Ísafold


Ísafold - 04.07.1900, Qupperneq 2

Ísafold - 04.07.1900, Qupperneq 2
170 um skilnÍDgi algerlega, þá getur naum- ast hjá því farið, að niðurstaðan verði SÚ, að rektor hafi ekki að eins haldið áfram að brjóta gegn reglugjörð þess skóla, sem hann er yfir settur, eftir að hann hafði fengið hina ótvíræðustu áminning um að hætta því, heldur hafi hann og í viðbót brotið gegn skýlaus- um loforðum, er yfirboðarar hans höfðu gefið löggjafarþingi þjóðarinnar. Og pað væri ekki virðulegt háttalag eða sæmdarauki, heldur hrein og bein óhæfa. Synodus. Árið 1900, 29. dag júnímánaðar var synodus haldin samkvæmt því, er áð- ur hafði auglýst verið, og stundu fyrir hádegi gengið til kirkju til guðsþjón- ustugjörðar. þar prédikaði síra Jens Páls8on í Görðum og lagði út af orð- unum í Matt. 5, 13—16. Fundarstaðurinn var þingstaður efri deildar alþingis. Fundurinn var sett- ur undir forsæti stiftsyfirvaldanna, amtmanns Júlíusar Havsteen og bisk- ups Hallgríras Sveinssonar. Biskup kvaddi prestaskólakennara síra Jón Helgason til fundarskrifara. Fundinn sóttu þessir prófastar og prestar: Síra þorvaldur Jónsson, pró- fastur í N,- ísafjarðarprófastsdæmi; síra Jón A. Svein8son, prófastur í Borgar- fjarðarprófastsdæmi; dómkirkjuprestur síra Jóhann þorkelsson prófastur í Kjalarnesprófastsdæmi, síra Kartan Einarsson, prófastur í Kangárvallapró- fastsdæmi; síra Jens Pálsson í Görð- um, síra Friðrik Hallgrlmsson að Út- skálum, síra Ólafur Sæmundsson í Hraungerði, síra Ólafur Ólafsson í Arnarbæli í Ölfusi, síra Eggert Páls- son að Breiðabólsstað í Fljótshlíð, síra Arnór jborláksson að Hesti, síra Gísli Kjartansson að Felli í Mýrdal, síra Ólafur Magnússon að Sandfelli í Ör- æfum, síra Halldór Jónsson að Reyni- völlum í Kjós, síra Ólafur M. Step- hensen að Lágafelli, síra Skúli Skúla- son í Odda, síra Brynjólfur Jónsson að Ólafsvöllum, síra Ingvar Nikulás- son frá Gaulv9rjabæ. Ennfremur sótti fundinn prestaskólakennari síra Jón Helgason. Biskup setti fundmn með nokkurum orðum og skýrði frá, hver mál lægju fyrir og mundu verða tekin til með- ferðar af fundinum. 1. Biskup skýrði frá þeim breytingum, er orðið hefði á árinu á tölu uppgjafa- presta og prestsekkna, svo og þeim smávægilegu breytingatillögum, er stiftsyfirvöldin hefðu gert við síðustu styrkveitingar. Voru tillögur þessar samþyktar í einu hljóði. Fá eftir þeim af 17 uppgjafaprest- um á landinu þessir 6 styrk: Hall- dór Ó. þorsteinsson 35 kr., Magnús Gíslason (Sauðlauksdal) 80, Einar Vernharðsson 50, Jón Jónsson (frá Stað á Keykjanesi) 40, Pétur Guð- mundsson 80 og Gunnar Ólafsson 70; en af 70 prestsekkjum 56 einhvern styrk, frá 20—120 kr. Styrkurinn, sem synodus hefir umráð yfir, er sam- tals 3781 kr. 40 a., þar af 3000 kr. úr landssjóði, 700 kr. af vöxtum prests- ekknasjóðsins og kr. 81,40 vextir af sjóði af árgjöldum brauða. 