Ísafold - 01.08.1900, Page 2

Ísafold - 01.08.1900, Page 2
190 menn, er jafnist við Sókrates eða Pkidías og að innan um allar miljón- ir Norðurálfunnar hafi aldrei komið fram jafningjar þeirra. Efann hyggur og, enda færir einkar sennileg rök að því, að Grikkir hafi að meðaltali ver- ið langtum gáfaðri menn an nútíðar- þjóðirnar, hafi haft alt að því jafn- mikla gáfna-yfirburði yfir Englendinga eins og Englendingar yfir svertingja í Suðurálfunni. þetta er mjög merkileg niðurstaða, og menn hafa enn ekki gert sér með öllu ljóst, hver afleiðingin af henni hlýtur að verða. Hafi vitsmuna-hæfi- leikar Grikkja ekki að eins tekið langt fram vitsmunahæfileikum nútíðarþjóð- anna heldur og staðið þeim svo miklu ofar, sem hér hefir verið á drepið, þá fer að verða í meiri lagi örðugt að trúa því, að skynsemisþroskinn hafi ráðið mestu um framfarir mannanna. þ>ví að Grikkjum hefir farið eins og Rómverjura — hafa gersamlega borið lægra hlut í lífsbaráttunni. Frá sjón- armiði breytiþróunar-kenningarinnar stóðu Forngrikkir jafn-langt á baki nútíðarþjóðum Norðurálfunnar í þeim eiginleikum, er komið hafa þjóðum þessum á það framfarastig, er þær standa á víðast hvar, eins og nútíðar- þjóðirnar standa, að því er ætlað er, Forngrikkjum langt að baki í vits- munaþroska. Alþmgiskosningahorfur. ii. Hér í höfuðstaðnum sér nú á tána á nýju þingmannsefni, og birtist lík- egá allur von bráðar, þótt kynlega vel virðist við sig fcunna í þetta sinn í þokumyrkri því, er misjafnlega hlut- vandir atkvæðasmalar spúa úr sér yfir ÍBtöðuminstu kjósendur bæjarins. |>að er bankastjóri Tryggvi Gunn- arsson, sem virðist eftir því orðinn af- huga sínu fyrra kjördæmi, Árnessýslu. Aðferðinni til að útvega honum fylgi er lýst nokkuð hér á öðrum stað í blaðinu; og er það sannast að segja, að það er hinum mörgu vinum hans að fornu og nýju meira en lítil raun, b æ ð i að vita jafn-óviðfeldnum laun- ráðum beitt til þess að útvega honum kjörfylgi, o g að þar skuli nú vera kom- ið fyrir honum, að önnur ráð, hreinni, frjálsmannlegri og pukursminni, komi honum ekki að haldi. Maður þessi, Tr. G., hefir verið einn með vorum nýtustu mönnum og er enn að mörgu leyti. Hann er frábær eljumaður, allra manna ósérhlífnastur og um leið ósérplægnastur, og mesti góðvildarmaður, — þar sem hann fær að ráða. En það eru hrapalleg áhrif, sem það hefir á hann haft, höfuðstaðarloftið hérna, eða hvað það nú er, sem um- steypt hefir honum síðustu árin að því er kemur til afskifta hans aflands- málum. Frá því að vera áður gætinn stjórnar- bótarmaður og með hinum lítilþægustu í því máli, breytist hann í gallharðan Benediktsliða, í orði kveðnu að minsta kosti, jafnskjótt sem forustan fyrir hófs- 'stefnunni gekk honum úr greipum. Helzt mun hannírauninnienga stjórnar- breyting vilja hafa; er og nú orðinn há-vídalínskur í því máli, svo sem greinilega kom fram á síðasta þingi. Frá því að vera áður áhugamaður um meiri háttar framfaramál þjóðarinnar, spyrnir hann nú með hnúum og hnef- um bæði gegn nýtilegri og afarnauð- synlegri meiri háttar peningastofnun fyrir landið, og gegn ritsímsnum, — gerði á síðasta þingi ítrekaðar tilraun- ir til að koma honum fyrir kattarnef; ætti þó samkvæmt aðalævistarfi sínu að háfa mánna bezt skilyrði fyrir því að geta haft vit á, hve stórvægilegt framfarastig fyrir þjóðina alla ritsím- inn er. En það er engu líkara en aó hann hafi í því máli látið lauma á sig gleraugum hinna útlendu einokunar- stórkaupmanna vorra. þá er smjörlíkistollurinn, — svo vér minnumst á smámálin. Og þá er landhelgisleigufrumvarpið alræmda, sem Vídalínsveldið lét veslings-prófastinn austfirzka (síra E. J.) ausa vatni á þingi, en svo fór slysalega fyrir, að króginn kafnaði í skírnarlauginni. Eaunalegri sjón hafa vinir bankastjór- ans sjaldan séð en er hann var látinn standa þar við hlið áminstum prófasti með skínarpottlokið í hendinni. Hann var sem sé einn í kúgildinu fræga, sem það frumvarp studdi með atkvæði sínu — rak þar lestina. Og svo kom Batteríis-hneykslið. Mundi hann ekki einnig vera þar