Ísafold - 14.07.1900, Blaðsíða 2
178
Vér efumst ekki um, að næsta alþingi
múui taka orð hans til greina, ef
hann kemur með skynsamlegar tillög-
ur þeasu viðvíkjandi; því að, evo sem
öllum er kunnugt, sem alþingistíðind-
in síðustu hafa leaið, lagði þingið hið
mesta kapp einmitt á þetta atriði: að
tryggja íslendingum hæfileg yfirráð
yfir bankanum. það krafðist alls í
því efpi, er því gat til hugar komið
að þörf væri á.
'Annars er hún nokkuð kynleg, þessi
hræðsla höf. við það, að hluthafar
mundu beita öllum brögðum til þess
að hafa sem minst af peuingum bank-
ans hér á lanch'.
Hann gleymir því sýnilega, í hverju
skyni baukinn yrði stofnaður, að það
yrði gert »til frekari umbóta á fyrir-
komulaginu um peningamál Islands .
. . og til þess ennfremur að greiða
fyrir og efla framfarir í verzlun, fiski-
veiðum, iðnaði og búnaði landsins*.
Álit bankans og traust það, er menn
sýna honúm, fer eftir því, hvernig
hann leysir þetta ætlunarverk af
hendi. Káupmannahafnardeildinmundi
hverfa eins og dropi í sjóinn innan
um þær rúmar 450 miljónir, sem í
Danmörk eru á boðstólum. Starfið,
sem hann ynni hér, yrði aðalmæli-
kvarðinn á hann. Bankanum yrði
því ekki meiri óhagur að ö|ðrú en ef
það gengi á tréfótum fyrir peninga-
leysi hér í landinu.
V. Lántregöan
Höf. hýst við hinni mestu lántregðu
af bankans hálfu hér á landi, sem eðli-
legt er, þar sem hann gerir sér í hug-
arlund, að bankinn m.undi leggja kapp
á að hafa hér sem minst af pening-
um. Öllum á að vera ljóst, »að mjólk-
urbú og jarðabætur og fiskiveiðafélög
á íslandi megi ekki gera sér fjarska-
lega glæsilegar vonir um það, að hluta-
félagsbankinn muni vilja festa mikið
af fé sínu hjá þeim, hversu margar
miljónir sem stofnfé hans verður*. í
raun og veru verða það kaupmennirn-
ir einir, sem hann hugsar sér að muni
hafa verulegan hág af hlutafélags-
bankanum.
Ummæli höf. um þetta efni eru eft-
irtektarverð frá ýmsura hliðum.
Fyrst og fremst að því leyti, hve
lítið hann tekur til greina frumvarp
það, sem hann er að rita um og finna
að. Enda er mikið af ritgjörð hans
andmæli gegn þyf, sem hann h e 1 d-
ur að forgöngumenn fyrirtækisins
ætli sér, en tiltölulega lítið fundið að
því frumvarpi alþingis, sem fyrir
liggur.
Og frumvarpið gerir beinlínis ráð
fyrir því, að bankinn verji einni milj-
óntil fasteignarlán a. Aukþess
hafa forgöngumennirnir boðist til að láta
bankann taka að sér v e ð d e i 1 d i n a,
og naumaBt getur neinum dulist, að
hún væri betur hjá honum komin en
hjá Landsbankanum. Ekki ætti Hafn-
ardeild bankans að gera örðugri sölu
veðbréfanna, og yfirleitt verður öflug-
ugum banka margfalt auðveldara að
koma þeim í peninga, eins og oft hef-
ir verið tekið fram.
Ekki er það síður furðulegt, að
bankinn mundi ófáanlegur að lána
til fiskiveifia. Vér höfum hér
umhverfis landið fiBkiatöðvar, sem eru
svo auðugar, að engar í veröldinni taka
þeim fram. Auðþjóðirnar gera hingað
út stóreflis-flota með ofsalegum kostn-
aði. Og svo ætti íslenzkur banki ekki
að vera fáanlegur til að lána íslend-
ingum fé til að n^ þessutú auði við
strendurnar, »hversu margar miljónir
sem stofnfé hans verður«! Pyr mega
nú vera grýlur ! Pyr má nú vera ráða-
leysisvíl!
