Ísafold - 14.07.1900, Blaðsíða 3
Haf þökk fyri’ nnninn starfa!
Gnð gefi þír gúða nótt!
Vor guð, sem hefir grætt oss,
einn getur skarðið bætt oss. !
Vor syrgði vinnr, sofðu rött!
Jón Olafsson.
Maanalát.
Hinn 18. júni (f. m.) lézt anögglega
að haimili sinu Múlakoti í Fljótshlíð
bóndinn Guðmundur Jónsson þórðar-
sonar á Eyvindarmúla. Hann var
fæddur 25. janúar 1866; byrjaði bú-
skap í Múlakoti vorið 1896.
Guðm. sál. var greindur vel, mesti
ráðdeildarmaður og átorku, og sýndi
hann það þau fáu ár, sem hann bjó.
Hann var hreinskilinn og áreiðanlegur
í öllum viðskiftum og félagsmaður
hinn bezti. Má óhætt fullyrða, að
Fljótshlíð á hér á bak að sjá einhverj-
um sínum efnilegasta manni. Hann
lætur eftir sig konu og 4 börn ung.
18.
Sama dag (18. júní) andaðist að
Minni-Vatnsleysu á Vatnsley3uströnd
efnisstúlkan Olavía Kristín, fædd 9.
okt. 1873, dóttir hjónanna Sæmundar
óðalsbónda Jónssonar og Guðrúnar
Ólafsdóttur. Hún var hvers manns
hugljúfi, ástrfkasta og bezta dóttir;
mjög vel að sér; mátti ekkert aumt
sjá. Fyrir rúmu ári veiktist hún af
innvortis meinsemd, sem þrátt fyrir
marg-ítrekaðar lækningatilraunir, bæði
heima fyrir og í Reykjavík, leiddi
hana til bana. Hinar löngu og oítast
afarþungtí þjáDÍngar þoldi hún með
stöku þolgæði, undirgefni og trúar-
þreki. A. þ.
Dáinn 17. f. m. (júní) að Villinga-
holti í Flóa Gestur Guðmundsson, 70
ára, fyrrum bóndi að Vorsabæ í Gaul-
verjabæarhreppi. Var meðal merkustu
bænda þar um slóðir.
Korkhylki frá Andrée.
Korkhylki frá norðurfaranum sænska,
Andrée, fann Jón bóndi Jónsson á
á Loft8töðum 6. þ. m. úti á sjó, nál.
1£ mílu frá landi. Hylki þetta er
merkt: tAndrées Polarexpedition 1896
nr. 3t. það var tappalaust, og ekki
útlit Eyrir að tappinn hafi nokkuru
sinni verið skrúfaður í það. Og þvf
miður var ekkert í því annað en sjór.
Á mjórri enda þess, þeim er niður
veit, var töluvert af skeljum. Hylkið
sent til útlanda með Botníu í fyrra
dag.
Skógræktartilraunir.
Ryder sjóliðsforingi, frumkvöðull og
forgöngumaður skógræktartilraunanna
hér, hefir sent f sumar hingað dansk-
an skógræktarfræðing, er Flensborg
heitir, bæði til þess að gróðursetja
nýa skóga og líta eftir því, sem byrj-
að var á hér í fyrra, á þingvöllum m.
m. Hr. Flensborg kom til Akureyrar
í f. mán. og gróðursetti á Grund í
Byafirði 15,000 ungviði og 5000 á
Hálsi í Fnjóskadal, af birki, elri, greni,
fjallfuru og reyni, í vírgirtum reitum
(gaddavír), með aðstoð Sigurðar bú-
fræðings Sigurðssonar frá Draflastöð-
um, er fylgdi honum því næst suður
hingað, og sneri aftur norður Kjalveg
fyrir fám dögum. Nú er hr. Flens-
borg á ferð til jpingvalla, Geysis og
Heklu; ætlar að skoða þar, hjá Heklu,
Hraunteigsskóg, sem er með álitleg-
ustu skógarblettum sunnaulands. í
för með honum eru þeir Einar Helga-
son garðfræðingur og Eggert E. Briern
búnaðarfræðingur.