alveg í taumbandi Vídalins, hann, sem manna mest hefir um það fengist, hver nauð- syn beri til að bæta höfnina og prýða bæinn og búa til skemtistigi kring um hann. En — fyrir Vídalín vill hann láta setja einhvern meinlegasta þrösk- uld fyrir slíkar framkvæmdir, sem hægt var að hugsa sér. það má nú segja þorra reykvískra kjósmda til lofs, flestöllum hinna merkari og greindari manna, æðri og lægri — alþýðu ekki síður en höfðingj- unum — að þeim skilst mikið vel, hvar bankastjórinn stendur nú, og að þeir eru stórgramir út af hinum hneyksl- anlega pukursundirróðri til að koma honum á þing. Minnist varla nokk- ur þeirra á meðal á það mál þessa daga öðru vísi en í þeim anda. Verð- ur árangurinn vafalaust sá, áður lýkur, að menn fylkja sér miklu fastar um sinn fyrra þingmann, yfirdómara Jón Jensson, en ella mundi. f>eir muna einnig vel eftir framkomu hans á síð- asta þingi í fyrnefndum málum, auk þess sem þeim er nákunnugt, hve ó- veill sá maður er, trúlyndur, traustur og bjargfastur fyrir, að ógleymdum vits- munum hans og ágætri þekkingu. Borgfirðinga leggur Björn Bjarnar- son búfræðingur frá Gröf-Eeykjakoti í einelti með þingmenskuframboð, ark- aði upp eftir þangað í vetur meðprent- aða áskorun til sjálfs sín, með við- tengdri kosningarskuldbindingu, ogvar sér í útvegum um marga pukursmala til að safna á hana undirskriftum, til þess að binda kjósendur á klafa löngu fyrir fram, fyr en nokkurn varði, og áður en þeir vissu hót, hverjir í kjöri mundu verða. Látið er mikið af því, hvern árangur pukursmalamenska þessi með tilheyrandi veiðibrellum hafi haft., Og getur það satt verið, og g e t u r líka”verið alveg ósatt, — ekki annað en blekkingartilraun. Haun er, þessi maður, allvel greindur. En mikla blindni þarf til þess að hafa trú á honum til nytsemdarframkomu á þingi, svo nauða-illa sem notast hefir að greind hans við afskifti af almenn- ingsmálum, fyr og síðar, og svo ákaflega illa, sem látið var af honum til sam- vinnu á þingi þetta eina skifti, sem hann sat þar, fyrir nokkurum árum. Eigi skulum vér leiða getur að, hvað því muni valda. En eitthvað er það, einhver annmarki, og hann meira en lítill. Slíkur maður g e t u r ekki haft traust mætra manna, og h e f i r ekki traust n o k k u r s manns, er hann þekkir, til hollra afskifta af landsmál- um. — þess þarf ekki að geta, að maður þessi, B. B., er stækur stjórnarbótarfjandmaður og Vídalíns- liði eindreginn; læzt trúa á benedízku- nátttröllið, en vill í raun og veruekki fremur neina stjórnarbót heldur en aðrir Vídalíns fylgifiskar og skrifstofu- valdsmenn. Hins vegar hafa Borgfirðingar haft á þingi síðasta kjörtímabil einn með mikilhæfustu mönnum þjóðarinnar, lektor þórhall Bjarnarson, vitsmuna- mann mikinn og prýðilega að sér, bú- hygginn og búfróðan á við fremstu sveitabúmenn vora, þótt reykvískur embættismaður sé, og fyrirtakslipran og samvinnuþýðan við þingstörf; og svo mikilsmetinn á þingi frá því er hann sté þar fyrst fæti, að hann var þar mjög brátt látinn skipa mesta virðingarsæti, sem þar er til. Fyr mættu nú kjósendum vera mis- lagðar hendur en að þeir færu að hafa skifti á þessum mönnum. Meðal Mýramanna sækir nú fram af kappi síra Einar prófastur á Borg Friðgeirsson í móti síra Magnúsi próf. Andréssyni, sem þar hefir al- mennings-traust og hylli, eins og hann á skilið í fremsta lagi. Síra Einar er gáfumaður og orðgnóttarmaður þind- arlaus, og ráðgerir, að mælt er, að láta meira en lítið til sín taka á þingi; býst við að verða þar aðalleiðtogi þeg- ar í stað. En lítið traust mun hann hafa alment eigi að síður, og stjórnar- bótarfjandmaður er hann skýlaus. þar er enn til nefndur Jóhann bóndi Ey- ólfsson í Sveinatungu, greindur fjör- maður, en mun að sögn draga sig í hlé fyrir síra M. A. Eftir síðustu fréttum úr S n æ f e 11 s- n e s s ý s 1 u virðíst svo, sem sýslu- maður þar verði einn um hituna á kjörfundi. Kjósendur þar sioruðu í vor á þremur fjölsóttum fundum á Einar ritstj. Hjörleifsson að gera kost á sér, og létu uppi mjög afdráttarlaust, að sýslumann