í þriðja lagi er það ekki síður eftir-
tektavert en raunalega skoplegt,
hverja hugmynd gjaldkeri Landsbanka
vors gerir sér um eðlilega sam-
vinnu milli banka og fram-
faratilrauna þjóðarinnar.
Honum getur ekki skilist, að atvinnu-
vegir þjóðar vorrar mundu hafa neitt
verulegt gagn af því, þó að öflugur
banki kæmi inn í landið með nóga
peninga. f>að er nærri því ótrúlegt
að slíkar kenningar skuli koma út úr
stofum Landsbankans.
Til samanburðar við þessa Lands-
bankakenningu er ekki ófróðlegt að at-
huga það, sem einhver helzti fjár-
málafræðingur Breta, II. D. Macleocl,
segir um áhrif bankanna á Skotlandi,
hverju þeir hafa komið til leiðar með
reikningslánum einum. f>að
ætti að gefa þjóð vorri nokkura hug-
mynd um, hve þarft verk þeir eru að
vinna, sem eru að berjast gegn því,
að peningar komi inn í landið.
VI. Áhrif skozku bankanna.
Maeleod segir í bankafræði sinni, að
nálega allir ungir menn á Skotlandi
byrji verzlun eða annan atvinnurekst-
ur með reikningslánum, sem vinir
þeirra gerist ábyrgðarmenn að. »f>essi
lán eru veitt mönnum af öllum stétt-
um, snauðum mönnum engu síður en
efnamönnum. Alt er undir því komið,
hvert álit maðurinn hefir á sér«.
•Pjöldi manna, sem grætt hafa ó-
grynni fjár, hafa byrjað með engu öðru
en reikningslánum*.
Bftir að Macleod hefir komið mönn-
um í skilning um, hve afarmikilsverð
þessi lán hafi verið fyrir alt viðskifta-
líf þjóðarinnar, segir hann, að hlunn-
indin séu þó enn auðsærri, þegar litið
sé á landbúnaðinn. f>essum lánum sé
það fremur öllu öðru að þakka, hve
langt Skotar séu komnir áleiðia.
»Bóndi, sem kunnur er að atorku
hyggindum og iðjusemi og fengið hefir
til ábúðar jörð, sem miklar jarðabætur
má gera á, fer til bankans, setur í
veð ábúðarrétt sinn og ábyrgð ein-
hverra vina sinna, og bankinn veitir
honum reikningslán. Með þessu láni
bætir hann jörðina, borgar verkafólki,
nær inn uppskerunni og borgar svo
lánið. Á þennan hátt hafa hinar
feykilegu búnaðarframfarirSkota orðið«.
Sama er að segja um nær því öll
hin miklu mannvirki Skota, vegi, brýr,
skurði, járnbrautir, skipakvíar o. s.
frv. Nær því undantekningarlanst
hafa þau verið gjörð með reiknings-
lánum við einhvern bankann.
Allar þær ódæma-framfarir, sem
orðið hafa á Skotlandi á síðustu 150
árunum, eru beinlínis lánunum að
þakka, segir Macleod, »f>að eru alls
engar ýkjur, heldur raunalegur sann-
leikur, að þegar stjórnarbyltingjn
varð á Bretlandi 1688 og Skotlands-
bankinn var stofnaður, yoru Skotar
skrælingjalegasta og grimmasta ó-
stjórnarþjóðin í Norðurálfunni. Sum-
part var það að kenna ýmsum óhöpp-
um, sem þá hafði hent og ekki eru
dæmi til í sögu nokkurrar annarar
sjálfstæðrar þjóðár, sumpárt því, að
þeir áttu heima á útskæklj yeraldar-
innar og vóru fjarri manniíðaráhrifúm
viðskiftanna, enda skiftir í tvær þjóð-
ir, sem voru hvor annari óskyldar og
töluðu hvor sína tungu. Og hitt er
jafn-ómótmælanlegt, að aðalorsakirnar
til þe88, hve skjótum framförum þeir
hafa tekið í menning og auðsæld.hafa
verið skólar þeirra og bankar. Banka-
fyrirkomulag þeirra hefir orðið þeim
að óendanlega miklu meiri notum en
gull- og silfurnámur hefðu getaðorðið.
