Ísafold - 27.06.1900, Page 2

Ísafold - 27.06.1900, Page 2
162 þetta fyrir 5000 kr. Fyrir þeira mæl- ingum á svo að standa í sumar laut- inant Bavn, sonur sjóliðsmálaráðgjaf- ans fyrverandi. En þegar honum hafði verið fengið verkið í hendur, sneri hann sér til herliðsstjórnarinDar (generalstaben), og lét þess getið við hana, að því miður yrði hann að byggja mælingar sínar á ónákvæmum eldri mælingum, og að á þann hátt gæti verkið ekki orðið jafnfullkomið og ella. |>ví að til þess að landmælingar geti orðið nákvæmar, þarf að vera til alls- endis óyggjandi undirstaða, einhver grundvaliariína að vera afarnákvæm- lega ákveðin, og hnattstaðan fundin eftir gangi himintungla. En tii þess þarf margfalt meiri til- færingar en lautinant Ravnátti kostá. Hér á landi var fyrst farið að eiga dálítið við landmælingar nokkuru fyr- ir síðustu aldamót, en ékki þó veru- lega að marki fyr en eftir þau, sám- kvæmt konungsúrskurði 28. maí 1800, og varið til þess vöxtum af koilektu- sjóðnum, er þá var orðinn rúmar 100,000 kr. Var byrjað á strandmæl- ingum þessum árið 1801 og unnið að þeim 18 ár samfleytt. Fyrstu ge.rðu það tveir lautinantar úr norska hera- um, AaDum og Ohlsen, og eftir þá ýmsir aðrir, dansk-norskir lautinantar: Wetlesen, Frisach, Smith, Krog, Scheel, Born og Aschlund. En upp- drættir, strandmælÍDga-uppdrættir, eft- ir það gefnir út á ríkiskostnað á ár- unum 1818—1826, undir umsjón Löve- nörbs aðmíráls. Nokkrum árum síð- ar, 1831, hóf Björn Gunnlaugsson sínar mælingar, á upplendinu, bygð- um og óbygðum, og hélt því áfram 12 ár samfleytt, en studdist algerlega við strandmælingarnar dönsku, eins og þær voru (sbr. Andv. IX 12). Á þeim mælingum, er hér hafa ver- ið nefndar, er Uppdráttur íslands bygður. þær eru ágætar, þegar hlið- sjón er höfð á þeim tfma, er þær eru gerðar á. Tilfæringar allar mjög ó- fullkomnar þá í samanburði við þær er nú tíðkast, aðferðirnar þó tekið enn meiri breytingum til batnáðar, og fjár- framlög áður af skornum skamti. þess vegna vantar mikið á, að'verkið sé svo fullkomið, sem nú er til ætlast. En svo vér hverfum aftur að mála- leitan Iautinants Ravns, þá var henni vel tekið af herliðsstjórninni, og eftir að samníngar nokkurir höfðu fram farið með ráðaneyti sjóliðsmálanna og hermálanna, var afráðið að senda hing- að flokk þennan til landmælinga. En með því að það fyrirtæki kostar stór- fé, þótti réttara að miða starfið ekki eingöngu við verk það, er lautinant Ravn hefir með höndum, heldur gera það svo víðtækt, að með því sé feng- inn verulega góður grundvöllur fyrir fullkomna mælingu landsins, hve nær sem í hana yrði ráðist. f>ess vegna ætlar flokkurinn til Akureyrar, að loknu starfi sínu hér — í lok júlí- mánaðar — til þess að leggja þar samskonar undirstöðu til Iandmælinga eins og hér, og dvelur þar í ágúst og septembermánuðum. Undirstöðulínur höfðu í byrjun ald- arinnar verið mældar á Akranesi og við Akureyri, en það verk er nú ó- nýtt af þeim ástæðum, sem áður eru sagðar. Vegna mannfjölda þess og miklu tilfæringa, sem til mælinganna þarf, þótti sjálfsagt, að þær færu nú fram hér við Reykjavík, að því leyti er Suðurlandi við kemur. Mælingarnar hér við Reykjavík eru í því fólgnar, að nákvæmlega er ákveð- in vegalengdin milli staðar eins rétt hjá Gróttuvita og staðar á ásnum þar