Ísafold - 14.07.1900, Blaðsíða 4
180
mour lávarður orðið að hörfa aftur til
Tientsin með sínu liði, við illan leik; lót
60 manna, en sárir á 3. hundrað, að
2000 alls. N/r leiðangur til Peking í
undirbúningi. Segir mönnum þungt
hugur um forlög Norðuráifumanna þar.
Nj;ar fréttir um, að vegnir hafi verið
sumir sendiherrar stórveldanna og margt
manna annað; en alt óáreiðanlegt.
Eldsvoði gífurlegur í New York
30. f. m., í skipakvíum þar. Manntjón
svo hundruðum skiftir, en fjártjón talið
20,000,000 dollara eða 70—80 miljónir
króna. Kviknaði í bómullarpokum og
eldurinn síðan færst í olíubirgðir; eftir 9
mínútur var 5 ekra svæði af brygg-
jum f New York og vörugeymsluhúsum
í björtu báli.
Sigling.
Hingað konra 10. þ. m. 3 skip: kaupfar
Flora (48, L Johannessen) frá Manúal með
timbnr til lansakanpa; Sverdrnp (145, Jo-
sephsen) frá Dysart með kolafarm til M.
Johannessens - kolapöntunarfélags; gnfuskip
Perwie (238, II. C. Jensen) frá Troon með
kol til W. Cbristensens-verzlunar.
EjÍP Næsta bl. Jaugar-
dag 21. þ. m.
Verzlunarstörf. Maður á Aust-
fjörðum, sem er þaulvanur verzlunar-
störfum, jafnt innan sem utanbúðar,
en þó einkum bókfærslu, óskar eftir
atvinnu hið allra fyrsta, helzt sem
bókhaldari.
Maður þessi er reglumaður og hefir
beztu meðmæli frá kaupmönnum og
verzlunarstjórum. Nánara hjá ritstj.
þessa blaðs.
Fundist hefir brnnn hestur, mark: sýlt
hægra, gagnbitað, sýlt vinstra, gagnbitað; á
að gizka 4 til 6 vetra gamall. Vitja má
til Jóns Björnssonar Króki i ölfusi.
*• - - - ■
2 herbergl til leigu á góðnm stað i
bænum. Ritstjóri visar á.
Stangabeizlí hefir tapast á Fisehers-
bryggju 2. þ. m. Finnandi skili þvi til
Andrésar við Brydes-verzlun.
GÓD TADAog móahey fæst til
kaups. Um kaupin má semja, Sem fyrst við
Brynjólf Bjarnason, i Engey
Proclama.
Með því að bú Gests Guðmunds-
sonar, sem síðastliðið ár bjó í Kúskerpi
í Engiblíðarhreppi, og sem hinn 10.
þ. m. strauk til Ameríku, er tekið til
Bkiftameðferðar sem þrotabú eftir kröfu
skuldaheimtumanna hans samkvæmt
lögum 13. apríl 1894, þá er hér með
samkvæmt lögum 12. apríl 1878 og
opnu bréfi 4. jan. 1861 skorað á alla
þá, er telja til skuldar hjá nefndum
Gesti Guðmundssyni, að iýsa kröfum
sínum og sanna þær fyrir skiftarráð-
anda Húnavatnssýslu áður en 6 mán-
uðir eru liðnir frá síðustu (3.) birtingu
þessarar innköllunar.
Skrifst. HúnavatnBsýslu, 25. júní 1900.
Gísli ísleifsson.
Hér með auglýsist, samkvæmt 9.
gr. laga nr. 7 frá 13. apríl 1894 um
ýmisleg atriði, sem snerta gjaldþrota-
skifti, að bú Sigurðar bónda Sigurðs-
sonar frá Rauðamel ytra hér í sýslu
hefir verið tekið til gjaldþrotaskifta,
samkvæmt 2. gr. nefndra laga.
Jafnframt er, samkvæmt skiftalög-
unum frá 12. aprfl 1878 og opnu bréfi
frá 4. jan 1861 skorað á þá, er skuld-
ir kunna að eiga í búinu, að segja til
þeirra og sanna þær fyrir skiftaráð-
andanum hér í sýslu innan 6 mánaða
frá seinustu birtingu auglýsingar þess-
arar.
Skiftaráðandinn í Snæfellsness- og
Hnappadalssýslu, Stykkishólmi 23.
dag júnímán. 1900.
Lárus H. Biarnason.
Gullsmíði—Úrsmíði.
