér týnið aldrei neinu á
ferðalagi«.
»Nei, eg týni aldrei svo miklu sem
regnhlíf. En í Marseille var reyndar
einn burðarmaðurinn svo klaufalegur,
að það lá við, að hann sendi þennan
litla ferðapoka til Lyon.
nEinmitt það«, segir greifinn og kipp-
ist ofurlítið við; »það var hepni fyrir
yður, mon ami, að þér mistuð hann
ekki«. Hann gefur pokanum horn- »
auga og segir svo: »En nú skulum
við hverfa að erindinu. f>ér viljið
ganga að eiga stúlkuna, sem eg er
fjárhaldsmaður fyrir — og eg gef sam-
þykki mitt til þess. Reyndar hefði eg
heldur kosið, að húu hefði átt fransk-
an mann. En nú vill svo vel til, að eg
þekki yóur og met yður mjög mikils,
og Marfna er staðráðin í því að eiga
yður, eða engan að öðrum kosti«.
• Enginn franskur maður gæti haft
meiri hug á að gera hana að láns-
manneskju! því að enginn gæti unnað
henni heitar en eg«, svarar Anstruth-
er og lætur í ljósi fögnuð sinn út af
henni með nokkurum fleiri ummælum.
Greifinn yptir öxlum.
»f>ér eruð fjörmaður mikill«, segir
hann loks hlæjandi.
•Auðvitað! Hver ætli gæti sýnt af
sér tómlæti, þegar jafnfríð kona og
Marína er annars vegar? Mig langar
til þess að við höldum brúðkaup okk-
ar áður en vikan er liðin«.
»Yður liggur á til muna, mon fils.
En eg ætla ekki að tefja fyrir yður,
og það því síðnr, sem þetta kemur
heim við það, sem fvrir sjálfum mór
vakir. Eg fæ tíma til að vera í brúð-
kaupinu, gera yður grein fyrir meðferð
minni á fé Marínu og koma samt í
tækan tíma til Parísar og sinna mín-
um eigin efnum. Jæja — eg gef sam-
þykki mitt. Hvernig er nú fjárhag
yðar farið?«