Ísafold - 27.06.1900, Síða 3

Ísafold - 27.06.1900, Síða 3
eini piltur. Að öðrum koati er ekki til of mikila mælst, þótt þér Beuð beð- inn að nefna það ekki framar. Um það, hvort það hafi verið hrap- aileg yfirsjón að Kalmanstjörn var ekki sótthreinsuð, geta af ýmaum á- stæðum verið skiftar skoðanir. f>eir, sem þekkja íalenzka moldarkofa og vit hafa á sótthreinsun og þekkja tilfæringar þær, er vér hér á landi höfum til þeirra hluta, geta ef til vill dregið í efa, að slíkt hafi mikla þýð- ingu, og ekki hefir Guðmundi héraðs- lækni Björnssyni þótt slík aðferð ó- yggjandi, þegar hann brendi Lóna- kotsbæinn. Ef um skarlats-sótt er að ræða, er sótthreinsun, svo að trygg só, afar-örðug, og sýnir það atvik, að Guðmundi lækni tókst að sýkjast og sýkja aðra af Lónakotsveikinni, þrátt fyrir alla varúð, að sóttnæmið er mik- ið. |>etta er heldur ekki einsdæmi. f>að kemur ofþ fyrir í öðrum löndum, að læknar bera skarlats-sótt á milli, og að hún dreifist út, þrátt fyrir alla sótthreinsun. TÚ eru skýrslur og rannsóknir um þetta í öðrum löndum. Hin síðasta skýrsla hér að lútandi, sem eg man eftir, er eftir norskan lækni, Ingvar Ustvedt að nafni. Hann rannsakaði rúm 2000 tilfelli af skar- lats-sótt í U/teroZá-sjúkrahúsum við Kristjaníu, og fann, að 50 af þeim börnum, sem lögð voru í sjúlirahúsin, höfðu fengið sóttina af börnum, sem búið var að sótthreinsa og sleppa út af sjúkrahúsunum. þar er þó um öðruvísi sótthreinsun að ræða en hér hjá oss. Menn þurfa ekki að gera sér of miklar vonir um árangur sótthreinsun- ar eftír sbarlats sótt. Einangrun sjúkl- inganna, og það einangrun nógu lang an tíma, er hið eina, sem dugar. 26. júní 1900. þórður J. Thoroddsen. III. f>að er misskilningur hjá höf. framan- anskráðrar greinar, hr.héraðsl. |>.J.Th., að ísafold hafi rengt eða rengi skýrslu hans um ástandið á Kalmanstjörn, er hann gerði þar rannsókn sína, og þarf hann því ekki að krefjast þess, að vér sönnum, að fleiri hafi sýkst þar en Lónakotspilturinn. Orðin »hver veit hverjir fleiri« eiga vitanlega við það, að, eins og sýnt hefir sig hér í Reykjavík, að fólk fær skarlatssótt og vitjar eigi læknis — meira að segja héraðslæknirinn sjálfur liggur hér í henni og veit ebki af, nó aðrir læknar hér, fyr en eftir á, — eins gat fólk hafa haft hana þar syðra, án þess að það vissi sjálft né léti vitja læknis. Er því síður en ekki láandi, þótt margur ímyndi sér, að svo geti hafa verið, er sóttin gerir síðan vart við sig einmitt á heimilum manna, er þaðan koma. Fer því mjög fjarri, að þar með sé læknirinn neitt við slíkt bendlaður, enda ekkert því líkt gefið í skyn í blaðinu, hvorki fyr nó síðar. Um gagn eða áhrif sótthreinsuna^r í moldarbæum ber eigi leikmönnum að þræta við lækna, enda höfum vér ekki leyft oss það og ætlum oss það ekki. En hitt fullyrðum vér, að úr því að sóttbreinsun er fyrirskipuð, þar sem þessi eða þvflíkar næmar sóttir hafa gert vart við sig, og úr því að íslenzk- ir bæir eru alls eigi undanskildir því boði, þá var það skýlaus yfirsjón, og hún hrapalleg, að sótthreinsa ekki á Kalmanstjörn eftir Iegu Lónakots- drengsins þar. f>v< er og verður aldr- ei bót mælandi, og ekki til nokkurs hlutar að vitna í það, þótt tekið væri það ráð, að brenna