12 Laugaveg 12.
HÉR með leyfi eg mér að tilkynna heiðruðum almenningi, að, eg hefi
nú flutt mig frá Sauðárkróki til Reykjavikur (Laugaveg 12), og tek
enn sem fyr að mér alls konar gull- og silflirsmíði; sömuleiðis
viðgerðir á úrum og klukkum m. fl.
Pantanir úr Skagafjarðarsýslu má borga með innskrift við allar
verzlanirnar á Sauðárkróki til næsta nýárs.
Reykjavík (Laugaveg 12), 13. júlí 1900.
Björn Símonarson.
erairid
r
H SfSnsen
j€8
margarTne"
Vandað
Enskt smjörlíki
í stað smjörs
Merkt
9Bedste6
í smáium öskjum, sem ekkert kosta,
með 10 og* 20 pundum í hverri, hæfi-
legum fyrir heimili. Betra og* ódýrra
en annað smjörlíki. Fæst innan
skamms alstaðar.
Steensens Maraarinefabrik
Iielðarvísir til lífsbyrgftar
fæst ókeypis hjá ritstjórnnnm og hjá dr.
med. J. Jónassen, sem einnig gefur þeim,
sem vilja tryggja lif sitt, allar upplýsingar.
Saltfiskur
vel verkaður, stór og smár, og ýsa,
verður keyptur í sumar fyrir peninga
við verzl. »EDINBORG« í Keflavík,
Stokkseyri og Reykjavík.
Sundmagar
vel verkaðir verða keyptir fyris pen
inga við verzl. »EDINBORG« í
Keflavík, Stokkseyri og Reykjavík
Ásgeir Sigurðsson.
Eg hefi nú þjáðst á annað ár af
sárum brjóstþyngslum og taugaveiklun
og hefi eg allan þennan tíma tekið
mestu kynstur af meðulum en alt ár-
angurslaust. Eg fór því að reyna
Kínalífs-elixír frá Waldemar Petersen
og þegar eg hafði tekið inn úr 1|
glasi fór mér að batna til muna, og
get eg engu öðru þakkað það en þessu
heilBnlyfi.
Arnarholti á íslandi
Guðbjörg Jónsdóttvr
Klna-lífs-elixírinn fæst hjá flest-
um kaupmönnum á íslandi.
Til þess að vera viss um, að fá
hinn ekta Kína-lífs-elixír, eru kaupend-
ur beðnir að líta vel eftir því, að
standi á flöskunni 1 grænu lakki, og
eins eftir hinu skrásetta vörumerki á
flöskumiðanum: Kínverji með glas f
hendi, og firmanafnið Waldemar Pet-
ersen, Frederikshavn, Danmark
CRAWFORDS
ljúffenga BISCUITS (smákökur) tilbúið
af CRAWFORDS & Son
Edinborg og London
Stofnað 1813.
Einkasali fyrir ísland og Færeyjar:
F. Hjorth & Co.
Kjöbenhavn.
HERBERGI til leigu frá 1. ágústímiðj-
um bænum, fyrir einhleypan. Ritstj. vísar á.
Sundmaga
fyrir peninga kaupir hæsta verði
W. Christensens-verzkm
Auglýsing•
um fjárbaðanir.
Samkvæmt tillögum amtráðsins i
Norðuramtinu og tilskip. 5. jan. 1866
um fjárkláða og önnur næm fjárveik-
indi er hér með öllum fjáreigendum
og umráðamönuum sauðfjár í Norður-
amtinu skipað að baða eða láta baða
alt sauðfé sitt ídýfubaði með maur-
drepandi baðlyfi.
Böðunin á að fara fram næsta haust,
sem fyrst eftir að fó er tekið í hús,
þó 8vo, að henni sé lokið fyrir lok
nóvbr.mánaðar í haust. þar sem aí-
veg sérstaklega steudur á, má fresta
böðun fram til ársloka, ef hreppstjóri
og aðstoðarmenn leyfa allir, og taka
að sér að sjá um, að samgöngur sauð-
fjár verði engar við aðrar sveitir.
Böðuniu á að fara uákvæmlega fram
eftir fyriijsögnum Magnúsar Einarsson-
ar dýralæknis, og er mönnum ráðið til
þess, að hafa sem baðlyf annaðhvort
tóbakslög eða karbólsýru og skal þess
getið, að stórkaupmaður L. Zöllner í
Neweastle on Tyne muu gera ráð-
Btafanir til þess, að útvega karbólsýru*
baðlyf, búin til eftir bendingum dýra-
læknaráðsins í Kaupmannahöfn, sem
væntanlega verður bæði ódýrt og á-
hrifamikið.