Námur dýrra málma mundu að öllum.
líkindum hafa spilt þjóðinni. En
bankafyrirkomulag hennar hefir áttaf-
armikinn þátt í því, að vekja hjá henni
hvers konar drengilega ,manndáð«.
•Bankafyrirkomulagið hefir komið upp
landbúnaðinum skozka, sem er frægur
um allan heim; iðnaðinum í Glasgow
og Paisley; gufuskipunum á Clyde, sem
ekki eiga sína jafningja; alls konar mann-
virkjum, skipaskurðum, járnbrautum,
vegum, brúm; og það hefir gert fátæk
ungmenni að stórauðugum kaupmönn-
um«.
Ætli ekki sé nú eins hyggilegt fyrir
þjóð vora, að byggja skoðun sína á
þessu mikilsverða máli á áhrifum góðra
banka í öðrum löndum, eins og á í-
myndana-rausi manna hér, sem á engu
er bygt.
SkarJatssóttin.
Heldur virðast líkur til, að lánast
muni að stemma nokkurn veginn stigu
fyrir henni. Hefir sóttin ekki komið
á fleiri heimili bér en áður er getið
eða síðan 2, þ. mán., að minsta kosti
svo kunnugt sé. Er auðvitað hugs-
anlegt, að eitthvað sé fengist við að
leyna veikinni, til þess að komast hjá
óþægindum þeim eða óruaks auka, er
samfara eru nauðsynlegum sóttvarnar-
ráðstöfunum, hvar sem á henni brydd-
ir. það vari vitaskuld glæpur og hann
illmannlegur: að stofna vísvitandi
heilsu og lífi náunga sfns í sýnan
háska, að ógleymdu því voðatjóni,
efnatjóni, er sóttin mundi baka þjóð-
inni, ef hún kæmist hér f algleyming
og færðist um land alt. Og er meira
en lítið samvizkuleysi, að vera slíks
valdur af ásettu ráði eða þá af glæp-
samlegu skeytingarleysi. Enda mun
mönnum það yfirleitt mjög fjarri skapi,
sem betur fer.
En þó er ekki því að leyna, að
brytt hefir eitthvað hér í bæ á óþekt
eða óhlýðnisviðleitni við sóttkvíunar-
fyrirskipanir héraðslæknis, og meira að
segja slíkt fóðrað með þeirri ósvífni,
að bera fyrir sig landlækni vorn —
sjálfan landlækninn, — raóti héraðs-
lækninum: að hann, landlæknir, segi
þær vera tóman óþarfa og vitleysu,
þessar BÓttvarnarráðstafanir, sem hér
hefir beitt verið og er beitt enn gegn
sEarlatssóttinni, með því að þetta só
alls ekki skarlatssótt, heldur að eins
irauðir hundar«; þeír þekki hana ekki,
hiúir yngri læknar og miður reyndu,
og rugli saman þeim tveimur sjúk-
dómum, skarlatssótt og rauðum hund-
um. — Eins og kunnugt er, hafa þeir
allir, hinir háskólagengnu, svo nefndu
yngri læknar hér í bænum, kveðið upp
einum rómi þann dóm, að veiki þessi,
er hér gengur nú, sé greinilegasta
skarlatssótt.