sinn vildu þeir fyrir engan mun á þing senda. En nokk- uru síðar fór sýslumaður þingaferðir um sýsluna. Hvað fram hefir farið í því ferðalagi, skal ósagt látið. En hitt er víst, að eftir það var öllum þorra þeirra, er áður höfðu á E. íl. skorað, snúinn hugur. Fortölur sýslumanns stóðust þeir ekki, enda ístöðuleysið þar því miður, að því er af mörgu verðurráðið, arfgengt orðið eftir lang- vinna kúgun af ýmsu tægi, og fáfræð- in sjálfsagt almennarí en í nokkuru öðru kjördæmi hér á iandi. D a 1 a m e n n munu vera býsna-tví- skiftir. |>eir eiga um tvo að velja — fleiri munu ekki verða þar í kjöri — annan reyndan þingmann, þar sem er síra Jens Pálsson, hæfileikamann mik- inn og mikilsmegandi á þingi fyrir alúð sína, lipurð og valmensku, hollan þeim í hvívetna og heppinn mjög þeim til handa að undanförnu; en hinnalls óreyndan við þingmensku og að kunn- ugra dómi ekki líklegan til mikilla af- reka eða nytsemdar á þingi fyrir margra hluta sakir, enda er fullyrt, að flokk- ur sá, er talinn hefir verið honum fylgjandi, treysti honum lítt og mundi aldrei hafa gerst líklegur til fylgis við hann, ef hann væri ekki yfirvaldið þeirra kjósendanna. Búast má við, að margur hiki, er á skal heröa, og að sýslumanni fyrir ýmissa hluta sak- ir þyki óráðlegt, að leggja út í harðan kosningabardaga. það hefir gerst með H ú n v e t n- i n g u m frá því síðast, að þar bæt- ist við í hóp þingmannaefna Halldór Briem kennari frá Möðruvöllum, skýr- leiksmaður og nytsemdar, sem þeir frændur. Eu utanhéraðsmaður er hann og þar að auki embættismaður og eru þá Húnvetningar miður rétt- trúaðir og þjóðhollir, eftir kenningu ónefnds málgagns, ef þeir taka hann fram yfir innanhéraðs-bændur. Norðmýlingar kváðu nú alment vera búnir að koma sér niður á síra Einari þórðarsyni á Hofteigi í annað þingsætið, efnismanni miklum, prýði- lega greindum og gætnum, áhugamanni um framfaramál vor og fölskvalausum stjórnarbótarvin. Um hinn var ekki fullráðið, er síðast fréctist. En svo segja kunnugir, að full alvara só Jóni í Múla að hætta við þingmenskuna. Eins og segir frá í fréttapistli úr Árnessýslu fyrir skemstu, er þar beitt samkynja pukursundirróðri og hér til kjörfylgismanni, erhann sjálfurog aðr- ir vita um, að vonlaust væri að koma að ella, og er óskammfeilnin við það pukur svo mögnuð, að bæði höfuðsmalinn, Símon á Fossi, gerir sér lítið fyrir og þrætir þess harðlega, að hann hafi neitt við það mál átt, undirskrifta- smölun handa þjóðólfs-manni, og nán- ustu náungar hans hér (|>jm.) beraþað sömuleiðis harðlega aftur. Og þó ganga prentuð áskorunarskjölin um alt kjör- dæmið og hafa gengið fráþví um hroasa- markaðsleitið, sjálfsagt prentuð af honum sjálfum, þjóðólfsmanni, og send austur til þannig lagaðrar hagnýting- ar, eftir löngu fyrirhuguðu ráði og sam- komulagi milli þeirra félaga, hans og Símonar þessa, — þrátt fyrir harða for- dæming hans, ritstjórans, á utanhér- aðsframboðum! Vér göngum að því vísu, að ekki muni vera búist við óhlutdrægum dómi hjá Isafold um þingmenskuhæfileika þessa manns (H. f>.). Enda skulum vér láta oss nægja að leggja þá spurn- ingu fyrir bans nánustu vini og kunn- ingja, hvort þeir treysta sér til að færa nokkurar minstu líkur fyrir því, að sá maður muni nokkurn tíma gera nokkurt minsta gagn í nokkuru máli á þingi, — hvort þeir treysti hon- um einu sínni til að styðja afturhalds- stefnuna þar, svo einlæglega sem hann fylgir h e n n i, öðru vísi en með at- kvæði sínu? Segja þeir ekki margir, hvor um annan þveran, að þeir telji honum sjálfum mesta óleik gerðan með því að senda hann á þing ? Mann, sem enginn hefir nokkurn tíma orðið var við að beri nokkurt skyn á nokk- urt landsmál, öll þau 9—10 ár, sern hann hefir við blaðamensku fengist; og hefir alls einu sinni lokið Upp munni hér á almennum mannfundi, fyrir eitthvað 8 árum, með þeim ár- angri, að hann hefir ekki árætt það

x

Ísafold

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Ísafold
https://timarit.is/publication/315

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.