fyrir ofan, er vegurinn ofan að laugunum liggur út af aðalveginum. Auk þess er út frá þessari grunnlínu mælt þríhyrningánet á svæðinu, sem er í þrfhyrningi þeim, er myndaðist, ef dregin væri lína milli Reykjavíkur og Garða, önnur millj Garða og Hafn- arfjarðar, þriðja milli Hafnaíjarðar og Reýkjavíkur. Mörk eru reist á ýms- um stöðum og mælingin klöppuð á þau. Að þessu starfi loknu, hér og Dyrðra, verður, eins og áður er sagt, gert alt það, er gera þarf, fil undirbúnings full kominnar mælingar á landinu. Hr. kapteinninn bað ísafold að láta þess sem rækilegast getið, að nú mætti ekki skemma mörkin. Auð- heyrt var, að hann hafði orðið áskynja einhverra slíkra spellvirkja, er mönn- um væri gjarut til hér á landi, og er það ekki Iítill vansi. Mönnum ætti að skiljast það, sagði hann, að þetta verk er unnið fyrir ísland einvörðungu, og að það kostar margfalt meira fé en landið ver nú í sumar til mælinganna á Reykjanesi. Sé mörkunum spilt, þá er þetta verk ónýtt að miklu leyti, og með því væri landinu unnið stórtjón. Topografiska deildin af herliðsstjórn- inni dönsku hefir verið meira en 60 ár að mæla Danmörk og Færeyar til þess að geta búið til uppdrátt af land- inu eftir hlucfallinu Vaoxwo' Mælingin á Færeyum einum nam 150—200 þús- und krónum. Auðvitað getur aldrei komið til mála, sagði hr. kapteinninn, að mæla ísland svo nákvæmlega. Kostnaðurinn við það mundi skifta miljónum og til þess mundi þurfa af- arlangan tíma. En uppdrátt þyrfti að gera af landinu svo stóran og ná- kvæman, að unt væri að rata um land- ið eftir honum. Hann hugsaði sér þann uppdrátt eftir hlutfalhnu Viooooo> nér um bil 5 sinnum stærri en upp- drátt Bjarnar Gunnlaugssonar, en tók það jafnframt fram, að nú væri hann farinn að tala um mál, sem algerlega Iægi utan við sinn verkahring. Ðjúpsett ráð. Hr. ritstjóri! Eg er »Þjóðólfs«-vinur, há-þjóðólfskur. tek með öðrum orðum trúanlegt alt það, er »Þjóðólfs«-ritstjór- inn vill innræta almenningi um vitsmuni sína, stefnufestu, ættjarðarást og annað ágæti. Þess vegna get eg ekki bundist þess, að láta þess getið, að Isafold misskilur vin minn »Þjóðólfs«-ritstjórann, þegar hún er að gera grein fyrir undirskrift hans undir hlutafélagxbanka-pöntunina nafnkendu. ísafold hefir bent á það, að »Þjóð- ólfs«-ritstjórinn hafi, ásamt Benedikt heitnum Sveinssyni og fleiri merkis- mönnum, skorað á forgöngumenn hluta- fólagsbankans væntanlega, að koma með frumv. sitt á þingið, og snúist svo á móti málinu, þegar Benedikt var látinn — farið þá að tala um það sem landráð, er hann hafði fáum mánuðum áður ver- ið að panta. Þetta er vitaskuld ómótmælanlegt. Ut af þessu hefir svo Isafold dregið þá ályktun, að Ben. Sveinsson hafi feng- ið »Þjóðólfs«-ritstjórann til þess að skrifa undir þessa áskorun, án þess að ritstjóri sá hefði nokkurt vit á, hvað hann var að gera, og að svo hafi aðrir menn, að B. S. látnum, fengið hann til að snúa við blaðinu; og alt af sé hann í höndunum á einhverjum, því að vits- munirnir sóu af skornum skapiti. En þar skjátlast ísafold. Hún veit ekki, hvað vitsmunir þess inanns eru ofboðslegir, hve forspár hann er og fram- synn, hve nærri því ískyggilega djúp- sett þau ráð eru, sem undan hans rifj- um renna. En það er líka naumast von; því að ekki er á hvers manns Valdi að stika slíkt