2. Biskup skýrði því næst frá hag prestsekknasjóðsins og las upp reikn- ing hans fyrir liðið ár, en samkvæmt honum var sjóðurinn í árslok 1898 orðinn 22,131 kr. 62 aur. og hafði á árinu aukist um 451 kr. (þar af 83 br. 28 a. arður af 5. útg. sálmabókar- innar). Jafnframt las biskup upp skýrslu um gjafir til prestsekknasjóðs- ins úr 15 prófastsdæmum, samtals 231 kr. og 15 a., og gat þess um leið, hvað gefist hefði til sjóðsins á undan- gengnum 10 árum, en það hefði að jafnaði verið 223 kr. 17 a. á ári. Biskup tjáði þakkir sínar öllum, er sjóðinn höfðu styrkt, og óskaði þess, að sjóðurinn mætti njóta sömu vel- vildar manna eftirleiðis og fleiri bætast við, er fyndu hvöt hjá sér til þess að leggja lítinn skerf árlega til sjóðsins. Biskup bar upp tillögu þá, að næsta ár verði útbýtt 700 kr., eins og nú, og var tillagan samþykt í einu hljóði. Síra Ólafur Ólafsson frá Arnarbæli lét í ljós óánægju sína yfir því, að ýms af prófastsdæmum landsins létu ár eftir ár ekkert af hendi rakna til prestsekknasjóðsins, en prestsekkjum væri veittur styrkur af sjóðnum án tillits til þess, hvort sjóðurinn hefði nokkurn styrk þegið úr prófastsdæm- um þeirra eða frá mönnum þeirra, meðan þeir voru á lífi, og óskaði hann helzt, að synodus samþykti áskorun til presta þei’ra eða prófastsdæma, er hingað til hefðu vaurækt að styrkja sjóðinn með gjöfum, að gera það bet- ur eftirleiðis. Biskup fann ekki veru- lega ástæðu til að synodus samþykti slíka áskorun, en tjáði sig fúsan til að skrifa próföstum um málið. Eftir nokkrar umræður um málið, var borin upp svohljóðandi tillaga: •Synodus skorar á þau prófastsdæmi, sem hafa á síðustu árum lagt mjög lítið eða ekki neitt í prestsekknasjóð- inn, að þau eftirleiðis láti af hendi rakna gjafir til sjóðsins eftir því, sem efni og kringumstæður prestanna leyfa«. Tillagan var feld með 9 atkvæðum gegn 8. S. Amtmaðurinn lagði fram og las upp *Frumvarp til laga um kirkju- garða«, eftir að hafa gert grein fyrir nauðsyn þess að fastari og ljósaii regl- ur fengjust fyrir skyldum sóknarmanna í þeim efnum en verið hefðu hingað til samkv. reglugerð 17. júlí 1782, 15. gr. og viðaukalögum 12. maí 1882 við lög 27. febr. 1880, að því leyti, sem þau næðu til kirkjugarða. Eftir nokkrar umræður um frumvarpið var svofeld tillaga borin upp og samþykt í einu hljóði, að synodus væri því meðmælt, að frumvarp þetta væri boríð upp á alþingi og gæfi aðalstefnu þess fylgi sitt. 4. Docent Jón Helgason flutti fyr- irlestur um »Mósesbækurnar í ljósí biblíurannsóknanna«, en með því að klukkan var orðin rúmlega 4J e. h., þegar fyrirlestrinum var lokið, var fundi frestað til kl. 8 um kveldíð sama dag. 5. Biskupinn setti fnndinn að nýju og byrjaði á því að leggja fram skýrsl- ur um messugerðir og altarisgöngur á tímabilinu 1897 — 98 og fór hann um þær nokkurum orðum, þar sem hann varaði við því sérstaklega, að byggja ofmikið á þeim, með því að ýmsatvik væru þess valdandi, að þær gætu eigi ávalt verið eins áreiðanlegar og skyldi til að draga af þeim ályktanir um trú- ar- og kirkjulíf í söfnuðinum. 