Kapt. Ryder voru veittar til þessa
1000 kr. þ. á. í síðustu fjárlögum; Bn
að öðru leyti ber hann kostnaðinn
sjálfur, með tilstyrk nokkurra kunn-
ingja siana. þeir eru ekki á hverju
strái, útlendir menn, og r*unar ekki
innlendir heldur, er jafndrengilega
vilja láta gott af sér leiða þar, sem
þeim er alls óskylt eftir almennum
hugsunarhætti.
Skýli við Geysi
er konsúll Ditl. Thomsen nú í und-
irbúuingi að reisa, á sinn kostnað,
allmyndarlegt, úr timbri, með um 20
rúmum. Br áformið, að það verði
komið upp áður en stúdentahópurinn
danski þarf að gista þar í næsta mán-
uði snemma. það er mjög lofsvert
þarfaverk.
Skarlatssóttin.
Frá því er framanskráð grein um
skarlatssótina var sett, hefir bætst við
1 sjúklingur hér í bænuro, 8 vetra
barn, í húsinu nr. 22 á Laugaveg, og
var það látið í Framfamfélagshúsið, en
húsið sótthreinsað, eins og vant er.
V eðurathuganir
í Reykjavik eftir landlækni Dr. J.Jónas-
II Hiti (á Celsius) Loftvog (millimot.) V eðnrátt.
nót-tu um bd árd. síbd. 4rcL si(>d.
23. + « + t2 V56.9 756.9 o b o b
24. + « + 13 756.9 762.0 0 b o b
25. + « + 13 762.0 764.5 o b o b
26. + s +13 764.5 764.5 o b o b
27. + 9 +14 764.5 762.0 o b o b
28. + 9 +11 759.5 756.9 o d Sv h d
29. + 6 +15 751.8 749.3 n h b o b
30 + 9 +15 <49.3 746.8 o t> o b
1. -f- 7 + 15 751.8 7Ó6 9 0 b e b
2. +;8 + 15 759 5 762.0 a h b O (í
3. + 8 +13 762,0 762.0 s h d s h d
4 + 8 + 15 7;>9.5 751.8 a h b o d
5. + « + 15 751.8 762.0 o b o b
6. + 6 764.5 o b
Undanfarna tíð fegursta sumarveður méð
óvanalegnm klýindum og staðyiðri.
Meðalhiti í júni á nóttu + 7.1
á bádegi +12.1
Suðurmúlasýslu 30. júni.
Kuldar gengu bér frarnan af í vor og
rigningasamt alt til þessa. Lítur út fyrir
gott grasár í Fjörðum; en síður á Héraði,
vegna kuldanna í maimán. og framan af
þ. m. (júni).
Afli lítill, enda alveg beitulaust.
Ilt.þótti okkur, að Eskifjarðarpósturinn
siðasti frá Reykjavik hefir að líkindum
verið sendur til Leith í ógáti; því Leith-
pósturinn kom hingað með Hólum.
í>að þykja framfaratiðindi hér, að
Sveinn kaupm. Sigfússon í Norðfirði
hefir fengið sér fiskiskútu með hjölagang-
vél, er kynt er undir með steinoliu, svo að
skipið getur gengið í logni, 4 milur á vöku.
Hann lét smiða skip þetta i vetur í Friðriks-
höfn; það er mjög vandað að öllu, á stærð
við stærstu fiskiskipin i Reykjavik. Er
óskandi og vonandi, að þetta alislenvka
fyrirtæki lánist vel, þótt ekki sé sótt um
landssjöðsstyrk til þess; énda er Sveinn
kaupm. mesti atorkumaður. Skipstjórinn
heitir Marker og hefir verið skipstjóri hjá
Thor. E. Tnlinius mörg ár, í fyrra á fiski-
skipi hans »Leif«.
Taugaveiki stakk sér niður í vor íNorð-
fvrði og dó þar ein stúlka um fermingu,
en bærinn var einangraður og beitt öllum
v&rúðarreglum, og dreifðist því sóttin ekki
út.
»Húsgángs-hugsunarháttur«.
