Ísafold - 04.07.1900, Síða 1

Ísafold - 04.07.1900, Síða 1
I Kemur út ýmist einu sinni eða tvisv. í viku. Verð árg. (80 ark. minnst) 4 kr., erlendis 5 kr. eða l'/a doll.; borgist fyrir miðjan júli (erlendis fyrir fram). ISAFOLD. Uppsögn (skrifleg) bundin við áramót, ógild nema komin sé til útgefanda fyrir 1. október. Afgreiðslustofa blaðsins er Auxturstræti 8. XXVII. árg. Reykjavik miðvikudaginn 4. júlí 1900. 43. blað. 1. 0. 0. F. 827139. Forngripasafnið opið md., mvd. og ld. 11—12. Z,andsbankinn opinn bvern virkan dag kl ;i—2. Bankastjórn við kl. 12—1. Z,anasbókasafn opið hvern virkan dag kl. 12—2 og einni stundu lengur (til kl. 3) md., mvd. og ld. til útlána. Okeypis lækning á spítalanum á þriðjud. 0g föstud. kl. 11 —1. Okeypis augnlækning á spítalanum fyrsta og þriðja þriðjud. hvers mánaðar kl. 11—1. Ókeypis tannlækning í Hafnarstræti lb 1- og 3. mánud. hvers mán. kl. 11—1. Heimsókn dönsku stúdentanna. ísafold hefir fyrir nokkuru minst á gestakomu þá, er vér eigum í vænd- um frá Danmörku 5. ágúst næstkom- andi. En nú er kostur á að gera ná- kvæmar grein fyrir henni. Alls hafa 83 skrifað sig til ferðar- innar; en af þeim er víst um 75, að þeir geta komist. Allur þorrinn er Stúdentar og ungir kandídatar, en þó nafnkendir menn jafnframt og sumir rosknir. Meðal þeirra, sem fastráðnir eru til ferðarinnar, eru þessir: A. H. Steinthal, yfirréttarmálsfærslu- maður, formaður í stúdentafélaginu; Honnens de Lichtenberg »hofjæger- mester«, hann hefir áður komið hingað til lands og fundist mjög mikið um landið og þjóðina; Bauditz, cand. jur. »kammerjunker«; F. Zachrisson læknir í Oðinsvé; C. B. V. Hansen, borgmeistari í Nyköbing; F. Fogh, læknir í Vordingborg; Chr. Jfirgensen, dr. med., nafn- kendur magaveikislæknir; Olaf Hansen, kandidat í norrænni málfræði, rithöfundur; hefir meðal ann- ars lagt út og látið prenta nokkuð af íslenzkum ljóðum eftir nútíðarskáld; dr. Finnur Jónsson prófessor hefir og fengið hann til þess að leggja út nokkuð af fornkvæðum vorum fyrir nýa útgáfu af bók N. M. Petersena um ísiendinga (»Islændernes Færd hjemme og ude«); nýkominn er og út í »Eimreiðinni« ritdómur eftir þennan rithöfund um »Sverð og bagal« Indr. Einarssonar. L. Mylius-Erichsen, skáld, ritari Ferðamannafélagsins danska og einn af helztu forgöngumönnum þessarar ferð- ar. Henrik Ussing, danskur málfræð- ingur, sá er ritað hefir um bókmentir Dana í »Eimreiðinni«. Nielsen-Bransager, ritstjóri. Meðal þeirra, sem ekki eru fast- ráðnir til fararinnar, @n koma hingað ef þeir geta, eru: Ivar Berendsen, cand. juris, toll- stjóri, formaður stúdentasamkundunn- ar, rithöfundur; hefir meðal annars manna bezt í Danmörku vakið áhuga á finsku þjóðinni og málefnum henn- ar; og Dr. Georg Brandes, sem, svo sem kunnugt er, sjálfsagt má telja fræg- astan rithöfund Dana að fornu og nýu. Eftir því, sem vér höfum getað næst komist, er þessi stúdentaferð fremur ur að þakka dr. Georg Brandes en nokkurum öðrum. Hann hefir lagt manna mest kapp á það, að koma því inn hjá Dönum, að það væri bæði tjón og vanvirða, hve lítið þeir sintu íslandi, íslenzku mentalífi og íslenzk- um framfaramálum. Og að því, er vér höfum heyrt, er það að mjög miklu leyti fyrir hans tillögur, að ráð- ist hefir verið í að stofna til þessarar ferðar. Vafalaust láta menn sér skiljast það, að hér er um alt annað að ræða en útlenda ferðamenn, eins og þeir al- ment gerast — efnamenn frá hinum og öðrum löndum, sem koma hingað til þess að leita sér hressingar eitt og eitt sumar, í stað þess sem þeir ann- ars fara miklu oftar til Noregs, Sviss, Ítalíu eða eitthvað annað. |>ó að fylsta ástæða sé fyrir oss til þess að hlynna sem bezt að öllu því ferðalagi, er hér um annað og mikið meira að ræða. Alt