Lónakotsgrenið, er komið mun hafa verið að falli hvort sem var og kostað ekki nerna ótrúlegt lítilræði. f>að er ekki til nokkurs hlutar að vera að reyna að breiða yf- ir þá yfirsjón. Enda er hin s a n n a orsók hennar hverju mannsbarni kunn- ug hér um slóðir, þótt ekki hafi birt verið á prenti enn og hinn heiðraði höf. muni raunar geta vísað henni frá s é r. Sala Vesturheimseynna . dönsku. Töluvert gekk á í vetusr um sölu smá- eynna þriggja, er Danir eiga í Yestur- heimi, St. Croix, St. Thomas og St. Jan, og ekki eru nema 5-J ferh.míla á stærð alls, en fólkstala rúmar 30,000. Það voru Bandameun í N.-Ameríku, sem föluðu þær, og buðu fyrir 3 milj. dollara eða um 11 milj. kr. Enda voru þeir einu sinni áður, fyrir meira en 30 árum, komuir á fremsta hlunn að kaupa þæi og áttu þær þá að kosta miklu meira, 7Y2 milj. doll. eða 30 milj. kr. Þá stóð og ekki á seljanda, Danastjórn; en það var efri deild sambandsþingsins í Was- hington, sem ekki vildi þá. Komst þá svo langt meira að segja, að eyaskeggj- ar, kjósendur, voru látnir ganga til at- kvæða um málið og kusu 1254 að ganga á hönd Bandamönnum, én ekki tiema 22 því mótfallnir. Aftur var Dönum um og ó nú, eða að minsta kosti mjög skiftar skoðanir urn málið f Khöfn. Sumir vildu láta ey- arnar fara, með því þær væru ómagi á rfkissjóði nú orðið og stjórn gengi þar öll á trófótum; þeirra á meðal var blað- ið »Poletikin« og ýmsir þingmenn. Borgarafundir voru haldnir um málið í Khöfn af ýmsum málsmetandi mönnum, og sölunni þar mótmælt; á því bandi var meðal annara dr. Georg Brandes — þótti minkun að vera að láta mola ennutan af ríkinu að þarflausu. Stjórn- in bar málið undir fjárlaganefndir rfkis- þingsins og var meiri hluti þar sölunni mótfallinn. Konungi hafði og verið hún ógeðfeld frá upphafi; kunni því illa, að ríkið skerðist meira um sína daga en orðið er eða orðið hafði sama árið sem hann tók við því (1864). Danir hafa átt miðeyna (að stærðinni til), St. Thomas, nokkuð á '3. öld. Er hennar fyrst getið 1667 og bygðu hana þá Hollendingar; það ár tók enskt her- skip eyna og hafði Hollendingana brott með sér, og lá hún í eyði eftir það noltkur ár. En árið 1671 stofnuðu Danir Vesturheimseya-verzlunarfélag sitt og hirti það eyna ári síðar 1672. Brátt reyndist hvítum mönnum of- ætlun að yrkja sykurekrurnar fyrir hita sakir og keypti þá Kristján konungur V. land suður á Gullströnd í Afríku til þess að geta flutt þaðan þræla, Svert- ingja, til eyarinnar. Þá eignuðust Danir St. Jan 1716 og 1733 keyptu þeir þriðju eytia, St. Croix, af Frökkum fyrir 1J ntilj. kr. Eftir miðja öldina (18. öld) keypti ríkissjóður eyarnar af verzlunarfélaginu. Þræla- uppreisuir hafa orðið í eyuuum hvaö eftir annað: 1733, 1848 og 1878, og gert mikinn óskunda. Mikið tjón hefir og orðið þar af fellibyljum, og er sá minnisstæðastur, sem geisaði yfir St. Thomas árið 1867. En mjög eru ey- arnar frjósamar og voru all-arðsöm eign, meðan sykurreyrinn, aðalafurð þeirra, var í fullu gildi; en það var búið að vera þegar menn komust upp á að seyða sykur úr rófum. Nú í vor eru danskir auðmenn og bankamenn teknir til að bera saman ráð sín um meiri háttar afskifti af eyunum en verið hefir, koma á legg stóreflis-fó- lagi með nægum