Og þó veit almenningur eða ætti að
vita, að það er eftir tillögum land-
læknis, lögum samkvæmt, er lands-
höfðingi hefir boðið að beita fyrirmæl-
um 8Óttvarnarlaganna frá 1896, sem
væri lögleysa, ef veikin væri að eins
•rauðir hundar*.
Hann hefir því, landlæknir, tjáð sig
samdóma hinum yngri læknum um
eðli sóttarinuar, og það svo greinilega,
sem framast má verða.
Sjálfur þekkir og almenningur það
til »rauðra hunda«, að það er afar-
meinlaus veiki, mjög fjarri öllum lffs-
háska, þar sem þessi veiki, er hér
gengur nú, hefir þegar banað 2 börn-
um af þeim örfáu hræðum, er veíkina
hafa fengið; en þriðja barnið liggur nú
mjög þungt.
Sem dæmi þess, hve skiöksögu-
þvættingurinn getur orðið magnaður
og almenningur auðtrúa á hann, má
geta þess, að hér hefir nú gengið um
hríð staflaust um bæinn, að landlækn-
ir hafi átt að gera húsvitjun í Fram-
farafélagshúsinu, aðalhæli hinna skar-
. Iatssjúku hér, ásamt herlækninum af
enska varðskipinu Bellona, og þeir að
komast að þeirri-niðurstöðu, óðar eu
þeir litu á sjúklingana, að ekkert
gengi að þeim annað en »rauðir
hundar«.
Sannleikurinn er sá, að landlæknir
hefir aldrei stigið þar fæti, síðan húsið
var gert að sóttkvíunarhæli; en um
herlækninn enska er það að segja, að
því fer svo fjarri, að hann hafi kom-
ið þar nærri, að yfirmaðurinn á téðtt
herskipi hefir harðbannað allar sam-
göngur af skipinu við bæarmenn síðan
er hann varð þess vísari, að hér gengi
skarlatssótt. Svo varasamur er hann
við hana, þótt hann viti, að hinir
sjúku séu sóttkvíaðir. |>eir vita vel,
útlendingar, hve alvarleg þessi veiki
er, skarlatssóttin, og leika sér ekki að
því, að baka sér hana að þarflausu.
Nú sem stendur eru hér í bænum
9 skarlatssjúklingar, á 3 stöðum: 4 í
Pramfarafélagshúsinu; 4 börn í húsinu
nr. 29 í Vesturgötu, sóttkvíuð þar
heima; og 1 barn í Ingólfsstræti nr.
6, sömuleiðis sóttkvíað.
f Markús F. Bjarnason
Hr. ritstj. — Vilt þú gera mér þann
greiða, að lofa þessu að birtast í »ísa-
fold«. Eg er reyndar ekki vanur að
trana þessleiðis kveðskap mínum í
blöð. En af því prófasturinn bannaði
að syngja þessi vers, meðþví þau væru
»ekki kristileg*, vildi eg gjarnan að
þau sæjust öll. Höf.
Nú hættu hvítu’ að falda
og hljóðna, marar alda!
G-r&t væDsta vininn þinn.
Vor ættjörð er i sárum,
en okkar bygð í tárum
og grætur óska-soninn sinn.
Vér erum æ svo smáir,
því eru vorir fáir
sannrnefndu merkis-meun;
en þeim mun sárra sýnist
um sérhvern, burt er tínist;
nú fyrir skildi skarð er enn.
011 þjóð vor þig má harma
og þökk þér inna varma,
sem ættjörð unnir bezt.
Þó höfum vér að vonum
af vorrar þjóðar sonum
við fráfall þitt samt mist hvað mest.
Ef til vor mtela mættir,
þú mnndir segja, að grættir
vér huggast, ættum enn.
Þitt dáðrakt dæmi lifir
og dróttum vakir yfir.
Þann arf æ leifa merkir menn.
Haf þökk fyri’ ævi þarfa!