»það er einhver húsgangs-hugsunar-
háttur og vantraust á eigin kröftum,
sem nú er farið að bóla svo alvarlega
á hér á landu, segir afturhaldsblaðið í
gær.
f>að er hverju orði sannara og »þjóð-
ólfnr« getur bezt um það borið —
blaðið, sem reynir að telja íslending-
nm trú um það, að þÍDgmenn þeirra
aéu og hljóti ávalt að verða þeiraum-
ingjar, að stór hætta stafi af því, ef
ráðgjafa íslanda sé hleypt inn á þing-
ið, og að alt hljóti að fara á höfuðið,
ef nægir peningar komi inn í landið,
af því að landsmenn séu þeir ræflar
og skrælingjar, að þeir þoli ekki að
eiga kost á peningalánum.
»þjóðólfur« lifir ekki á öðru en ala
á »hÚ3gangs-hugsunarhættinum og
vftntraustinu á eigin kröftum«. Hve
nær sem sá hugsunarháttur verður
kveðirm niður, veltur afturhaldsblaðið
steindautt út af.
Með gufub. Hólum
fóru austur 10. þ. m. hinir sömu,
sem með bátnum komu síðast og þar
áttu heima, og ennfreinur biskupsfrú
Elín Sveinsson og ekkjufrú Frederikke
Briem, báðar til Eskifjarðar.
Höfuðbólið Viðey
á Kollafirði hefir eigandinn, óðalsb.
Magnús S.tepbensen, er þar hefir búið
40 ár, selt þessa daga Eggert búfrseð-
iug Eiríkssyni Briem í Reykjavík fyr-
ir 20,000 kr., þ. e. þá f parta eignar-
innar, er M. St. átti. þriðjungurinn
er smáhlutaður milli 3—4 eigenda hér
í bænurn.
Magnús Stephensen konferenzráð
keypfi Viðey af könungi (ríkissjóði)
árið 1816 fyrir 14,000 rd.; en hafðiþá
búið á hsnni nokkur ár, en faðirhans
Ólafur Stefánsson stiftamtmaður á
undan honum frá því nokkuru fyrir
aldamót (1793); en þá á undan bjó
þar Skúli Magnússon laudfógeti rúm
40 ár, og var í hans tíð reist húsið
þar, Viðeyarstofa, á ríkissjóðskostnað
— fullger 1754.
Með póstgufusk. Botniu
fóru í fyrra dag ýmsir útleDdir
ferðamenn, og ennfremur Sigurður
kennari Sigurðason frá Mýrarhúsum og
ungfrú Halldóra Bjarnadóttir, kennari
hér við barnaskólann, bæði á kennara-
fund í Kristjaníu, en til Ameríku bú-
ferlum síra Jón Jónsson fyrtum prest-
ur á Hofi á Skagastr., með konu og
börnum, Halldór Daníelsson f. þingm.
Mýramanna með konu sinni og Bald-
ur þ. Guðjohnsen garðyrkjufræðingur
frá Húsavík.
Vestan af ísafirði kom með sama
skipi 9. þ. m. alþingism. síra Sig.
Stefánsson í Vigur, á amtsráðsfundinn,
er byrjar 18. þ. m.
Lítilþægni.
Tveir hreppar í Norðurþingeyar-
sýslu hafa haldið fund til þess að
lýsa yfirþví, að þeir vilji hvorki stjórn-
arbót né öfluga peningastofnun inn í
landið. Jafnframt skoraði sá fundur
á síra Arnljót Olafsson að gerast
merkisberi þessara mikilsverðu fram-
fara — að láta alt sitja í sama far-
inu!
Svo hefir og aftur verið fundur hald-
inn i Suðurþingeyarsýslu til þess að
lýsa yfir sams koDar framfarahug eins
og í norðursýslunni.
þjóðólfi þykir þetta miklar fagnað-
arfréttir, sem fullkomlega ríði af bagga-
muninn, sem varð við fréttirnar, er
Isafold flutti fyrir fáum dögum af
Rangárfundinum í Norðurmúlasýslu.
