Ísafold - 21.07.1900, Síða 1

Ísafold - 21.07.1900, Síða 1
ISAFOLD. Reykjavík laugardagiim 21. júlí 1900. Kemar nt ýmist einu sinni eða tvisv. í viku. VercT árg. (80 ark. minnst) 4 kr., erlendis 5 kr. eða l*/a doll.; borgist fyrir miðjan júli (erlendis fyrir fram). XXYII. árg. I. 0. 0. F. 827279.___________________ Fornyripasafnið opið xnd., mvd. og ld. 11—12.' Landsbankinn opinn hvern virkan dag kt 11—2. Bankastjúrn við kl. 12—1. Lanasbókasafn opið hvern virkan dag kl. 12—2 og einni stundu lengur (til kl. 3) md., mvd. og ld. til útlána. Okeypis lækning 4 spltalanum á þriðjud. og föstud. kl. II —1. Okeypis augnlækning á spítalanum fyrsta og þriðja þriðjud. hvers mánaðar kl. 11-1. Ókeypis tannlækning i Hafnarstræti lb 1. og 3. mánud. hvers mán. kl. 11—1. Hér með vil eg vekja eftirtekt peirra manna, sem kvdddir eru til að virða jarðir til veðsetningar i veðdeildinni, sem og lánbeiðenda, á pví, að samkvœmt niðurlagi 7- gr. í lögum um stofnun veðdeildarinnar 12. jan. p. á. verður virðingargjorð á jarðeign að tilgreina sérstaklega verð hlsa peirra,sem eru á jörðinni, svo að pað sjáist, hvað virð- ingarverð jarðarinnar er út af fyrir sig, pví að eftir nefndri lagagrein má eigi telja verð húsanna með, pegar láns- upphæðin er ákveðin, nema pví að eins að pau séu vátrygð. Ennfremur skal pað tekið fram, að bankastjórnin tekur eftirnefndar vá- tryggingarstofnanir góðar og gildar, peg- ar húseignir eru veðsettar (samkv. 7. gr. laganna). a. Brandforsikrings-selskabet Neder- landene af 184J; b. Commercial union; c. Det kgl. octrojerede Brandassu- rance-Selskab. d. Nordisk Brandforsikring. Samkvœmt reglugjórðum bankans og veðdeildarinnar, verða félög pessi að hafa umboðsmenn í JReykjavík, er banka- stjórnin getur snúið sér til um iðgjalda- greiðslu, og sérhvað annað, er lýtur að vátryggingu veðsettrar húseignar. Reykjavík 18. júlí 1900. Fyrir hönd bankastjórnarinnar. Tryggvi Gunnarsson. Mikilyægi kosninganna. Um það geta ekki orðið skiftar skoð- anir, að um alþingiskosningarnar, sem fram eiga að fara í haust, er meira vert en nokkurar kosningar, sem þjóð vor hefir verið kvödd til síðan er al- þingi fekk löggjafarvald. Vitanlega hefir verið mikils vert um állar alþingiskosningar, sem fram hafa farið. Aldrei getur staðið á sama um það, hvort kjördæmin senda á þing hygna menn, sjálfstæða og samvizku- sama eða grannvitra menn, ósjálfstæða og lítt vandaða. En aðalmunurinn á undangengnum kosniugum og þeim, er núfaraíhönd, er sá, að hingað til hefir ekki verið um nein veruleg stórmál að ræða, er undir kosningunum væru komin. Lang-tilkomumesta málið hefir auð- vitað stjórnarskrármáhð verið. En inst í hjarta sínu hafa allir með góðri samvizku getað látið sér það í léttu rúmi liggja, meðan árangurinn af öll- um umræðum um það og allri atkvæða- greiðsiu var alls enginn. Sannarlegan áhuga þjóðarinnar gat það mál ekki vakið, meðan svo var ástatt — og gerði það ekki heldur. Um þau stór- mál aftur á móti, er sagt verður um með sanni, að á þingsins valdi hafi verið að fá framgengt, hefir ekki ver- ið neinn verulegur ágreiningur, eins og auðsætt er af því, að þau hafa naum- ast nokkursstaðar ráðið kosningum, og sízt þá nema í kjördæmi og kjördæmi á stangli. Nú er um alt annað að tefla. Nú gefst þjóðinni kostur á að leiða stjórnarskrármálið til lykta á mjög viðunanlegan hátt til bráðabirgða. Nú býðst henni meðal annars samvinna milli stjórnar og þings, — undirbún- ingur af stjórnarinnar hálfu á þeim málum, er þjóðin vill fá framgengt og forysta í nauðsynjamálum hennar, — full vissa á þingi um undirtektir stjórn- arinnar í hverju máli, svo að alþingi þarf ekki