Framkvæmdir á fyrirskipunum amts-
ins hafa fyrirfarandi borið vott um
mjög mikið mentunarleysi og siðleysi
manna, og fyrir því er alvarlega skor-
að á almenning að framkvæma fyrir-
skipaðar baðanir, og fara eftir reglum
þeim, er amtið _gaf út viðvíkjandi fjár-
kláða 18. júní 1897, m6ð alúð og sara-
vizkusemi; svo er og skorað á lög-
reglustjóra, hreppstjóra og aðstoðar-
menn þeirra, að sjá um framkvæmdir
í þessu máli, svo sem bezt má verða,
og loks er skorað á alla þá, sem verða
þess vísir, að einhverjir sýna hirðu
leysi eða óhlýðni 1 þessu máli, að
kæra slíka menn tafarlaust.
íslands Norður- og Austuramt
Akureyri 1. júlí 1900.
Páll Brietn.
W. Christensens ".r
nýkomið með Ceres og X
Botníu. S? » g*
Plettvörur ljómandi fall. O |
egar. S -5 <s>.
:o S> E m a i 11. áhöld allskonar.
O s t u r: Steppe. — H 011. Ct-
£ Schweiz. Haframjöl. ^ a
Cocoa. Confect o.m.fl. O
Chartreuse
Og
Benedictiner-Pulver
á 1 kr. pakkinn
8em búa má til úr líkör, alveg eins og
þanu ekta.
Brödr Berg
Amagertorv 14. Köbenhavn.
íslenzk umboðsverzlun
einungis fyrir kaupmenn.
Beztu innkaup á öllum útlendum
vörum og sala á öllum íslenzkum
vörum. Glöggir reikningar, fljót af-
greiðsla.
JAK0B GUNNLÖGSS0N.
Kjöhenhavn K. Niels Jpelsgade 14.
Rósenborg-sódavatn og
Citron-sódavatn
setn utan lands og innan er álitið bezt,
selur langódýrast
W. Christensens-verzlun.
W. Christensens-wrz/íí«
kefir stórt úrval af alls konar niðursoðnu
svo sem: KJÖT, FISK, ÁVEXTf,
SYLTET0I o. m. fl. mjög hentugt í
ferðalög.
Kol — Salt — Steinolía — Kalk og
Múrsteinn
í verzlun W. CHRI8TENSEN8.
Auglýsing
um
breytingar á póstgöngum í
Snæfellsnessýslu.
Snæfellsnessýslupósturinn milli Stykk-
ishólœs og Ólafsvíkur fer á leið sinni
til baka frá Ólafsvík í 9.—15. póst-
ferð 1900 um Buðir og Staðaatað til
Stykkishólms, en í Defndum póetferð-
um gengur enginn póstur milli ÓlafB-
víkur og Búða fyrir sunnan Jökul.
PÓBtmeistarinn í Rvík 1. júlí 1900.
Sigurður Briem.
Kol
Stjórn Kaupfélags Reykjavíkur til-
kynnir hér með öllum meðlimum fé-
lagsins, að hún hefir samið svo um,
að hörpuð beztu Dysartkol eða
önnur góð skozk kolategund á
4 kr. 35 aur. skp. út úr porti, en á
4 kr. 30, séu þau tekiu á bryggju,
verða að fá frá því þau koma, sem
verður um 20. þ. m., ogtil 30. septbr.
þ. á.
*
A þjóðhátíð Reykjavíkur 2,ág.
verða kappreiðar og verðlaun
veitt:
Fyrir skeiðhesta þrjá þá beztu
eru verðlaunin 40 kr., 35 kr. og 25 kr.
Fyrir klárhesta þrjá þá beztu
eru verðlaunin 35 kr., 25 kr og 20 kr.
Stjórnarnefndin.
Tilboð með kol.
Með því að enn eru ekki, þó ótrú-
legt sc, komnir nógu margir áskrifend-
ur fyrir þeim kolum, sem eg á von á
frá 12. til 16. ágúst næstkomandi, þá
geta menn enn til 20. þ. m. skrifað
sig fyrir kolum hjá mér.
V. O. Breiðfjörð.
Ritstjórar: Björn .Tónsson(útg.og ábm.)og
Elnar Hjörleifsson.
Isafoldarprentsmiðja.