Blaðinu þykir, með öðrum orðum,
það, að slíkar fregnir skuli koma úr
tveim kjördæmum, sem enginn hafði
ætlað anuað en stjórnarbótarfjandskap,
nægileg huggun fyrir þau sorgartíð-
indi, að þrír þingmenn, sem áðurhafa
verið stjórnarbótinni andstæðir, gerast
eindregnir talsmenn hennar, og að
trygging fæst fyrir því, að kjördæmi,
sem áður hefir sent á þing tvo stjórn-
arbótarfjendur, kýa nú í haust tvo
stjórnarbótarvini.
Sllk lítilþægni er aðdáanleg. Vera
má, að ritstjóranum þyki vel við eiga
að temja sér þá dygð á undan kosn-
ingunum í haust.
Messað veröur
í dómkirkjunni á morgun á hádegi
af síra Jens Pálssyni í Görðum og
síðdegis (kl. 5) af síra Jóni Helgasyni.
Yendetta.
Eftir
Archibald Clavering Guuter.
|>ví meira, sem hann hugsar um
málið, því ískyggilegra þykir honum
það; því að hann minnist alt í einu
orðanna, sem Mússó ha'ði sagt við
hann í Nizza :
»Tcekist okkur þar á móti að tœla
hann til Korsíku og drepa hann þar,
þá mundi hver þarlendur kviðdómur
telja Marínu Paoli hafa unnið ágcetis-
verkt.
þessi orð skýra heldur óþægilega
ráðgátuna, sem fyrir Barnes liggur.
Danella hefir fært sér í nyt ást þá,
er Edvin hefir á stúlkunni, til þess að
tæla hann til Korsíku, í því skyni að
vegendur hans verði dæmdir sýknir
saka. Elski nú Marína Englending-
inn, þá þykir Barnes, sem ganga
megi að því vísu, að Danella hati
hann. Og elski Marína hann ekki,
þá kinnokar hún sér ekki við að drepa
hann og hefna með því bróður síns —
eftir meginreglum hennar er það ein-
mitt skylda hennar.
En hvernig sem nú í þessu liggur,
þá verður að girða fyrir þennan voða-
lega ráðahag og Barnes sendir því
eftirfarandi símrit með sæsímanum til
Bastia:
»Til frk. Enid Anstruther, á gufuskip-
inu frá Nizza.
Monaco 23. mai 1883.
Tefðu fyrir kvonfangi Edvins, á hvern
hátt sem þú getur, þangað til eg kem.
Kom of seint til Nizza, en ksm til
Korsíku svo fljótt, sem mér verður
unt. Beri nauðsyn til, þá sýhduhon-
um þetta símrit, og segðu, að eg hefði
ekki beitt þessu ráði, ef það hefði
ekki verið afaráríðandi.
Burton H. Barnes«.
þegar símritið er farið, hefir hann
engan tíma afgangs til frekari hugleið-
inga. Hann matast og fer svo með
Iestinni til Nizza. f>ar kemst hann
brátt að raun um það, að hann hefir
tvær gufuskipaleiðir um að velja —
aðra frá Marseille til Ajaccio og hina
frá Genúa til Bastia; þaðan yrði hann
svo að fara með póstferðavagni til
Bocognano. Hann flýtir sér ofan að
höfninni og kemur auga á liðlega
snekkju, sem er nýbúin að skipa upp
ávaxtafarmi sínum. Og hann spyr
skipstjóra — ítalskan sjómann — hvað
langan tíma hann þurfi til þess að
komast til Ajaccio.
Strandb. Skákholt
kapt. Aasberg kom i morguri noröan
um land og vestan. Farþegar: Björn
Olafsson augnlæknir, Sig. próf. Jensson
í Flatey, síra Kristinn Daníelssori frá
Söndum, Snæbj. bóndi Kristjáiissori í
Flatey (á amtsráðsf.), Oddur Jónsson
læknir.
Frá útlöndura
(ensk bl. til 2. júlí).
Af B ú a ó f r i ð i n u m ekki annað að
frétta, en að Bretum miðar ekki vitnnd
áleiðis; Búar að gerast þeim nærgöngul-
ir i Pretoría og gera þeim ymsan ó-
skunda hingað og þangað, suður í Or-
aníuríki og víðar.
Þá er ó f ri ð u r in n í Kí n a. Þar
veitir stórveldaliðiuu þunglega. Sey-