að verja kröftum sínum og tíma til ónýtis, eins og svo oft að und- anförnu, og lagasynjanirnar eru úr sögunni, —j tækifæri til að láta þingið sannfæra ráðgjafann um sérhvað það, er þjóðinni megi að haldi koma, — ábyrgð ráðgjafans á allri stjórnarat- höfninni, svo að búast má við alt öðru eftirliti með öllum embættisrekstri en að undanförnu, — færi á að girða fyr- ir það, að nokkur sá maður skipi ráð- herrasætið til langframa, sem fyrir einhverra hluta sakir reynist óhæfur til þess, og — sjálfkjörinn talsmaður fyrir hagsmunum vorum og róttindum andspænis stjórn Dana. fæssar mikilsverðu réttarbætur standa oss til boða, án þess að vér þurfum einum eyri til þeirra að kosta og án þess að vér þurfum að afsala oss nokkurum kröfum eða réttindum fyrir ókominn tíma. Kosningarnar í haust eiga að skera úr því, hvort vér þiggjum þetta tilboð eða höfnum því — hvort vér sætum nú færi, hrindum stjórnarbótarmáli voru langar leiðir áfram og komumst út úr óstjórnarógöngunum, eða vér kjósum heldur að láta annaðhvort all- ar vorar stjórnarbótarkröfur og stjórn- arbótarvonir leggjast í dá eða þá leggja út í nýa baráttu og nýar fjár- eyðslur í gersamlegu vonleysi um nokkurn árangur. Fyrir þetta eitt er margfalt meira vert um kosningarnar, sem nú eru í vændum, en um nokkurar undangengn- ar kosningar til alþingÍB. Og þó er nú miklu meira í húfi en stjórnarbótarvonir þjóðarinnar. í fyrsta sinni í sögu þjóðar vorrar er henni gerður kostur á nægum pen- ingum — því aflinu, sem óhjákvæmi- legast er til þess að vér getum sýnt ættjörð vorri þann sóma, sem hún á skilið, rakað að oss auðnum umhverf- is strendur landsins, gert allar þær umbætur á jöróum vorum, sem þörf er á, breytt búskapnum eftir kröfum tímans, unnið sjálfir afurðir lands vors og komið þeim sjálfir á markað, bætt verzlun vora margfaldlega — í einu orði komist undan fátæktarfarginu og gert oss vonir um að standa öðrum þjóðum 3æmilega jafnfætis í allri menn- ingu, þegar stUndir líða fram. I nefnd þeirri, sem hafa á með höndum yfirstjórn peningastofnunar þeirrar, sem er á boðstólum, eiga full- trúar löggjafarþings vors og landsstjórn- ar að vera í meiri hluta og fyrir þá sök hafa töglin og haldirnar. Og til þess að ríða af baggamuninn við þann kostnað, sem eðlilega flýtur af víðtæku bankahaldi á jafn-strjálbygðu landi og íslandi, er svo til ætlast, að sá hlut- inn af fjármagni hins væntanlega banka, sem ekki er þörf fyrir hér á landi, verði látinn ávaxtast erlendis — sem ekki getur haft önnur áhrif en að girða fyrir það, að vextir hér á landi verði háir, ef nokkur hætta væri á því, sem ekki er. Alþingiskosningarnar næstu eiga að skera úr því, hvort vér sætum þessu boði, gerum sjálfum oss kost á pen- ingum, eða hvort vér viljum heldur halda áfram að vera peningalaus þjóð og búa um óákveðinn tíma við alla þá örðugleika, allan þann framkvæmda- skort og alla þá framfaratregðu, sem því ástandi er samfara. Enn fremur eiga kosningarnar í haust að skera úr því, hvort þjóð vor vill ónýta allar þær miklu tilraunir, sem þegar er búið að gera með beztu vonum um árangur, til þess að vér fá- um ritsíma hingað til lands og um landið. A öðrum stað hér í blaðinu er enn á ný gerð nokkur grein fyr- ir mikilvægi þess fyrirtækis fyrir þjóð vora, og því er hér að eins á það minst. Alþingiskosningarnar í haust kveða ekki að eins á um stjórnarfar lands- ins á ókomnum tímum, vald löggjaf- arþingsins og samband þess við lands- stjórnina, heldur er og efnahagur alls þorra landsmanna undir því kominn, hvernig þær fara, Sýni nú þjóðin viturleik og gætni, má búast við að ný öld renni upp fyrir henni, eigi að eins í