að þriðjungi þessara gesta, sem sem vér eigum nú von á, eru efna- lausir námsmenn, sem engan kost hefðu átt á því að fara þessa ferð, ef þeir hefðu ekki verið styrktir til þess, sumpart af sjóðum, sem stofnaðir hafa verið tíl stuðnings mentamála, sum- part með samskotum frá einstökum efnamönnum. Og aðaltilgangur ferðarinnar er sá, að auka þekkingu danskra menta- manna á Jandi voru og þjóð, glæða áhuga þeirra á menta- og framkvæmd arlífinu hór á landi og styrkja bróð- urlegan samvinnuhug með þjóðunum. Flest dönsk fréttablöð er nokkuð kveður að, hafa gert ráðstafanir til þess að fá fregnir af ferðalaginu og viðtökunum. Vér efumst alls ekki um, að allir verði oss samdóma um, að þær ættu að vera sem beztar. Eins og isafold hefir áður skýrt frá, er »Botnia« væntanleg með gest- ina sunnudaginn 5. ágúst. Svo standa þeir við hér til þriðjudagsmorguns, er þeir leggja á stað til fingvalla, Geysis og Gullfoss. Ur þeirri ferð koma þeir aftur 'sunnudagskvöldið 12. ágúst, og dvelja hér næsta dag til miðnættis, er skipið leggur á stað með þá heim aftur. Nefnd hefir þegar myndast hér í bænum, til þess að standa fyrir við- tökunum. I henni eru: J. Havsteen amtmaður, Halldór Daníelsson bæar- fógeti, Jón Helgason docent, Jón Magnússon landritari, og konsúlarnir Ditlev Thomsen og Chr. Zimsen. Meðal annars mun fyrir nefndinni vaka, að útvega öllum gisting í landi þær nætur, sem hér verður við staðið og að efna til samkvæmis til heiðurs gestunum. Sjálfsagt er að veita fé úr bæar- sjóði, til þess að standast kostnaðinn að einhverju leyti. Og svo má óhætt ganga að því vísu, að bæarmenn muni gera alt, sem í þeirra valdi stendur, til þess að viðtökurnar verði sem myndarlegastar. Beykjavík vérður að minnast þess nú, sem oftar, að hún er höfuðstaður landsins. |>að er sómi fyrir bana, sem á lofti verður haldið óvenjulega mikið, ef viðtökurnar fara vel úr hendi, og að sama skapi vansi, ef tómlæti er sýnt. Dr. Finnur Jónsson prófessor, sem kom með Botníu á laugardaginn, verð- ur aðal-leiðtogi gestanna hér. Hann á mestu þakkir skilið fyrir þá alúð, er hann hefir lagt við þetta mál; flutt erindi um ísland í Ferðamannafélag- inu danska til þess að herða á fram- kvæmdum, leióbeint ferðamönnunum með útbúning allan og svo loks tekið sór sjálfur ferð á hendur hingað, með- fram til að leiðbeina ferðamönn- unum hér sem bezt og yfirleitt vinna að því af alefli, að förin geti orðið gestunum sem ánægjulegust og á allan hátt sæmileg fyrir þjóð vora. I forstöðunefnd ferðamannanna eru þessir: Honnens de Lichtenberg »hofjægermester«, Steinthal yfirréttar- málfærslumaður, Fogh læknir, Mylius- Erichsen rithöfnndur og PiirBchel stud. juris. Krítar-stíllinn. Á síða8ta alþingi urðu nokkurar um- ræður um ólag það í latínuskólanum, er svo mjög kvað að í fyrra vetur, eins og flesta mun ranka við. í þeim umræðum var meðal annars um það vandað, að brotið væri gegn reglu- gjörð skólans með því að láta pilta gera latneskan stíl við inntökupróf. ReglugjÖrðin minnist ekki á latneskan stíl með einu orði, og því litu þing- menn svo á, sem það væri í algerðu heimildarleysi og af gjörræði einu, að hans hafði verið krafist. Eðlilega þótti þinginu þetta gjör- ræði nokkuru máli skifta. Með því var undirbúningsnámið undir skólann gert drjúgum mun örðugra en heimild var fyrir. Og þar sem þingið hallast mjög eindregið að þeirri stefnu, að draga sem mest úr forntungnanáminu — gera það mun rýrara en það nú er lögskipað — af því að það telur forntungnastagiið áþján, er hamli því að íslenzkir mentamenn geti orðið sæmilega að sér í afar-áríðandi náms- greinum, þá var þess sannarlega eng- in von, að þingið vildi una því, að frekari kröfur væru gerðar við skólann til latínuþekkingar en