hyld/pi. Eg get það og sjaldnast; eg segi mig ekki meiri mann en eg er. En það vill svo til, að í þe.tta skifti get eg það. Ritstjórinn sá það af sinijii mögnuðu vitsmunagnægð, að ekkert mundi verða úr hinum fyrirhuguðu landráðum, nema hann styddi þau í byrjuninni; meðan hann væri á lífi, mundi enginn maður dirfast að brugga þjóðinni önnur eins meinráð og þau, að gera henni kost á þeim peningum, sem hún þarfnast. En svo mundu óhlutvandir menn sæta færi, jafnskjótt sem ekki þyrfti lengur að óttast viturleik hans og vaskleik, og koma með peninga inn í landið; þá mundu Islendingar standa alveg ber- skjaldaðir fyrir voðanum. Eina ráðið var nú bers/nilega það, að láta hríðina ríða af, meðan ritstjóriun væri enn á lífi. Eins víst og það var, að það var á einskis manns valdi anu- ars en hans að stemma stigu við pen- ingavoðanum, eins áreiðanlegt var hitt líka, að öllu var óhætt um allar ókomn- ar aldir, ef hann fjailaði um málið og færði það til heljar. Honum er til trú- andi að ganga svo frá óvættinni, að hún komi ekki upp aftur að eilífu, frem- ur en bjargið, sem kölski velti fram af Almannagj áar-barminum. En til þess að eiga kost á að kveða voðann niður, varð hann, eins og áður er sagt, að stuðla að því, að voðinn lóti nokkuð á sór bera. Þess vegna skrifaði hann undir þetta hlutafélagsbanka-pönt- unarskjal, sem nú hefir valdið svo miklu umtali manna á meðal — greip til þess úrræðis, sem grannvitrir menn hafa lagt honum út til háðungar, af því að þeir skilja ekki, hve ráð hans eru djúpsett og vitsmunir hans óranusakanlega Of- boðslegir. Eins og nærri má geta, var það hann — »Þjóðólfs«-ritstjórinn — sem fekk Benedikt heitinn Sveinsson til þess, að skrifa undir skjalið með sór og bindast fyrir málinu á þingi, en ekki Benedikt, sem teymdi ritstjórann á eftir sér, eins og alment hefir verið tii getið. Hann gerði það til þess, að fjandmenn þjóðar vorrar — þeir, sem vilja gera henni kost á peningum — skyldu vera því ó- varari um sig fyrir »í»jóðólfi«. Alt var með ráði gert. Hver átti svo sem að geta varast það, að hann mundi teyma svo gamlan og virðulegan vin sinn og þjóðarleiðtoga út í ófæruna, með þvl fyrirhugaða ráði að skipa hon- um svo í flokk landráðamanna á eftir, hvort sem hann yrði lífs eða liðinn? Einhverjum veikum sálum kann nú að finnast, að þetta hafi verið köld ráð — kaldari en svo, að öðru eins göfug- menni, prúðmenni og meira að segja guðfræðing só til þeirra trúandi. En það kemur til af því, að þeir hafa ekki gert sór grein fyrirþví, hverj- um brögðum mestu stjórnvitringar ver- aldarinnar telja leyfilegt að beita, og hverjum brögðum frægustu stjórnmála- menn heimsins hafa beitt. Það er ekki alt fallegt, sem Machia- velli hefir kent veröldinni að só óhjá- kvæmilegt til þess að stjórna þjóðunum. Það er ófagurt sumt, sem Bismarck hefir brallað til þess að koma fram ráðum sínum. VStórmenni sögunnar, eins og Machiavelli, Bismarck og ritstjóri Þjóð- ólfs, verða ekki mæld á hversdagslegan mælikvarða.. 'Það sem á ríður, til þess að misskilja ekki það stórmennið, sem síðast er tal- ið, er þetta: að hafa það jafnan hugfast, að hann er einn af djúpsæustu vitring- unum í heimi stjórnspekinnar. Annars fer allur skilningur á honum út um þúfur og allir dómar um hann verða fjarri öllum sanni. Og menn vill- ast þá út í þá ímyndun, sem nú er svo raunalega og átakanlega algeng, að öll hans framkoma só blátt áfram hel- ber aulaháttur. Með vinsemd til yðar og lotningu fyrir »Þjóðólfi« er eg yðar einlægur »pjóðólfst-vinur. Skarlatssóttin. i. Enn hefir hún komið upp í einu húsi hér í bænum, Vesturg. 