6. f>á flutti síra Friðrik Hallgríms- son að Útskálum erindi um skriftir. Um þetta mál urðu talsverðar umræð- ur, er lutu helzt að því, hvort skrifta- ræða væri nauðsynleg, ef einsleg skriftamál kæmist á. Ekki var gerð nein ályktun í því máli. 7. Síra Eggert Pálsson vakti máls á nauðsyn þess, að dagskrá presta- stefnunnar yrði birt fundarmönnum að minsta kosti með fundarboðuninni. En með því að ýmsiróskuðu, að taka þátt í umræðunum um þetta mál, en kamið var fram á nótt, var fundi frest- að til næsta dags kl. 9 f. m. Á kvöldfundi þessum voru allir hin- ir sömu viðstaddir, sem á fyrra fund- inum, að undanskildum sfra Ó. M. Stephensen. Hinn 30. júní kl. 9 f. h. var fund- ur settur að nýju að viðstöddum góð- um meiri hluta þeirra presta og pró- fasta, < r sótt böfðu fundinn daginn áð- ur. Síra Jens Pálsson studdi frekar það, sem sira Eggert hafði vakið máls á kvöldinu áður um tilhögun synodus- ar. Eftir talsverðar umræður var bor- in upp og samþykt í einu hljóði svo- feld tillaga: •Synodus ályktar, að alla nauðsyn beri til þess, að dagskrá fundarins sé auglýst 1 blöðunum með að minsta kosti 2 mánaða fyrirvara, og að það verði gert að fastri reglu.að ávalt séu fluttir að minsta kosti tveir fyrirlestr- ar, annar vísindalegs, hinn aðallega uppbyggilegs efnis«. 8. Að síðustu mintist biskupinn á húslestra og húslestrabækur. Eftir all- miklar umræður var svolátandi tillaga samþykt í einu hljóði: •Synodus skorar á herra biskupinn, að gangast fyrir því, að sem fyrst að unt er verði stofnað til nýrrar kvöld- lestrarbókar, á þann hátt, að sem flest- ir andlegrar stéttar menn leggi til hennar skerf sinn«. FuDdarbók lesin upp og fundi slitið kl. 11, 10 f. h. Skarlats-sóttin. Enn hafa 4 bætst við hér í bænum í tölu skarlats-sjúklinganna, alt börn. Eru nú 6 alls einangraðir í Framfara- félagshúsinu, en 1 barnið heima hjá foreldium sínum, með því að heimild til þess að lögum, ef hægt er að hafa sjúklinginn nógu afskektan á heimil- inu. Enda getur svo farið á skömm- um tíma, að ekki verði hægt að koma fleirum fyrir í Framfarafélagshúsinu Eitt barn er dáið, það sem fyrst fekk veikina hér. Héraðslæknir (G. B.) hefir látið auglýsa svolátandi varúðarfyrirmæli: •Samkvæmt lögum um varnir gegn útbreiðslu næmra sjúkdóma 31. jan. 1896 er skarlatssótt einn af þeim sjúk- dómum, sem yfirvöld ætíð skulu verja almenning fyrir (2. gr.). Ef skarlatssótt kemur uppá einhverju heimili, þá er húsráðanda þegar í stað skylt að skýra héraðslækni frá því. í>ó er húsráðanda heimilt að tilkynna sjúkdóminn bæarfógeta, en haun skal jafnskjótt láta lækni vita um sjúk- dóminn. Með heimilismönnum eru einnig taldir aðkomumenn. Verði einhver þess var, að eigi hefir verið skýrt frá skarlatssóttartilfelli, skal hann þegar í stað skýra frá því á þann hátt, er að framan er sagt (5. gr-)- Ef ekki er unt að hafa sjúkling með skarlatssótt svo afskektan á heim- ili 8Ínu, að óhætt sé við útbreiðsiu sóttnæmisins, þá er lækni