regluyörðin heimilar. þetta háttalag var þá vítt ósleitilega. Og ekki var látið lenda við umvand- anir einar. Svo fast sóttí þingið mál- ið, að þegar fjárlögin fóru frá neðri deild til efri deildar í fyrra skiftið, var fjárveitingin til tímakennara og próf- dómara við skólann bundin því skil- yrði, að ekki yrði frá reglugjörðinni vikið í þessu efni, latneskur stíll yrði ekki heimtaður við inntökupróf. Fyrirsjáanlegt var, að hið sama mundi verða ofan á í efri deild. Hér var ómótmælanlega um skýlaus ólög að ræða, og þingið vildi ekki láta þau við gangast. Samt fengu yfirstjórnendar skólans, stiftsyfirvöldin, afstýrt því, að um- vöndunin kæmi fram á svona óþyrmi- legan hátt, í sjálfum fjárlögunum. |>au gáfu fjárlaganefndinni í efri deild skýlaust loforð um, að þetta atriði skyldi ekki lengur verða að umkvört- unarefni, latneskur stíll yrði ekki framar gerður við inntökupróf. Fram- sögumaður fjárlaganefndarinnar skýrði svo deildinni frá þessu loforði og lýsti yfir því, að þess vegna hefði skilyrðið verið felt burt. Auðvitað lét alþingi sér þetta nægja. Skilyrðið hafði ekki verið sett í fjár- lagafrumvarpið af neinni áreitni við skólastjornina, heldur í því skyni einu, að kippa þessu 1 lag. Engum lifandi manni datt í hjartans hug að efast um, að annað eins loforð, sem lög- gjafarþingi þjóðarinnar er gefið, yrði efnt. En ef þingmenn hefðu þekt rektor lærða skólans til fnlls, mundu þeir fráleitt hafa verið jafn-öruggir. Honum hefir sýnilega verið það í meira lagi ógeðfelt, að verða að láta af uppteknum hætti, mega ekki leng- ur halda áfram að brjóta gegn skóla- reglugjörðinni. Sjálfsagt hefir honum þótt það koma í bága við hinn al- þekta átrúnað sinn á forntungunum. Svo tekur hann það ráð við inn- tökuprófið f síðustu viku, að láta pilt- ana ekki gera latneskan stíl eins og að undanförnu með penna og bleki, heldur með — krít á reikningsspjald- ið í þeim bekknum, sem piltar voru prófaðir í! þessi krítar-stíll var svo skírður »munnlegar æfingar« — án þess að nein grein væri fyrir því gerð, að krftin sé »munnlegri« en penninn, sem að líkindum þarf þó einhverrar skýr- ingar. Og sérstakar einkunnir voru gefnar fyrír þessa »munnlegu« krítar- stíla, og lagðar saman við hinar eink- unnirnar, eins og fyrir aðrar náms- greinir. Til dæmis um, hvort pilt- um hafi mátt standa á sama um krítar-stílana, má geta þess, að þeír fengu flestir miklu minna í krítarstíln- um en munnlegri latínu, sumir helm- ingi minna, t. d. 2 á móti 4. Eins ' og hver maður getur séð, voru það piltar, sem biðu hallann af þessari breytingu. Latínu-kröfurnar höfðu stórum aukist, eu ekki rýrnað. Aður fengu piltar að sitja við stíl sinn í næði, máttu hafa orðabók og höfðu tíma til að hugsa sig vandlega um. Nú var af þeim heimtað, að þeir sneru fslenzku máli skriflega á latínu orðabókarlaust, með kennarana og stóran hóp af öðru fólki sem á- horfendur og alla þá æsingu í blóðinu, sem samfara er munnlegu prófi, ekki sízt hjá kornungum piltum, sem í fyrsta sinni á ævinni stíga fæti sínum inn í kenslustofur skólans. Fallist nú alþing á þann auðsæa skilning rektors, að aðaleinkenni á latneskum stíl séu í því fólgin, hvort hann sé ritaður á pappír með penna og bleki, svo að þýðing á latínu, sem rituð er með krít á dökt spjald, verði ekki stíll, — þá hefir rektor sjálfsagt ein- dregna virðing af þessu slungna bragði sínu, sem fáum öðrum en honum mundi hafa til hugar komið. En fari nú aftur á móti svo, að al- þingi líti á málið eins og hver mað- ur, Jærður sem leikur, er vér höfum heyrt á málið minnast, og hafni þess-

x

Ísafold

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ísafold
https://timarit.is/publication/315

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.