fjárafla, mörgum milj- ónum, er leggi alt kapp á að gera ey- arnar að arðsamri eign á nýan leik. Koma upp stórkostlegri verzlun á St. Thomas, með nægum vörubirgðum, eink- um vistaforða og kola handa herskipum og kaupförum, er þar eiga leið um; enufremur að reka þaðan verzluu við Meksíkó, Kúba, Portóríkó o. s. frv. Hugsa sór og ekki sízt til hreyfings, er lokið er skurðgreftinnm gegn um Mið-Ameríku, Nikaragúaskurðinum svo- nefudum. Þá verður greið skipaleið beint yfir á vesturströnd Suður-Ameríku og eins norður eftir þeim, megin alla leið norður í Kaliforuíu, til St. Francisko o. s. frv. ; Þáþarfnastog.eyaruar miklu betri rækt- ar en gerst hefir og mikil von um stór- gróða á því, ef beitt er réttum tökum og hæfilegri kuunáttu. Þá þarf þang- að landnema hóðan úr álfu, röskva at- orkumenu, framtakssama og vel að sér. Gera menn sór allglæsilegaj- vonir um eyarnar eftirleiðD, ef úr þessu verður, eða svo ræðst, sem ti) er stofnað. Mannalát. Skömmu eftir sumarmálin í vor önd- uðust í SkinDalóni á Melrakkasléttu með stuttu millibili heiðurshjónin Jón Sigurðsson og þorbjörg Stefánsdóttir (Eiríkssonar, bróðir Magnúsar sál. guð- fræðings í Khöfn). f>au höfðu búið þar rausnarbúi um langan aldur og áttu fjölda barna, sem nú eru öll uppkomin, þau er lifðu, og voru öll hin mannvænlegustu. þau hjón voru talin efnuðust þar um slóðir; héldu á- fram rausnarbúi Stefáns heit. Eiríks- sonar með miklum sóma. þau voru hvarvetna vel virt, gestrisin, hjálpfús og heimili þeirra jafnframt hið frið- sælasta og glaðværasta. þau voru bæði vel gefin, og gerðu sér alt far um að menta börn sín eftir föngum. Mikil eftirsjá er að þeim í sveitarfé- laginu, og allir munu sakna þeirra, sem annars höfðu kynni af þeim. G. Hinn 24. þ. m, andaðist hér í bæn- um úr lungnatæringu ungfrú Ingibjörg Briem, einkadóttir heimspekiskennara Eiríks Briems og konu hans Guðrún- ar Gísladóttur, sem dó vorið 1893. Hún var fædd 27. maí 1875 í Stein- nesi í Húnavatnssýslu og ólst þar upp hjá foreldrum sínum. Faðir hennar var þá prestur að þingeyraklaustri. Árið 1881 fluttist hún með foreldrum sínum til Reykjavíkur. Haustið 1897 fór að bera á sjúkleika þeim, er síðar dró hana til bana, og dvaldist hún því sér til heilsubótar sunnan til á Eng- landi sumarið 1898 og næsta vetur suður við Miðjarðarhaf á Frakklandi. En það kom fyrir ekki. Sjúkleikinn ágerðist meir og méir, og þegar inn- flúenzan lagðist á hana í viðbót í vor, fengu líkamskraftarnir ekki lengur við- nám veitt. Ingibjörg heitin var gáfuð stúlka, vel mentuð, þjóðleg í anda og glaðlynd, hugljúfi hvers manns, er hana þektí, og er hennar því mjög saknað ekki ein- ungis af föður og frændum, heidur einnig af öllum, sem höfðu kynni af henni. 22. Amtsráðsfundur fyrir Suðuramtið stendur yfir þessa daga. þessir eru nú í amtsráði, auk oddvita, amtmannsins sjálfs; Guðl. Býslum. Guðmundsson; síra Skúli Skúlason í Odda; síra Valdimar próf. Briem; þórður læknir J. Thoroddsen og Guðm. próf. Helgascn. þórður læknir er hér staddur, en ekki á amts- ráðsfundi, heldur gegnir prófdómara- starfi við læknaskólann. Sömul. vant- ar Valdimar próf. Briem, og situr því fundinn varamaður þeirrar sýslu, síra Magnús Helgason á Torfastöðum. Fiskiskútur eru nú að