tímatalinu, heldur og í framförum, velmegun og menning. Fari kosningarnar illa, má búast við að örðugleikarnir fari sívaxandi. jpjóð- in er sem sé hætt að una eymdarlífi fyrri alda, og með öllu er óhugsandi að koma aftur á sparnaði fyrri tíma. En framleiðslan hefir ekki vaxið að sama skapi sem kröfurnar. Eina ráð- ið er vitanlega að auka að stórum mun framleiðsluna í landinu. Takist það ekki, má ganga að gífurlegum út- flutningum alveg vísum áður en langt líður, því að allur þorri manna er svo skapi farinn, að hann kýs heldur að fara af landi burt en draga úr kröfun- um til lífsþægindanna. En framleiðsl- an í landinu getur ekki aukist að neinum V9rulegum mun, fyr en bætt Uppsögn (skrifleg) bundin vifl áramót, ógild nema komin sé til útgefanda fyrir 1. október. Afgreiðslustofa blaOsins er Austurstrœti 8. 46. blað. hefir verið úr stjórnarólaginu, verzl- unarólaginu og peningaleysinu. þar sem nú jafnmikið er í húfi, ætti að mega búast við miklum áhuga við kosningar í haust. Og vafalaust verður hann líka miklum mun meiri og almennari en við nokkurar undan- farnar kosningar hér á landi. Yitanlega er nokkurum hluta þjóð- arinnar svo farið, að alt, sem snertir almennings heill telja þeir sér óvið- komandi. jpeim er enn ofvaxið að gera sér nqfekura grein fyrir því, að sjálfir séu þeir einn hlutinn af þessum almenningi, sem þjóðræknir menn eru að reyna að koma úr kreppunni. Sjóndeildarhringur þeirra nær aldrei út fyrir dagleg störf þeirra. Greiði þeir á annað borð atkvæði með nokk- uru þingmannsefni, þá er það eingöngu í þægðar skyni við kunningja sína eða heldri menn, sem þeir hugsa, að kunni að gera sér einhvern greiða aftur á móti. Og eigi kjördæmið, sem þeir eiga heima í, að senda tvo fulltrúa á þing, þá sjá þessir menn ekkert þvi til fyrirstöðu, að kjósa þá menn, sem eru hvor öðrum andstæðir í öllum stór- málum þjóðarinnar, svo að þeir hljóta að gera hvor annars atkvæði ónýtt á þingi í þeim málum; annar verður að rífa það niður, sem hinn reisir, og kjördæmið verður sama sem fulltrúa- laust. En auðvitað eiga hér ekki hlut að máli nema lítilsigldustu menn þjóð- arinnar og vonandi er, að þeim fari stöðugt fækkandi. Hitt gegnir meiri fnrðu, að hér á landi skuli enn vera til skynsamir menn og mentaðir, sembeinlínis þykj- ast af því, að þeir virði landsmál að vettugi, láti ser *standa á sama um alla pólitík#, eins og þeir komast venjulega að orði. •Pólitíkin* er þó ekki annað né verra en ein hliðin á menningarbar- áttu þjóðarinnar. Vilji mennirnir, sem líta smáum augum á hana, vera sjálf- um sér samkvæmir, hljóta þeir jafn- framt að bannast við, að þeim standi á sama, hvort þjóðinni er stjórnað vel eða illa, hvort réttur hennar og ein- stakra manna er fyrir borð borinn, þegar valdsmönnunum ræður svo víð að horfa, hvort þjóðin á við allsnægt- ir eða eyoid að búa, hvort hún verð- ur vel méntuð þjóð eða fávís og skræl- ingjaleg. Alt er þetta undir meðferð landsmálanna komið. f>etta er »póli- tíkin«, sem sumir menn tala svo óvirðu- lega um. Alveg ómótmælanlega er það ein sjálfsagðaata skylda hvers manns, sem nokkura mentunarglóru hefir, að gera sér af fremsta megi grein fyrir því, sem menn eru að leitast við að vinna til framfara þjóðinni. Og þá ekki síð- ur að styðja það af alefli, þegar jafn- mikið er í húfi eins og í september næstkomandi. Hver sem liggur á liði sínu þá, annaðhvort beint af sérhlífni, eða vegna þess að hann hefir ekki haft mann- rænu í sér til þesj!3 að gera sér grein

x

Ísafold

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ísafold
https://timarit.is/publication/315

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.