30, og borist þaðan upp í Kjós, að Möðru- völlum, með stúlku, er hér hafði dval- ið um tíma og einmitt í fyrn9Índu húsi, veikst þar og legið vikutíma, en ekki viljað láta vitja læknis og fólkið lík- lega ekki vitað, að veikin var skar- latssótt. þar veiktist svo tvent, barn og vinnukona, skömmu eftir að hún er farin. En í þetta hús eru menn hræddir um, að hún hafi borist með manni, er þar dvaldi nokkurar vikur í vor og Magnús heitir, austan úr Landeyum, en hafði verið áður suður á Kalmanstjörn og háseti Jóhanns frá Bakkakoti í botnverpingaróðrum; vetrarvertíðina reri hann í Merkinesi. Vitnast hefir, ennfremur, að pilturinn frá Efri-Vegamótum, Rögnvaldur, er hér veiktist fyrir nokkurum tíma, hafði verið í vinnu áður með Magnúsi þess- um að kjallaragrefti hjá fyrnefndu húsi í Vesturgötu. Flutt hefir hið veika fólk hér verið alt í Framfarafélagshúsið til sóttkví- unar, en heimili þess sótthreinsuð. Bærinn Möðruvellir í Kjós einnig sótt- kvíaður. Ekki hefir að svo komnu til sóttar- innar spurst víðar en þetta, en við búið að svo verði þó þá og þegar, hver veit hvað víða. Eigi að síður eru allar hömlur við henni góðra gjalda verðar og sjálfsagðar. II Hr. ritstjóri! Enn verð eg að taka til máls um skarlats-sóttina. það eru þessi ummæli yðar í ísa- fold 20. þ. m. í grein um skarlats- sóttina, sem gefa mér tilefni til þess: »(Skarlats-sóttin)geturvelhafageynast í húsuDum á Kalmanstjörn frá því er Lónakotspilturinn lá þar í sóttinni, og hver veit hverjir fleiri (auðkent af mér: f>. J. Th.) Er það hrapalleg yfirsjón, að kotið það var ekki sótt- hreinsað eftir«. Eg skal ekkert un> það segja, hvort skarlats-sóttin getur hafa geymst í Kalmanstjarnarhúsunum frá því er Lónakotspilturinn lá þar, en undar- legt er það, að enginn skuli enn hafa sýkst í Höfnum af skarlats-sótt, ef mikið er af sóttnæmi þar. Og það vil eg segja, að mér þykir ekki rótt að gefa í skyn, að fleiri hafi legið í sóttinni í Höfnum en þessi margnefndi drengur. Orðin: »hver veit hverjir fleiri«, benda til þess. Skömmu eftir að Lónakotspilturinn fór frá Kalmanstjörn, fór egrannsókn- arferð þangað og gaf eftír það þá skýrslu til landlæknis, að þar væri þá enga skarlats-sótt að finna og engin merki á heimilismönnum til þess, að þeir hefðu næst-undanfarna tíð haft skarlats-sótt. Nokkurum dögum seinna skoðaði eg aftur, ásamt landlækni, og var heldur ekki þá skarlats-sótt sýni- leg. — þetta hefir alt komið opinber- lega fram. Hvernig stendur þá á því, að þér gefið í skyn, að fleiri hafi veikst á Kalmanstjörn en Lónakotsdrengurinn? — Orsökin til þess getur naumast ver- ið önnur en sú, að þér rengíð skýrslu DQÍna; en af hverjum ástæðuih, er mér ókunnugt um. Eg get því ekki annað en krafist þess, að þér færið rök, full gild rök fyrir því, að fleiri hafi sýkst af skarlatssótt á Kalmanstjörn en þessi

x

Ísafold

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Ísafold
https://timarit.is/publication/315

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.