heimilt að láta flytja hann í alment sjúkrahús, eða eitthvert annað hús, sem til þess er hentugt. Er sjúklingurinn skyldur að vera þar, þangað til hættulaust er að flytja hann eða láta hann fara þaðan (6. gr.). Hér í bæ verða slík- ir sjúklingar látnir í Framfarafélags- húsið. f>á er skarlatssótt gengur, vekur það grun um veikina, ef menn fá sárindi í hálsinn samfara hita og magnleysi, og ber því fyrst um sinn að tilkynna lækni öll slík tilfelli, enda þótt ekki sé kominn roði á húðina. Samkv. 14. gr. sóttvarnarlaganna varða brot gegn þessum fyrirmælum fangelsi eða sekt- umi. Ekki fréttist enn til sóttarinnar víð- ar upp um sveitir, nema á 1 bæ aust- ur í Hvolhreppi, Langagerði, heimili manns þess, Magnúsar að nafni, er hér var við vinnu í húsinu nr. 30 í Vesturgötu, þar sem Kjósarstúlkan og tvent annað, og áður hafði verið með Jóhanni í Bakkakoti í botnverpinga- veiðum á Kalmanstjörn. Voru menn hræddir um að hann mundi flytja sóttina með sér heim til sfn upp í sveit; enda hefir sú raun á orðið. (Hann átti þarna heima, í Hvolhreppi, en ekki í Landeyum). Búa-ríma. Bretlands Englar yfir frón illa jólin syngja; Búa-Páll og Bola-Jón blóðugnm kiukkum hringja. Þar sem, meðan ung var öld, áttu Blámenn riki, móti Búum herst um völd Bretans aurasýki. Báðir forðum fóru’ á sveim, fluttu kross í stafni, til að færa heiðnum heim hjálp í Jesú nafni. Bihlíur og hreunivín Blámenn af þeim keyptu; fræðin kristnu fengu svín, en flöskunni við þeir gleyptu. Fé sin létu föst og kvik, fold og hauga rauða; vín og ágirnd, völd og svik vann þeirn öllum dauða. Búa-Páll og Boli þá hæn og lofgjörð hófu, þegar hinsta heiðum á Hottentottann grófu. Harðara var þeim Kaffans kynr komið af reginleiðum; en guliið og hann Guð fyrir via gott er á Ijónaveiðum! Kaffar lúta; kynja-lönd koma’ i brezka sjóðinn. í>á við Bretum reisir rönd ramlynd Búaþjóðin. Langt í norður flýðu fyrst, friðiand sér að velja; loks i Transvaal völdu vist, — vilja nú engum selja. Búa-Páll og Boli þvi bænatólin herða: »Eg em Drottins, þú er þý!« þrymur i braki sverða. Eær ei Boli fauskinn Pál fyrir neitt að þoka; soðið er á hann saxastál, þó sýnist klæddur poka. Forn er Búans lund og löt, að læra fræðin nýu; segir hann jörð sé frjáls og fliit, og fingur sinir tiu. Vanir að bera byssu’ og geir, beitu’ ei spara hrafni; Kaffans börn sem baulur þeir • brytja’ i Jesú nafni. Járnin eins og Jósúa jötunefldir hrista, og á haki Blámanna blóðugar amir rista. Má nú enginn milli sjá maður hér á jörðu, hverir sigur fyllri fá og fólsku meiri gjörðu. En ef háðir valda vömm og voða-ábyrgð saka, ættu báðir skaða’ og skömm skiftum frá að taka. Bibliur þeirra Bola-Jóns betur lægi’ á hillu; verri’ er hljómur hræsnis tóns heiðinna manna villn. II. Eru það fögur aldamót, eins og fyrir táknar:

x

Ísafold

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ísafold
https://timarit.is/publication/315

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.