tínast hingað inn, vegna Jónsmessulokanna. Hafa aflað sumar vel, ensumarilla; inflúenzan stórbag- að og taflð. Flugufregn um drepsótt í Færeyum, jafnvel »Svartadauða«, gengur hér staflaust um þessar mund- ir, en ekki hægt að rekja hana að neinui nýtilegri uppsprettu. þetta á að hafa borist með vestfirzkri fiskiskútu, frá Lokinhömrum, en hingað aftur þaðan með einhverju sunnlenzku þil- skipi. það fylgir sögunni, að 40 manna hafi dáið í eyunurn úr sótt þessari í einni svipan að kalla. Senni- legast er, að þar gangi einhver land- farsótt og að 40 manna séu dánir úr henni alls í vor; og er það ekki ýkja- mikið af 15,000, sem eyaskeggjar munu uú vera orðnir. Svartidauði er afar- ósennilegt að þangað hafi borist. V^ðurblíðan sama helzt hér enn, sólfar óvenju- mikið og logn. Einsdæmi að kalla má um þetta leyti árs. Líkt og þeg- ar bezt er og blíðast síðari hluta júlí- mánaðar. Grasspretta ágæt, nema hvað tún hafði kalið í vor býsnamik- ið hingað og þangað, einkum á fjall- bæum, og veldur það miklum hnekki. Vendetta. Eftir Archibald Clavering Gunter. En hún fær greifanum utanáskrift Barnes og ér ekki í nemum vafa um það, að unnusti sinn muni fá símritið morguninn eftir. En — greifinn reynist ekki jafn-á- reiðanlegur og hún bjóst við; hann gleymdi að senda símritið, og Vestur- heimsmaðurinn fær engan pata af þessu Korsíku-brúðkaupi, sem í vænd- um er. Síðar kemur Marína til Danellu og segir við hann; »Má eg fá að tala fá- ein orð við yður? Yður hefir farist vel og riddaralega, þar sem þér hafið ekki sagt Edvin neitt, sem gæti kom- ið sér óþægilega fyrir mig. Honum þykir það sanngjarnt, að brúðkaup mitt sé haldið i mínum átthögum, og eg gef mitt samþykki til þess með einu skilyrði*. »Hvaða skilyrði er það, ma belle? Að brúðkaupið verði glæsilegt? þér skuluð fá ósvikið Korsíku-snið á því. þér og brúðarmærin yðar ástúðlega skulúð vera í þjóðbúningum. það verður fögur sjón — og góðs víti!« •Skilyrðið er það, að engiun nefni bróður minn heitinn á nafn. þér seg- ið bændunum, að eg hafi alls ekki gleymt Antóníó. Eg mundi ekki fá afborið það, ef nokkur færi að syngja rimbecco við mig«. »Eg skal reyna það, sem unt er að gera«, svarar Danella fálega. »þakk’ yður fyrir. þér hafið glatt mig stórlega. Eg hlakka til að sjá blessaða eyjuna mína aftur • enn einu sinni, áður en eg verð að enskri konu og gleymi því, að eg er af Paoli-ætt- inni og Korsíkukona. Guð launi yð- ur þetta, Mússó !« Hún tekur í hönd- ina á honum, kyssir hana og fer. þegar hún er farin, iðrast Danella áforms síns; en þeirri iðrun er brátt lokið. því að af veggsvölunum sér hann í tungsljósinu, að Marína kyssir unnusta sinn að skilnaði og þá taut- ar hann fyrir munni með sting í hjart- anu: »Rétt fyrir augunum á mér — mon dieu, hún er gersamlega miskunn- arlaus! Hvers vegna ætti eg þá að hafa miskunn með henni?« Sama morguninn, sem þau eiga að fara frá Mónacó, kemur ungur ferða- maður enskur, Jones að nafni, þjót- andi inn í skrifstofu hótellsins, með reglulegri Englendinga-vonzku, og seg- ir með sönglandi Lundúnamálfæri:

x

Ísafold

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ísafold
https://timarit.is/publication/315

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.